Tíminn - 13.04.1984, Qupperneq 1
Dagskrá ríkisfjölmiðlanna næstu viku - Sjá bls. 13
FlðLBREYTTARA
OG BETRA BLAD!
Föstudagur 13. apríl 1984
89. tölublað 68. árgangur
Síðumúla 15—Posthólf 370 Reykjavik—Ritstjorn86300—Auglysingar 18300— Afgreidsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306
Matvörukaupmenn áhyggjufullir:
GREffiSUIKORHH SflGT UPP
EFT1R PftSKA AD ÓBREYTTU
— Matvörukaup með greiðslukortum nær
óþekkt á hinum Norðurlöndunum
■ „Menn lýstu áhyggjum sín-
um yfir því að viðbrögð korta-
fyrirtækjanna við samningsum-
leitunum matvörukaupmanna
hafa ekki verið eins góð og
vænta mátti. Mín spá er sú að ef
þetta verður óbreytt til páska þá
muni þeir aðilar sem komið hafa
saman - og eru með mikinn hlut
af matvörumarkaðinum - segja
samningunum við kortafyrirtæk-
in upp eftir páska", sagði Gunn-
ar Snorrason, kaupmaður eftir
fund matvörukaupmanna um
kreditkortamálin.
Eftir kannanir á vegum Kaup-
mannasamtakanna hefur komið
í Ijós að á hinum Norðurlöndun-
um heyrir frekar til undantekn-
inga að tekið sé við kreditkortum
sem greiðslu fyrir matvæli, t.d.
alls ekki í Danmörku, og ástæð-
urnar sagðar of há gjaldtaka
kreditkortafyrirtækjanna.
Menn vilja heldur ná verðinu
niður. Einu upplýsingarnar sem
fengust um þóknunina voru frá
Finnlandi þar sem hún er sögð
1.85% af úttekt. Hér á landi er
þessu þver öfugt farið, þar sem
talið er að meirihluti kredit-
kortaviðskipta séu vegna sölu á
matvöru.
Gunnar sagði menn hér marga
hverja einnig mjög áhugasama
um að hætt verði að taka við
kreditkortum vegna matvöru-
kaupa, þannig að það gæti alveg
farið svo að því yrði hætt þó svo
að einhverjum reglum fáist
breytt. Hann kvaðst þó vona að
afstaða kortafyrirtækjanna muni
eitthvað breytast fyrir 20. apríl.
Hlutfall kortaviðskiptanna af
heildarsölu kvað Gunnar stefna
mjög hátt og hlut kortanna í
viðskiptunum sífellt fara vax-
andi. Hjá sumum væri þetta
hlutfal! jafnvel komið í 20-25%
af viðskiptunum. Jafnframt sagði
hann það sína reynslu að kortin
komi ekki í staðinn fyrir mánað-
arviðskipti fólks, lieldur verði
viðbót. við fyrri lán. Að vísu
kvaðst hann ekki hafa reynt að
ýta sínum mánaðarviðskipta-
mönnum út í kortin, því bæði
fengi hann uppgert fyrr hjá því
fólki og þau viðskipti kosti engar
beinar greiðslur. Lánsviðskipti
eru því orðin verulegur hluti af
veltunni hjá mörgum kaup-
mönnum „þegar maður telur lít-
ið annað upp úr kassanum en
reikninga og plastpeninga", eins
og Gunnar orðaði það.
Siglufjörður:
ÓVENJU MIKIL
ÖLVUN í BÆN-
UM Á MIÐVIKU-
DAGSKVÖLDI
í kjölfar
útvarpsfréttar
■ „I'að var frétt í útvarpinu í
vikunni um^ að áfengissala
hefði dregist saman á Siglufirði
undanfarna þrjá mánuði. Ég
hcld barasta að menn hafi
xtlaö sér að bæta úr þessu á
miðvikudagskvöldið, þetta
hcfur ckki gerst hér síðan á
síldarárununi, sagði Ólafur
Jóhannsson lögrcglumaður á
Siglufirði í samtali við Tímann
en óvcnju mikil ójvun var í
bænum á miövikudagskvöld.
ólafur sagði að þrátt fyrir
það hefðu engin vandræði hlot-
ist af. Þetta væri aöcins óvenju-
legt, sérstaklcga þar sem ckk-
ert var serstakt unt að vcra í
bænum þctta kvöld. -GSH
FUNDADMEÐ
UMBOÐSMÖNN-
UMTÍMANS
■ Umboðsmenn Tímans frá
nokkrum stxrstu og mikilvæg-
ustu byggðarlögum landsins hafa
að undanförnu setið á fundum
með starfsmönnum blaðsins i
Reykjavík. Tilgangur fundar-
haldanna hefur verið að ræða
hugmyndir um endurbætur á
núverandi dreifingakerfi
blaðsins, sem eiga að leiða til
stórbættrar þjónustu við kaup-
endur blaðsins utan höfuðborg-
arsvæðisins. Fundarhöld þessi
eru aðeins einn liður af fjölmörg-
um, er tengjast þeim miklu
breytingum á Tímanum, sem
væntanlegar eru síðar í mánuðin-
um. Mikill baráttuhugur er nú í
umboðsmönnunum, enda stór
og skemmtilcgur slagur fram-
undan. Meðfylgjandi mynd var
tekin við skrifstofur Tímans í
Reykjavík af umboðsmönnun-
um og þeim Kjartani Ásmunds-
syni dreiFingastjóra (t.v.) og Sig-
urði Skagijörð Sigurðssyni fram-
kvæmdastjóri (t.h.) í gær.
Tímamynd G.E.
Flug-
freyjur
sömdu
■ í gærkvöldi tókust samningar
hjá Sáttasemjara ríkisins um
kjör flugfreyja með venjulegum
fyrirvara um samþykkt félags-
fundar. Þar með var afstýrt því
verkfalli flugfreyja á N-Atlants-
hafsleiðinni sem boðað hafði
verið á miðnætti í nótt.
Niðurstaða könnunar SÁÁ:
VARANLEG LÆKNING HJÁ
ÞRIÐJA HVERJUM SJUKUNGI
■ SÁÁ hefur látið gera
könnun á árangri sínum í
baráttunni við áfengisvanda-
máliö. Þar kemur fram að
þriðji hver sjúklingur sem
komið hefur til meðfcrðar á
Sogni í Ölfusi drekkur ekki
áfengi cða neytir annarra
vímucfna næstu 2-3 árin.
Scndur var spurningalisti til
334 sjúklinga sem dvöldust að
Sogni árið 1980. Af þeirn
svöruðu 210 og af þeim voru
107 í varanlegu bindindi. Auk
þess höfðu 11 komið til annarr-
ar meðferðar og náðþví að vera
frá áfengi í 18 mánuði til 3 ár.
Árangur þessi er svipaður og
náðst hefur erlendis. t.d. í
Hazcldene Foundation í
Minnesota í Bandaríkjunum.
Alls hafa nú um 4000-5000
einstaklingar lagst inn á með-
ferðarstofnanir SÁÁ, og viku-
lcga cru um 400 manns í
einhverskonar meðferð hjá
samtökunum.
Það voru þeir Þórarinn Tyrf-
ingsson yfirlæknir að Vogi og
Sigurður Gunnsteinsson með-
ferðarstjóri sem sáu um undir-
búning og vinnslu könnunar-
innar. -ÁDJ
Bjarni Benediktsson
leigður til Bíldudals:
Ahöfnin
fylgir
■ í gær tók í gildi samningur
milli Bæjarútgerðar Reykjavík-
ur og Rækjuvers á Bíldudal um
leigu á togaranum Bjarna Ben-
ediktssyni með áhöfn og gildir
samningurinn til 15. september.
Að sögn Brynjólfs Bjarnason-
ar framkvæmdastjóra BÚR sér
Rækjuver um allan rekstur
togarans meðan á leigutímanum
með
stendur en að öðru leyti greiðir
fyrirtækið hlutfall af afla í leigu.
„Þetta eru svipaðir samningar og
gerðir voru um leigu Hafþórs á
sínum tírna," sagði Brynjólfur,
„leigusamningar eru annars
heldur fátíðir hérlendis og Haf-
þórssamningurinn hefur helst
verið notaður sem fordæmi."t
-JGK.