Tíminn - 13.04.1984, Qupperneq 2

Tíminn - 13.04.1984, Qupperneq 2
Félag forræðis- lausra foreldra STOFNAÐ FORM- LEGA14. APRÍL ■ „Þegar félagi þessu var lauslega hleypt af stokkunum fyrir ári kom í Ijós að þörfin fyrir félag sem þetta var mun brýnni en menn áttu von á“, sagði Lárus G. Guðjónsson hjá Félagi for- ræðislausra foreldra. Formlegur stofn- fundur félagsins hefur verið ákveðinn að Fríkirkjuvegi 11. n.k. laugardag 14. arpíl. Verður mörkuð stefna félagsins og skipulag á funinum. Að sögn Lárusar hafa fyrirspurnir um félagið borist víðs vegar að af landinu svo og óskir um leiðbeiningar og aðstoð vegna margs konar tilvika. Eftir árs reynslu og umræðu um þessi mál sé orðið ljóst á hvaða vettvangi og með hvaða markmiði félagið þurfi að starfa. Lárus sagði ástæðu til að hvetja alla þá foreldra sem ekki hafa forræði barna sinna til að mæta á stofnfundinn. Frekari upplýsingar býðst hann til að veita í síma 53597 eða Sigmundur H. Guðmundsson í síma 38058. - HEl. Fermingarbörn í þjónustu hjálparstarfsins ■ Á næstunni munu fermingarbörn knýja dyra hjá landsmönnum og bjóða merki til sölu, til stuðnings við þrjú mismunandi málefni. heimilis fyrir mun- aðarlaus börn í Kalkutta á Indlandi í umsjá Maríu Theresu, fötluð börn innanlands í samvinnu við Landssamtök- in þroskahjálp og fatlaða á Sólheimum í Grímsnesi, en biskupi íslands hefur borist beiðni um aðstoð við heimilið þar^ í frétt frá Hjáiparstofnun kirkjunnar segir að í fermingarfræðslunni hafi marg- ir prestar frætt fermingarbörnin um grundvöll og gildi hjálparstarfs kirkjunn- ar og með merkjasölunni hafi fermingar- börnin gerst virkir þátttakendur í þessu starfi. -JGK. Aðalfundurinn krefst þess jafnframt að látið verði staðar numið í atlögu stjórnvalda að afkomu heimilanna. Bog- inn sé spenntur til hins ýtrasta og vaxandi óánægju og óþolinmæði sé farið að gæta hjá almenningi vegna skeyting- arleysis stjórnvalda. Stöðugar hækkanir á verði nauðþurfta og opinberrar þjón- ustu ltafi dunið á launþegum ásamt þyngdum skatta- og útsvarsbyrðum á sama tíma og gjöld á verslunar- og skrifstofuhúsnæði lækki svo og skattar á atvinnurekstri og skattfríðindi hlutafjár- eigendá séu aukin. Þá séu kaupmönnum nú fengnar frjálsar hendur unt álagningu á nauðsynjum ogstórgróðafyrirtæki veitt fyrirheit um tugmilljóna gjöf úr galtóm- um ríkissjóði um leið og ráðgert er að lækka niðurgreiðslur og leggja söluskatt á matvöru svo ríkissjóður géti staðið við fyrirheit sitt um að cinstæð foreldri og barnmargar fjölskyldur fái fyrir nauð- þurftum sínuni. ■ Einar Ólafsson, formaður Starfs- mannafélags ríkisstofnana. „Þessi stefna stjórnvalda er ögrun sem launþegar og samtök þeirra eiga aðeins eitt svar við: Uppsögn á nýgerðum kjarasamningum og boðun verkfalls 1. september n.k.“ Fól aðalfundurinn ■ Aðalfundur Starfsmannafélags ríkisstofnana var vel sóttur og margar ályktanir samþykktar þar. Starfsmannafélag ríkisstofnana: BOÐAR TIL VERKFALLS 1. SEPTEMBER í HAUST ef ríkisstjórnin lækkar nidurgreidslur og leggur söluskatt á matvöru ■ „Sparnaður og ráðdeild eru dyggðir, sem ekkert stjórnvald getur krafist af þegnum sínum án þess að ganga sjálft á undan með góðu fordæmi“, segir m.a. í kjaramálaályktun aðalfundar Starfs- mannafélags ríkisstofnana. Krafist er að byrðar rótlausra og ráðalítilla stjórn- valda verði bornar af fleirum en launa- fólki. stjórn SFR að hefja nú þegar undirbún- ing kröfugerðar og baráttu sem dugi til að brjóta á bak aftur kaupránsaðgerðir stjórnvalda. í SFR voru 4.468 félagar um síðustu áramót, 1.615 karlar og 2.674 konur, auk 269 manns í lífeyrisdeild. Sjálfkjörið varð í stjórn félagsins fyrir fimabilið 1984-1986. í skýrslu formanns kom m.a. fram að félagið eignaðist 10 ný sumarhús á síðasta ári, 7 í Stóru-Skógum í Borgar- firði og 3 að Eiðum í S-Múl. -HEI. Nýtt happdrættisár DAS: AFIUR HÚS í VINNING — miklar framkvæmdir hjá Hrafnistu í Hafnarfirði ■ Baldvin Jónsson framkvæmdastjóri Happdrættis DAS og Pétur Sigurðsson alþingismaður og formaður Sjómannadags- ráðs á fundi með blaðamönnum þar sem þcir kynntu nýtt happdrættisár DAS og helstu framkvæmdir á vegum Sjómannadagsráðs. Skatar, Sjomannaf élag Reykjavíkur og sjómenn á haf i úti: Mótmæla frestun kaupa á þyrlu Landhelgisgæslunnar ■ Happdrætti DvaFarheimilis aldraðra sjómanna er 30 ára og cr þrítugasta.og fyrsta happdrættisárið að hefjast um þessar mundir. Á þessu ári verður aftur Verðhækkun hollustudrykkja: „GETURHAFT AFDRIFARÍK ÁHRIF Á MATAR- VENJUR BARNA“ — segir stjórnar- maður í Landssam- bandi framsóknar- kvenna ■ „Við teljum að mikil verðhækkun hollustudrykkja geti haft afdrifarík áhrif á matarvcnjur barna. Kakómjólkin og ávaxtasafinn eru orðnir einn algengasti þátturinn í nesti barna i skólum og leikskólum. Hátt verð á þcssum vörum keinur því verulega við pyngju barn- niargra heimila“, sagði Ásta Kagnheiöur Jóhannesdóttir, stjórnarmaður í Lands- samhandi framsóknarkvenna. Framkvæmdastjórn Landssambands- ins samþykkti á fundi sínum í fyrrkvöld að mótmæla frumkominni ákvörðun fjármálaráðherra um töku vörugjalds og söluskatts af hollum drykkjarvörum (s.s. mjólkur- og ávaxtadrykkjum). Jafn- Trámt lýsir framkvæmdastjórn Lands- sambands framsóknarkvenna yfir stuðn- ingi við bókun forsætisráðherra Steing- ríms Hermannssonar og landbúnaðar- ráðherra Jóns Helgasonar á ríkisstjórn- arfundi 10. apríl s.l. þar sem þessi mál voru rædd. -HEl. hús á vinningaskrá en svo hefur ekki verið nú um nokkurra ára skeið. Alis verða 7200 vinningar á skrá þetta árið að heildarverðmæti 57 milljónir króna. Mánaðarverð miða verður 100 krónur sem er það sama og hjá öðrum flokka- happdrættum. Verðmæti vinninga er á bilinu 2500 krónurog upp í 2,5 milljónir sem er húseignin að Boðahlein 15 í Garðabæ. Hús þetta er eitt af 28 vernduðum þjónustuhúsum sem Sjómannadagsráð lætur byggja í samræmi við lög sem sett voru á ári aldraðra. Hús þessi eru reist rétt við Hrafnistu í Hafnarfirði en landa- mörk syeitarfélaganna liggja þar á milli. Er reiknað með að þau fyrstu verði fullbúin í desember. Húsin verða tengd allri þeirri þjónustu sem er boðið upp á í dvalarheimilinu og fylgja þeim engar kvaðir aðrar en þær að í þeim verða alltaf að búa annaðhvort aldraðir eða öryrkjar. Það sögn Péturs Sigurðssonar á fundi með fréttamönnum var ekki stætt á að tryggja ráðinu forkaupsrétt á húsunum þar eð ekkert fjármagn væri fyrir hcndi til slíkra hluta. Þá kom fram hjá þeint Pétri og Baldvini Jónssyni framkvæmdastjóra happdrættisins að miklar framkvæmdir hefðu verið við Hrafnistu í Hafnarfirði að undanförnu. Þar var nýlega’ opnað bókasafn fyrir vistmenn og sú þjónusta sem dvalarheimili Sjómannadagsráðs getur veitt er sífellt fjölbreyttari. Á Hrafnistu í Reykjavík er nú á döfinni að opna heimili fyrir gamalt fólk sem á við geðræn vandamál að stríða. Þá verða hinar nýju þjónustuíbúðirvið Boðahlein nýbreytni sem ekki hefur þekkst fyrr hér á landi og er Sjómannadagsráð fyrst til að fylgja eftir lagasetningu frá ári aldr- aðra, 1982. -b ■ „Við teljum það nánast ósvífni að í viðbót við mikla kjaraskerðingu sjó- manna eigi líka að ræna þá þeim mögu- leika að komast undir læknishendur ef slys ber að hönduny. Við teljum að björgunarþyrla sem rekin er af landhelg- isgæslu íslands sé búin að sanna svo rækilega gildi sitt að það sé óverjandi að láta þennan þátt björgunarmála falla niður". Svo segir í símsendri ályktun frá áhöfnum tuttugu og tveggja skipa á hafi úti þar sem fyrirhuguðum áforntum um að fresta kaupum á björgunarþyrlu til handa Landhelgisgæslunni er mótmælt harðlega. Þá hafa Sjómannafélag Reykjavíkur og Landssamband hjálpar- sveita skáta sent frá sér ályktanir þar sem stjórnvöld eru hvött til að nýta sér nú þegar þá heimild sem er í fjárlögum til þyrlukaupanna. í ályktun hjálpar- sveitarinnar segir meðal annars: „Það væri að dómi stjórnar hjálpar- sveitarinnar óskynsamlegt að stöðva eða fresta áframhaldandi þróun íslensks þyrluflugs og tæplega viðeigandi fyrir fullvalda þjóð að ætla að treysta á aðstoð erlendrar þjóðar, umfram það sem nauð- synlegt er í þessum efnum... Þá er það skoðun stjórnarinnar að gera eigi Land- helgisgæslunni kleyft að annast stjórn og milligöngu alls björgunarflugs með þyrl- um hér á landi." í ályktun Sjómannafé- lagsins sem samþykkt var á almennum farmannafundi í Lindarbæ er þess meðal annars óskað að stjórnvöid kanni hvort ekki geti reynst hagkvæmara að kaupa tvær þyrlur, nteð tilliti til öryggis og rekstrar þó sú síðari verði ekki afgreidd fyrr en síðar á árinu. Þyrla sú sem fyrirhugað er að kaupa verður keypt í stað þyrlu gæslunnar, TF Rán sem fórst í Jökulfjörðum síðastliðið haust með fjögurra manna áhöfn. Sú þyrla sem helst hefur verið rætt um er svokölluð Dauphin 2 þyrla framleidd af franska fyrirtækinu Aerospatiale. Ákvörðun um þyrlukaupin var frestað á ríkisstjórnarfundi fyrir tveimur vikum og uppi eru hugmyndir um að fresta kaupununt. -b

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.