Tíminn - 13.04.1984, Síða 3
FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 1984
3
fréttir
Náttúruverndarnefnd Akureyrar:
HYGGST SITJfl OG SEGJfl
BÆNUM STRÍD A HENDUR!
■ „Því miður virðast störf nefndarinn-
ar vekja litla athygli, nema þegar til
árekstra kemur... og leiti nefndin eftir
samstarfi er hún ekki virt svars“, segir
meðal annars í nýútkominni skýrslu
Náttúruverndarnefndar Akureyrarbæj-
ar. í skýrslunni koma fram harðorð
mótmæli vegna sinnuleysis bæjaryfir-
valda og annarra framkvæmdaaðila í
bænum um störf nefndarinnar. Flestum
tillögum nefndarinnar hefur verið hafn-
að af bæjaryfirvöldum en til annarra
„hefur heldur lítið spurst." Þá segir í
niðurlagi að nefndin hyggist samt ekki
hóta afsögn, þar eð „slíkt yrði yfirvöld-
um fremur til gleði en harms... því
hyggst hún halda áfram nuddi sínu í
þeirri von að svo megi brýna deigt járn
að bíti."
í skýrslunni eru rakin mörg dæmi þess
hvernig nefndin hefur verið hunsuð eða
sniðgengin við framkvæmdir í bænum
þar sem umhverfisspjöll hafa verið í
húfi. Við lagningu svokallaðs Leiruvegar,
sem liggur að bænum var samþykkt
Náttúruvemdamefndar ekki einu sinni virt
svars. Við eftirgrennslan nær hálfu ári
síðar var því borið við að málið væri utan
verkahrings nefndarinnár. Þá hefur
sorpeyðing Akureyrar verið í hinu mesta
ólestri þrátt fyrir að nefndin hafi þráfald-
lega ályktað um úrbætur. Til þeirra
ályktana hefur lítið spurst, segir í skýrsl-
unni. Tillögum um friðun Glerárgilsins
var hafnað í bæjarstjórninni og fleira
mætti telja.
„Allt ber hér að sama brunni. Til að
koma í veg fyrir óbætanleg spjöll á
umhverfinu verður mun víðtækara sam-
starf að takast með nefndum bæjarins og
þeirn sem framkvæmdir annast," segir í
niðurlagskafla skýrslunnar.
-b
Halldór
Pálsson
látinn
Nýr unglinga-
skemmtistaður
nálægt Hlemmi
■ í kvöld kl. 10 verður opnaður nýr
unglingaskemmtistaður nálægt Hlemmi.
Nefnist hann Gaukurinn og tekur við af
D-14 í Kópavogi, sem nú hefur verið
lagður niður. Eigendur eru þeir sömu,
eða Vilhjálmur Svan o.fl. Staðurinn
tekur 500 manns, opið er til kl. 3 á
nóttunni og er öllum ekið heim á eftir.
Krafist er snyrtilegs klæðnaðar (hvað
sem það táknar) og hægt er að fá miða
fyrir tvö kvöld á 350 krónur, en fyrir eitt
kvöld á 250. Nánar tiltekið er Gaukurinn
á Laugavegi 116, og opnar eins og áður
segir í kvöld.
■ Eigendur og aðstandendur Gauksins. Á bak við þá er diskóbúrið, staðsett í framenda af vörubíl. Tímamynd Sverrir
Einar
Viðar
fannst
látinn
■ Einar Viðar hæstaréttarlögmaður,
sem lögreglan í Hafnarfirði lýsti eftir á
mánudag, fannst látinn, skammt frá
heimili sínu á miðvikudag. Hann hafði
átt við vanheilsu að stríða.
Einar Viðar var fæddur 6. júlí 1927.
Hann útskrifaðist sem lögfræðingur frá
H.í. árið 1954 og rak eigin málflutnings
skrifstofu frá árinu 1958. Hann var
tvíkvæntur.
■ Halldór Pálsson fyrrverandi búnað-
armálastjóri lést í gærmorgun tæplega 73
ára að aldri. Halldór var einn helsti
brautryðjandi á sviði sauðfjárræktar hér
á landi og öðru sem laut að vísindarann-
sóknum í landbúnaði. Hann varð stú-
dent 1933 og fór utan og nam búvísindi
í háskólanum í Cambridge og Edinborg
þaðan sem hann lauk doktorsprófi að-
eins 5 árum síðar. Hann varð sauðfjár-
ræktarráðunautur Búnaðarfélagsins
1937 og gegndi því starfi, jafnframt því
að vera forstjóri við Atvinnudeild Há-
skóla íslands til ársins 1963. Frá 1963 til
1980 gegndi Halldór stöðu búnaðarmála-
stjóra og var ritstjóri Búnaðarritsins á
sama fíma. Þá gegndi Halldór ýmsum
trúnaðarstöðum sem við komu vísinda-
starfi og búfjárrækt.
Halldór var l'æddur að Guðlaugs-
stöðum í Svínadalshreppi 26. apríl 1911,
sonur Páls bónda og hreppstjóra þar
Hannessonar og konu hans Guðrúnar
Björnsdóttur. Eftirlifandi kona Halldórs
Pálssonar er Sigríður Klemensdóttir frá
Húsavík.
Húnavaka ’84
hefst í dag
■ I dag hefst menningar- og skemmti-
vaka Ungmennasambands Austur-Hún-
vetninga á Blönduósi, Húnavaka ’84.
Margt verður þar á dagskrá og mörg
félög taka þátt í dagskráratriðum, en
vakan fer fram á Blönduósi.
Meðal atriða á dagskránni er sýning á
teikningum Sigmunds í Félagsheimilinu
á Blönduósi og mun það vera þriðja
einkasýning hans. í Héraðsbókasafninu
á Blönduósi verður ljósmyndasýning og
verða þar m.a. sýndar myndir eftir tvo
Blönduósbúa, Unnar Agnarsson og
Skarphéðin Ragnarsson.
Leikfélag Blönduóss sýnir Spanskflug-
una eftir Arnold & Bach þrívegis á
vökunni undir leikstjórn ungs Skagfirð-
ings, Eyþórs Árnasonar. Á morgun
verður skcmmtun grunnskólanemenda
á Blönduósi og þar koma fram 150
nemendur á aldrinum 6-12 ára. Á
sunnudaginn verður söngskemmtun
tveggja kóra, Samkórinn Björk flytur
atriöi úr Gloria eftir Vivaldi og fleiri
sönglög. Einhig kemur grunnskólakór-
inn á Blönduósi fram. Stjórnandi beggja
kóranna er Arne Korshann, en undir-
leikari er Guðjón Pálsson frá Hvamms-
tanga. Hann verður einnig undirleikari
með bræðrunum Jóhanni Má Jóhanns-
syni og Svavari Jóhannssyni, sem syngja
á húsbændavöku síðasta vetrardag, en
þar koma einnig frant Ómar Ragnars-
son, Helgi Seljan alþingismaður, sem
rabbar við samkomugesti og fleiri atriði
verða þar á boðstólum. -JGK
HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVORUM