Tíminn - 13.04.1984, Side 5

Tíminn - 13.04.1984, Side 5
FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 1984 fréttir Ráðstefna um byggðasögu ■ Um helgina efnir Félagið Ingólfur til ráðstefnu um byggðasögurannsóknir á íslandi þar sem fluttir verða fyrirlestrar fræðimanna víðs vegar að og unnið í starfshópum þar sem fjallað verður um hin ýmsu mál sem upp koma á ráðstefnunni. Ráðstefnan verður haldin í I.ögbergi, húsi lagadeildar Háskóla íslands og hefst klukkan 13:00 á laugardag og lýkur síðdegis á sunnudag. Samhliða ráðstefnunni heldur Ingólfur aðalfund sinn. Meðal umræðuefna á ráðstefnunni verður; þéttbýlið sem aldrei varð, byggðasöfn og byggðasaga, gildi byggða- sögurannsókna, hvernig skal rita byggðasögu og byggðasaga í skólum. í fyrirlestrum verður fjallað um byggða- söguna í víðu samhengi, allt frá af- mörkuðum landbúnaðarsvæðum til þétt- býlissvæða og rakin tengsl hennar við skyldar greinar. Fyrirhugað er að gefa fyrirlestra út að ráðstefnunni lokinni Dagskrá laugardagsins verður svo- hljóðandi: Setning klukkan 1.00 eftir hádegi en síðan fjallar Steingrímur Jóns- son um þátt alþýðufræðimanna í byggða- söguritun. Hálf tvö flytur Björn Teitsson stuttan fyrirlestur um byggðasögurann- sóknir háskólamanna og eyðibýlarann- sóknir á íslandi en næstur er Gunnar Karlsson um hlutverk og takmarkanir byggðasögu. 14.00 Nanna Hermanns- son fjallar um þátt byggðasafna í faginu og 14.15 tekur Árni Björnsson fyrir þátt munnlegrar geymdar í byggða- sögurannsóknumn. 14.30 flytur Lilja Árnadóttir erindi um verndun gamalla húsa og þvínæst Inga Lára Baldvinsdótt- ir um ljósmyndir í byggðasögu en síðasta erindið á laugardeginum er um þátt héraðsskjalasafna i ritun byggðasögu, flutt af Ármanni Halldórssyni. Að loknu kaffihléi taka vinnuhópar til starfa til klukkan 17.15 en þá hefst aðalfundur Félagsins Ingólfs Ráðstefnan hefst að nýju á sunnudags- morgun klukkan 10.00 með erindum Björns Þorsteinssonar og Gísla Gunn- arssonar um orsakir þéttbýlisleysis á íslandi en klukkan 10.30 fjallar Helgi Þorláksson um rannsóknir á þéttbýli Reykjavíkur og eftir honum Þórður Tómasson um byggðasögu sveitanna undir Eyjafjöllum. Klukkan 11.00 taka vinnuhópar til starfa en eftir hádegi flytur Sölvi Sveinsson erindi um Skag- firðingabók. 13.45 ræðir Ingólfur Á. Jóhannsson um tengsl grunnskólans við byggðasöguna en þvínæst Jón Þ. Þór um það hvernig skrifa skuli byggðasögu. Síðasta erindi ráðstefnunnar er svo Ás- geir Guðmundssonar um það hvernig unnið var að ritun sögu Hafnarfjarðar. Því næst starfa vinnuhópar og kynna niðurstöður sínar í ráðstefnulok en henni verður slitið klukkan 17.00. Jörn Sanders prófessor í Þrándheimi mun flytja erindi á ráðstefnunni sem ber heitið „Lokal historie“ en ekki er enn ákveðið hvar það kemur inn í dagskrána. Þátttakendum utan af landi er bent á að hafa samband við einhvern eftirtal- inna stjórnarmanna í Ingólfi upp á hugsanlega lækkun fargjalda til Reykja- víkur; Guðrúnu Ásu (s. 23821), Magnús (s. 66863) eða Mjöll (s. 21848). -b ísfirðingar safna fyrir tónlistarskólahúsi ■ (sfirðingar huga nú að byggingu tónlistarskólahúss. í skólanum eru nú tæplega tvö hundruð manns, en kennsla fer fram á 12-15 stöðum í bænum. Unnið: er að því að teikna skólann og vonast er til að framkvæmdir geti hafist í vor. Félag um byggingu fyrir tónlistarskóla hefur verið stofnað og unnið að ýmiss konar frjásöfnun, s.s. kabarettsýning- um, kökubasar, kaffisölu og torgsölu, en ísfirðingar telja að stærri fjársafnanir þurfi að koma til. Því er nú leitað um stuðning til brottfluttra ísfirðinga, og er hægt að senda peninga á ávísunarreikn- ing við útibú Landsbanka Islands á ísafirði nr. 21550 á nafn Byggingarsjóðs Tónlistarskóla ísafjarðar c/o Pósthólf, 149, ísafirði. Afmælishóf Helgarpóstsins ■ í kvöld verður haldin á Hótel Borg vegleg afmælisveisla Helgarpóstsins en í þessum mánuði eru liðin 5 ár frá því að blaðið hóf göngu sína. Meðal atriða á dagskrá kvöldsins verður söngur norsku skemmtikraftanna Jan Teigen og Anita Skorgran, en sá fyrrnefndi er m.a. frægur fyrir að hafa orðið neðstur í Eurovision söngkeppninni 2 ár í röð. Auk þess að vera frægir skemmtikraftar eru þau Jan og Anita nýbökuð hjón. Fjölmargir íslenskir skemmtikraftar koma fram á afmælishátíðinni, en kynn- ar og dagskrárstjórar verða Edda Björg- vinsdóttir og Helga Torberg í gervum Rósamundu og Henríettu. Heiðursgest- ur verður borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson. Húsið verður opnað kl. 21.30 en skemmtunin hefst kl. 22.00. -JGK., ■ Elfar Guðni opnar málverkasýningu í Barnaskólahúsinu á Stokkseyri í dag og er það 9. einkasýning hans. Myndefnið er aðallega Stokkseyri og umhverfi hennar. 30 verk eru á sýningunni og eru myndirnar aðallega unnar með acryl og pastellitum. Opið verður virka daga kl. 20-22 og helgidaga kl. 14-22. Sýningunni lýkur á annan í páskum. m nr SYKUR 2KG Juvel HVEITI 2KG LENI SALERNIS PAPPIR SMJÖRLÍKI KARTÖFLU SKRUFUR PÁSKAEGG Xg/móna NO. 8 ...vöruverð í lágmarki

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.