Tíminn - 13.04.1984, Side 6

Tíminn - 13.04.1984, Side 6
6 Auglýsing Ibúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn er laustil afnota tímabilið 1. september 1984 til 31. ágúst 1985. Listamenn eða vísindamenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnotarétt af íbúðinni. í íbúðinni eru fimm herbergi og fylgir þeim allur nauðsynlegasti heimilisbún- aður. Hún er látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni skal eigi vera skemmri en 3 mánuðir en lengstur 12 mánuðir, en venjulega hefur henni verið ráðstafað til þriggja mánaða í senn. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands Ambassade, Dantes Plads 3, 1556 Köbenhavn V, eigi síðar en 20. maí n.k. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni, svo og fjölskyldustærð umsækjenda. Tekið skal fram að hússtjórn ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmanna- höfn. Sérstök umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og á sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar Goði leggur srn a> SíSSHÆS » gœnme» í.tJW, ■ —iborgarhryggur * Lambahaml TÓNUSMRSKÓLJ KÓPfNOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Seinni vortónleikar skólans veröa haldnir í Kópa- vogskirkju laugardaginn 14. apríl kl. 14. Skólastjóri. BARNALEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði BERNHARÐS HANNESSONAR Suðurlandsbraut 12. Sími 35810 ■ Uthlutun Oskarverölauna 1984 er lokiö og fór eins og margir höföu reiknað meö, að kvikmvndin Terms Of Endearment hlaut ilcstar viöur- kenningar að þessu sinni. Með aðal- hlutverk í mvndinni fara Shirley Mac- Laine og Jack Nicholson, sem bæði hlutu verðlaunin að þessu sinni, og Debra Winger, sem nú varð enn einu sinni að bíta í það súra epli að vera tilnefnd til verðlaunanna, en þurfa að sjá al' þcim til annarrar leikkonu. Debra Winger þarf þó ekki að örvænta, hún hefur tímann fyrir sér. Hún vakti fyrst verulcga athygli 1982, þegar hún fékk aðalhlutverk í mynd- inni Cannery Row, en upphaflega hafði verið áætlað að Raquel Welch hreppti það. Síðan fór hún með aðal- ■ Dcbra Winger er ekki nema 28 ára gömul, en hefur þó tvívegis verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Þessa dagana er þó sagt að hugur hennar snúist um annað fyrst og fremst en þessi eftirsóttu verðlaun. í spegli tímans „Terms Of Endearment“ hlaut 5 Óskarsverðlaun: w DEBRAWINGERVARÐÞOENNAÐ BITAIÞAÐ SURA EPU AÐ VERA EKKIMEÐAL VERÐLAUNAHAFA hlutverk í An Officer And A Gentle- man á móti Richard Gere, en fyrir það hlaut hún einnig tilnefningu til Óskars- verölauna. Þá cr mörgum minnistæð frammistaða liennar í Urban Cowboy, þar sem hún tók þátt í mögnuðu dansatriði með John Travolta. Ekki blés þó byrlega fyrir Debru, þegar hún hafði ákveðið að leggja á leiklistarbrautina. Faðir hennar sagði henni hreint út, að hún hefði ekki það til að bera, sem þarf til að verða kvikmyndastjarna, þcgar hún har framtíðardrauma sína upp við hann. Hún væri hreinlcga ekki nógu falleg. —Allt í lagi, þá verð ég bara leikkona, segist Debra hafa sagt og þar með var teningnum kastað. Hún hafði fram að þeim tíma lagt stund á nám í félags- fræði með það fyrir augum að beina afvegaleiddum unglingum inn á réttar brautir, en þar segist hún hafa verið að fást við hluti, sem hún þekkti af eigin reynslu. Hún segist hafa valdið foreldr- um sínum ómældum sálarkvölum með framferði sínu á unglingsárunum. Hún hefði verið eins konar „stelpu- strákur“, en á sama tíma haft feikileg- an kynferðislegan áhuga á strákum. Og enn þann dag í dag eimir eftir af þessu „stráka-stelpu" eðli hennar. Hún þykir ráða yfir býsna skrautlegum oröaforða, sem hún cr óspar að nota. Er sagt að hver liðþjálfi mætti vera fullsæmdur af. Þcgar til tals kom að stefna þeim Shirley MacLaine og Debru Winger saman í Terms Of Endearment, leist ýmsum ekki nema iniður vel á blikuna. Þær eru báðar þekktar að því að vera skapríkar, og þótti einsýnt, að lítill friður yrði á vinnustað, þar sem þær væru báðar saman komnar. Þær leika móður og dóttur, sem eiga í sífelldum ástríðuþrungnum erjum, en geta þó ekki hvor án annarrar verið, og ekki leið á löngu, þar til út fóru að berast sögur um að leikkonurnar væru eins og hundur og köttur, rétt eins og persón- urnar, sem þær túlka. Sjálfar bera þær á móti sannlciksgildi þessara frétta. - Ég hef aðeins gefið tveim manneskjum kjaftshögg um ævina, segir Shirley. - Önnur var slúðurdálkahöfundurinn í Hollywood, sem hafði skrifað upp- logna frétt um mig, og hin var úr sér genginn elskhugi. En ég get alveg lofað ykkur því, að ég gaf Debru Winger aldrei á hann. Sambandið milli okkar var mjög spennandi. Ummæli leikstjórans, Jim Rrooks, sem líka fékk Óskarsverðlaunin fyrir sinn þátt í myndinni, eru á sömu lund. Hann segir: - Samspilið milli þcirra Debru og Shirley er að ýmsu leyti það sama og milli mæðgnanna í myndinni. Ég get ekki sagt að þær væru einlægar vinkonur, en þegar eitthvað kom upp á, stóðu þær saman sem einn maður. Þó að Debra Winger þykir að sumu leyti villt og ótamin, segist hún aldrei hafa verið svo skyni skroppin að taka upp ástarsamband við mótleikara sinn, þó að hún hafi ýmislegt brallað í ástarmálum. En nú lítur helst út fyrir að tekist hafi að temja hana á því sviði. Þegar starfsliðið við Terms Of Endear- ment kom til Nebraska til myndatöku, tók á móti því ríkisstjórinn, Bob Kerr- ey og óðar varð neistarflug á milli hans og Debru, sem hafa verið óaðskiljan- leg síðan. Nú er fólk farið að gera því skóna, að ríkisstjórinn, sem orðinn er 39 ára gamali, muni innan skamms leiða brúði sína, hina 28 ára gömlu leikkonu, upp að altarinu. Sjálf gerir Debra Winger hvorki að játa né neita þessum bollaleggingum, en hefur þó látið það uppskátt að karlmenn um fertugt höfði einna mest til sín. Þar að auki segist hún ekki frábitin því að eignast heimili og börn, og eiginlega sé rétti tíminn til þess nú runninn upp. Kannski eru það ekki eingöngu Óskarsverðlaunin, sem Debru Winger finnst eftirsóknarverð þessa dagana. I ■ Shirley MacLaine og Debra Winger fara með hlutverk móður og dóttur, sem bæði hata og elska hvor aðra, í „Terms Of Endearment", og þykja gera það frábærlega vel.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.