Tíminn - 13.04.1984, Síða 18
FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 19M
Kvikmyndir
Mikil tonlistarha-
tíð barna og ungl-
inga í Reykjavík:
VORTÓNAR
SKÓLANNA
■ „Vorlónar skólanna" nefnist röð
tónleika sem haldnir verða í Reykjavík
á nxstunni og koma þar fram nemendur
grunnskóla og fjölbrautaskóla borgar-
innar undir stjórn tónmenntakennara
skólanna.
Vortónarnir voru kynntir á blaða-
mannafundi á Kjarvalsstöðum í vikunni
og söng kór Fjölbrautaskólans í Breið-
holti þar nokkur lög. Upphaf þessa máls
er að Markús Örn Antonsson flutti
snemma í vetur tillögu í fræðsluráði, en
Markús er formaður þess. um að efnt
skyldi til tónlistarhátíðar skólanna í vor.
Þetta er nú orðið að veruleika, fyrstu
tónleikarnir verða á Kjarvalsstöðum
n.k. sunnudag, og munu þar koma fram
kórar fjölbrautaskólanna. Síðan munu
ncmendur margra grunnskóla koma
frant að kvöldi þriðja maí í nýlegum sal
Hvassaleitisskóla við Stóragerði. Síðan
lýkur þessari hátíð skólanna laugardag-
inn 5. maí með fjölbreyttum tónleikum
í Háskólabíói. Alls munu koma fram um
500skólanemenduráþessum tónleikum.
■ Jónas Þórir stjórnar kór Fjölbrautaskólans í Breiðholti á Kjarvalsstöðum.
Hér er ekki eingöngu um að ræða kóra,
þeir eru sjö, því einnig munu koma
fram sönghópar, lúðrasveitir og ýmis-
konar hljóðfærahópar, blokkflautu- og
ásláttahljóðfærahópar.
A fundinum, þar sem nokkrir tón-
menntakennarar voru viðstaddir kom
fram að tónlistaráhugi væri mjög á
'uppleið á öllu landinu.
„Krakkar gera fleira en vera njótend-
ur og horfa á Skonrokk og hlusta á
Bubba, þau hafa mjög gaman af því að
spila klassíska tónlist, t.d. fúgur eftir
Bach", sagði einn kennarinn. Annar
sagði að oft þyrfti hann að berjast gegn
fordómum sem krakkarnir hefðu heiman
í frá í garð klassískrar tónlistar, en þegar
því væri lokið, þá væri mjög gaman að
Tímamynd Árni Sæberg
vinna með krökkunum.
Kórar og hljóðfærahópar sem þessir
koma yfirleitt ekki fram utan skólanna,
en syngja þar á ýmiskonar innanskóla-
hátíðum. Því gefst hér gott og einstakt
tækifæri á að hlusta á hvað er að gerast
í tónmenntamálum Reykjavíkurbarna
og -unglinga.
-ÁDJ
ENSKUR DRENGIAKÓR Á ÍSLANEN
Vivaldi í
Kópavogs-
kirkju
■ Á sunnudaginn kemur kl. 20.30
verða Vivaldi-tónleikar í Kópavogs-
kirkju, þar sem Kór Menntaskólans í
Kópavogi ásamt strengjasveit, einleikur-
um og einsöngvurum flytja tónlist eftir
Antonio Vivaldi, Beatus vir, fyrir messó-
sópran, tvær sópranraddir, strengjasveit
og blandaðan kór, Magnificat fyrir tvær
sópranraddir, altrödd, tenór, blandaðan
kór, sembal og orgel, Konsert í a-inoll
fyrir strengi og sembal og Konsert fyrir
strengi sembal og flautu í g-moll.
Einsöngvarar verða Elín Óskarsdótt-
ir, Þórunn Guðmundsdóttir, Guðný
Árnadóttir, Ingibjörg Marteinsdóttir og
Þorgeir Andrésson. Guðrún S. Birgis-
dóttir lcikur á flautu en konsertmeistari
er Þórhallur Birgisson. Stjórnandi Kórs
Menntaskólans í Kópavogi er Martial
Nardeau.
-JGK
■ Þessa dagana er staddur hér á landi
enskur drengjakór, Hampton School
choral society. Hann er hér í boði
Skólakórs Garðabæjar. í kórnum eru 38
drengir á aldrinum 11-18 ára. Þeir munu
syngja víðsvegar. Aðaltónleikar þeirra
verða í Kópavogskirkju flmmtudaginn
12. apríl kl. 20.30 og í kirkju Fíladclfíu-
■ Ólafur Kristjánsson frá Akureyri
bar sigur úr býtum á Grohe-skákmótinu
sem Skákfélag Sauðárkróks gekkst fyrir
í Sæluvikunni og lauk s.l. laugardag.
Ólafur hlaut 5 V: vinning af 7 mögu-
legum. Annar varð Jóhann Hjartarson,
sem var jafn Ólafl að vinningum, en
úrslitin réðust af stigum.
Skákmótið var mjög myndarlega
safnaðarins laugardaginn 14. apríl kl.
17.00.
Á efnisskrá kórsins eru mörg glæsileg
verk, s.s. fyrsti hluti óratóriunnar Mess-
ías eftir Hándel. Rejoice in the Lanb,
eftir Benjamin Britten, Magnificat eftir
Pergolesi og fleira. í kórnum eru margir
efnilegir hljóðfæraleikarar og munu þeir
leika einleik og samleik á hljóðfæri sín.
styrkt af Þýsk-íslenska verslunarfélag-
inu, sem gaf góð verðlaun til þriggja
efstu manna á mótinu. Einnig gaf félagið
verðlaun til efsta heimamanns á mótinu,
og var það Bragi Halldórsson, sem hlaut
þau verðlaun. Bæjarsjóður Sauðárkróks
og Búnaðarbankinn styrktu mótið einn-
'g-
Grohe-skákmótið á Sauðárkróki:
ÓLAFUR KRtSTJÁNS-
S0N SIGURVEGAR1NN
Skandinavia today
Yfirlits-
sýning á
Egils-
stöðum
■ Yfirlitssýning í máli og myndum
um þátt Islands í norrænu menningar-
kynningunni, Skandinavia today, í
Bandaríkjunum stendur nú yfir á
Egilsstnðum. Það eru menntamála-
ráðuneytið og Menningarstofnun
Bandaríkjanna á Islandi sem standa að
sýningunni. Henni lýkur á sunnudag.
Þessi sýning hefur verið á ferð víða
um land að undanförnu og á cftir að
vcrð sett upp á Höfn í Hornafirði, Vík
í Mýrdal, Selfossi og t Vestmanna-
eyjum. -JGK.
Hjólreiðadagur
í Grindavík
■ JC Grindavík gengst fyrir hjól-
reiðadegi n.k. laugardag 14. apríl í
samvinnu við lögreglu og foreldra- og
kennarafélag grunnskólans í Grinda-
vík. Tilgangurinn er að efla öryggi
barna og unglinga í umferðinni. Hjól-
reiðadagurinn hcfst kl. 10.00 með
skoðun rciðhjóla og skráningu. Kl.
13.00 hefjast síðan hjólreiðaþrautir og
góðakstur um götur bæjarins. Stiga-
hæstu einstaklingarnir hljóta vegleg
verðlaun, sem gefin eru af klúbbnum
Öruggur akstur á Suðurnesjum. -HEI
Náttúru-
verndarþing
haldið
um helgina
■ Náttúruverndarþing, hið fimmta í
röðinni, verður haldið að Hótel Esju
dagana 13. til 15. aprfl næst komandi.
Um 130 fulltrúar víðs vegar af landinu
ciga rétt til setu á þinginu.
Þingið hefst með ávarpi
menntamálaráðhgrra og eftir kosning-
ar í embætti fylgja formaður og fram-
kvæmdastjóri ráðsins skýrslu þess úr
lilaði. Á laugardaginn, 14. apríl.verða
flutt fjögur framsöguerindi undir yfir-
skriftinni; landnotkun á hálendinu og
umhverfisfræðsla. Eftir hádegi taka
síðan við nefndarstörf. Á sunnudáginn
verða almennar ut)iræðurog kosningar
í Náttúruverndarráð. Stefnt er að
þingslitum klukkan 16 á stinnudag.
t - -7.ssu
SALUR 1
Heiðurs-konsúllinn
(TheHonoraryConsul)
luiouAd rftiMr RICI-iARD GERE
Splunkuný og margumtöluð stór-
mynd með úmalsleikurum. Micha-
el Caine sem konsúllinn og Ric-
hard Core sem læknirinn hafa
fengið lofsamlega dóma fyrir túlk--
un sína I þessum hlutverkum,
enda samleikur þeirra frábær.
Aðalhlutverk: Michael Caine, Ric-
hard Gere, Bob Hoskins, Elphi-
da Carrillo. Leikstjóri: John
Mackenzie.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11.
Hækkað verð.
SALUR2
Stórmyndin
Maraþon maðurinn
(Marathon Man)
Þegar svo margir frábærir kvik-
myndagerðarmenn og leikarar
leiða saman hesta sina I einni
,mynd getur útkoman ekki orðið
önnur en sfðrkostleg. Marathon
man hefur farið sigurför um allan
heim, enda með betri myndum
sem gerðar hafa verið. Aðalhlut-
verk: Dustin Hoffman, Laurence
Olivier, Roy Scheider, Marthe
Keller. Framleiðandi: RobertEv-
ans (Godfather) Leikstjóri: John
Schlesinger (Midnight Cowboy)
Bonnuð börnum innan 14 ára
Sýnd kl. 5,7.30 og 10.
SALUR 3-J
Porkys II
sem allstaðar sló aðsóknarmet, og
var talin grínmynd ársins 1982.
Nú er það framhaldið Porkys II
daginn eftir sem ekki er siður
smellin, og kítlar hláturtaugarnar.
Aðalhlutverk: Dan Monahan, Wy-
att Mark Herrier. Leikstjóri: Bob
Clark.
Hækkað verð
Bönnuð börnum innan 12 ára
Sýnd kl. 5,7 og 9.
Palli leiftur
(ChuChu and Philly Flash)
Sýndkl.11_
SALUR4 .
Goldfinger
Byggð á sögu eftir lan Fleming.
Leikstjóri: Guy Hamilton
Sýnd kl. 5,7 og 9.
Óþokkarnir
New York búar fá aldeilis að kenna
á því þegar rafmagnið fer af.
Aðalhlutv: Jim Mitchum, Robert
Carradine
Bönnuð innan 16 ára
Sýndkl. 11