Tíminn - 13.04.1984, Síða 20
Opið virka daga
9-19
Laugardaga 10-16
H
HEDD
Shemmuvegi 20 Kopavogi
Simar (91)7 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikiö úrval
' Sendum um land allt
Ábyrgö á öllu
Kaupum nýlega
bila til niðurrifs
SAMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
4'
abriel íú
HÖGGDEYFAR
(JJvarahlutir 1
Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306
Föstudagur 13. april 1984
Ibúar á Barðastödum í Staðarsveit:
UNMRBÚA SKAÐABÓTAMáL
A HENDUR SÝSUIMANNINUM
— vegna tekjumissis búsins í heilt ár eftir aflífun alls kvikfénadar
■ Ellerl Guömundsson vinnu-
maöur á Baröastöðum í Staöar-
sveit og áöur bóndi þar, og
Guðrún Jóna Halldórsdóttir,
núverandi bóndi á Baröu-
stöðum, undirbúa nú skaöabóta-
inál á hendur sýslumanns-
embættinu í Snæfells og
Hnappadalssýslu vegna tekju-
missis búsins á Barðastööum í
heilt ár og um leið kröfu þess
efnis aö embættiö geti ekki boðiö
upp jöröina vegna vanskila eða
annarra skulda þar sem þau van-
skii orsakist af embættis-
afglöpum embættisins. Eins og
sagt hefur veriö frá í blaðinu
voru á annað hundraö hænur
aflífaðar þar 6. apríl samkvæmt
ákvörðun lögreglustjóra sýsl-
unnar.
„Samkvæmt dýraverndunar-
lögum má ekki framkvæma
niðurskurð ef hann hefur í för
með sér fjárhagslegt tjón, nema
með samþykki yfirdýralæknis.
Það samþykki lá ekki fyrir þegar
skorið var niður, ég hef orð yfir-
dýralæknis fyrir því. Og það var
ckkert samband haft við bónd-
ann á bænum fyrr en 28. mars s.l.
og þá með kröfu um að allt yrði
drepið hér, og tekið fram að það
væri með samþykki yfirdýra-
læknis“, sagði Ellert Guðmunds-
son í samtali við Tímann.
„Fuiltrúi sýslumanns hafði að
vísu komið og talað við mig
áður" sagði Ellert", en mér bar
engin skylda til að blanda mér
neitt í það, né bera í minn
húsbónda það sem ég tel að
komi mér ekki við. Menn geta
haft samband við réttan aðila og
það eru aldeilis formgallar á
máli ef það á að fara að hengja
bakara fyrir smið. Þá var lög-
fræðingi bóndans gefinn 2ja
627 tóku þátt í skoðanakönnun
Kennarafélags Reykjavíkur
Um 80% lýsa sig
reiðubúna að segja
upp stöðum sínum
■ 627 af 711 starfandi grunn-
skólakennurum í Reykjavík
tóku þátt í skoðanakönnun
Kennarafélags Reykjavíkur
varðandi það hvort þeir væru
reiðubúnir til að segja upp störf-
um til að knýja fram betri kjör
og endurmat á kennarastarfi.
499 svöruðu spurningunni ját-
andi, eða 80.09% þeirra sem
tóku þátt.
92 eða 14.77% svöruðu neit-
andi, en 32 skiluðu auðu, eða
5.14%. Þessar niðurstöður voru
kynntar á aðalfundi Kennarafé-
lagsins í gærkvöld.
- JGK.
12 konur á Alþingi
■ 12 konur sitja nú á Alþingi
og hafa aldrei veriö þar jafn-
margar áður. 9 konur eiga sæti á
þingi og þrír varaþingmenn sem
nú taka þátt í þingstörfum eru
konur.
í gær tók Valgerður Sverris-
dóttir sæti Stefáns Valgeirssonar,
en hún er 2. varaþingmaður
Framsóknarflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra.
Svanfríður Jónasdóttir, fyrsti
varamaður Alþýðubandalags-
ins í Norðurlandskjördæmi eystra
situr á þingi í stað Steingríms
Sigfússonar og Kristín H. Tryggva-
dóttir hefur tekið sæti Kjart-
ans Jóhannssonar, en hún er
fyrsti varamaður Alþýðuflokks-
ins í Reykjaneskjördæmi.
Fleiri varamenn sitja nú á
þingi. NíelsÁ. Lund, 1 varamaður
Framsóknarflokksins í Norður-
landi eystra hefur tekið sæti Ing-
vars Gíslasonar og Böðvar
Bragason • situr á Alþingi í stað
Þórarins Sigurjónssonar, cn
Böðvar er fyrsti varamaður
Framsóknarflokksins á Suður-
landi.
Jón Magnússon hefur tekið
sæti Friðriks Sóphussonar sem
situr á þingi fyrir Reykvíkinga.
vikna frestur, 5. apríl, deginum
áður en skorið var niður, og
sama dag fluttum við lögheimili
okkar á Bakkavöll í Rangár-
vallasýslu, þangað sem við erum
að flytja, þannig að við'vorum
ekki lengur undir lögsögu Snæ-
fells og Hnappadalssýslu".
„Það var borið við nokkrum
atriðum, m.a. vanfóðrun, sem er
algerlega ósannað mál og hefur
verið mótmælt. Þennan úrskurð
gaf héraðsdýralæknir við mig
sem vinnumann, 17. janúar s.l.
án þess að hafa skoðað nokkurn
fugl. Ég bað um skriflegan lista
frá dýralækni um hvað hann
krefðist til úrbóta og þann lista
hef ég aldrei fengið. Ég hef líka
bent á að nágrannar mínir hafa
verið yfirheyrðir vegna þessa
máls og vitnisburður þeirra
bendir ekki til vanfóðrunar".
„Þá var því einnig borið við að
ekki væri hægt að koma fuglun-
um í fóstur meðan nauðsynlegar
úrbætur væru gerðar á húsakynn-
um. Hreppstjórinn athugaði það
mál 4. apríl og varð vel ágengt,
þannig að þessi aðför var alger-
lega óþörf ofan á allt saman".
sagði Ellert að lokum,- - GSH.
■ Valgerður Sverrisdóttir tók sæti á Alþingi í gær fyrir Stefán
Valgeirsson, og þar með voru kvenþingmenn orðnir 12.
Tímamynd Arni Sæberg.
Lögreglan á
Hvolsvelli
LEITAÐ AÐ
ÖNDUM FRÁ
SNÆFELLS-
NESI
■ Grunur lék á að endur
þær, sem komið vur undan á
Barðastöðum á Snæfellsnesi,
þegar niðurskuröurinn á ali-
fugluni þar fór fram í síðustu
viku, gætu verið komnar i
Hvolhrepp. Heimilisfólkiö á
Baröastööum hyggst setjast að
á Bakkavelli í Hvolhrepp og
hefur þegar flutt lögheimiíi sitt
þangað.
Lögreglan á Hvolsvelli
kannaöi máliö að ósk sýslu-
mannsembættisins í Snæfells
og Hnappadalssýslu, en grun-
urinn reyndist ekki á rökum
reystur.
Akureyri
SEX
ÁREKSTRAR
■ Sex árekstrar höföu oröið
á Akureyri seinni part gærdags-
ins, en fljúgandi hálka var á
götum bæjarins vegna snjó-
komu. Enginn árekstranna var
ulvarlegur og slys uröu ekki á
fólki.
Að sögn lögreglu hefur verið
mjög gott veður fyrir noröan
undanfariö og því voru margir
bifreiðaeigendur búnir að
setja sumarhjólbaröa undir
bíla sína, og því ekki viöbúnir
þegar skyndilega fór að snjóa
aftur. _ GSH.
Ungur piltur
HANDTEKINN
MEÐ
GRUNSAM-
LEGAÁVÍSUN
■ Llngur piltur var handtek-
inn í versluninni Þingholt í gær
þegar hann reyndi að skipta
þar ávísun sem þótti grunsam-
leg. Að sögn lögreglu var þarna
ckki uin stóra upphæð að ræöa
og var piltinum sleppt að lok-
inni yflrheyrslu. - GSH.
dropar
Seinheppnir
Olsarar...
■ Fyrir nokkru var auglýst
laus til umsóknar staöa liygg-
ingarfulltrúa hjá Ólafsvíkur-
kaupstaö. Máliö fékk hálf
snubbóttan cndi, að því er
segir í Ólsaranum sem er gefíð
út af áhugafólki um frjálsa
fjölmiölun á Ólafsvík, því loks-
ins þcgar bæjarfulltrúar voru ,
búnir að koma sér saman um
hvern ætti aö ráða var viðkom-
andi umsækjandi búinn að
ráða sig annaö. Staöan veröur
því auglýst að nýju.
Halda íslendingar
Campari-gullinu?
■ Björn Thors, umhoös- og
lilaðamaður, innflytjandi
Campari, þakkar tilskrifín í
Dropum á miövikudag meö
þessum orðum: „Það er nú
einu sinni svo, aö öll skrif um
Campari hljóta aö vera af því
góða, þegar ekki má auglýsa
þann guöaveig.
Tvennt langar mig að benda
á í samhandi við tilskrifln. í
fyrsta lagi töpum við ekki aö-
cins bronzinu, ef svo fer sem
horfír, heldur gullinu. íslcnd-
ingar voru í þriðja sæti í Camp-
ari-drykkju áriö 1980, en náðu
fyrsta sætinu áriö 1982. Þetta
var mér tilkynnt við hátíðlega
athöfn er ég heimsótti Camp-
ari-Milano í fyrsta sinn í ágúst
í fyrra. Og ég get staðhæft að
sætinu töpuðum við ekki á
árinu ’83. Þér (þ.e. Dropa-
höfundur) til fróðleiks get ég
skýrt frá heildarsölu hér á
landi síðustu fjögur árin hjá
ATVR og Fríhöfninni, en sal-
an var sem hér segir í lítrum
talin: 1980: 103.206 Itr. 1981:
109.689 Itr. 1982: 131.897 Itr.
og 1983: 150.411 Itr.
Annað atriði er styrkleikinn
á Campari, sem er 28.5%. Það
er rétt að um tíma var á
boðstólum léttara Campari,
og voru kannaðir möguleikar
á að flytja það hingaö, meðal
annars fyrir Stúdentakjallar-
ann og fleiri „léttvínsstaði“.
En eins og þú sérð á hjálögðu
Ijósriti dags. 8. júlí 1982, var
brugghúsið þá að hætta við
þenna létta drykk, því talið var
að vatnsblöndun fyrirfram
gæti dregið úr gæðum Camp-
ari. Campari-neytendur hér-
lendis verða því annað hvort
að snúa sér að öðrum veigum,
rm ■
eða að greiða Ríki og skipafé-
lögum þessar kr. 502.80 sem
teknar eru af hverri flösku í
flutning, álagningu og áfengis-
skatt.“
Krummi ...
... var að slá á að umboðslaun-
in losuðu líklega milljónina og
trúir því að þau geti vcrið
notaleg.