Tíminn - 07.01.1986, Side 1

Tíminn - 07.01.1986, Side 1
AÐSOKN á íslensku kvikmyndirnar tvær, sem frumsýndar voru um jólin, hefur verið misjöfn. Löggulíf í Nýja bíói hefur gengið vel að sögn Þráins Bertelssonar en Svart og sykurlaust, í Regnboganum hefurgengið miður, og aðeins 584 höfðu séð myndina í gær. vann MARGEIR PÉTURSSON Piu Cramling í 8. umferð skákmótsins í Hastings í gærkvöldi og er langefstur á mótinu með 7 Vfe vinning. Jóhann Hjartar- son vann einnig sína skák og var í 6. sæti með 5 vinninga. Margeir þarf tvo vinninga í viðbót úr fjórum síðustu umferð- unum til að ná stórmeistaratitli. ■ ■ HEIMSTYRJOLD með kjarnavopnum myndivalda alvarlegri röskun á loftslagi á jörðinni og hung- ursneyð, jafnvel í þeim löndum sem ekki yrðu fyrir kjarn- orkuárás. Þetta kemurfram í nýrri og ýtarlegri rannsókn sem 300 vísindamenn frá 30 löndum hafa unnið að síðustu tvö ár og birt var í gær. BANDARISKI aðstoðarviðskiptaráðherr- ann Bruce Merrifield, hefur átt viðræður við ýmsa aðila hér á landi að undanförnu til að kynna samstarf ýmissa þjóða heims og Bandaríkjanna um nýsköpun og þróunar- og til- raunastarfsemi í atvinnulífinu. Bandaríkjamenn fjármagna þessa starfsemi að mestu leyti. Steingrímur Hermannsson sagði í gær að íslendingar gerðu vafalaust rétt í því að taka þátt í slíku samstarfi því sprenging hefði orðið hvað varðaði nýja atvinnumöguleika í heiminum. ÞRETTANDAOEIRÐIR , Hatnar firði hafa löngum verið vandamál. Lögreglan í Hafnarfirði var við öllu búin í gærkvöldi og fékk nítján manna liðsauka úr Reykjavík til þess að búa sig undir nóttina. HAUGASJÓR hefur verið á slysstaö, síð- ustu daga, þar sem F-15 orrustuþotan frá varnarliðinu hraþ- aði á fimmtudag. P-3 kafbátaleitarvél flaug yfir staðinn í gær, en sá ekkert brak. Fyrirhugað er að leita að braki úr vél- inni, um leið og veður leyfir að skiþ og þyrlur geti athafnað sig ásvæðinu. Skrítinn? Nei, nei. Svona gerði Ingólfur Arnarson. óndvegissútumar risa! ■ Sfarfsmenn Lánasjóðs íslenskra námsmanna afhentu forsætisráðherra áskorunarbréf á fundi þeirra ineð honum í gær. Tímamynd: Árni Bjarna Starfsmenn LÍN skora á forsætisráðherra að rannsaka embættisfærslu menntamálaráðherra: Stangast ummæli Sverris á við lög? ■ „Ég legg ályktunina fram á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið, en ekki verður hægt að taka af- stöðu til innihaldsins að svo stöddu því menntamálaráð- herra er ekki á landinu,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Tímann í gær um áskorunar- bréf það sem starfsmenn Lána- sjóðs íslenskra námsmanna af- hentu honum á fundi þeirra í gær. Steingrímur sagði að ekki væri von á Sverri Hermanns- ■ í gær var undirritaður samningur um kaup Eimskipafélagsins á eignum þrotabús Hafskips. Kaup- verðið var rúm sjö og hálf milljón dollarar, eða um 315 milljónir íslenskra króna. Rúmlega helmingur kaup- verðsins verður greiddur á 8 árum með fyrstu afborgun 1989. Ber sá hluti greiðsl- unnar millibankavexti með viðauka og er fyrsta greiðsla vaxta 1986. Hinn hlutinn er skuldabréf upp á 140 mill- jónir króna, sem greiðist á 13 árum með fyrstu afborgun einnig 1989. Þessi hluti er bundinn lánskjaravísitölu og vaxtalaus. Innifalin í kaupsamningn- syni menntamálaráðherra til landsins fyrr en um miðjan jan- úar og væntanlega yrði tekin afstaða til áskorunarinnar í ályktuninni á fyrsta ríkisstjórn- arfundi sem hann sæti. Áskorun starfsmanna Lána- sjóðsins til færsætisráðherra er í þremur liðum. í fyrsta lagi skora þeir á hann að hann láti þegar í stað rannsaka embætt- isfærslu Sverris Hermannsson- ar menntamálaráðherra varð- andi brottvikningu Sigurjóns um eru þrjú skip þrotabús- ins, Hofsá, Rangá og Selá. Skaftáin fylgir því ekki með í kaupunum, enda er beðið eftir uppboði á henni í And- werpen, og er búist við að það verði haldið í mars eða apríl. Strax í janúar tekur Eim- skipafélagið Hofsána í rekst- ur og verður hún notuð til að flytja ferskan og frystan fisk frá Islandi til Bretlands og meginlands Evrópu og al- menna stykkjavöru aftur til baka. Verður skipt um nafn á skipinu. Þá er verið að kanna verkefni fyrir Rangá og Selá, en enn er óvíst hvernig skip- in verða nýtt. Þá keypti Eimskipafélagið Valdimarssonar og þá einkum með tilliti lil þess hvort honum hafi verið vikið frá á röngum forsendum. í öðru lagi láti for- sætisráðherra rannsaka hvort ásakanir menntamálaráðherra um vanrækslu Sigurjóns í starfi stangist ekki á við 108. grein hegningarlaga, en þar segir nt.a.: „Hver sá sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfn- um eða ærumeiðandi aðdrótt- anir við opinberan starfsmann. 164 gáma af þrotabúinu, lyft- ara, bifreiðar, dráttarvagna og gámaflutningavagna, og ýmsa aðra rekstrarfjármuni þrotabúsins. Auk þess hefur Eimskip samið við hafnarstjórn Reykjavtkur um leigu á hafnaraðstöðu og geymslu- rými í Faxaflóa og A-skála í austurhöfninni og við toll- stjórann um leigu á vöru- geymslu í miðskála. Nokkrir starfsmenn Haf- skips hafa verið ráðnir til Eimskipafélagsins bæði í vöruafgreiðslu og á skip félagsins. Einnig hafanokkr- ir af fyrrverandi starfsmönn- um Hafskips erlendis verið ráðnir til starfa. þegar hann er að gegna skyldu- starfi sínu cða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að 3 árum.“ I þriðja lagi láti forsætisráð- herra rannsaka hvort samþykkt meirihluta stjórnar Lánasjóðs- ins um að neita að bera ábyrgð á þeirri vanrækslu sem Sigurjón er sakaður um sé ekki þess eðlis að full ástæða sé til að leysa þann meirihluta þegar í stað frá stjórnarstörfum, því skv. lög- um nr. 72/1982 og reglugerð með þeint sé stjórn Lánasjóðs- ins ætlað að annast fjárhags- og greiðsluáætlun sjóðsins. Sjálfsmorðum hefur fjölgad ■ Sjálfsvíg urðu alls 21 í Reykjavík árið 1984, sem er þrefait hærri tala en árið 1982 og unt tvöfalt hærri en að meðaltali nokkur síðustu ár, sam- kvæmt ársskýrslu Heil- brigðisráðs Rcykjavíkur. Alls létust 44 ntcð voveiflegum hætti í höf- uðborginni árið 1984, samkvæmt skýrslu um réttarkrufningar það ár. Auk sjálfsvíganna létust tveir af áfengiseitrunum og í þrem tilfellum í við- bót er talið líklegt að áfengi hafi átt hlut að rnáli. Af slysförunt létust 13. tvö ungbörn dóu skyndidauða, eitt ntann- dráp er talið og í fimm til- fellum sagl óvíst unt dán- arorsök. Eimskip kaupir þrotabú Hafskips

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.