Tíminn - 07.01.1986, Side 3
Þriðjudagur 7. janúar 1986
Tíminn 3
Air Artic:
Leigir nýjar vélar
- gömlu vélarnar seldar
Frá David Keys, í Bretlandi:
■ Flugfélagið Air Artic, sem er í
eigu íslenskra aðiia en starfar frá
London, hefur gengið frá santningi
um leigu á tveim Boing 707 flugvél-
um frá ónefndu flugfélagi. l’essar
tvær flugvélar munu leysa af hólmi
tvær samskonar flugvélar sem Air
Artic hefur nú á leigu, en eigandi
þessara fiugvéla sem er fyrirtæki á
Norðurlöndum hefur selt þær til
egypska flugféiagsins ZAS.
Air Artic mun taka nýju flugvél-
arnar í notkun snemma á næsta ári
og hugsanlega fyrr.
Air Artic hefur haft þrcmur Boing
707 flugvélum á að skipa og hefur ein
verið í leiguflugi á Indlandi og Aust-
urlöndunt nær. önnur í flutningum
frá Evrópu til Keflavíkur með al-
ntennan varning, og frá Keflavík til
Montreal og Halifax með ferskan
fisk frá íslandi og aftur til Evrópu
með kandadískar sjávarafurðir eink-
unt humar. Priðja flugvélin hefur
unnið fyrir flugfélag frá Nígeríu.
Báðar flúgvélanna sem seldar hafa
verið til Egypta eru enn skráðar á ís-
landi og þeim fljúga íslenskar áhafn-
ir, en reiknað er með að umskráning
fari frant fljótlega upp úr áramótun-
um.
■ Dr. Unnsteinn Stefánsson tekur hér við heiðursverðlaunum fyrir hafrann-
sóknir og brautryðjendastarf á því sviði.
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVEFB
VEFBTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓES
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI
1972-1. fl. 25.01.86 kr. 24.360,86
1973-2. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 13.498,99
1975-1. fl. 10.01.86-10.01.87 kr. 7.006,46
1975-2. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 5.288,55
1976-1. fl. 10.03.86-10.03.87 kr. 5.037,69
1976-2. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 3.935,91
1977-1. fl. 25.03.86-25.03.87 kr. 3.673,52
1978-1. fl. 25.03.86-25.03.87 kr. 2.490,85
1979-1. fl. 25.02.86-25.02.87 kr- 1.646,98
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*
ÁKR. 100,00
1981 -1. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 717,78
’lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextirog verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Athygli skal vakin á lokagjalddaga 1. flokks 1972,
sem er25. janúarn.k.
Reykjavík, janúar 1986
SEÐLABANKIÍSLANDS
Dr. Unnsteinn Stefánsson:
Fékk verðlaun úr
sjóði Ásu Wright
■ Dr. Unnsteinn Stefánsson fékk
þann 30. desember sl. heiðursverð-
laun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur
Wright fyrir hafrannsóknir og
brautryðjendastarf í rannsóknum á
hafsvæöum norðan íslands.
Sjóður Ásu var stofnaður til
minningar um eiginmann h'ennar.
Henry Newcomb Wright. f>au hjón-
in bjuggu í Trinidad á Indlandi og
stunduðu þar búrekstur, en eftir lát
ciginmanns síns opnaði Ása landið
fyrir náttúruskoðara og gerði það
seinna að friðlandi og seldi síðan bú-
garðinn og fyrir andvirðið stofnaði
hún sjóðinn í tengslum við Vísindafé'
lag Islendinga sem nú veitir þeim ís-
iendingum viðurkenningu sent unnið
hafa veigamikið vísindaafrek á
Islandi og fyrir Island.
Dr. Unnsteinner Austfirðingurað
ætt, fæddur að Sómastaðagerði á
Reyðarfirði 10. nóvember 1922 og
lauk stúdentsprófi frá Mcnnta-
skólanum í Reykjavík árið 1942 og
B.Sc prófi frá Wisconsin háskóla í
efnafræði árið 1945 og M.Sc.prófi frá
sama skóla 1946.
Doktorsnafnbót hlaut Unnsteinn
frá Kaupmannahafnarháskóla árið
1962 og fjallaði doktorsritgerð hans
um hafið norðan íslands.
Unnsteinn hefur víða komið við
m.a. verið adjunkt prófessor við
Duke University í North Carolina, og
kenndi þar almenna haffræði og haf-
efnafræði. Pá starfaði hann í allmörg
ár á vegum UNESCO sem sér-
fræðingur á sviði hafrannsókna við
kennslumál og þróunaraðstoð á sviði
hafrannsókna.
Hann hefur verið fulltrúi íslands í
ýmsum alþjóðlegum haffræðisam-
tökum og tekið þátt í mörgum ráð-
stefnum á því sviði, og samið fjölda
ritgerða um rannsóknir sínar og
hafrannsóknarleiðangra, m.a. Hafið
sem kom út hjá Almenna bókafélag-
inu 1961.
Nú seinustu ár hefur Unnsteinn
rannsakað ástand sjávarlóna og
fylgst með árstímabundnum breyt-
ingum sjávar á ósasvæðum og í fjörð-
um og kannað efnainnihald sjávar
upp við strendur, en þær rannsóknir
hafa margvíslega þýðingu í sam-
bandi við fiskeldi á þessum svæðunt
og hafa gildi í sambandi við efna-
vinnslu úr sjó og auka grundvallar-
þekkingu okkar á eðlilegu efna-
magni sjávar í sambandi við athug-
anir á hugsanlegri mengun hafsins.
Arnarflug:
Áætlunar-
flug til
Hamborgar
- hefst í apríl
■ Arnarflughefurfengiðleyfisam-
gönguráðherra til að hefja reglu-
bundið áætlunarflug til Hamborgar.
Félagið mun opna eigin skrifstofu
íHamborgþann 1. marsn.k.ogjafn-
framt mun skrifstofan í Frankfurt
verða lögð niður og flugi til Dúss-
eldorf verður hætt.
Suðurveri. simi
83730
Bolholti. simi 36645
Jazzballettskóli Báru
Innritun nýrra
nemenda í síma
83730.
Endumýjun
skírteina
laugardaginn
11. janúar.
Framhaldsnemendur
frákl.2-5.
Nýir nemendur
komi eftir kl. 5.
Gjald, 2x i viku,
kr. 4.200,-
Gjald, 3x i viku,
kr. 5.300,-
Skóli»»
starfa
Vetrarönn 13/1-9/4.
Kennarar:
Klassísktækni, '
Anpa og Bára.
Stepp, Draumey.
Jass, Bára,
Anna, Margrét A.,
MargrétÓ.,
Agnes, Jóna
og Sigríður.