Tíminn - 31.01.1986, Síða 1

Tíminn - 31.01.1986, Síða 1
I HLIÐARFJALLI fyrir ofan Akureyri biast á suö-vestan bálviöri rétt fyrir klukkan 18 í gær. Skall veöriö svo skyndilega á og var svo ofsafengið aö 100 börnum sem voru á skíðum í fjallinu var af því bráö hætta búin. Lögreglan og 15-20 björgunarsveitar- menn úrHjálparsveitskátaog Flugbjörgunarsveitinni brugöu skjótt viö og tókst aö smala saman börnunum og koma þeim í bæinn. ÓLAFUR ÁRNASON,fulltrúifyrrverandi meirihluta SHÍ í stjórn Lánasjóös íslenskra náms- manna, hefur lýst því yfir að hann muni víkja fyrir ný- kjörnum fulltrúa núverandi meirihluta þann 6. febrúar n.k. Þessi yfirlýsing fylgir í kjölfar fjölda vantraustsá- lyktana stjórnar Stúdentaráösins og þess aö um 1000 stúdentar undirrituðu áskorun til hans um að víkja. SAMNINGAFUNDI ASI, vmnu.ea- endasambandsins og Vinnumálasambandsins.sem haldinn var í gær. lauk án að til verulegra tíöinda drægi. Mest var rætt um efnahagsmál og hvernig hin- ir ýmsu þættir komi til með að hafa áhrif á þróunina út áriö. Ákveðið var aö næsti samningafundur skyldi haldinn á þriöjudag, en undirnefndir um efnahagsmál og lífeyrismál munu komasaman í dag og undirnefnd um húsnæöismál á morgun. ÓEINKENNISKLÆDDIR lögreglu- jDjónar voru meðal þinggesta í gærdag. Mikiö safnaö- ist saman af námsmönnum og taldi lögreglan vissara að hafa vaðið fyrir neöan sig og voru nokkrir óein- kennisklæddir lögregluþjónar sendir til þess aö fylgj- ast meö. Allt fór þetta þó friðsamlega fram og ekki kom til óeirða. FJÁRHAGSÁÆTLUN Hafnarfjarðar- bæjar var afgreidd í vikunni. Þar er gert ráö fyrir 686 milljóna króna heildartekjum, þar af eru útsvör stærsti tekjustofninn. Helstu gjaldaliöirnir eru rekstur og fjár- festingar vegna félagsmála, 119 milljónir og fræöslumál 110 milljónir. Til gatnageröar og viðhalds er áformað aö verja 83 milljónum og 38 milljónum til æskulýðsmála. TVEIR KÓPAVOGSBÚAR hafa sent bæjarstjóra Kópavogs bréf þar sem þeir segjast hafa ástæðu til aö halda að öndvegissúlur þær reykvískar, sem ætlaö hafi verið aö standa viö mörk lögsagnar- umdæma Reykjavíkur og Kópavogs séu viö Hafnar- fjaröarveg ( Kópavogi. „Eigi þetta við rök aö styðjast skal á þaö minnt að leita verður heimildar a.m.k. bygginganefndar, svo ekki sé minnst á æðri máttar- völd í Kópavogi til aö reisa mannvirki af þessu tagi,“ segir í bréfinu. ELDURKOMUPPÁ heimili Alexanders Stefánssonarfélagsmálaráðherra í gærdag. Slökkvi- liö var kallað til, þar sem kviknað haföi í þvottavélinni á heimilinu. Aö sögn slökkviliðsmanna var brugðist skjótt viö á heimilinu og var búið aö slökkva eldinn þegar þeir mættu. Lítið tjón hlaust af eldinum sem kom upp í vindumótor í þvottavélinni. Alexander vará þingi þegar eldurinn kom upp. ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Was- hington DC hefur staðfest þann dóm undirréttar að útboö Bandaríkjastjórnar á flutningum fyrir varnarliö- ið á Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið lögum samkvæmt. Rainbow Navigation hefur áfram einka- rétt á flutningunum samkvæmt bandarísku einokun- arlögunum. Stjórnvöld beggja vegna Atlantshafsins íhuga nú hvernig bregöast skuli viö. KRUMMI og nú er að vita hvort Ingv- ari Gísla lánist að kveða niður afturhalds- drauginn. “ * Draugagangur í nýlegu steinhúsi í Reykjavík: Fjölskyldan flúði megna draugaásókn Miklir reimleikar í húsi í virðulegu hverfi í Reykjavík urðu til þess að fjölskylda hrökklaðist þaðan út. Magnað- ur draugur, sem sótti einkum á yngstu heimasætuna reið húsum. öskraði og einu sinni sló draugsi stúlkuna í lærið af mikilli bræði. Það var eftir að miðill hafði verið fenginn til þess að særa út ófögnuðinn. Ásóknir draugsins hófust á árinu 1984 og stóðu allt þar til fjölskyldan hrökklaðist út af heimiíinu seinnipart árs 1985. Þá hafði yngsta heimasætan lið- ið angistarkvalir á hverri nóttu. „Eitt skiptið stóð hann yfir mér, og hélt á einhverjunt odd- hvössum hlut. Ég held það hafi verið rýtingur. Eg varð sturluö af hræðslu og forðaði mér út," sagði heimasætan í samtali við Tímann. Hún og fjölskylda hennar vilja ekki láta uppi nöfn sín, né hvar í bænum húsið er. „Hér vildi ég ekki búa," sagði miðillinn, sem kom í heimsókn til fjölskyldunnar. Að sögn heimasætunnar eru fleiri „íbúar" í húsinu, sem ekki allir verða varir við. Móðir heimasætunnar vildi í fyrstu ekki trúa því að á heimil- inu væri draugur. „Einhverju sinni vaknaði ég við það að geysimikill kraftur skall á bringunni á mér. Krafturinn var það mikill að ég varð að halda mér," sagði móðirin. Ytarleg lýsing er á viðskipt- uni draugsins við fjölskylduna í helgarblaði Tímans á morgun. - ES Framsóknarmenn á móti breytingum á lögum um LÍN: „Mun beita mér gegn þeim“ Arangurslaus leit Leitin að flugvélinni sem nauðlenti í sjónum suðvestur af Reykjanesi í fyrrakvöld, hefur enn engan árangur borið og eru flug- mennirnir tveir nú taldir af. Á myndinni sést Þröstur Sigtryggsson skiphcrra hjá Landhelgisgæslunni stíga út úr Fokkervél gæsl- unnar þegar vélin kom Úr leitarflugi. Tímamynd: Árni Bjarna - segir Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamálaráðherra Ljóst er að Sverrir Her- mannsson menntamálaráð- herra mun eiga mjög erfitt með að fá þingflokk Framsóknar- flokksins til að samþykkja nokkrar breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra náms- manna frá því sem nú er. Sam- kvæmt heimild Tímans ríkir mikil andstaða innan þing- flokksinsviðþær hugmyndir að breytingum sem ráðherra hefur viðrað í fjölmiðlum að undanförnu. Andstaðan kom m.a. fram í máli Ingvars Gísla- sonar, fyrrverandi mennta- málaráðherra í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær. „Ég fullyrði það að í stjórn- arsáttmála Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins er ekki að finna stafkrók um það að þessi ríkisstjórn eigi að beita sér fyrir byltingu á félagslegri löggjöf eða jafnréttismálum í afturhaidsátt. Og engin heim- ild er til um það í stjórnarsátt- málanum að vinna skuli að breytingum á lögum um náms- lán og námsstyrki, enda eru það tiltölulega ný samþykkt heildarlög og naumast að þau séu að fullu komin til fram- kvæmda, eða a.m.k. er ekki enn farið að reyna á ýmis ákvæði laganna, t.d. endur- greiðslureglurnar," sagði Ingvar. Þingmaðurinn benti á að Ijóst væri að menntamálaráð- herra hefði sett á laggirnar endurskoðunarnefnd til höfuðs Lánasjóðnum og starfsemi hans, án þess að nokkuð sam- ráð hefði verið haft við Fram- sóknarflokkinn. Hér væri því beinlínis verið að fara á bak við samstarfsaðila í ríkisstjórn í mjög stóru máli sem Fram- sóknarflokkurinn hefði látið sig sérstaklega varða í meira en 30 ár. Ingvar nefndi í stuttu máli þau atriði í átt til breytinga sem menntamálaráðherra hefur helst verið orðaður við og sagði síðan: „Ef hæstvirtur ráðherra stefnir að lagabreytingum í þessa átt, þá vil ég biðja hann að gá vel að sér og kasta slíkum hugmyndum fyrir róða. En ef það ber ekki árangur, þá ítreka ég það sent ég hef áður sagt að ég mun ekki styðja slíka breyt- ingu og mun beita mér gegn henni í mínum flokki." Að sögn Sverris Hermanns- sonar mun tillagna hans uin LÍN að vænta í komandi viku. Heyrst hefur að svo kunni að fara að menntamálaráðherra dragi í land með þær áherslu- breytingar sem við hann eru kenndar, ekki síst vegna and- • stöðu margra samflokks- manna. Sjá nánar bls. 2. , - SS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.