Tíminn - 23.03.1986, Síða 7

Tíminn - 23.03.1986, Síða 7
Sunnudagur23. mars 1986 Tíminn 7 hrópa og kalhi á háscta alla: Flýttu þér fjandi! segir gömul vísa. Þegar komið er um borð skríða sumir beint í koju. aðrir hinkra eftir kaffinu. spyrjast fyrir um afla hinna bátana, kýta yfir smámunum. segja sögur. fegnir að það er laugar- dagur og helgarfrí á morgun. dratt- ast síðan í koju, syfjaðirog varla náð meir en fjórum tímum í svefn á sólarhring það sem af er vertíð, farið út stuttu eftir miðnættið og komið inn stuttu fyrir. Kokkurinn bíður þar til allir eru komnir uppí. og hefur þá til morgun- matinn. Þeir sem eiga fyrstu bauju verða ræstir eftir tæpa tvo tíma. Vélstjórinn stendur útstímið. Gunnar kokkur, búinn að vera á sjó í fjörutíu ár. byrjaði á síðutogur- ununi þar sent skipverjar fengu ekk- ert kaup nema lifrina, báru hana í fötum aftan á, þar sem sá elsti og slitnasti stóð og hrærði t grútarpott- inum, tekur til morgunmatinn, hafragraut, egg, appelsínur, brauð og kal'fi. Matsalurinn; tvö borð og bekkir, votir dúkar, sjónvarp, brjóstaberar stelpur á almanaki frá Rolf Johanscn, spil, peysur og allar könnur merktar. Helvítis haugasjór, þó það hafi lægt. Sölvi sem segist ekki geta sofið unt borð liggur hrjótandi á bekknunt, þegar Baldi kemur í morgunmatinn, vélstjórinn ræsti það seint að það er rétt tími til að gleypa í sig. Búinn að vera skipstjóri í tólf ár, fengsæll eins og þaö hét í gamla daga, sækir stíft eins og það heitir í dag. Hæstir í Rifi það sem af er vertíöinni. Til lítils. Kvótinn hefur breytt miklu. Afla- kóngur er eitthvað sem enginn sækist eftir, áherslan lögð á gæði, fiskurinn blóðgaður í sjó, ísaður, settur í kassa og fjórar trossur teknar upp um hclgar, enda segir fólkið í landi að þetta sé allt annar fiskur. Síðan hver af öðrum í morgun- matinn, Kiddi og Fjalar eiga fyrstu bauju, borða þöglir og halda á graut- ardiskunum, velta þeirn á móti öld- unni, einn kaffibolli og „Klárir'í bauju" í kallkerfinu. Hinir sitja eftir, reykja og reyna að ná úr sér næturhrollinum áður en farið er út á dekk. Nýr dagur. En sjálfsagt lítið frábrugðinn öðrum. Vonandi. 600 fiskar í tveggja nátta. Það var bræla í gær og náðist ekki að draga nema sex trossur. Allt annað líf í dag, þó enn sé stórsjór, það tekur hafið tíma að róa sig eftir lætin. 35 mínútur hjá Söndurunum. Allir vaknaðir þegar þeir koma til baka, Sandararnir stoltir af árangrin- um, orðljótar vísur og kaffi. Fyrst í vetur gekk ekki nógu vel að draga, svo það voru búin til tvö gengi sem skiptast á að vera á borðinu. Fjórir Sandarar og fjórir ættaðir úr Hafnarfirðinum, kokkur- inn kokkar og vélstjórinn sefur, og blóðgar þegar mikið er í. Sagðar sögur. Einu sinni þegar ég var kokkur, á þeim tíma þegar það var ekkert helgarfrí fyrr en 15. apríl og menn voru að sulla í víni alla daga, það skipíi engu máli því það var aldrei frí, nú geyma menn þetta til laugar- dags, þá kom ég töluvert slompaður um borð. Ég notaði 25 lítra olíufötu undir rusl í cldhúsinu og var vanur að skola hana uppúr sjó eftir að ég henti úr henni. batt í hana og sendi hana í sjóinn. þegar verið var að draga. Én þarna um morguninn var ég eitthvað utan við mig, en reyndi samt að hafa til morgunmat- inn og fór svo með fötuna aftan á og sturtaði úr henni í sjóinn, síðan batt ég í hana og lét hana falla í sjóinn, en þá rykkti hún all svakalega í, því báturinn var á fullri ferð, þó það hafi farið framhjá mér í þessu ástandi, horfði bara á fötuna draga hönkina út og tók ekki eftir því að ég stóð með löppina í henni miðri. Þá rykkir í og tógið brugðið um lærið á mér og ég byrja að dragast útbyrðis á eftir fötunni. hugsaði að ef ég fyndist væri fólk ekki lengi að draga þá.ályktun að ég hefði framið sjajfsmorð, mað- ur finnst drukknaður nteð ruslafötu bundna um löppina. Ég reyndi að krafsa eftir einhverju til að grípa í. en fann ekkert og var kominn hálfur út, sat oröið klofvega á lunningunni. hrópandi og gargandi, en enginn heyröi neitt. Það hlýtur að hafa verið gaman að sjá þetta frá öðrunt bát, gargandi mann sitjandí á lunn- ingunni aftan á með lappirnar út í loftið. allt að því í slipp og báturinn á fullri siglingu. Þegar ég var orðinn viss um að ég færi útbyrðis gaf haldið sig og það slaknaði á tóginu, ég missti jafnvægið og Itékk á kálfanum aftan á bátnum, rétt náði að ná handfestu á lunningunni og príla um borð mcð hald á olíufötu bundið við löppina. bláedrú, það hafði runnið alisnarlega af mér. Síðan önnur trossa. 400 fiskar. 30 mínútur hjá Hafnfirðingunum. Fal- legur og lifandi fiskur þrátt fyrir að þetta væri seinni tveggja nátta trossan. Þeir draga trossuna inn á spilinu. fimmtán neta trossur, ogdráttarkarl- inn dregur af spilinu. vélmenni um borð og 10% sjómanna orðinn úrelt- ur, fremri mennirnir á borðinu grciða úr og aftari losa fiskinn úr netunum sem halda áfram aftur á garö þar sent tveir gera þau klár svo hægt sé að leggja. Einn blóðgar. Fiskurinn grætur og hrópar, en eng- inn heyrir, því hljóðin eru á öðru tíðnisviði en mannseyrað nemur, það hætti einu sinni sjómaður á ntiðri vertíð þar sem hann taldi sig heyra í fiskinum þegar hann var blóðgaður og gat ekki unnið undir þeim harmkvælum, hlýtur að vcra erfitt að hafa svo næmt eyra, og erfitt að sjóða grænmeti. Fisknum cr hent í kör full af sjó og fer síðan eftir færibandi niður í lest, hreinn, og síðan ísaður. Þeir segja í landi að þetta sé allt annað hráefni en frá þeim bátum sem ekki skola fiskinn, en þeir borga ekkcrt fyrir. Allt hreint og engin átök. „Eins og verksmiðja, nema hvaö gólfið hreyfist." „Þegar maður er búinn að vera á svona yíirbyggðum bátum, þarf eitthvað mikið til að ntaður fari á þessa óyfirbyggðu, klakabrynvarða. með sjóinn yfir sig. algjör óverri." Útvarpið inní matsal: Vid hrimsorfna klctta hárurnar skvetta hvítfextum öldum sjómanninn laóa og seiða... Uppí brú heyrist í skipstjórunum ráða ráðum sínum í talstöðina, allt steindautt hjá einum, annar með lítið en fallega fiska, mikla bolta, annar með 850 í, en ætlar samt að færa, þaö virðist vera regla á þessari vertíð að maður fær ekkert í þær trossur sem voru búkaðar af fiski daginn áður, en svo fær maöur 1000 fiska í trossu sem var dauð í gær. Agalegt helvíti að þurla að taka netin upp í svona fiskeríi, það tapast alveg þrír dagar í þessum helgarfrí- um. fjórar trossur í sjó unt hclgina, lagt i von og óvon á mánudeginum og svo er kannski enginn fiskur þegar maöur dregur á þriðjudegin- um. Einn skipstjórinn vildi fá úr því skorið hvernig lögin um helgarfrí hljómuðu, voru þau bundin viö sunnudaginn eða er nóg að vera í landi í slétta 24 tíma. var að hugsa um að fara út um miðjan sunnudag- inn, leggja trossurnar sem hann tók upjr í dagog draga þær svo aftur um miðjan mánudag, guggnaði svo á því. mannskapurinn hefði sjálfsagt ckki orðið ýkja hrifinn. Mörg tæki; sjávarhitamælir, dýpt- armælir, fisksjá og þeir gulu mega vara sig. Fuglinn segir líka til um hvar fiskinn er að finna, skipstjóri þarf að fylgjast meö þeim, og straumunum, og öllu, maður hefur ekkert aögcra í þetta ef maður hefur ekki alla þræði úti, óþarfi að vita hvað þorskurinn hugsar, enda það varla mcrkilegar hugsanir. Helvítis kvótinn. Verða sjálfsagt búnir með kvót- ann um miðjan apríl, skilja kannski cftir nokkur tonn fyrir línuna í haust, nota möguleikann á því að tvöfáída kvótann á línunni, eitt auka tonn fyrir hvert tpnn í nóvcmber og desember. þangað til þá er lítið annað að gera en að halda höndum í vösum. mála húsið og sparka steinum. Bjarni Sæmundsson var að toga eftir Breiðafirðinum í gær, var í stöðugu sambandi við bátana til að vita Itvar trossurnar væru svo hann togaði ekki allt í flækju. dró síðan fram og til baka og fékk varla titt, enda allur fiskurinn þar sem tross- urnar voru. Margt skn'tið við fiski- fræðingana og friðunina. Þeir hafa lítið samband viö þá sem vinna við þetta. Það er dregin lína þvert yl'ir fjörð- inn og fyrir innan hana má ekki leggja net. stðan syndir þorskur inn fyrir þessa línu til að hrygna og þar bíða eftir honum þúsundir af selum sem ráðast á hann og éta, fáeinir ná að hrygna. og þegar seiðin eru orðin á stærð við þumalputta bcrast þau með straumnum í norö-vestur út úr firðinum, framhjá Látrabjargi þar sen.t eru stærstu svartlugls-varp- stöðvar í heimi. og svartfuglinn Einn með brjósklos, annar með slæmt fyrir hjartanu. þriðji með verk undir herðablaðinu. fjórði með illt í öxlinni. „Ef konan mín vissi Itvað ég þarf að hafa fyrir þessum peningum, mundi hún ekki vilja sjá þá." Ef sama fiskeríið heldur áfram ætti hásetahluturinn að verða um 200 þúsund í mars, en það cr bara einn ntars, og það verður bara Itangið í landi það sem eftirerársins. Maður er hættur að geta stundað þetta sem atvinnu. En það þarf kjark til að fara til læknis, hvítir sloppar og sjúkrarúm er eitt sótsvart helvíti fyrir mann sem hefur eytt rúmlega hálfri ævinni á sjó. Kubbastcik í matinn. Súpukjöt, steikt í ofnskúl'funni. kartöflur, rauðkál og grænar. Vilko á eftir. Ball um kvöldið. Enginn ætlar, allt fjölskyldumenn og bara ein kona í einni liöfn. Tekiö í spil; eitt lauf. pass, stokkið í laufinu og endað í sjö gröndum. Staðiö. Skipstjórinn kemur niður með fréttir af hinum bátunum, Saxhamar er víst eitthvað að saxa á forskotið sem Rilsnesið hefur haft, þrátt lyrir kvótann er kitlandi að vera hæstur. Deilt um verkalýösfélög og verkföll. helvítis yfirmennirnir skemmdu síð- ustu samninga, hindruðu aö stárfs- alduishækkanirnar kæmust í gegn, deill eða rifist. og skammast. Baldi eitthvað harðorður í garð mennta-i manna og fær á sig yísu. Ilann vill enga menntamenn, menn sem lifa á snik jum. Hér lifði aldamotaeymdin enn Ef Baldi réði rík jum. Mikil skáld ribbarar. Orðsins list er einkum beitt í sem sóöalcgustu vísurnarognnikil keppni liver getur gengiö fram af hinum í ruddalegum leirburði og hnoði. Ein vísa fannst í bókinni, þar sem öll h 'rlegheitin eru varðveitt, Irá því á iinunni og er ort til beitingamann- anna. Um heitaranna helli hragur þessi er. Þeir eru vaskir á vclli, eins og vera her. Fjalla-Foli eltir féð, feginn vildi ríða, Sölvi er með rauðan reð, rífur pussur víða. ■ Hansi hátt sér hreykir, hampar stórum helli. Úti eru Fúsa lisuleikir, fúinn er af elli. Gulli með stóran skaparann, sætt hefur sá refur. Um Stínu ég ekki kveða kann, því engan kóng hún hefur. Og síðan al'tur á dekk, og enn á ný. Þcgar síðasta trossan er drcgin fer Baddi ofan í lest að ganga frá kössunum, 700 lítra plastkössum, ísa og gera klárt fyrir löndun. Eitt- hvað um 22 tonn, sem cr um meðal- talsróöur á þessari vcrtíð, sem er orðin ein sú besta sem ntenn muna, þrátt fyrir að það eru færri net í sjó en nokkru sinni áður. Á landstíminu leysir Egill stýri- maður Balda af og hann fer í koju, hinir spila, tala, horfa á sjónvarp, liturinn kemur þegar það er klukku- tími í land. Tæpa tvo tíma að landa, og svo helgarlrí. Mæting klukkan eitt á aðfaranótt mánudagsins og svo páskastopp inn- an seilingar. Og vcrtíðin að verða búin. ræðst á þessa fácinu titti og étur þá. Það væri vit að gera bátinn út á sel í sumar, leggja honum innarlega í firðinum og senda strákana á sódiökum á eltir selnum, hafa síðan vcrksmiðju um borð, en kcrlingarn- ar lyrir sunnan færu sjállsagt að væla. Það er óvera hvað við drepum af þorskinum miðað við selinn. Og ormurinn sem er að setja allt á hausinn. Niörí matsal, þreyttir cftir sjöttu trossuna. Lítið í. 400 liskar og 25 mínútur hjá Hafnfirðingunum. Þetta var Lína, trossa skipstjórans. Hver mað- ur á sína trossu sem er skírð eftir konunni, kærustunni eöa gömlum sjens, sem enginn vill kannast lengur við.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.