Tíminn - 23.03.1986, Qupperneq 14
14Tíminn
Nú er sandnám í gamla grafreit gyðinga í smábænum Karchew. Enginn hirðir um leiðin.
LEGSTEINARNIR
sökkva óðum í sandinn
Eitt sinn
bjuggu meira
en milljón
gyðingar í
Póllandi. Nú
eru þeir um
5000 talsins
JUDA FRÁNKEL herra-
fataskraddari, - þrjú stutt
högg. Fimm nafnspjöld með nöfnum
krotuðum á eru fest á litlar dyr. í
ganginum þar sem veggfóðrið flakar
frá eróhreinindadáunn og ryk. Fyrir
gat í gluggarúðu hafa metin stungið
bréfsnifsi.
Hægt er dyrum lokið upp. Smá-
vaxinn maður stendur í dyrunum á
rökkvaðri leiguíbúðinni.
„Já, og hvað viljið þér Juda
Fránkel?" segir hann.
Hann gengur inn ganginn í búð-
inni, þar sem ægirsaman allra handa
drasli. Frida býr í fjórða herberginu
til hægri.
Veggirnir eru auðir og óhreinir. í
miðju herberginu stendur sníðagína
úr tré. „Fáið yður sæti," segir hann.
„Betra erað sitja vel. en standa illa."
Hann setur tvö glös með heitu te á
borðið. „Gestur í ranni. Guð í ranni,
eins og skrifað stendur." segir hann.
Juda Fránkel hóstar. „Annars læt ég
mig litlu varða hvar Guð er niður-
kominn." Hann sest og hrærir i te-
glasinu. „Svo þiö viljiö vita hvernig
gyðingar hat'a það í Póllandi í dag.
Og þá komið þiö til Juda Fránkel?
En er hann lifandi eða dauður?"
Hann sýpur af glasinu í litlum sop-
um og hallar höfðinu aftur.
„Pegar Pjóðverjarnir komu var líf
Fránkels á enda," segir hann. Eftir
Treblinka og Ausehwitz syngur liann
bara útfararsálma. Hvaö annaö ætti
sá scm eftir lit'ði að gera?"
Hann spennir greipar og starir
fram fyrir sig. „Faðir minn var trúað-
ur maður sem með brennandi augna-
ráði beið Messíasar, En Juda sonur
hans hefur glatað voninni. Hann lifir
af að sauma upp úr gömlu og fær svo-
lítinn lífcyri."
Fránkel þegir lengi. Tifið frá
stofuklukku fyllir herbergið.
„Fariö til Finkelstaijn." segir
hann. „Hann er leiðtogi allra gyö-
inga í Póllandi. Finkelstaijn vcit það
sem Fránkel veit ckki."
I móttöku ísraelsku samskipta-
miðstöðvarinnar við Twarda-stræti
siturgömul kona í nylon knésokkum
og pilsi úr gerviefni.
„Finkelstaijn er þarna." segir hún.
„Hvar annars staðar ætti hann að
vcra?"
Skrifstofa gyðingasamtákanná er
rúmgóð og björt. Finkelstaijn. sem
er mikill og þungur maður, situr í
stafla af papptrum. „Gyðingar í Pól-
landi? Nú á dögum?" Hann lyftir
sjónutn sínum til himins. „Gyöing-
arnireru í Brooklyn, ekki íKarczew.
Farið til Amcríku. Hjá okkur eru
engir rabbínar lengur með kollhúfur
og í hvítum sokkum."
Hann andar þunglega og dregur
fingurinn cftir viðaræðunum í skrif-
borösplötunni.
„Það er ekkert ungt fólk af okkar
ættum cftir í Póllandi. Hér eru að-
eins fimm eða sex þúsund gamlir
gyðingar eftir og sægur af legstein-
um, sem smátt og smátt hverfa niður
í jörðina. Söfnuður okkar er stór en
heimurinn at'tur á móti lítill og hann
er alveg sérstaklega lítill hér í Pól-
landi.”
Þegar þýsku hersveitirnar óðu yfir
pólsku landamærin bjuggu 3,35
milljónir gyðinga í Póllandi. Aö
stríðinu loknu voru þeir aðeins
51.500. Finkelstaijn slapp. falinn
inní í skáp. Enn þann dag í daggetur
hann ekki sofið nenia sitjandi og
geytnir fötin stn á fataljengi-súlu við
Itlið sér.
Sumarið 1946 voru 155 þúsund
gyöingar frá Póllandi fluttir til
heimalandsins á ný. Tíu áruni síðar
bættust svo 25 þúsuttd við.
„Allt hefur sinn tíma," segir Fink-
elstaijn. „Ttma til þess að halda
kyrru fyrirog tíma til aðflýja." Gyð-
ingar hafa orðið að pakka niður í
skyndingu og taka til fótanna, sumir
fyrr en aðrir stðar."
Skröltið frá hjólum aflokaðra
fangaflutningavagna var tæplega
hljóðnaö í ágúst 1945, þegar fyrstu
gyðingaofsóknirnar (pogromin)
hófUst á ný í Krakau og Rzeszow.
Um allt Pólland voru gyðingar hrakt-
ir út úr járnbrautarlestum og spor-
vögnum og hraktir um stræti og torg.
Lögregla og öryggisverðir horfðu á
og hreyföu hvorki legg né lið. þegar
42 gyðingar voru grýttir til dauðs eða
drepnir mcð járnstöngum í Kielce. í
árslok 1946 höfðu hundrað þúsund
gyðingar flúið úr landi.
Fimmtíu þúsund
fóru
Næsta fjöldaflóttabylgjan varð svo
árið 1956. Moskvuleiðtoginn Krús-
tjoft' kom í heimsókn til Varsjá og
gerði grín að því hve nafnið
„Abramowitschs" var algengt í hópi
starfsmanna ríkisins. Fimmtíu þús-
und gyðingar máttu taka saman
föggur sínar.
Þriðja bylgjan varð loks eftir Sex-
dagastríðið í júní 1967. Öll ríkin aust-
an tjalds að Rúmeníu undanskilinni
slitu stjórnmálatengsl við ísrael og
upphófu herfcrð gegn Zionisma.
Einkum yngri kynslóð pólskra gyð-
inga gafst upp og fluttist burtu. Eftir
urðu aðeins „þeir gömlu, úttauguðu
og uppgefnu."
Frá skrifstofu Samtaka gyðinga er
aðeins skammur vegur til synagog-
unnar. Framan við þessa byggingu
sem er með mörgum háum gluggum,
standa fáeinir gamlir menn. „fsér-
hverjum söfnuði er að finna „loft-
fólkið," - fólk sem verður að lifa á
loftinu." segir Finkelstaijn."
Forstöðumaður safnaðarins setur
upp svarta kollhúfu. „Þetta er eina
synagogan í Varsjá," segir hann, „og
samt er hún of stór."
Finkelstaijn styður sig fram á brík
bænastólsins og starir út yfir sam-
komusalinn.
„Hafið þiö heyrt um Gerschon Sir-
ota? Hann var Caruso pólsku for-
söngvaranna. Þegar hann hóf upp
raust sína, var eins og himnarnir
opnuðust. Stærstu óperuhús heims
buðu honum stórfé fyrir list hans. En
fór hann þá ekki til New York, París-
ar eða Ítalíu? Nei. honum var ætlað
aðvegsama Drottin. Hérsönghann.
Hann fékk að bíða dauða síns í gettó-
inu. Hann brann, eins og eldkynd-
ill."
„Við lifum af litlu“
Finkelstaijn kveikir ljósin á stóru
sjö arrna rafmagnsljósastikunni og
nú leggur bjarmann frá henni yfir
hvítkalkaða veggina í Novak syna-
gogunni. Ljósastikan var endur-
smíðuð fyrir opinbert fé.
„Það var til þess að viðgætum sýnt
útlendingum fram á hve við höfum