Tíminn - 23.03.1986, Qupperneq 16
16 Tíminn
Sunnudagur 23. mars 1986
PÉTUR MIKLIOPNAR
VESTURGLUGGANN
Bandaríska
sjónvarpsstöðin
NBC lætur gera
10 tíma langa
mynd um ævi
Péturs mikla
Rússakeisara
ERLEND MÁLEFNI
Pórannn Þórarinsson skrifar:
Corazon er í vargaklóm og
völd hennar eru því ótrygg
Sitthvað bendir þó til að henni sé að vaxa ásmegin og muni
því fara sínu fram
Corazon Aquino forseti og Benigno sonur hennar (með gleraugu) um-
kringd lífvörðum.
MÁ ÉG minna ykkur á. að cg er
iorsetinn. Sögusagnir herma, að
þessi orð hafiCorazon Aquino látið
falla á fiinili með samstarfsmönnum,
þegar sitt sýndist hverjum um þttð,
sem gera ætti og hvernig það yrði
gert. Sagt er að ýmsum hal'i hrugðið
við þessi ákveðnu ummteli lörsetans
og farið hafi verið að ráðum lians.
Cörazon Aquino hcfnr alltaf verið
að koma á övtirt síðan luin valdist til
framhoðs gegn Marcos á síðstaliðnu
ári. Þá var hún álitin hlédræg yfir-
stéttarkona, sem var komin af einni
ríkustu landeigendaættinni á Filipps-
eyjum, hafði lokið pröfi í frönsku og
stærðfræði við hásköla í Bandaríkj-
unum, hafiðsíðan laganámá Filipps-
eyjum, en hætti því þegar hún giltist
Benigno Aquino. sem einnig var
kominn af einni ríkustu land-
eigendaættinni. Eftir það var hún
þekkt sem hæglát og vinnusöm eigin-
kona og húsmöðir. sem annaðist
mann sinn og hörn með umhyggju,
en hafði engin afskipti af stjórnmála-
vafstri hans.
Benigno vann sér ungur orð sem
efnilegur stjórnmálamaður og þótti
líklegur til að setjast í forsctastólinn,
þegar Marcos færi úr honum. Hans
hiðu önnur örlög. Hann lenti i deil-
um við Mareos, sat mörg ár í fang-
elsi, en fékk síðan að fara í útlcgð til
Bandaríkjanna 1080 vegna þess, að
hann þurfti að ganga undir
hjartskurð. Áriö 1983 hélt hann
heim í óþökk Marcosar og var skot-
inn til hana, þegar hann steig út úr
flugvélinni í Manila. Vafalítið voru
fylgismenn Marcosar þar að verki,
en þeir óttuöust að heimkoma Ben-
ignos gæti orðið Marcos óhagstæð.
Þcgar Marcos efndi óvænt til for-
setakosninga á þessu ári, voru and-
stæöingar hans óviðhúnir. Þcir voru
margklofnir, en engin von til að sigra
Marcos nema þeir gætu stmieinast
um einn frambjóðanda. Eftir mikla
leit og atlnigun kom í Ijós, að ekki
var hægt að sameinast um nema
ekkju Benignos, en vegna morösins
vtir hatin orðinn að þjóðhetju. Hinir
. sundurlausu og ósamþykku hópar
gerðu hver um sig sér vonir um, að
þeir gætu eftir kosningarnar snúið
Cöra/.on á sitt hand. I stjórnmálum
var luin óskrifað hlað, sem ekki halði
látið ákveönar skoðanir í Ijós aðrar
en þær, að hún vildi lella Mareos og
koma á lýðræði í landinu.
Vonir um Corazon sem frambjóð-
anda rættust heturen húist hafði ver-
ið við. Hún fór varlega af stað, en
sótli stöðugt í sig veðriö. Vinsældir
hennar jukust í samræmi við það.
Hún sigraði vafalítið í kosningunum,
þótt falsaðar tölur fylgismanna Mar-
cosarsýndu annað. Það má segja. að
Corazon hafi komið skemmtilega á
óvart í kosningabaráttunni.
ÞAÐ BIÐUR nú Cortizon aö
koma enn meira á óvart, ef hún á að
valda því hlutverki að koma á stjórn-
arháttum á Filippscyjum, sem reyn-
ast annað og meira en jarövegur fyrir
kommúnista, sem ráða nú víða á Fil-
ippseyjum og liafa komið upp
20.00()-3(). ()()() manna skæruliða-
sveitum. Sagt er, að bandaríska
leynilögreglan, CIA. hafi verið húin
að reikna það út, að kommúnistar
myndu ná völdum innan tveggja ára.
ef Marcos hefði farið áfram með
völd. Bandaríkjastjórn hrakti því
Marcos frá völdum mcð stuðningi
nokkurra hershöfðingja. scm voru á
hennar handi, og ruddu Corazon
þannig endanlega brautina í forscta-
stólinn.
Nú eru það margir, sem vilja að
Corazon þakki sérstuðninginn. Hún
hefur orðið að taka þann kost að
skipa stjórn sína þannig, að hún er
mjög hktndaður hópur. Hún hefur
gert varat'orscta sinn. Salvador H.
Lauril, að forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra, en hann ertalinn frek-
ar íhaldssamur og var um skcið ná-
inn samherji Marcosar. Hún hefur
orðið að verðlauna hershöfðihgjana,
sem snerust gegn Marcos á síðustu
stundu, með því aö gera annan
þeirra. Juan Ponce Enrile, að varn-
armálaráöherra, en liinn, Fidel
Ramos, að yfirmanni herráðsins.
Enrile var lengi helsti stuðningsmað-
ur Marcosar og er oft talinn spilltasti
stjórnmálamaður á Filippseyjum.
Bæði hann og Laurel eru sagðir láta
sig drcyma um að hljóta sæti Coraz-
ons með tíð og tíma. Suiniraðrir ráð-
herrar eru taldir frjálslyndir, en flest-
ir þeirra tilheyra þó rtku land-
eigendastéttinni cða eru komnir af
öðrum auðmannaættum. Par er því
ekki að finna róttæka umbótamenn.
Það er gamla valdastéttin, sem enn
ræður mestu á FHippSeyjum
MEÐ verulegum rökurn má segja.
að Corazon sé í eins konar varga-
klóm og hún þurfi því aö sýna mikinn
mynduglcika, ef hún á aö gcta hreytt
stjórnarháttum til réttrar áttar og
lýðræði veröi ekki aðeins komið á til
málamyndar. Fyrstu stjórnarathafn-
ir hennar virðast þó spá góðu. Hún
hefur gegn vilja hersins leyst róttæka
stjórnmáktmenn úr haldi, eins og
Jose Maria Sison. stofnanda Komm-
únistaflokksins. sem verið hefur í
íangelsi síðan 1977, og Bernabe
Buscayno, leiðtoga róttæku skæru-
liðahreyfingarinnar, en hann hefur
verið í fangelsi síðan 1976. Alls hafa
á sjötta hundrað pólitískir fangar
verið látnir lausir síðan Corazon
kom til valda.
Corazon hefur sýnt það.á ýmsan
liátt. að hún vill koma á þjóðarsátt
ogsemja við róttækuöflin. Það gctur
hins vegar leitt til þess. að hún verði
að taka upp róttækari stjórnarhætti
en hægri menn, sem styðja hana,
telja sig geta faliist á. Jafnvel Banda-
ríkin gætu farið að óttast. að hún
verði nýr Castro.
Það er margt, sem þykir benda til
þess, að Corazon sé ekki lengur hin
hægláta yfirstéttarkona, sem ætla
mætti af uppruna hennar og fram-
komu meðan hún var gift Benigno.
Ýmsar heimildir telja. að fangavist
Benignos hafi breytt þeim báðuni.
ásamt útlegð þeirra. Benigno hafi
verið búinn að gera sér Ijóst, að ann-
að dygði ekki en að gera róttækar
breytingar á stjórnháttum, m.a. með
skiptingu stórjarða. Corazon hyggst
nú framkvæma þau áform, sem Bcn-
igno hafði í huga, þegar hann var
myrtur á flugvellinum í Maniht.
Eins og er virðist Corazon njóta
slíkra vinsælda, að hún geti haft í
fullu tré við karlvargana, sem eru í
kringum hana. Sú staða hennargetur
hins vegar breyst fljótlega, cf hún
sýnir ekki í verki. að hún sé forset-
inn. Hvorir tveggja skæruliðar
kommúnista og fylgismenn Marcos-
ar láta í bili lítið að sér k.veða og bíða
átekta. Þeir munu liins vegar fara á
kreik. ef Corazon vcikist í sessi.
Meðal hershöfðingjanna ríkir sú
óskhyggja að þá fái þeir tækifæri til
að grípa í taumana. í dag hefur
Corazon völdin, en erfitt er að spá
því. hvort það muni haldast til lang-
frama.