Tíminn - 18.04.1986, Síða 4

Tíminn - 18.04.1986, Síða 4
ATímiPin 88GS Ihqs P’P-íupáhúteftB Föstudagur 18. apríl 1986 Það reynist mörgum erfitt aö halda jafnvægi á slá og er ekki ósennilegt Gera þeil. ekki einhvcrn veginn svona á Ólympíuleikunum? að ungu dömunni sýnist hérna langt á leiöarenda! Nú er að sjá hvcrnig keppinautunum gengur. FIMLEIKAMÓT í KÓPAVOGI Ungu keppendunum lagðar lífsreglumar. Nýlega var haldið fyrsta mótið í almennum fimleikum hér á landi, nánar tiltekið í Kópavogi. Mikill áhugi var á þessu móti, fyrsta inótinu sem er barna- og unglingamót í einstaklingsgreinum, og skráðu alls 370 keppendur sig til keppni. Þeir koniu víða að, m.a. frá Akureyri, Flateyri, Vestmannaey jum, Keflavík, svo og félögum á höfuðborgarsvæðinu. Ungu keppendurnir sýndu mikla keppnisgleði, eins og meðfylgjandi myndir sýna, en þær tók Sverrir ljósmyndari Tímans. ■III■ ÚTLÖND llllllllllllllllll FRETTAYFIRLIT LUNDÚNIR — Lögregla á Heathrowflugvelli tilkynnti um handtöku á ungri konu frá ír- landi. Hún hafði sprengiu í fórum sínum og var á leiöinni til Tel Aviv með ísraelska flugfélaginu El. Al. Lögreglan sagði sprengjuna hafa verið stillta til að springa þegar flug- vélin hefði verið komin á loft. Sú sprenging hefði Iíklega orð- ið hinum 400 farþegum að bana. WASHINGTON - Stjórn- völd í Bandaríkjunum sögðu morðin á þremur útlendingum í Líbanon, enlíkþeirra fundust í gær, og skotárásina á banda- rískan sendiráðsmann í Súdan bera merki þess að hryðju- verkasamtök Abu Nidals hefðu verið að verki. Þessir palestínsku hryðjuverkamenn hafa náin tengsl við líbýsk stjórnvöld að því fréttir herma. Þá tilkynntu bandarísk yfirvöld að 500 „ónauðsynlegir" bandarískir borgarar myndu fara frá Súdan í dag með venjulegu flugi. Brottflutn- ingarnir fylgja í kjölfarið á loft- árásinni á Líbýu. MOSKVA — Eduard She- vardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna ritaði Perez De Cuellar aöalritara SÞ bréf þar sem hann hvatti til að allt yrði gert til að stöðva það sem hann kallaði frekari árásar- aðgerðir Bandaríkjamanna. Sovésk stjórnvöld hafa einnia sakað Bandaríkjastjórn um ao hafa logið til um atburðarás þá er leiddi til loftárásarinnar á Líbýu. STRASSBORG — Evrópu- þingið fordæmdi loftárás Bandaríkjahers á Líbýu í gær og voru Bandaríkjamenn sak- aoir um að hafa brotið alþjóða- lög. BEIRÚT — Lík hinna þriggja útlendinga er rænt var í Líban- on voru færð á sjúkrahús í gær. írskur embættismaður sagðist halda að hér væri um að ræða lík þriggja Breta - þeirra Alec Colletts blaða- manns og kennaranna Philip Padfields og Leigh Douglas. CHICAGO — Svetlana Allil- uyeva, dóttir Stalíns heitins, kom til Bandaríkjanna í fyrra- dag og hélt þegar til ónefnds staðar í landinu. Frekar hljótt var yfir komu Svetlönu. WASHINGTON - Vest- rænir stjórnarerindrekar eru margir hverjir ekki bjartsýnir á góðan árangur í viðræðum milli helstu iðnaðarríkja heims í næsta mánuði. Héldu þeir fram að árás Bandaríkja- manna á Líbýu og verslunar- deilur þær er Bandaríkin og lönd Evrópu eiga í gætu átt eftir að spilla fyrir árangri í viðræðunum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.