Tíminn - 18.04.1986, Side 5

Tíminn - 18.04.1986, Side 5
Tíminn 5 Föstudagur 18. apríl 1986 llllllllllllllllllllllll ÚTLÖND ... ... ~ Hryðjuverkaalda beinist að Bretum Beirut, Nicusia, London-Reuter Eldflaugaárás var gerð í gær á bústað breska sendiherrans í Beirut. Þá var breskum sjónvarpsfrétta- manni rænt þar í borg og kennsl borin á lík þriggja breskra borgara sem fundust rétt fyrir utan borgina. Tveir menn sáust skjóta fjórum eldflaugum að bústað breska sendi- herrans í Beirut og efsta hæð hússins varð fyrir nokkrum skemmdum án þess þó að nokkur meiddist. Sendi- herrann sjálfur var fjarstaddur. Sjónvarpsfréttamaðurinn John MaCarthy var dreginn út úr leigu- bifreið af fjórum vopnuðum mönn- um er hann var á leið til flugvallarins Ueffe Elleman-Jensen, utanríkis- ráðherra Dana, hefur lýst því yfir að danska ríkisstjórnin verði ekki aðili að yfirlýsingum um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum nema með samþykki Bandaríkjam- anna. Hann sagði í viðtali við dag- blaðið Jyllands Posten sem birtist í gær að önnur framvinda mála myndi brjóta í bága við þær skuldbindingar sem fylgdu aðild Dana að Atlantshafs- bandalaginu. Viðtal þetta birtist í kjölfar þess að Lasse Budta, sem er talsmaður danskra jafnaðarmanna í varnarmál- Tölur frá Sameinuðu þjóðunum sýna að 21 af 33 meðlinum SÞ frá Suður-Ameríku hafa ekki getað borgað gjöld sín til samtakanna fyrir þetta ár, þar meðtalið er Perú þaðan sem Javier Perez de Cuellar aðalrit- ari samtakanna er ættaður. Tölulisti þessi var sendur ríkjum rómönsku Ameríku þann 11. mars síðastliðinn og kom í Ijós að sum ríkjanna skulduðu svo mikið að þau áttu á hættu að fyrirgera rétti sínum til að greiða atkvæði á aðalþingi samtakanna sjálfra. Samkvæmt reglugerð getur það ríki sem skuldar tvö ár aftur í tímann misst atkvæðisrétt sinn á aðalþingi í Beirut. MaCarthy, sem er rétt rúmlega þrítugur. hafði dvalið um mánaðartíma í Líbanon er honum var rænt. Enn hefur ekkert heyrst um afdrif hans. Þrjú lík sem fundust á yfirráða- svæði Drúsa austur af Beirut eru talin vera af breskum borgurum sem hafa um skeið verið í höndum líbanskra hermdarverkamanna. írskur stjórnarerindreki, sem var fenginn til að skoða líkin í gær, kvaðst telja víst að um fyrrnefnda einstak- linga væri að ræða. Fregnir frá Kýpur herma að hugs- anlegt sé að allir breskir borgarar um, lýsti því yfir að Danir ættu að vera aðilar að kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum með eða án fyrra samþykkis Bandaríkjamanna. Hingað til hafa þær ályktanir sem danskir jafnaðarmenn hafa staðið að í þinginu um þetta efni byggst á því að tryggingar fengjust frá Banda- ríkjamönnum og Sovétmönnum. Uffe Elleman-Jensen lét þess get- ið að ef stæði til að koma í gegnum þingið nýjum ályktunum sem stöng- uðust á við aðildina að Atlantshafs- bandalaginu, þá yrði að gera ráð fyrir nýjum þingkosningum. samtakanna sem næst kemur saman þann 28. apríl næstkomandi til að ræða um efnahagsvandamálin í heiminum. Perez de Cuellar sagði SÞ eiga á hættu að ná ekki inn um 100 milljón- um bandaríska dala á þessu ári en heildarvelta samtakanna er alls um 880 milljónir dala á ári. Hann hvatti starfsfólk og starfs- nefndir samtakanna til að skera niður útgjöld sín því 75% af fjár- magni SÞ ku fara í greiðslur til þeirra. Einnig varaði Cuellar sendi- fulltrúa hjá samtökunum við því að hætta þyrfti jafnvel við sumar ráð- stefnur og annað slíkt þetta árið. sem dvelja í Líbanon verði fluttir þaðan. Mjög hefurboriðá viðtækum öryggisráðstöfunum í breskum her- stöðvum á Kýpur. írsk kona var handtekin á Heat- hrow-flugvelli í gær er hún hugðist fara um borð í Boeing 747 þotu ísraelska flugfélagsins El A1 með sprengju sem vóg um 5 kg. Dráps- tækið var falið undir fölskum botni í ferðatösku. Konunni fylgdi maður að nafni Nezar Hindawi sem forðaði sér á hlaupum er öryggisverðir urðu sprengjunnar varir. Konan hefur að sögn verið í vinfengi við Hindawi í um eitt ár og ekki er enn Ijóst hvort að hún vissi um sprengjuna í tösk- unni eða hvort félagi hennar hugðist beita brögðum til að ná markmiði sínu. Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa staðfest að um tímasprengju var að ræða og líklega hefði hún sprungið er flugvélin var í lofti. Líbýa: Gífurleg vatnsveita í smíðum Stjórnvöld í Líbýu eru nú að láta byggja geysilegt áveitukerfi sem tilbúiö mun koma til með að flytju tæplega 600 milljónir lítra af vatni á dag. Þctta vatnsmagn mun verða flutt frá eyðimörkum Suður-Líbýu til Iandbúnaðarhér- aðanna í norðri. Verkefni þetta er stærsti hlutinn í áætlunum Gaddafis forseta og stjórnar h;ins cr miða að því að breyta Líbýu í gróðri þakta eyðimerkurparadís. Fyrir rúmlega áratug síðan fundu jarðfræðingar út að eyði- rnerkur Suður-Líbýu geyntdu í sér gífurlegt magn af vatni - magn sem samsvarar heildarflæði Nílarfljóts yfir tvö hundruð ár. Gert er ráð fyrir að vatnspípur. er hver vegur um 80 tonn, muni verða tengdar saman til að flytja eitthvað af þessu vatni til svæða við Sidraflóinn í Norður-Líbýu. Fyrirtæki frá Suður-Kórcu vinnur nú að fyrsta hluta þessa vcrkefnis sem reyndar er stærsta byggingaverkefni sem einkafyrir- tæki hefur fengið. Hætt er við að verkefni þetta eigi langt í land, sérstaklega eftir að bandarísk stjórnvöld fóru að beita sér fyrir efnahagsþvingun- um í garð Líbýu vegna gruns um stuðning Líbýustjórnar við hefndarverkamenn. Þá gætu nú- verandi átök ríkjanna tvcggja átt eftir að hafa áhrif á þessa framkvæmd. Kjarnorkuvopn í kosningum? Kaupmannahöfn-Reuter Ríki Suður-Ameríku hjá SÞ: Standa flest ekki í skilum Sameinuöu þjööirnar-Reuter Bandarísk blöð gagnrýna gagnrýni New York-Reuter Reagan, forseti Bandaríkjanna, mun að öllum líkindum gera lítinn stuðning ýmissa Evrópuríkja við loftárásina á Líbýu að umtalsefni á fundi sjö leiðtoga iðnríkja í Tókýó í næsta mánuði. Að sögn háttsetts embættismanns í Hvíta húsinu mun Reagan leggja áherslu á að baráttan gegn hryðjuverkum eigi ekki að koma einvörðungu í hlut Banda- ríkjamanna. í kjölfar loftárásarinnar hafa flest dagblöð í Bandaríkjunum gagnrýnt harkalega viðbrögð flestra v-evr- ópskra ríkisstjórna við atburðunum. í New York Times í gær var bent á að árásin á Líbýu væri ekki síst afleiðing af því að einstök Evrópu- riki hefðu ekki viljað taka á vandan- um með öðrum hætti. Varað er við því að hin neikvæðu viðbrögð gætu orðið þess valdandi að frækornum sundurlyndis yrði sáð í samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins. í Washington Post var aðstoð Breta við árásina sérstaklega þökk- uð og hún borin saman við afstöðu Frakka. í The Los Angeles Daily News voru Frakkar atyrtir fyrir að hafa ekki leyft bandarísku flugvélunum að fljúga í franskri lofthelgi og sagt að það væru litlar þakkir fyrir það bandaríska blóð sem úthellt var í Frakklandi í síðari heimsstyrjöld- inni. Nú skulu íranskar konur grípa til vopna og æfa sig í stríðsbrölti. Það vill Khomeini. Konur grípa til vopna Konur hvattar til að skrá sig til herþjónustu - þurfa þó samþykki karla sinna Teheran-Rculcr Iranskar konur geta nú skráð sig til herþjónustu en þó einungis með samþykki karlmanna innan fjöl- skyldna sinna. Dagblöð í Teheran skýrðu frá því í gær að um milljón unisóknar- eyðublöð lægju nú frammi og búist væri við að um hálf milljón kvenna myndi skrá sig í „hreyfisveitir“ bylt- ingahersins. „Samkvæmt trúarreglum verður hluti umsóknarinnar að verða fylltur út af eiginmanni ellegar umráða- manni viðkomandi konu,“ sagði í einu blaðanna. Heræfingar munu hefjast strax á laugardag í sumum af hinum tvö þúsund „Zahrastöðvum". Zahra er titill sá er Fatima, dóttir Múhammeðs sjálfs, hafði. Reyndar hafa margar konur þegar gengið í gegnum hernaðarþjálfun en sá fjöldi á eftir að aukast verulega á næstu vikum. Ástæðan er ræða Khomeinis trúarleiðtoga í síðasta mánuði þar sem hann hvatti konur til að skrá sig í herþjálfun í því skyni að geta varið land sitt. Ekkert hefur enn verið minnst á að senda konurn- ar á vígstöðvarnar við Persaflóann þar sem stríðsátök írana og fraka eru hvað hörðust. Herþjálfunin mun taka viku fyrir konur er gista í búðunum en tvær vikur fyrir þær sem koma frá heimil- um sínum. Vopnameðferð- og skyndihjálp verða helstu þættirnir í þjálfuninni. Kartöflu- og grænmetis ráðstefna á Hótel Sögu þriöjudaginn 22. apríl kl. 9.30 til 17.00. Ráðstefnan er haldin á vegum Búnaðarfé- lags íslands og Stéttarsambands bænda. Flutt verða erindi um flokkun og mat garðávaxta, geymslu, meðferð og innflutning þeirra. Skipst verður á skoðunum og kynnt viðhorf hagsmunahópa. Öllum er frjálst að taka þátt í ráðstefnunni en óskað er eftir að þátttaka sé tilkynnt í síma 19200 hjá bændasamtökunum fyrir 22. apríl. Bændasamtökin t María Guðmundsdóttir, frá Mýrarkoti i Grímsnesi, Ártúni 13, Selfossi, lést 13. apríl. Útförin ferfram frá Selfosskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 11.00 árdegis. Fyrir hönd aðstendenda. Kristjana Sigmundsdóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.