Tíminn - 18.04.1986, Page 8

Tíminn - 18.04.1986, Page 8
8 Tíminn Föstudagur 18. apríl 1986 Steingrimur Hermannsson: Mikill árangur hefur náðst Ræða forsætisráðherra í eldhúsdagsumræðunum í gærkvöldi Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Eins og stjórnarsáttmálinn ber með sér var þessi ríkisstjóm mynduð til þess að ráða niðurlögum verð- bólgu og stöðva erlenda skuldasöfn- un. Það var með þetta í huga, sem við framsóknarmenn gengum til stjórnarsamstarfsins. Við vorum og erum sannfærðir um að þjóðarbúið hefði ekki þolað þá vaxandi verð- bólgu, sem var í upphafi árs 1983. Við erum einnig sannfærðir um það, að erlendar skuldir þjóðarinnar mega ekki aukast, þótt þær séu ekki komnar á sama hættustig og verð- bólgan. Flestar gerðir ríkisstjórnarinnar hafa því einkennst af viðureigninni við verðbólguna og erlendar skuldir. Við höfum talið óhjákvæmilegt að meta bæði eldri og nýjar ráðstafanir í þessu Ijósi. Allir viðurkenna þann mikla árangur, sem náðist í upphafi stjórn- artímabilsins, þegar verðbólga var færð úr 130 í 20 af hundraði á 8 mánuðum. Það var gert með hörðum, lögbundnum aðgerðum, sem stjórnarandstaðan kallaði gerræðislegar, en við framsóknar- menn töldum óhjákvæmilegar. Þær tókust vegna þess að þjóðin skildi, að um nauðsyn var að ræða og studdi aðgerðirnar. Síðastliðin tvö ár töldu ýmsir rétt að láta á það reyna hvort áframhaldandi árangur næðist í efnahagsmálum með sem mestu frjálsræði og afskiptaleysi stjórn- valda. Ég þarf ekki að rekja þróun mála á þessu tímabili, þetta mistókst. í Ijós kom að íslenskl efnahagslíf er ennþá alltof veikburða eftir eld verðbólgunnar til þess að laga sig án opinberra aðgerða að breyttum aðstæðum og tryggja um leið hjöðnun verðbólgu. Ríkisstjórnin bauð að vísu þátt- töku í kjarasamningum og m.a. fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar tókust skynsamlegir samningar í febrúar 1984. Þátttaka ríkisvaldsins var hins vegar ekki nægilega markviss enda ekki ákveðið eftir henni leitað. í peningamálum sérstaklega kom í ljós að atvinnuvegir og þjóð, sem er almennt í fjársvelti eftir fjársóun á verðbólguárum þarf töluverðan tíma til þess, að ná jafnvægi á markaðnum. Sex af hundraði verðbólga Með tilvísun til þessarar reynslu töldu stjórnarflokkarnir óhjákvæmi- legt að ganga ákveðnara til verks og bjóða þátttöku stjórnvalda í kjara- samningum um s.l. áramót. Ég þarf ekki að rekja árangurinn, hann er öllum í fersku minni. Með markvissu samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda náðust kjarasamningar og samkomulag um aðgerðir í efna- hagsmálum, sem mun tryggja hið langþráða markmið um verðbólgu sem einsstafstölu í lok þessa árs. Það mun takast, ef ekkert óvænt gerist í heimsmálum. Til þess að ná þessum árangri hafa stjórnvöld orðið að grípa mjög ákveðið inn í fjölmarga þætti efna- hags- og peningamála. Dregið var án tafar úr hækkunum á opinberri þjónustu, nafnvextir voru lækkaðir þegar í kjölfar samninganna og bankarnir knúðir til þess að falla frá hækkun á ýmiskonar þjónustu. Nið- urgreiðslur á landbúnaðarafurðum voru auknar og tollar á ýmsum innflutningi lækkaðir, en um leið, af opinberri hálfu og á vegum verka- lýðshreyfingarinnar, vandlega fyigst með því að lækkun verðlags skilaði sér til almennings. Það hefur loks sannast að niðurtalning verðbólgu er fær leið, þegar um samstillt átak stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda er að ræða. Auk þess sem verðbólga í lok ársins mun að öllum líkindum verða um 6 af hundraði, sem að sjálfsögðu er lítið annað en bylting í íslensku efnahagslífi, verður umtalsverð aukning á kaupmætti almennings, sem mun í lok ársins verða svipaður og hann var um áramótin 1982-83. Það er ekki síst ánægjulegt, að þetta hefur tekist án atvinnuleysis. Ég þekki enga aðra þjóð, sem af því getur státað. Húsnæðismál Að sjálfsögðu hefur það Alþingi, sem senn lýkur, einkennst mjög af ráðstöfun í cfnahagsmálum. Lög um ýmiskonar aðgerðir í kjölfar kjarasamninganna hafa verið sam- þykkt með víðtæku samkomulagi á þingi. Og enn liggja fyrir þinginu frumvörp, sem eru sprottin úr kjara- samningunum. Með frumvarpi um húsnæðismál, sem nú hefur verið lagt fyrir þingið, eftir mikla vinnu í kjölfar kjarasamninganna, er staðið að fullu við þau fyrirheit, sem ríkis- stjórnin gaf í þeim efnum. Ég hygg að varla verði annað sagt en að með þeim sé boðuð stórkostleg framför í húsnæðismálum þjóðarinnar. Með þeim tengjast lífeyrissjóðirnir hús- næðiskerfinu og lán Húsnæðisstofn- unar, bæði til nýbyggingar og kaupa á eldra húsnæði eru stórlega hækkuð. Verða lán til þeirra sem byggja í fyrsta sinn allt að kr. 2.100.000. Þeir sem standa í bygg- ingu eða húsakaupum öðru sinni eða oftar fá cinnig umtalsverðar hækk- anir. Ríkisstjórnin hefur jafnframt hcitið því að vextir af lánum Hús- næðisstofnunar verði ekki yfir 3.5 af hundraði á meðan hún ræður. Eftir að lög þessi koma til fram- kvæmda 1. september n.k. sýnist mér, að það eigi ekki að vera neinum, sem er í fullri atvinnu, ofraun að eignast viðunandi hús- næði. Fjármagn, sem ráðstafað er í gegnum hina svonefndu ráð- gjafaþjónustu, til þeirra sem hafa lent í erfiðleikum vegna misgengis launa og fjármagnskostnaðar er jafnframt enn aukið um kr. 300 milljónir. Hefur þá verið varið t þessu skyni samtals kr. 800 milljón- um. Það er sannfæring mín, eftir að ég hef kynnst mörgum, sem notið hafa ráðgjafaþjónustunnar í erfið- leikum sínum, að sú aðstoð, sem þannig hefur verið veitt, hefur bjarg- að mörgum. Með því að koma skuldum í skil og framlengja lán með lægri vöxtum skapast mönnum, nú, þegar kaupmáttur fer hækkandi umfram kostnað fjármagns, svigrúm til þess að vinna upp það, sem tapaðist. f Með því, sem verið er að gera t húsnæðismálum, er enn einum áfanga náð í þeirri viðleitni félags- málaráðherra og stjórnvalda að auka fjármagn til þess málaflokks. Árið 1982 var 2 af hundraði þjóðar- framleiðslu varið til húsnæðislána en á árinu 1985 3.6 af hundraði og það mun nú enn aukast. Með endur- nýjuðum reglum um stærð íbúða o.fl., flýtingu á útborgun lána og fjölmörgum öðrum nýmælum, ásamt þeirri ráðgjafaþjónustu, sem haldið verður áfram, og öllum er opin, eru húsnæðismálin loks að komast í höfn. Það er mikill árangur. Landbúnaður Framkvæmd laga um framleiðslu landbúnaðarafurða hefur mjög verið til umræðu. Það er eðlilegt. Sam- dráttur í hefðbundnum og aldagöml- um atvinnugreinum hlýtur ætíð að vera mjög viðkvæmt mál. Ég vil hins vegar enn leggja áherslu á þá stað- reynd, að fyrir þjóð, sem er með erlendar skuldir, sem nema um 53 af hundraði landsframleiðslunnar er útilokað að greiða 70-80 af hundraði framleiðslukostnaðar með útflutn- ingi landbúnaðarafurða eða nokk- urrar annarrar vöru. Slíkt eykur erlendar skuldir þjóðarinnar. Útflutningsbætur hafa vissulega verið mikilvægar til þess að tryggja byggð víða um land. Sú leið er hins vegar ekki fær lengur. Aðrar leiðir varð að finna. Að þvíereinnigstefnt með fyrrnefndum lögum um fram- leiðslu landbúnaðarafurða og öðrum aðgerðum landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnar. Um leið og ég legg áherslu á, að framkvæmd þessarar breytingar verður að vera með þeim hætti, að tekið sé fullt tillit til stöðu einstakra byggða og möguleikar til annarra framleiðslu, er óhjákvæmilegt, að framleiðslubreytingin verði. Éf rétt er að málum staðið. er ég jafnframt sannfærður um að byggðaröskun þarf lítil að verða, og landbúnaður verður sterkari eftir en áður. Sjárvarútvegur Málefni sjávarútvegsins hafa verið mjög til meðferðar á þessu þingi. Þar er nú bjartara framundan. Um -það efast enginn. Stjórnun fiskveiða hefur hins vegar vcrið umdeild, sem er ekki óeðlilegt, þegar um svo viðkvæm mál er að ræða. Mikill meirihluti hagsmunaaðila hefur þó staðfest fylgi sitt við þá fiskveiði- stefnu, sem fylgt er. Eftir því hlaut sjávarútvegsráðherra að fara. Ég vil hins vegar lýsa ánægju minni með það, að ýmsar lagfæringar fengust fyrir landshluta, sem háðari er sjá- varútvegi en aðrir hlutar landsins. nefni ég sem dæmi, að línuveiðar eru nú að hálfu utan kvóta í 4 mánuði ársins. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um afnám sjóðakerfisins, sem ég hygg að hafi að flestra dómi verið orðinn hin mesta flækja. Af- nám þessa kerfis er sérstaklega mikilvægt fyrir landshluta, sem bygg- ir fyrst og fremst á þorskveiðum, því frá þeim hefur verið tekið og greitt með öðrum fisktegundum. Þótt afli sé vaxandi og bjartara framundan í sjávarútvegi, eiga fyrir- tæki í þeirri grein eðlilega í erfiðleik- um vegna óhjákvæmilegrar aðlögun- ar að gjörbreyttum aðstæðum eink- um á fjármagnsmörkuðum. Nú kost- ar fjármagnið sitt eins og hlýtur að vera í eðlilegu þjóðfélagi. Ég er þó ekki í nokkrum vafa um, aö sjávar- útvegurinn mun komast yfir þann þröskuld. Enda væri framtíð þessar- ar þjóðar að öðrum kosti, vægast sagt, í mikilli óvissu. Batnandi horfur Eins og ég hef áður sagt tel ég fulla ástæðu til að ætla að sá árangur muni nást sem að er stefnt. Reyndar er von til þess að ástand í lok ársins geti orðið nokkru betra en menn hafa þorað að gera ráð fyrir. Nýjasta endurskoðun Þjóðhagsstofnunar á ástandi og horfum í efnahagsmálum, sem birt verður eftir fáeina daga, bendir til þess að þjóðartekjur vaxi allmiklu meira en áður hefur verið gert ráð fyrir. Stafar það fyrst og fremst af enn batnandi viðskipta- kjörum, sem felst í lækkun olíu umfram það sem áður var áætlað og nokkurri viðbótarhækkun á fisk- verði á erlcndum mörkuðum. Því er nú talið að rúmlega milljarður geti orðið umfram á vöruskiptareikningi og að viðskiptahalli verði því minni en áætlað var, þrátt fyrir nokkúð aukinn innflutning í kjölfar tolla- lækkana. Erlendar skuldir þjóðar- innar munu þá lækka töluvert sem hundraðshluti af þjóðarframleiðslu í fyrsta sinn um árabil og greiðslu- byrði sömulciðis. Þjóðarframleiðslan mun þá jafn- framt aukast um nálægt 3.5 af hundr- aði. Þessar horfur tryggja að sjálf- sögðu þau markmið sem að er stefnt, bæði aukinn kaupmátt launa og minni verðbólgu. Hitt má þó ekki gleymast að atvinnuvegirnir eru margir hverjir í sárum eftir verð- bólgueldinn. Óhjákvæmilegt er því að ráðstafa verulegum hluta af batn- andi efnahag til þess að treysta stöðu atvinnuveganna og renna fleiri stoð- um undir íslenskt efnahagslíf. Nýsköpun í atvinnulífi Á það hefur ríkisstjórnin lagt áherslu þau ár, sem hún hefur setið, og sérstaklega eftir að tókst að draga úr verðbólgu á árinu 1983. Nýjar atvinnugreinar hafa fengið forgang að lánsfé, sérstakt fyrirtæki, Þróun- arfélagið hf., sett á fót, til þess að stuðla að nýsköpun í atvinnulífi og stofnlánasjóðir fengið fyrirmæli um að lána til slíkra greina. Ég veit að sumir kappsamir menn eru óþolin- móðir og vilja sjá árangurinn strax. Staðreyndin er, að ótrúlega margt er í bígerð. Ég er sannfærður um, að það mun skila þjóðarbúinu ómæld- um arði á næstu árum, og stórlega styrkja allan grundvöll efnahagslífs- ins. Ég er hins vegar jafn sannfærður um það, að hollt er að fara varlega í sakirnar og rasa ekki um ráð fram. í þessu sambandi vil ég vekja athygli á því að yfir 200 loðdýrabú- um hefur nú verið komið á fót og þeim fjölgar ört. Fyrirtæki á sviði ýmiskonar hátækni hafa vaxið, bæði þau sem nokkuð eldri eru og mörg ný. Sumt af því á eftir að skila sér í ríkum mæli, m.a. í fiskiðnaði lands- manna. Mjög er mikilvægt að Fisk- veiðasjóður og Byggðasjóður taki skipulega á þeim málum og hvetji menn til að nota það fjármagn, sem sjóðimir hafa til ráðstöðvunar í þessu skyni. Fiskeidi { fiskeldi er sérstaklega mikill hugur í mönnum. Þeir aðilar munu nú vera orðnir um 60-70 sem þar ætla að hasla sér völl. Sumar hugmyndir eru afar stórar. Þetta er ekki að ástæðulausu þegar þess er gætt hvað vöxtur fiskeldis hefur verið mikill og hraður í nágranna- löndum okkar t.d. Noregi. Þar hefúr fiskeldi aukist um u.þ.b. 40 af hundraði á ári. Er því spáð, að það verði orðið töluvert stærra en sjávarútvegur Noregs innan örfárra ára. Við höfum dregist afturúr þrátt fýrir það að allir viður- kenna, að aðstaða hér á landi erstómm betri til fiskeldis en þekkist annarsstað- ar. Af þessum ástæðum taldi ég nauð- synlegt að skipa nefnd á s.l. ári til þess að gera tillögur um samræmdar aðgerðir og ráðstafanir vegna fiskeldis. Þessi nefnd hefur þegar skilað ýmsum tillögum, sem eru að koma til framkvæmda. Frumvarp um veðhæfni eldisfiska er að verða að lögum og frumvarp um rannsókn- ardeild fisksjúkdóma verður afgreitt fyrir þingslit. Það er e.t.v. hið mikil- vægasta, sem gert hefur verið til þess að treysta og tryggja fiskeldið hér á landi. Sjúkdómar eru sú hætta, sem mest er, eins og reynslan sýnir. Á vegum Framkvæmdasjóðs íslands, Byggðasjóðs og Stofn- lánadeildar landbúnaðarins verða lánaðar um 350 millj. kr. á þessu ári til fiskeldis. Auk þess hefur Fisk- veiðasjóður veitt ábyrgðir sem munu nema um kr. 400 millj. Mikið fjár- magn hefur einnig fengist með beinni þátttöku erlendra aðila. Það er um- hugsunarefni. Við verðum að gæta þess vandlega að rnissa aldrei tökin á þessari álitlegu atvinnugrein. Þannig gæti ég reyndar haldið áfram að ræða um nýsköpun í ís- lensku atvinnulífi, en tíminn leyfir það ekki. Það, sem ég hef nefnt, verður að nægja til þess að undir- strika þá bjartsýni, sem ég ber í brjósti í þessu sambandi. Nú þegar verðbólga næst niður í svipað og er í nágrannalöndum okkar, er orðinn allt annar og heilbrigðari grundvöll- ur fyrir atvinnulífið, bæði hið hefð- bundna og nýtt. Möguleikarnir eru óteljandi og dugnaður landsmanna mikill. Ég lít því björtum augum til framtíðarinnar, enda takist okkur að halda verðbólgudraugnum í skefjun, draga jafnt og þétt úr er- lendum skuldum og búa þannig við heilbrigt efnahagslíf.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.