Tíminn - 18.04.1986, Blaðsíða 9
Föstudagur 18. apríl 1986
ARNAÐ HEILLA
Sextugur í dag
Indriði G. Þorsteinsson
Indriði G. Þorsteinsson, rit-
höfundur og fyrrverandi ritstjóri
Tímans, er sextugur í dag. Hann
fæddist 18. apríl 1926 í Gilhaga í
Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar hans
voru hjónin Anna Jósepsdóttir og
Þorsteinn Magnússon bóndi í Gil-
haga og víðar í Skagafirði og síðar
verkamaður í Akureyri, en þar
dvaldist Indriði á unglingsárum og
átti þar heima fram að tvítugu.
Hann gekk í Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar og Menntaskólann á Akureyri
árin 1939-41, en fór í Héraðsskólann
á Laugarvatni að því loknu og lauk
þar prófi 1942. Eftir það stundaði
hann verslunarstörf á Akureyri til
1945, en gerðist þá bifreiðarstjóri og
lausavinnumaður næstu 5 árin.
{ apríl 1951 réðst Indriði blaða-
maður á Tímann og starfaði þar
síðan næstu tvo áratugina, nema
nokkur missiri sem hann var á Al-
þýðublaðinu. Indriði var fyrstu árin
fréttamaður, en var ráðinn ritstjóri
að Tímanum 1961, er hann kom
aftur til blaðsins, og gegndi ritstjórn-
arstarfinu til 1972.
Indriði var þegar í stað hinn
rithöfundur
vaskasti fréttamaður og ágætur sam-
starfsmaður. Hann var hamhleypa
til vinnu og fréttanefið næmt. Hann
gæddi samstarfið áhuga og athafna-
semi. Hann ritaði þá þegar fallegt,
sterkt og skilríkt mál.
Þegar hann varð ritstjóri síðar
færðist hann í aukana og átti veiga-
mestan þátt i breytingum og eflingu
blaðsins og jafnframt aukinni út-
breiðslu á þessum árum. Þá fór hann
að rita fasta þætti um dagsins mál í
blaðið og þeir vöktu ætíð óskipta
athygli lesenda fyrir sterka málbeit-
ingu og hugkvæman málflutning,
þótt skiptar skoðanir væru um ýmis
viðhorf hans til mála eins og títt er
um þá sem eru glaðbeittir og ómyrkir
í máli og leika orðum af listfengi.
Það er margs að minnast frá sam-
starfinu á þessum árum. Hann var
blaðamaður af lífi og sál.
En 1974 kvaddi Indriði Tímann
og gerðist framkvæmdastjóri þjóð-
hátíðar 1974. Hann leysti það starf
af hendi með þeim mikla starfsþrótti
sem honum er gefinn og fórst sú
forysta mjög vel úr hendi. Hann
hefur einnig gegnt ýmsum trúnaðar-
störfum á vegum blaðamanna og
rithöfunda, var formaður Blaða- *
mannafélags íslands 1960, formað-
ur Félags ísl. rithöfunda 1972, for- '
maður Rithöfundaráðs 1977, og er
þó fátt eitt talið.
En öllu þessu mikilvægara er þó
rithöfundarverk Indriða. Hann er
án alls efa einhver mikilvægasti
skáldsagnahöfundur þjóðarinnar um
tímabil lífs- og samfélags lífsbylting-
arinnar hér á landi á stríðs- og
eftirstríðsárunum. Ég held að hann
sé og verði jafnan talinn aðalskáld-
sagnahöfundur þessa tímabils og
bestur leiðbeinandi til skilnings á
ýmsum úrslitamestu þáttum þessara
hamskipta. En um hin mörgu og
ágætu skáldverk Indriða skal ekki
rætt hér. Erindi mitt er aðeins það
núna að þakka Indriða samstarfið
mörg og góð ár á Tímanum, og ég
þykist vita að flestir eða allir sam-
starfsmenn hans þar muni taka undir
þær þakkir, svo og þorri þeirra
lesenda sem nutu snjallrar blaða-
mennsku Indriða á þessum árum.
Við lndriði höfum ekki alltaf verið
jábræður í skoðunum, en vináttan
llllllllllllllll!
BÓKMENNTIR íillilllllllllllllil
Ljóðskáld yrkir leikrit
Árásin á Líbýu
Því get ég þó ekki neitað að stóran
skugga ber á bjartsýni mína, þegar
að ástandi heimsmála kemur. Von-
arneisti var kveiktur með fundi for-
ystumana stórveldanna í Genf á s.l.
hausti. Það var eðlilegt. Þeir höfðu
ekki lengi talast við á sama tíma og
örlög heimsins alls eru í raun í þeirra
höndum. Því miðurhefurþessi neisti
nú dofnað. Endurnýjaðar tilraunir
með kjarnavopn eru mönnum að
vonum ekki að skapi. Arás Banda-
ríkjamanna á Líbýu ræður þó úrslit-
um í þessu sambandi. Þegar málið er
skoðað frá öUum hliðum, virðist mér
sú aðgerð óafsakanleg.
Ég mæli hryðjuverkum ekki bót,
því fer víðs fjarri. Alsaklausir ein-
staklingar verða fyrir slíkum árás-
um. jafnvel fullhlaðnar flugvélar
sprengdar í loft upp aðeins vegna
þess að þær bera merki einhverrar
þjóðar og flugfarþegar myrtir í flug-
höfnum. Að sjálfsögðu eiga allar
lýðræðisþjóðir að taka höndum sam-
an gegn slíku brjálæði. Veita verður
þeim þjóðum, sem að hryðjuverkum
stuðla, verðuga ráðningu. Að svara
með hernaðarárás mun hins vegar,
að mínu mati, aldrei stöðva hryðju-
verk, fremur auka þau.
Árás Bandaríkjamanna á Líbýu
er móðgun við önnur lýðræðisleg
ríki í heiminum, og sérstaklega við
bandamenn þeirra í Evrópu. Hún
sýnir virðingarleysi við almenn-
ingsálitið a.m.k. utan Bandaríkj-
anna. Með árásinni er jafnframt
tekin sú áhætta á vaxandi átökum
sem éngri þjóð er leyfilegt að taka.
Velferðarríkið verður
að treysta
Senn líður að lokum þessa kjör-
tímabils. Ég sé þó enga ástæðu til að
ætla að kosningar verði fyrr en á
eðlilegum tíma að ári. Stjórnar-
flokkunum ber skylda til að sanna að
sá árangur náist, sem þeir hafa
lofað. Þeir eiga jafnframt fyrirhönd-
um hið mjög svo erfiða verkefni að
endurreisa fjárhag ríkissjóðs. Frá
því verður að sjálfsögðu ekki hlaup-
ið. Því verður ekki neitað að fjárhag-
ur ríkissjóðs er mjög erfiður í kjölfar
kjarasamninganna má jafnvel segja
að ríkissjóði hafi verið fórnað til
þess að auka kaupmáttinn og ná
verðbólgunni niður. Hins vegar bíða
ríkissjóðs fjölmörg nauðsynleg verk-
efni, sem úr hefur verið dregið á
undanförnum árum. Hafnir landsins
eru margar í erfiðri stöðu, flugvellir
og skólabyggingar hafa tafist og
sjúkrahús o.fl. Tekist hefur að vísu
að viðhalda velferðarkerfinu og þar
með því jafnræði og öryggi, sem
þegnunum er ætlað. Með heilsu-
gæslu, tryggingum. menntun o.fl.
Um þetta verður að standa vörð,
þótt sparnaðar beri að leita á öllum
sviðum. Fjármagn til opinberra
framkvæmda verður að aukast jafnt
og þétt á ný. um leið og efnahagslífið
styrkist, þótt það náist ekki á einu
eða tveimur árum.
Verkefnin eru þannig mörg fram-
undan. Frá þeim verkefnum mun
Framsóknarflokkurinn ekki hlaup-
ast á meðan hann er í ríkisstjórn.
Nína Björk Arnadóttir:
Fugl sem flaug á snuru, leikverk,
Bókavaröan, 1985.
Sumar bækur eru þannig að text-
inn í þeinr er viðkvæmur - jafnvel
líkt og brothættur. Þessi er ein
þeirra. Hún fjallar um fólk sem á í
erfiðleikum - og erfiðleikar þess eru
í því fólgnir að það finnur ekki
ástina. Allt þráir það að fá að vera
gott hvert við annað, en margs
konar hindranir úr uppeldi og um-
hverfi - jafnvel eðlislægar - standa í
veginum.
Annars er það sérstök reynsla út
af fyrir sig að lesa svona verk á bók.
Þetta er texti til þess að vera fluttur
á sviði af þjálfuðum leikurum, og
miðlað af þeim. Raunar er hann
saminn fyrir nemendur Leiklistar-
skóla íslands senr útskrifuðust í
fyrra. En þegar maður hefur ekki
séð textann færðan upp á sviði þá
skapar hann manni áreynslu. Það
vantar holdið og blóðið í verkið. En
á móti kcmur að í bókarforminu
gefst færi á að skoða textann betur,
rýna hann og velta honum fyrir sér
frá ýmsum hiiðum, helduren áheyrn
í leikhúsi eina kvöldstund gefur kost
á.
Ein aðalpersónan í verkinu heitir
einfaldlega Ungur maður með rós.
Hann er eins konar persónugerving-
ur ástarinnar þarna. Hinnar óheftu
ástar sem sýnir nakið eðli sitt í ástúð
og alúðlegri framkomu við hinu.
Svo er þarna annar sem heitir
Maður með möppur. Kannski er
hann fulltrúi kerfisins - það er ekki
ljóst í verkinu en möppurnar hans
benda til þess. En hvað sem öðru
líður þá sá ég ekki betur en hann
væri í sjálfu sér besta skinn.
Þarnaer líka fleira fólk, til dæmis
tveir karlmenn sem báðir hafa skaðast
í uppeldi, annar af drykkjuskap
foreldra sinna og hinn af ofdekri
föður síns og móður. Fyrir vikið
getur hvorugur sýnt konu sinni þá
ást sem Ungur maður mcð rós er
holdgervingur fyrir. Og þetta bitnar
síðan á eiginkonum þeirra og
börnum.
Nína Björk Árnadóttir er ljóð-
skáld fyrst og fremst, og þessi texti
hennar ber mörg einkenni góðs Ijóðs.
Hann er kröfuharður, seintekinn og
úthcimtir krufningu. I honurn eru
vísanir til ýmissa átta - líkt og í
ljóðum - sem lesandi þarf að velta
vöngum yfir til að skilja. Textinn
hleypur líka fram og til baka í tíma,
sem ekki einfaldar málið.
Nú má vitaskuld segja að það séu
bæði gömul og ný sannindi að
mennirnir eigi að vera hver öðrum
góðir. Þetta var til dæmis inntakið í
kenningum Jesú Krists fyrir nærri
tvö þúsund árum. Það þarf líka ekki
mikinn sálfræðing til að skilja það og
útskýra fyrir öðrum að fólk brynjar
sig á margs konar máta, sem kemur
í veg fyrir að það geti sýnt öðrum
blíðu, ástarhót og umhyggju í þeim
mæli sem það kannski vill.
Og eitthvað rámar mig aukheldur
í að Freud kallinn sálugi hafi kennt
ýmislegt svipað því sem þarna kemur
fram um hamlaðar hvatir til góðra
verka, senr rekja megi til uppeldis.
Teórían á bak við þetta er sem sagt
alls ekki ný.
En Nína Björk hefur hér boriö
einlægar tilfinningar sínar á torg og
boðar lesendum í rauninni að þeir
eigi að elska hver annan. Til þess að
gera slíkt þarf kjark - og mikið af
honum.
Það er nefnilega þannig að texta
eins og þennan væri ákaflega auövelt
að tæta í sundur með kaldri rök-
hyggju. Með stráksskap og ótuktar-
hætti mætti líka auöveldlcga hakka
hann í sig.
En ég fæ mig þó ómögulega til
England á síðmiðöldum
Anthony Tuck: Crown and Nobility 1272-
1461. Political conflict in late medieval
England.
Fontana Press 1985.
367 bls.
Síðmiðaldir voru óróasamt ti'ma-
bil í enskri sögu. Á Englandi sjálfu
voru átök höfðingjaætta tíð, jarlar
og barónar sátu á svikráðum hver
við annan og á stundum við konung-
ana. Auk átaka við þegna sína áttu
konungar í sífelldum styrjöldum og
erjum við nágranna sína í Skotlandi
og Wales og ekki síður handan
Ermarsunds, þar sem Englendingar
og Frakkar háðu hundrað ára stríðið
svonefnda.
Á þessum tíma byggðust völd
konungsætta ekki síst á sambandi
konunga við valdamestu aðalsmenn,
háaðalinn svonefnda. Aðals-
mennirnir fylgdu konungum í her-
ferðir, þeir voru pólitískir ráðgjafar
þeirra og stundum pólitískir and-
stæðingau Enginn konungur, hversu
valdamikill sem hann var, gat leyft
sér að virða vilja háaðalsins að
vettugi, enda voru sumir aðalsmenn
álíka voldugir og ríkir og kc nungur-
inn sjálfur.
í þessari bók er fjallað all rækilega
um samband konunga og aðals-
manna á Englandi á síðmiðöldum.
Höfundur fjallar um þetta viðfangs-
efni af mikilli þekkingu og sýnir
Ijóslega fram á, hve misvel konung-
um tókst að umgangast þá aðals-
menn, sem næstir þeim stóðu. Hann
leiðir glöggt í ljós snilli Játvarðar I.
í þessum efnum, riddaramennsku
Játvarðar III. og veiklyndi Játvarðar
II. Ennfremur leiðir hann sterk rök
Tltr Lonlaní lUsloty of KitRtuwl
ijcncral Kditon <í. H. Kllon
Anthony Tuck
Crown and
Nobility
1272-1461
að því, að það hafi öðru fremur
verið vanhæfni og klaufaskapur
Hinriks VI., sem leiddi til þess að
Lancasterættin varð að hrökklast frá
konungdómi. Ennfremur lýsir hann
styrjöldum Englendinga við Skota
og Walesbúa á skemmtilegan og
eftirminnilegan hátt, segir frá fræki-
legum herförum og sigrum Englend-
inga á Frakklandi, þarsem þeir urðu
þó að láta í minni pokann að lokum.
Þetta er mjög skemmtilega skrifuð
bók, viðfangsefnin vel amörkuð og
öll meginatriði dregin fram á lifandi
og skýran liátt.
Bókarhöfundur, Anthony Tuck
er kennari í miðaldasögu við háskól-
ann í Durhani og hefur áður skrifað
allmikið um megniviðfangsefni sitt,
enska miðaldasögu.
Jón Þ. Þór.
Tíminn 9
hefur engan hnekki beðið fyrir það.
Maður finnur ætíð mannakeiminn af
Indriða eins og þeir Húnvetningar
og Skagfirðingar segja, og það var
notalegt að finna þann keim ósvikinn
í essinu sínu í sjónvarpsviðtalinu á
dögunum.
Indriði er kvæntur Þórunni Frið-
riksdóttur skólastjóra Ólafssonar,
og eiga þau mannvænleg börn. Ég
sendi þeim hjónum bestu hamingju-
óskir á þessum degi.
Andrés Kristjánsson
þess að fara út í slíkt. Þcssi texti
minnir mig um margt á vanalega
smíðaðan og fallegan kristalsgrip. Á
slíka hluti ræöst maöur einfaldlega
ekki með hamri og mölvar þá. Þcir
ciga lífrétt í sjálfum sér. Og líka
berum við öll virðingu fyrir ástinni,
þótt á stundum geti orðið djúpt á
henni í vetrarhörkunum og útsynn-
ingshraglandanum hér norður undir
heimskautsbaug.
Á slíkri breiddargráðu þarf tölu-
vert mikið meiri kjark til að senda
svona texta frá sér heldur en sunnar
á jarðkúlunni. Jafnvei hetjuskap. Fyr-
ir slíku verðum við hin aö bera
viröingu.
Eystcinn Sigurðsson.
ÖLL ALMENN PRENTUN
LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
• Hönnun
• Setning
• Filmu- og plötugerð
• Prentun
• Bókband
PRENTSMIÐJAN
d^dda h f.
SMIÐJUVEGI 3, 200 KOPAVOGUR
SIMl45000
rt'/i
. .r <L».
J vrij'tt; . o , j v. o
J >'»- •)