Tíminn - 18.04.1986, Qupperneq 10
10 Tíminn
Fiskborgarar
Það eru mjög góð kaup í frosinni niðursagaðri ýsublokk.
Hún er mun ódýrari en margar aðrar fisktegundir og það er
hægt að búa til ótrúlega marga rétti úr henni. Annar góður
kostur við ýsublokkina er að það er hægt að nota hana
hálffrosna í marga rétti þannig að ef tíminn er naumur
hefur blokkin marga kosti.
1 pk. niðursöguð ýsublokk
8 hamborgarabrauð
smjör
majónsósa með söxuðum pickes
8 tómatsneiðar
salt og pipar
8 þunnar lauksneiðar
8 ostsneiðar
Meðhöndlið ýsublokkina eftir leiðbeiningunum á umbúðun-
um. Ef blokkin er ekki með raspi þarf að velta sneiðunum upp
úr eggi og raspi og steikja síðan. Smyrjið efri helminginn af
hamborgarabrauðunum með smjöri og neðri hlutann með
majónsósunni. Látið fiskinn þar ofan á og þar yfir tómatsneið.
Bætið við lauksneið og skreytið með ostsneið. Grillið þangað
til osturinn er bráðnaður og hamborgarabrauðin eru gegnhcit.
Látið efri hlutann ofan á og berið fram.
Ostbökuð ýsa
Það er fiskur í dag. Heyrist einhver stynja? Hvernig væri að
hafa ostbakaða ýsu í þetta sinn? Þessi fiskréttur er mjög
einfaldur og fljótlagaður. Söxuðum sveppum er blandað
saman við rifna ostinn, scm er stráð yfir fiskinn, en það er líka
mjög gott að blanda saxaðri papriku saman við í staðinn fyrir
sveppina. Berið svo fram með góðu salati.
800 gr. ýsutlök
2 msk. brætt smjörlíki
1 msk. sítrónusafi
pipar og salt eftir smekk
1 bolli rifinn ostur
1/2 bolli saxaðir niðursoðnir sveppir
2 msk. söxuð steinselja
Leggið fiskflökin í grunnt ofnfast mót. Blandið saman
smjörlíki og sítrónusafa og hellið yfir fiskinn. Kryddið með
salti og pipar eftir smekk. Bakið við 230°C í 10-12 mínútur
eða þangað til fiskurinn er gegnsoðinn. Blandið afganginum
af efnunum saman og ausið yfir fiskinn, bakið þangað til
osturinn er bráðinn.
Húsráð Svanfríðar
Þegar verið er að búa til heima-
tilbúinn ís vill hann stundum verða
fastur í forminu. Þá er gott ráð að
smyrja formið vel að innan með
salatolíu eða olíu úr spraybrúsa
áður en ísnum er hellt þar í. Ef það
dugir ekki og ísinn situr samt fastur
er hægt að dýfa forminu snöggvast
í heitt vatn.
Gtasamottur úr partum
Yngri börn hafa oft gaman af að
búa til perlumottur úr marglitum
plastperlum. Þá raða þau perlun-
um í þar til gerð mót. Til þess að
geyma þessi listaverk er til einföld
aðferð. Leggið álpappír yfir perl-
urnar og strauið yfir hann nokkrum
sinnum með straujárnið stillt á
miðlungshita. Látið síðan perlurn-
ar standa í mótinu á meðan þær eru
að kólna. Nú er hægt að nota þær
sem gluggaskraut eða sem glasa-
mottur. Ef á að nota þær sem
gluggaskraut er fiskilína þrædd í
gegnum einhverja perluna og þær
hengdar upp í gluggann í barnaher-
berginu.
Fljóthrærð smjörboila
Hér er ágætt ráð ef þú þarft að
hræra smjörbollu í hasti. Settu
skálina yfir pottinn sem sósan eða
jafningurinn er í. Þá volgnar smjör-
ið eða smjörlíkið og það er auð-
veldara að hræra hveitið út í.
Kertastubbar
Það getur oft verið erfitt að ná
kertastubbum upp úr kertastjök-
um. Hver kannast ekki við að sitja
uppi með skemmdan kertastjaka
eftir viðureignina við að ná kerta-
stuppnum upp úr. En ágætt ráð til
að ná stubbnum upp er að nota
tappatogara.
Laukur
Lauklykt vill oft loða við hnífinn
þegr búið er að skera lauk, jafnvel
þó búið sé að þvo hnífinn vandlega.
Prófið að bregða loga af eldspýtu
yfir hnífinn og nú á lauklyktin
örugglega að hverfa.
Föstudagur 18. apríl 1986
Hugað að vorlaukunum
í tilefni af því að vorið er svona
alveg á næstu grösum var farið í
Gróðrarstöðina Grænu höndina við
Suðurlandsbraut 46 og athugað þar
um helstu vorlaukana. Einnig var
spurt um meðhöndlun á helstu teg-
undunum.
Yfirleitt eru allir vorlaukar þannig
að þeir eru forræktaðir inni og síðan
settir út þegar frostlaust er orðið úti.
Gloxinía
Margir hafa ánægju af að rækta
Gloxiníu þar sem hún er mjög
fallegt stofublóm. Gloxiníuhnýðið
er sett þannig ofan í pottinn að
kúpan á hnýðinu snýr niður. Það er
sett ofarlega í pottinn og aðeins hulið
yfir með mold. Það þarf að halda
moldinni aðeins rakri þangað til
komnar eru góðar rætur, þá má fara
að vökva meira. Gloxinían þarf að
vera í góðri birtu en samt ekki í of
mikilli sól, þá geta blöðin sólbrunn-
ið.
Begonía
Begonía er ræktuð svipað og glox-
inía.
Liljur
Liljur eru ræktaðar nokkuð öðru-
vísi heldur en margar aðrar lauk-
plöntur. Byrjað er á þvf að setja
dálitla mold í botninn á pottinum,
síðan er laukurinn settur þar ofan á
og mold yfir hann þangað til pottur-
inn er um það bil hálfur. Svo þegar
plantan er komin þó nokkuð upp
fyrir pottbrúnina þá er potturinn
fylltur af mold.
Fresía
Venjulega er Fresía sett niður í
pott inni og notuð sem inniblóm.
Oftast eru settir 3 laukar í 10 cm
blómapott og þakið létt yfir með
mold. Passið upp á að vökva ekki of
mikið til að byrja með.
Amaryllis
Látið laukinn í frekar stóran pott.
Það er ráðlegt að setja dálítið af
pottbrotum eða möl í botninn á
pottinum til að vera viss um að
frárennslið sé gott. Setjið laukinn
þannig í pottinn að hann standi
hálfur upp úr. Látið pottinn á volgan
stað, helst þar sem er vægur undir-
hiti. Til dæmis ofan á ísskápinn eða
á ofn sem ekki er hafður of heitur.
Vökvið varlega þangað til blóm-
knappurinn er byrjaður að mótast.
Það er hægt að lengja blómgunar-
tímann með því að láta plöntuna
standa á aðeins kaldari stað eftir að
blómin springa út.
Anemónur
Það er mjög misjöfn stærð á
anemónuhnýðunum. Þau eru frá því
að vera mjög lítil, allt frá 1 cm í
þvermál og upp í um það bil 5 cm í
þvermál. Það er hægt að kaupa
pakka með 20 litlum hnýðum á 110
kr. í tegundunum De cain einfö'd
blóm og St. Brigid sem eru fyllt
blóm. Hvorttveggja eru blandaðir
litir. Svo eru til stærri hnýði á 9 kr.
stykkið. Þau eru til í sömu tegundum
og að ofan og þar að auki til í
Hollandia einföld rauð blóm og
Govenor, fyllt rauð blóm. Anemón-
ur þarf að leggja í bleyti í 1 sólar-
hring áður en þeim er plantað út.
Það er mjög erfitt að sjá hvað á að
snúa upp eða niður á hnýðunum og
ef ekki er víst á hvorn veginn hnýðið
á að snúa er gott að setja það niður
á hlið. Þá er öruggt að plantan komi
upp og rótin niður.
Bóndarós
Bóndarósin er sett niður í pott
og látin út þegar frostlaust er orðið
úti. Það þarf að athuga það vel
með bóndarósina þegar á að planta
henni út að vera búin að finna
henni framtíðarstað. Það má helst
ekki færa hana því hún blómstrar
þá ekki í nokkur ár á eftir. Bónda-
rósin á að fá mjög lítinn áburð svo
hún þrífist vel.
Garðagloxinía
Garðagloxinían er sett niður úti
frekar djúpt eða um það bil 15 cm.
Það er talið að þá þoli hún betur
vetrarkulda.
VERD Á VORLAUKUM
í GRÆNU HÖNDINNI
Dalía......................................69-84 kr. stk.
Gladíólur..............................142 kr. 10 stk.
Liljur..................................102 kr. 2 stk.
Amaryllis................................... 260 kr. stk.
Anemónur, einfaldar ...................110 kr. 20 stk.
Anemónur, fylttar.......................110 kr. 20 stk.
Fresía.................................102 kr. 15 stk.
Fljúgandi diskar, bláir og bleikir.....210 kr. 10 stk.
Kalla....................................... 207 kr. stk.
Kanna ................................92-106 kr. stk.
Jerikórós................................... 102 kr. stk.
Anemónur.......................................9 kr. stk.