Tíminn - 18.04.1986, Side 12
16 Tíminn
Framsóknarfólk á Akranesi. Undirbúningsfundir vegna stefnuskrár-
mótunar veröa sem hér segir aö Sunnubraut 21.
17. apríl kl. 20.30-23.00 Heilbrigðismál, málefni aldraöra, félagsleg
þjónusta, dagvistunarmál.
20. apríl kl. 16.00-18.30 Atvinnumál, skipulagsmál, umhverfismál,
umferöarmál.
22. apríl kl. 20.30-23.00 Fjármál og framkvæmdir á vegum bæjarins,
menningarmál og fjölmiölar.
30. apríl kl. 20.30-22.30 Æskulýðsmál, íþróttamál og skólamál.
Komdu og nýttu þér tækifærið.
Vertu meö í stefnumótun.
Frambjóðendur Framsóknarflokksins.
Akranes
Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að
Sunnubraut 21 verður opin fyrst um sinn alla virka
daga kl. 20.30-22.00, um helgar frá kl. 14-18 sími
2050. Heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir.
Framsóknarfélögin á Akranesi
Grindavík
Kosningaskrifstofa Framsóknarfélags Grindavíkur hefur veriö opnuð
að Suöurvör 13.
Kosningasímar 8410 og 8211.
Kosningastjórar: Kristinn Þórhallsson, Sími 8022 og Svavar Svavars-
son, sími 8211.
Aðalþjónustan verður í síma 8211 fyrst um sinn.
Aðalfundur
Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur aöalfund 21. apríl nk. kl. 20.30
aö Hótel Hofi.
Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin
Selfossbúar
Opiö hús á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 18.00 og 19.00 aö
Eyrarvegi 15.
Komiö og ræöiö málin.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Selfoss
Framsóknarvist
veröur haldin aö Hótel Hofi sunnudaginn 20. apríl kl. 14.00.
Stutt ávarp flytur Alfreð Þorsteinsson.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
Keflavík
Skrifstofa Framsóknarflokksins aö Austurgötu 26 veröur opin mánu-
daga til laugardaga frá kl. 16.00-18.00. Stuðningsfólk Framsóknar-
flokksins er hvatt til aö líta inn, ávallt heitt á könnunni.
Framsóknarfél. Kefiavík
Félag ungra framsóknarmanna
í Hafnarfirði
Fundur veröu haldinn föstudaginn 18. apríl kl. 20.
Fundarefni: Kosningastarf.
Stjórnin
Föstudagur 18. apríl 1986
■■■árnað heilla —'
Níræður öðlingsmaður
fyrrum bóndi og hreppstjóri, Mýrarkoti á Tjörnesi
Friðbjörn Sörensson í Mýrarkoti
er níræður í dag. Hann fæddist 18.
apríl 1896 á Máná á Tjörnesi, sonur
hjónanna Sigurbjargar Friðbjarnar-
dóttur og Sörens Einarssonar. Þegar
Friðbjörn var sex ára 1902 fórst
Sören faðir hans af slysaskoti úr
byssu sinni í selaróðri. Sigurbjörg
ekkja hans fluttist þá með börn sín
ung og mörg í hjáleiguna Götu við
Héðinshöfða og bjó þar næstu árin
við þröngan kost, en 1909 giftist hún
öðru sinni Hálfdani Jakobssyni, þá
bónda á Héðinshöfða.
Árið 1915 fluttust þau í Mýrarkot,
lítið en landgott grasbýli utarlega á
Tjörnesi og bjuggu þar síðan. Sigur-
björg og Hálfdan eignuðust einn
son, Sveinbjörn að nafni, og tók
hanna ásamt Friðbirni hálfbróður
sínum síðar við búi í Mýrarkoti og
bjuggu þeir þar saman síðan. Sigur-
björg móðir þeirra lést þar háöldruð
1954.
Friðbjörn í Mýrarkoti varð
snemma að vinna hörðum höndum
og ólst upp í fátækt. Hann náði þá
góðum þroska, varð gjörvulegur
maður, fríður sýnum, atorkumikill,
stilltur og gerhugull. Hann naut ekki
skólafræðslu nema í naumasta lagi,
en varð þó vel að sér um marga hluti
af lestri og öðru sjálfsnámi. Hann
gerði ekki víðreist um dagana og má
heita að hann dveldist alla stund
heima í Mýrarkoti frá því hann
fluttist þangað á unglingsárum.
Samlyndi og samstarf þeirra
bræðra, Sveinbjarnarog Friðbjarnar
var fágætlega náið og gott. Svein-
björn var járnsmiður góður og hagur
á hvert verk. Búskapur þeírra var
ekki stór í sniðum, en svo þriflegur
og kostgæfinn að af bar. Umgengni
í peningshúsum og aðbúnaður við
búféð var til að mynda af svo mikilli
alúð að af bar, enda voru nytjar eftir
því af hverri skepnu. Ræktun var öll
gerð með sérstakri vandvirkni.
Friðbjörn var allt frá unglingsár-
um virkur ungmennafélagi og voru
síðan falin ýmis trúnaðarstörf í sveit
sinni. Hann var í hreppsnefnd nær
fjóra áratugi, frá 1938 til 1970, og
einnig alllengi í skattanefnd og fleiri
nefndum. Hreppstjóri Tjörnes-
hrepps var hann í 18 ár frá 1942 til
1960 eða því sem næst. En það
valdaembætti átti ekki sem best við
skaplyndi hans, og hann baðst undan
lengri vist í því.
Sveinbjörn bróðir hans kvæntist
Dagbjörtu Jónsdóttur frá Ingveldar-
stöðum í Kelduhverfi, dugmikilli
myndarkonu, og eignuðust þau þrjár
dætur. Þeir Sveinbjörn og Friðbjörn
bjuggu þó ætíð félagsbúi, og eftir lát
Sveinbjarnar stóð Friðbjörn fyrir
búinu, þangað til fyrir nokkrum
árum, en hann hefur þó fram á
síðustu ár unnið að bústörfum, enda
heilsuhraustur, og heldur minni og
andlegum kröftum vel. Hann hefur
t.d. getað lesið gleraugnalaust fram
á síðustu missiri. Nú annast þær
Dagbjört og dætur hennar um bú-
skapinn í Mýrarkoti og hafa veitt
Friðbirni alúðarfulla umönnun þeg-
ar elli kerling fór að sækj a að honum.
Allir þeir sem haft hafa kynni af
Friðbirni í Mýrarkoti meta hann
mikils og virða vel hreinlyndi hans
og skapfestu, glöggskyggni og
velvild, samfara óbrigðulli hjálpfýsi
hvar sem hann má henni við koma.
Margir samferðamanna hans munu
því senda honum hlýjar kveðjur á
þessu merkisafmæli. Astúð hans og
umhyggja fyrir ættfólki, vensla-
mönnum og vinum, ekki síst þeim
sem ungir voru eða minna máttu sín,
hefur oft orðið styrk stoð sem um
munaði og yljað mörgum um
hjartað. Ég er einn þeirra, sem á
honum að gjalda þökk sem varla
verður innt með orðum. Megi hann
blessaður njóta efstu daga sinna eins
og hann hefur til sáð.
-A.K.
80 ára
Vilborg Jónsdóttir
Akureyri
Nú þegar ég sest niður til að skrifa
smá afmælisgrein um Vilborgu
föðursystur mína, kemur margt í
hugann frá liðnum árum. Vilborg er
fædd á Vaði í Skriðdal 1. apríl 1906.
Foreldrar hennar voru þau merku
hjón Ingibjörg Bjarnadóttir frá Við-
firði og Jón Jónsson frá Hallbjarnar-
stöðum í Skriðdal. Jón var seinni
maðurömmu minnar. Þau Ingibjörg
og Jón áttu 5 börn, drengur dó
óskírður. Ingibjörg átti 7 börn á lífi
af fyrra hjónabandi, Hafði misst 5
börn ung svo hún var 17 barna
ntóðir. Nú eru aðeins tvær systur á
lífi. Björg Jónsdóttir frá Vallanesi,
sem dvelur nú á sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum og Vilborg.
Vilborg ólst upp í stórum systkina-
hóp og vandist ung öllum störfum
jafnt utan bæjar sem innan. Það var
talið að amma hafi verið frekar
vinnuhörð, en allir fengju nóg að
borða. Vilborg hlaut ekki aðra
menntun en barnafræðslu og ferm-
ingarundirbúning eins og þá gerðist.
Hún var greind og átti létt með að
læra í skóla lífsins bæði til munns og
handa.
Árið 1926 giftist Vilborg Runólfi
Jónssyni í Litla-Sandfelli og hófu
ungu hjónin búskap þar. Kom brátt
í ljós að Vilborg var dugandi hús-
móðir sem haði allt í röð og reglu og
hafði hrennandi áhuga fyrir að bú-
skapurinn gengi sem best. Brátt var
hafist handa að stækka túnið. Var
það gert fyrst með hestaverkfærum
áður en vélknúin tæki komu, því allt
byggðist á því að hægt væri að afla
nægra heyja handa bústofninum.
Reist var íbúaðarhús úr steinsteypu.
Var það mikil breyting frá að búa í
gamia torflrænum. Þá var næst tekið
til við útihúsin. Steypt stór heyhlaða
ásamt votheysgeymslum, þá fjós úr
steinsteypu og síðan fjárhús.
Það ntá segja með sanni að þau
hjónin Vilborg og Runólfur hafi
breytt koti í stórbýli á liðlega þrjátíu
árum. Þá er vert að minnast gest-
risni þeirra hjóna, þar sem öllum var
tekið með glaðværð og rausnarleg-
um veitingum.
Þau Vilborg og Runólfur eignuð-
ust 9 börn. Aðeins 6 hafa náð
fullorðins aldri og þau eru: Krist-
björg hfr. Akureyri, Björgvin bóndi
Dvergasteini Eyjaf. Ingibjörg hfr.
Vökulandi Eyjaf. Sigurður smiður
Akureyri, Árný hfr. Akureyri og
Kjartan bóndi Þorvaldsstöðum í
Skriðdal. Öll systkinin bráðvel gefin
bæði til munns og handa. gift og eiga
marga afkomendur.
Árið 1957 hætta þau Vilborg og
Runólfur búskap í Litla-Sandfelli,
flytja til Akureyrar og konta sér vel
fyrir í snoturri íbúð sem er í sama
hjúsi og Sigurður sonur þeirra býr í.
Ég hef komið til þeirra í Langholti
17. Þar ríkir sama gestrisnin og
glaðværðin eins og áður. Vilborg
vann um langt árabil hjá prjónastof-
unni Gefjun á Akureyri.
Börn þeirra hjóna og þeirra fjöl-
skyldur komu saman að Vökulandi
á páskadag og héldu upp á afmæli
Vilborgar. Þar voru samankomin
um 40 manns.
Við hjónin óskum þér Vilborg
mín til hamingju með afmælið og
ókomin ár.
Stefán Bjarnason
Flögu
Auglýsingadeild hannar
auglýsinguna fýrir þig
" ir .........
Okeypis þjónusta
Tíniinn 18300 Tiniinn
GETUR
ENDURSKINSMERKI
BJARGAÐ
llujRBOAn