Tíminn - 18.04.1986, Qupperneq 19

Tíminn - 18.04.1986, Qupperneq 19
Föstudagur 18. apríl 1986 HELGIN FRAMUNDAN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Guðný Dóra Gestsdóttir sem Steinunn og Galdra Loftur í Hafnarfirði - og liuldið upp á 50 ára al'mæli I.eik- félagsins Leikfclag Hafnarfjarðar sýnir nú lcikritið Galdra Loft í Bæjarbíói í Hafnar- firði. Lcikstjóri er Arnar Jónsson, scm jafnframt hannaði leikmynd. Lýsingu annaðist Lárus Björnsson. Alls taka I4 leikarar þátt í sýningunni. Mcð aðalhlut- verk fara Davíð Þór Jónsson. Guðný Davið Þór Jónsson scm Loftur Tímamynd Sverrir) Dóra Gestsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir og Atli Geir Grétarsson. Galdra Loftur er 7. verkefni Leikfélagsins frá því það var endurvakið áriö 1983. Sýningar verða í Bæjarbíói á laugard. 19. apríl kl. 20.30 og sunnud. á sama tínta. Leikfélag Hafnarfjarðar heldur upp á fimmtíu ára afmæli félagsins í Góðtempl- arahúsinu í Hafnarfirði á morgun. laugar- dag. með kaffisamsæti fyrir bæjarbúa kl. • 14.00-18.00. Ballettsýningin Stöðugir ferðalangar Ballettsýningin Stöðugir ferðalangar eftir Ed Wubbc verður sýnd í fjórða sinn á föstudagskvöldið. í blaðagagnrýni hefur þessi sýning verið talin meiriháttar listvið- burður, og verið fagnað innilega af leikT húsgestum. Það eru dansarar íslenska dansflokksins sem fara með hlutverkin, en auk þeirra dansa tveir erlendir gestir, Patrick Dadey frá Bandaríkjunum og Norio Mamyia frá Japan. Með vífið í lúkunum Sýning á Vífinu verður á laugardags- kvöld, en þá eru einungis tvær sýningar eftir. en alls er búið að sýna þetta vinsæla verk eftir Rav Cooney yfir 70 sinnum. Meö lielstu hlutverk fara: Örn Árna- son. Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Anna Kristín Arngrímsdóttir. Sigurður Sigurjónsson. Pálmi Gestsson og Sigurð- ur Skúlason. Ríkarður þriðji Næst síðasta sýning Á sunnudagskvöld verður næstsíðasta sýningin á Ríkarði þriðja cftir William Shakespeare, í leikstjórn Johns Burgess. Petta er eina konungaleikrit Shakesp- care, sem sýnt hefur verið hér á landi og þarna er lýst blóöugu valdaráni og misk- unnarlausri harðstjórn. Helgi Skúlason fer með titilhlutverkið, cn m.a. leikenda eru Róbert Arnfinnsson. Margrct Guð- mundsdóttir, Kristbjörg Kjcld, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Herdís Porvalds- dóttir, FIosi Ólafsson, Rúrik Haraldsson, Erlingur Gíslason og Siguröur Skúlason. Blóðbræður á Akureyri Sýningar verða á söngleiknum Blóð- bræður hjá Lcikfélagi Akureyrar á föstu- dags- og laugardagskvöld kl. 20.30. Ragnheiður Arnardóttir, Guðntundur Pálsson og Aðalsteinn Bergdal íhlutverk- um sínum í Land míns fööur. Bjarni og Steinunn (Sig. Karlsson. og Margrét Helga) í Svartfugl. Leikfélag Reykjavíkur Iðnó: Sýningum fækkar á Land míns föður 1 kvöld (föstudagskvöld) og annað kvöld er hinn vinsæli söngleikur Land míns föður sýndur hjá Leikfélagi Reykja- víkur, en sýningar nálgast nú 120. Senn dregur að lokum leikárs og sýningunr fer því fækkandi. Forsala er á sýningar fram til 4. maí í síma 13191 virka daga. Þær breytingar hafa orðið á hlutverka- skipan, að Lilja Þórisdóttir og Edda V. Guðmundsdóttir hafa nú tekið við hlut- verkum í sýningunni vegna forfalla. Hlut- verkaskipan er að öðru leyti óbreytt. Á fjórða tug leikara, söngvara og dansara koma fram í sýningunni. en í stærstu hlutverkum eru: Helgi Björnsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jón Sigurbjörnsson. Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ragnheið- ur Arnardóttir, Aðalsteinn Bergdal, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Gísli Halldórsson. Kjartan Ragnarsson, höfundur leiksins og leikstjóri, var nýlega sæmdur bjartsýn- isverðlaununum dönsku, Bröstc-vcrð- laununum Svartfugl á sunnudag í Iðnó Á sunnudagskvöldið er svo sýning á Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur. Leikritið hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og annarra áhorfenda. í hlutverkum Bjarna og Steinunnar cru: Sigurður Karlsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Þorsteinn Gunnarsson og Jakob Þór Einarsson leika séra Eyjólf og Gísli Rúnar Jónsson leikurSchevingsýslumann. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa. Viðar Eggertsson í hlutverki sínu EGG-leikhúsið: Ella í kjallara Hlaðvarpans Síðustu sýningar á leiksýningu EGG- leikhússins á leikritinu Ella eftir Þjóðverj- ann Herbert Achternbusch í þýðingu . Þorgeirs Þorgeirssonar verða nú um helg- ina á laugardag og sunnudag og hefjast báðar kl. 17.00. Sýningin þykir all nýstárleg og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Leikur- inn gerist í hænsnahúsi og segir frá konunni Ellu sem hefur hafnað þar. Sonur hennar birtist og tekur á sig gervi hennar. Kristín Anna Þórarinsdóttir og Viðar Eggertsson fara með hlutverkin og víkja ekki af sviðinu meðan á leiknum stendur, frekar en hænurnar sex scm þar vappa um. Guðjón Ketilsson gerði leikmynd og Gerla búninga. Irinn Michael Scott setti sýninguna á svið með aðstoð Margrétar Guttormsdóttur. Sýningarnar eru sem fyrr í leikhúsinu kjallara Hlaðvarpans að Vesturgötu 3, miðasölusími 19560. Tíminn 23 Tvíburasysturnar Ingibjörg og Guðrún Pálsdætur í ballettinum Stöðugir ferða- langar. (1'íinamynd Sverrir) Úr Shakespeare-leikritinu Ríkaröur þriðji í Pjóðleikhúsinu Úr söngleiknum Blóðbræður eftir Willy Russel: Tvíburabræðurnir á ströndinni ásamt stúlkunni sem þeir báðir elska I ÍTivSáimSm 1 xl r i Ml I 1 W**- I 1 - FfBi |1 i 1 ff 'f. ; . iljjP ||||*| — ", Kristinn Sigmundsson og flciri söngvarar íslenska óperan: II Trovatore íslenska óperan sýnir óperuna II Tro- vatore eftir Verdi á föstudags- og laugar- dagskvöld kl. 20.00. í aðalhlutverkum á föstudageru: Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortes og Viðar Gunnarsson, - en á laugardag syngur Elísabet F. Eiríksdóttir hlutverk Leonoru. Þessi sýning hefur fengið geysigóða dóma, bæði gagnrýnenda og annarra áhorefnda, og hafa margir sagt að þarna væri besta óperusýning á ferðinni sem sést hefði á íslandi. íslenska Hljómsveitin og Kór Langholtskirkju: Messías eftir G.F. Hándel Islenska Hljómsveitin og Kór Lang- holtskirkju flytur um þessar mundir tón- verkið Mcssías eftir Hándel undir stjórn Jóns Stefánssonar. Um áttatíu manns taka þátt í flutningi verksins, þar á meðal einsöngvararnir Olöf Kolbrún Harðar- í atriði úr II Trovalore. dóttir, Sólveig Björling, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Verkið verður flutt á Akranesi. Selfossi og í Keflavík og Rcykjavík. Verkið verður llutt sem hér segir: I íþróttahúsinu á Akranesi, laugardag- inn 19. apríl, kl. 14.0(1. I ScU'osskirkju þriðjudaginn 22. apríl. kl. 20.30. í Iþróttahúsinu í Keflavík. miðvikudaginn 23. apríl, kl. 20.30, og í Luughollskirkju í Reykjavík, fimmtudaginn 24. apríl, kl. 20.30. Píanótónleikar í Keflavík Guðmundur Magnússon píanóleikari heldur tónleika í Tónlistarskólanum í Keflavík sunnudaginn 20. apríl kl. 16.00. Guðmundur brautskráðist frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík vorið 1979 og voru kennarar hans þar Margrét Eiríks- dóttir og Árni Kristjánsson. Undanfarin ár hefur Guðmundur stundað nám við Tón- listarháskólann í Köln hjá próf. Helmut Weinrebe. Á efnisskrá tónlcikanna eru verk cftir Beethoven, Chopin, Messiacn, Debussy og Liszt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.