Tíminn - 29.04.1986, Qupperneq 1

Tíminn - 29.04.1986, Qupperneq 1
ÓHÁÐ FRAMBOÐ er í undir- búningi í Reykjavík fyrir borgarstjórnar- kosningarnar, og eru meginmarkmiö þess að vægi hins almenna vegfaranda á móti bílaumferð þyngist, strætisvagnarnir verði studdir, tengsl hinn kjörnu fulltrúa borgaranna við embætti og stofnanir verði bætt, og aðstaða til útivistar verði bætt. Ábyrgðarmaður þessa framboðs er Sveinn Guðmundsson, verkfræðingur. ATVINNUMIÐLUN námsmanna tekur til starfa 2. maí en að henni standa flest allir framhaldsskólar landsins. Mikill fjöldi námsmanna og atvinnurekenda leita til atvinnumiðlunarinnar árlega og i fyrra skráðu 500 námsmenn sig hjá miðluninni. STJÓRNARRÁÐIÐ opnar klukkutíma fyrr á daginn eða kl. 8.00, yfir sumarmánuóina, en lokar fyrr á daginn eða kl. 16.00. Þetta fyrirkomulag verðurtil 30. september. YFIRMENN Á kaupskipum hafa boðað tveggja daga verkfall sem tekur gildi á hádegi í dag. Sökum þessa munu öll skip sem liggja við höfn stöðvast, en áhrif verkfallsins munu ekki verða víðtæk þar sem ekki er hægt að stöðva skip á siglingu. BROTSJÓR reið yfir togarann Sigluvík frá Siglufirði á föstudagsmorgun- inn, þar sem togarinn var staddur í Víkurál. Talsverðar skemmdir urðu á skipinu, sérstaklega í stýrishúsi og sigl- ingatæki urðu óstarfhæf, en engan mann sakaði. Togarinn Stálvík, sem staddur var að sömu slóðum, fylgdi Sigluvik til hafnar og komu togararnir til Siglufjarðar á sunnudag. GEGNIR 79018 var að mati Kynbótanefndar Búnaðarfélags íslands besta nautið sem fætt var á nautastöðinni á Hvanneyri árið 1979, en nú liggja fyrir upplýsingar til að afkvæmaprófa naut sem fæddust þetta ár. Búnaðarfélagið hefur ákveðið að heiðra árlega þann bónda sem besta nautið í hverjum ár- gangi er fengið frá. Gegnir fæddist á búi Karis og Óskars Þorgrímssona á Efri- Gegnishólum í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu. Faðir Gegnis var Toppur 71019 frá Kastalabrekku en móðir Mús 108, sem árið 1983 var dæmd besta kýrin i Árnessýslu á héraðssýningu. Gegnir var sjálfur felldur árið 1981. TVEIR SPÁNVERJAR settu hraðamet í kjúklinga- og sniglaáti í gær. Valentin Florentino át 2,1 kíló af kjúklingi á 10 mínútum og 37 sekúndum. Josu Basterretxea gleypti hins vegar 87 snigla, er vógu samtals 1,1 kíló, á 1 mínútu og 5 sekúndum. Met þessi voru sett í borginni Kortezubi í baskahéruðum Spánar. Sam- kvæmt heimsmetabók Guinness áttutveir Bretar áður heimsmetin í þessum grein- um. BELGÍUSTJÓRN vísaði í gær sjö líbýskum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. Belgareru sjötta Evrópubandalags- ríkið sem minnkar í sendiráðsstarfsliði Líbýumanna í landi sínu. EINAR BJARNASON iöq regluvarðstjóri hefur verið kosinn formao- ur Landssambands lögreglumanna. Fyrr- verandi formaður, Tómas Jónsson, gaf ekki kost á sér aftur til starfans. Einar hefur mikið komið við sögu í kjarabaráttu lögreglumanna. Hann var varaformaður landssambandsins í stjórn Tómasar. KRUMMI Lagt til að aukatekjur bænda skerði kvóta þeirra. „Ekki hægt að ráðskast svona með bústofninn“ - segir Jóhannes Kristjánsson formaður félags sauðfjárbænda Bóndi sem hefuraukatekjursem svarar 100 ærgildum (brúttó) skal næstliðið ár fá skertan kvóta á aðalbúgreinina. Þetta er tillaga svæðabúmarksnefndar eftir að hafa gert skoðanakönnun meðal búnaðar- félaga og kjörmanna, um það hversu langt megi ganga í því að taka tillit til hlunninda, atvinnu- tekna utan bús, annarrar búvöru- framleiðslu, eignatekna eða eftir- launagreiðslna þegar búmarki er úthlutað til bænda. „Búmarksnefnd er farin að fjalla um tekjumöguleika bænda, en ekki að skipta upp þeirri framleiðslu sem hún átti að gera,“ segir Jó- hannes Kristjánsson, formaður fé- lags sauðfjárbænda um tillögu þessa. Hún er núna til umræðu ásamt fleiri tillögum um fram- leiðslustjórnun á kjörmannafund- um út um allt land. Jóhannes sagði að þetta þýddi ekkert annað en það að menn sem hefðu hlunnindi eða aðrar tekjur gætu ekki nýtt sér það því það væri þá bara tckið af kvóta þeirra næsta ár. Bóndi sem hefði tilfallandi tekjur eitt árið, ætti með þessu móti á hættu að missa kvóta næsta ár og þyrfti að fá leiðréttingu á honum aftur þegar hann hefur aukatekjurnar ekki áfram. „Það er hreinlega ekki hægt að ráðskast svona með bústofninn eftir tilfallandi tekjurn," saðgi Jó- hannes. Nái þessi tillaga fram að ganga á kjörmannafundum og hjá Stéttar- sambandinu, fara þær áfram til landbúnaðarráðherra, væntanlega til framkvæmdar að sögn Jóhann- esar. ABS SSfH’5 Þessi Volvo fólksbifreið má muna sinn fífil fegri. í gærmorgun ók Bedford sendibifreið á framenda bifreiðarinnar og bókstaflcga „flysjaði" á honum framendann. Einhverjir sem voru staddir á slysstaðnum í Síðumúla hvísluðu að hann hefði varla gengið heill til skógar. Tímamynd-Róbcrt Verður frí 18. ágúst? „Ég á ekki von á því að menn telji skynsamlegt að fjölga launuðum frídögum. Borgin á oft afmæli eins og gerist með annað og aðra. Það er alveg fráleitt að Vinnuveitendasam- bandið muni sérstaklega beita sér fyrir því að vinnuveitendur gefi frí þann 18. ágúst, það verður hver og einn að gera upp við sig sjálfur," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ í samtali við Tímann í gær er hann var spurður hvern- ig tryggja ætti að landsmenn ættu að geta tekið þátt í almenn- um hátíðahöldum í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar á komandi sumri. Það hefur vakið athygli margra að sjálfan afmælis- daginn, þegar mest verður um dýrðir, ber upp á gráan mánu- dag. 18. ágúst er ekki svokallað- ur „rauður dagur" á dagatalinu og því ekki lögskipaður frídag- ur. Þeir launþegar sem getá ekki fengið vinnuveitanda til að gefa daginn eftir verða því að starfa samkvæmt venju eða uppskera minni laun og óþökk ella. - SSl Lögreglan leitar fullorðins manns: Stúlkubarn lokkað í bíl Bæði rannsóknarlögregla og Reykjavíkurlögregla leita nú að ntanni, sem lokkaði fjögurra ára gamalt stúlkubarn upp í bifreið til sín í Vesturbæ Reykjavíkur í gærdag. Lögreglan hefur lýsingu á manninum og er hans leitað. Samkvæmt framburði stúlku- barnsins hélt maðurinn á henni í góða stund í bílnum, en ekki er talið að hann hafi haft í frammi ósæmilega tilburði. Stúlkan var að hlaupa milli húsa, og horfði móðir hennar á eftir henni, þar til hún hvarf fyrir húshorn. Þar mun hún hafa hitt manninn og hann lokkað hana upp í bílinn til sín. Lögregluvarðstjóri sá sem Tíminn ræddi við í gærkvöldi sagði aö það væri fyllsta ástæða fyrir foreldra að vara börn sín við því að fara upp í bíla til ókunnugra manna og þiggja af þeim sælgæti eða annað þess- háttar. Maöurinn lokkaði stúlkuna upp í bílinn til sín um hábjartan dag, skömmu eftir hádegi. - ES

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.