Tíminn - 29.04.1986, Síða 4
4 Tíminn
Þegar renni-
lásinn sprakk
— fannFaith
Brown sinn
rétta stíl!
Faith Brown hafði veriðað rcyna
að komast áfram sem söngkona í
mörg ár og gengið misjafnlega.
Svo var það eitt kvöld, að Faith var
uppi á leiksviði og söng af öllum
lífs og sálar kröftum, að rennilás-
inn á kjólnum hennar sprakk og
opnaðist að altan niður á mjaðmir.
- Ég varð að halda kjólnum upp
um mig, svo ég stæði ekki á
nærklæðunum, sagði söngkonan.
Ég reyndi að bjarga mcr cinhvern
veginn, svo ég skellti mér í það að
herma eftir þckktri lcikkonu og
hrópaði á aðstoð og öryggisnælur,
um leið og ég fór með glelsur úr
nýjasta hlutvcrki hennar.
Áhorfendur héldu að þetta væri
allt sett á svið sem skemmtiatriði
og vcltust um af hlátri. Eftir þetta
fann ég að þarna var ég komin á
rétta hillu og síðan hafa eftirhcrm-
ur vcrið aðalatriðið í skemmtunum
mínum, sagði Faith Brown nýlega
í viðtali, cn hún var þá að rifja upp
ýmsttr minningar frá 25 ára fcrli
sínum sem söng- og gamanlcik-
kona.
Þegar Faith Brown var ung
stúlka olli það henni mikils angurs
livað hún hafði stór brjóst. Hún
segist hafa orðið að þola stríðni
og glósur um „sinn fagra barm",
eins og það var stundum orðað, en
sjálf reyndi hún að láta sem minnst
bcra á brjóstunum. Hún var í
víðum „mussum" og rcyndi jafnvel
að reyra sig innanundir. „Það var
eins og karlmenn fengju alltaf
einhverjar rangar hugmyndir um
mig, - að ég væri til í tuskið, eða
að minnsta kosti hefði gaman af
tvíræðum bröndurum. En það var
nú eitthvað annað, því ég hafði
fengið strangt írskt-kaþólst upp-
eldi og varð bara hrædd við allt
þess háttar og flýtti mér jafnan á
burt," segir Faith í áðurnefndu
viðtali.
Nú segist hún hafa sætt sig við
brjóstastærðina, og láta sérsauma
lyrir sig föt við hæli, og hún fær hól
fyrir skemmtilega 'sviðsframkomu
og glæsilegan vöxt. Málin eru 42-
24-35 (þuml). Faith er 39 ára og
eignaðist sitt fyrsta barn 33 ára, en
hún trúlofaðist Len, manninum
sínum þegar hún var 16 ára, og
kom lyrst fram 14 ára.
„Ég er hætt að hafa minnimáttarkennd...“ segir Faith Brown.
Afhending verðlauna í „Denna
spurningakeppninni“ á
Hótel Borg
Spurningakeppni hefur verið í
gangi að undanförnu á milli fram-
haldsskóla á Suðurlandi. Keppnin
hefur verið kölluð „Denna spurn-
ingakeppnin" og verið haldin á
Borginni. Henni lauk miðvikudag-
inn 9. apríl. Sigurvegarar urðu MH
með 24 stig, en í öðru sæti varð
Fjölbrautaskóli Suðurnesja með 22
stig, og í þriðja sæti Fjölbrautaskóli
Suðurlands með 20 stig.
Sigurliðið frá MH var skipað
þeim Sigmundi Halldórssyni, Frið-
geiri Trausta Helgasyni og Birni
Gunnlaugssyni. Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra kom og
fylgdist með úrslitum keppninnar
og afhenti verðlaunin í lokin.
Verðlaunin voru 2ja vikna ferð
til frönsku Rívíerunnar, sem þetr
Sigmundur, Friðgeir og Björn
hljóta.
Alls tóku 12 skólar þátt í keppn-
inni, sem stóð yfir í 4 kvöld og
kepptu því 3 lið í einu. Stjórnendur
voru: Ásgeir Tómasson og Stein-
grímur Sævar Ólafsson. Um 250
manns komu og fylgdust með úr-
slitum keppninnar, og að keppninni
lokinni spilaði hljómsveitin Poss-
ibillies til miðnættis.
Possibillies búa sig undir spilamennskuna með vatnskúr. Á myndinni eru
(f.v.): Stefán Hjörleifsson, Jón Ólafsson og Haraldur Þorsteinsson
(Tímamyndir-Pélur)
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra afhendir sigurvegur-
unum úr IVIH verðlaunin, en þeir
eru f.v.: Sigmundur Halldórsson,
Björn Gunnlaugsson og Friðgeir
Trausti Helgason.
Þriöjudagur 29. apríl 1986
UTLÖND
PARÍS — Mitterrand forseti
sagði Frakka vera reiðubúna
til að styðja alþjóðleg lögreglu-
samtök og leyniþjónustur í
baráttu gegn hryðjuverkum.
Embættismenn sögou Mitter-
rand ekki vera að leggja til að
stofnuð yrðu ný samtök heldur
væri hann að hvetja til meiri
samvinnu þeirra sem berjast
gegn stjórnmálalegu ofbeldi.
JERÚSALEM - Teddy
Kollek borgarstjóri tók sér ferð
á hendur um Jerúsalem i gær
til að sannfæra ferðamenn um
að öruggt væri að ferðast þar
þrátt fyrir drápið á 28 ára
gömlum Breta um helgina og
tvær aðrar skotárásir á útlend-
inga.
BEIRÚT — Hollensk stjórn-
völd ætla að loka sendiráði
sínu í Vestur-Beirút þar sem
múhameðstrúarmenn hafa
völdin. Starfsmenn sendiráðs-
ins munu yfirgefa landið.
BEIRÚT — Skothríð braust
út milli kristinna manna í Aust-
ur-Beirút og múhameðstrú-
armanna í vesturhluta borgar-
innar og voru fimm manns
sagðir hafa særst.
MOSKVA — Yfirmaður rússn-
eskudeildar útvarpsstöðvar-
innar „Frjálst útvarp“ (Radio
Liberty) sem Bandaríkjamenn
fjármagna, birtist í Moskvu í
gær. Hann sagði stöðina vera
notaða af CIA í áróðursstríðinu
gegn Sovétríkjunum.
JÓHANNESARBORG -
Skotbardagi braust út í hverfi
svartra í Alexandríu milli svert-
ingja og lögreglu. Tveir svartir
menn létu lífið og einn særðist.
ABU DABI — Mohamed Ali
Sharaf 'upplýsingamálaráð-
herra Líbýu sagði stjórnvöld
sín vera reiðubúin að mæta til
fundar Arabaríkjanna en ekki
væri nauðsyn á að Khadafy
Líbýuleiðtogi yrði þar viðstadd-
NÝJA JÓRVÍK — Lögregla
tæmdi gang bandaríska
flugfélagsins „Pan American
World Airways" á Kennedy-
flugvelli af fólki í gær. Ráð-
stöfunin var gerð eftir að hringt
hafði verið og tilkynnt um
sprengju. Símhringjandinn
sagðist tilheyra hægrisinnuö-
um gyöingahópi.
STOKKHÓLMUR - Um
sex hundruð verkamenn voru
fluttir á brott frá sænsku kjarn-
orkuveri í gær vegna ótta um
geislavirkan leka. Almenningur
var ekki sagður vera í neinni
hættu.
AMMAN — Ali Lofti forsætis-
ráðherra Egyptalands kom til
Jórdaníu í gær til viðræðna við
þarlend stjórnvöld um viðskipti
og ferðamannaiðnað. Hann
hafði með sér orðsendingu frá
Hosni Mubarak forseta og er
líklegt talið að þar séu friðar-
viðræðurnar í Mið-Austurlönd-
um reifaðar en engin hreyfing
virðist nú vera á þeim viðræð-
um.