Tíminn - 29.04.1986, Qupperneq 12

Tíminn - 29.04.1986, Qupperneq 12
12 Tíminn ÍÞRÓTTIR Þriöjudagur 29. apríl 1986 Enska knattspyrnan: Enn getur allt gerst - Liverpool náði tvegg ja stiga forskoti en ekki er víst að það dugi - Everton slapp á City Ground - Gillespie og Harford með þrennur - Fallbaráttan í algleymingi Mick Harford skorar og skorar. Núna gerði hann þrennu á gervimottunni í Luton. Frá Orra Ýrari Smárasyni á Selfossi: Liverpool hristi Everton af sér um helgina en þó ber ekki meira á milii liðanna en svo að Everton gæti komist í efsta sætið með sigri í leik sem liðið á inni. Liverpool gjörsigr- aði Birmingham 5-0 um helgina á meðan Everton mátti þakka fyrir jafntefli á City Ground gegn Nott- ingham Forest. Forest spilar án efa einhvern skemmtilegasta fótbolta í deildinni og átti Everton í mestu erfiðleikum með að ná 0-0 jafntefli. Miðvörðurinn Gary Gillespie skoraði þrennu fyrir Liverpool og voru þetta fyrstu mörkin fyrir Liverpool sem hann skorar. Rush og Mölby bættu við mörkum. Mölby skoraði úr víti og Gillespie gerði eitt marka sinna úr víti. West Ham á enn möguleika á sigri í deildinni. Liðið fylgir toppliðunum fast á eftir. Tony Cottee var kjörinn leikmaður ársins hjá liðinu fyrir leikinn gegn Coventry og hann þakk- aði fyrir sig með marki sem nægði West Ham til sigurs. Þetta var 24. mark Cottee á keppnistímabilinu. Tottenham, og þá sérstaklega Glen Hoddle, lék við hvern sinn fingur á gervimottunni hjá QPR. Tottenham komst í 5-0 með mörkum frá Clive Allen (2), Falco (2) og Hoddle áður en Rosenior og Bann- ister klóruðu í bakkann. Hoddle sýndi í þessum leik að hann gæti orðið lykilmaður í enska landsliðinu í Mexíkó. Leikmaður sem lætur „boltann tala“ en hleypur ekki um eins og rófulaus hundur. United átti ekki í erfiðleikum með Leicester. Mörkin urðu fjögur áður en flautað var til leiksloka. Daven- port skoraði úr víti sitt fyrsta mark fyrir United en Stapleton, Hughes og Blackmore bættu við mörkum. Arsenal komst í 2-0 með mörkum Robson og Allinson í viðureigninni við botnliðið WBA en það dugði ekki til sigurs. Reilly skoraði tvívegis og WBA fór heim með stig sem kemur þeim að engum notum. Aston Villa og Chelsea háðu fjöruga og nokkuð grófa viðureign á Villa Park. Norton náði forystu fyrir heimaliðið en Spackman jafnaði úr víti. Peir Hunt og Stainrod tryggðu heimaliðinu síðan sigur og jafnframt slapp Villa við fall í 2. deild. Oxford var óheppið að tapa öllum stigunum í Ipswich. Wilson skoraði þriðja mark Ipswich á 92. mínútu og tryggði liðinu sigur 3-2. Dozzell og Butcher höfðu skorað fyrir heima- rnenn en Aldridge og Philips jöfnuðu fyrir Mjólkurbikarmeistarana. Mick Hartford skoraði þrennu í 3-2 sigri Luton á Watford. Jackett og Sinnett skoruðu fyrir strákana hans Elton John. Newcastle fór illa með Man. City. Davis náði forystu fyrir Manchester- liðið en Beardsley, Whitehurst og Casgione skoruðu fyrir heimaliðið og tryggðu því sigur. Þá er bara eftir að geta hörkuleiks Southampton og Sheffield Wed. Miðvikudagsliðið vann 3-2 með mörkum frá Shutt, Shelton og Marwood en Wallace og Case gerðu mörk heimamanna. í 2. deild eru Charlton og Wimble- don nokkuð viss með að fylgja Norwich upp í 1. deild. Charlton vann Blackburn með mörkum Mel- rose, Pearson og Reid. Portsmoth hefur klúðrað illa að undanförnu og missir sennilega af sæti með rútunni í 1. deild. Skotland: Hearts næsta ðruggt - Meistaratitillinn ætti að verða þeirra - Celtic á möguleika Fallegt mark frá Gary MacKay tryggði Hearts sigur á Clydebank 1-0 og liðið þarf nú aðeins jafntefli í Evrópuknattspyrnan: Juve og PSG meistarar síðasta leik sínum gegn Dundee til að vinna skoska meistaratitilinn. Harts hefur ekki tapað í 31 leik í röð í skosku deildinni. Celtic er eina liðið sem á möguleika á að ná Hearts. Celtic sigraði Dundee 2-0 með mörkum frá Mo Johnston og Brian McClair. Ef Hearts klikkar gegn Dundee þá á Celtic eftir að spila gegn Motherwell og St. Mirren á útivöllum. eins og við var að búast - Sigurður skoraði - Benfica í bikarúrslitum - PSV Eindhoven næsta víst með titil bikarmeistarar í Portúgal en Barcelona rann á rassinn Juventus tryggði sér sinn 22.meist- aratitil í ítölsku knattspyrnunni með sigri á Lecce á útivclli 3-2 um helgina. Roma, sem um tíma hafði forystu í deildinni, tapaði fyrir Como 1-0 og varð að láta sér nægja annað sætið í deildinni. Juventus þurfti að hafa ^fyrir hlutunum í Lecce. Það var í síðari hálflcik sem Mauro náði forystu fyrir Juve með góðu skoti. Miceli jafnaði fyrír Lecce sem ekki var síðra liðið í leiknum. Cabrini og Serena komu Juve í 3-1 áður en Chiara minnkaði muninn fyrir botn- liðið. Lecce er fallið í 2. deild ásamt Barí og Pisa. Svíinn Dan Corneliusson skoraði eina mark Como og um leið sigur- markið gegn Roma. Roberto Pruzzo, framherji Roma gat þó huggað sig við það að verða marka- hæsti leikmaðurinn í 1. deild á Italíu með 19 mörk. Rummenigge varð annar með 13 stykki. Úrslit í síðustu umferð og loka- staða efstu liða á Ítalíu. Avellino-Napoli . . 0-1 Como-Roma 1-0 Lecce-Juventus . . 2-3 Milan-Atalanta . . 1-1 Pisa-Fiorentina . . 1-2 Sampdoria-Inter . 0-0 Torino-Verona . . . 2-1 Udinese-Bari . . . . 2-2 Juventus . 30 18 9 3 43 17 45 Roma . 30 19 3 8 51 27 41 Napoli 14 11 5 35 21 39 Fiorentina . 30 10 13 7 29 23 33 Torino . 30 11 11 8 31 26 33 Inter . 30 12 8 10 36 33 32 Milan . 30 10 11 9 26 24 31 Atalanta . 30 7 15 8 27 26 29 Como . 30 7 15 8 32 32 29 Frakkland: Paris Saint-Germain tryggði sér meistaratitilinn í Frakklandi eins og búist var við. Reyndar var búist við að liðið hefði verið búið að tryggja sér titilinn fyrir löngu í stað þess að bíða fram á síðustu umferð. PSG sigraði Bastia létt 3-1 og sendi Bastia niður í 2. deild ásamt Strassborg. Robert Jacques skoraði tvívegis fyrir PSG og Fernandez bætti því þriðja við. Liðið klikkaði í fjölda færa f leiknum og brenndi m.a. af víti. Þetta er fyrsti titill PSG og aðeins sá annar sem lendir í höf- uðborginni, París. Fyrri titillinn kom til Parísar með Racing fyrir 50 árum. Racing kórónaði helgina fyrir París- arbúa með sigri í 2. deild og munu liðin því verða keppinautar á næsta ári. Nantes átti möguleika á að ná PSG en varð að sætta sig við jafntefli gegn Toulon 1-1. Toulouse náði sér í UEFA sæti á næsta ári og Lens á einnig möguleika á UEFA sæti ef Bordeaux vinnur bikarkeppnina á morgun er liðið mætir Marseilles í úrslitum. Spánn: Deildarkeppninni er lokið en um helgina léku Barcelona og Real Zaragoza til úrslita um spænska bikarinn. Zaragoza sigraði 1-0 með marki frá Uruguay-manninum unga Ruben Sosa. Sosa, sem er aðeins tvítugur skoraði beint úr aukaspyrnu af 30m færi á 34. mínútu. Portúgal Benfica sem rétt missti af meist- aratitli um síðustu helgi í Portúgal bætti það tap að nokkru er liðið sigraði í portúgölsku bikarkeppninni með sigri á Beleneses 2-0 fyrir fram- an um 45 þúsund áhorfendur í Lissabon. Þeir Nunes og Aguas skoruðu mörkin bæði með skalla. Þetta er annað árið í röð sem Benfica vinnur bikarmeistaratitil- inn. Belgía: Nágrannaliðin CS Brugge og Club Brugge munu mætast í úrslitaleikn- um í belgísku bikarkeppninni. Clug sigraði 3. deildarliðið Borains 5-0 og samtals 7-0 en CS vann Mechelen 3-0 og samanlagt 3-2. Club á einnig að spila við Anderlecht um meistara- titilinn í Belgíu og verður fyrri leikur liðanna á morgun. Holland: PSV Eindhoven þarf nú aðeins tvö stig úr síðustu leikjum sínum til að tryggja sér hollenska meistara- titilinn. Liðið sigraði Heracles 5-0 og gerði Gullit þrennu fyrir tilvonandi meistara. Ajax sigraði auðveldlega og er næsta víst um annað sætið en á jafnframt mikla möguleika á að vinna hollenska bikarinn. Sviss: Lucern með þá Sigurð Grétarsson og Ómar Torfason í fararbroddi náði sér í 2-2 jafntefli í St. Gallen og gerði Siggi annað markið. Liðið er í 4.-5. sæti í deildinni. Sjö umferðir eru eftir og á Luzern smá möguleika á að hreppa titilinn. Young Boys eru í efsta sæti með 34 stig en Luzern hefur 28 stig. Baden, lið Guðmundar Þorbjörnssonar, er fallið og tapaði nú fyrir Neuchatel 0-2 á heimavelli. Grikkland: Deildarkeppninni er lokið. Pant- hinaikos varð meistari með 43 stig úr 30 leikjum en OFI varð í öðru sæti með 38 stig. Iraklis, sem Sigurður Grétarsson spilaði með á sínum tíma, endaði í fjórða sæti. Pólland: Gomik Zabrze varð meistari í Póllandi. Liðið fékk 46 stig úr 30 leikjum en Legia Varsjá varð í öðru sæti með 42 stig. Ungverjaland: Honved varð meistari og það nokkuð auðveldlega. Liðið fékk 45 stig úr 30 leikjum en PECS varð í öðru sæti með 39 stig. Búlgaría: Úrslitaleikur bikarkeppninnar var í Búlgaríu um helgina. Vitosha náði sigri á Sredets 2-1 í hörkuleik. Vitosha mun því leika í Evrópu- keppni bikarhafa næsta vetur. Lineker skorar Gary Lineker er enn sem fyrr marltahæstur á Englandi. Hann hefur gert 34 mörk á þessu keppnistímabili. Rush og AJdrídge koma honum næstir með 30 mörk en McAvennie er með 27. Tveir Luton leikmenn hafa skorað 25 stykki. Þeir Harford og Newell. Falco frá Tottenham er kominn í toppsætin með 24 mörk en Dixon er með 23. ENGLAND ÚRSLIT 1. deild: Arsenal-West Brom................ 2-2 Aston Villa-Chelsea.............. 3-1 Ipswich-Oxíord .................. 3-2 Liverpool-Birmingham............. 5-0 Luton-Watford.................... 3-2 Man. United-Leicester............ 4-0 Newcastle-Man. City.............. 3-1 Nott. Forest-Everton.............jO-O Q.P.R.-Tottenham ................ 2-5 Southampton-Sheff. Wed........... 2-3 West Ham-Coventry ............... 1-0 2. deild: Barnsley-Chrystal Pal............ 2-4 Bradford-Shrewsbury.............. 3-1 Brighton-Sunderland.............. 3-1 Charlton-Blackburn............... 3-0 Fulham-Huddersfield ............. 2-1 Grimsby-Norwich ................. 1-0 Leeds-Carlisle................... 2-0 Middlesbr.-Millwall.............. 3-0 Sheff. United-Portsmouth......... 0-0 Stoke-Oldham..................... 2-0 Wimbledon-Hull................... 31 Skotland: Aberdeen-Rangers................ 1-1 Celtic-Dundee.................... 2-0 Dundee United-St. Mirren ........ 1-2 Hearts-Clydebank................. 1-0 Motherwell- Hiberian............. 3-1 Stadan: Hearts ....... 35 20 10 5 39 31 50 Celtic........ 34 18 10 6 60 38 46 Dundee United ................. 35 17 11 7 57 30 45 Aberdden .... 35 15 12 8 56 31 42 Rangers...... 35 12 9 14 51 45 33 Dundee....... 35 13 7 15 43 51 33 St. Mirren .... 35 13 5 17 42 58 31 Hibernian .... 35 11 6 18 48 61 28 Motherwell ... 34 7 6 21 33 62 20 Clydebank .... 35 6 8 21 29 71 20 ENGLAND STAÐAN 1. deild: Liverpool ... . .. 40 24 10 6 86 37 82 2. doild: Norwich . 40 24 9 7 80 36 81 Everton .... .. . 39 24 8 7 78 38 80 Charlton . 39 20 10 9 73 43 70 Man. United. . 41 22 9 10 69 35 75 Portsm . 41 21 7 13 65 41 70 West Ham. . .f. 38 23 6 9 67 34 75 Wimbledon . . . . 38 19 11 8 55 36 68 Chelsea .... ...39 20 11 8 56 48 71 C. Palace . 41 19 8 14 56 51 65 Sheff. Wed. . ... 41 20 10 11 62 54 70 Sheff. United. . . 41 17 10 14 63 62 61 Luton . .. 41 18 11 12 60 43 65 Hull . 40 15 13 12 62 55 58 Nott. Forest. .. . 41 18 11 12 67 52 65 Stoke . 40 14 15 11 48 47 57 Arsenal .... . . . 39 18 9 12 46 44 63 Brighton . 40 16 8 16 64 60 56 Newcastle .. . .. 41 17 12 12 67 70 63 Millwall . 40 16 7 17 60 63 55 Tottonh ... 40 17 8 15 65 47 59 Barnsley . 41 14 13 14 45 48 55 Watford .... . .. 39 15 9 15 62 59 54 Oldham . 40 15 9 16 58 59 54 Q.P.R ... 41 15 7 19 52 62 52 Bradford . 39 16 5 18 50 56 53 Southampt. . ... 39 12 9 18 46 50 45 Leeds . 41 15 8 18 56 68 53 Man. City .. ...40 11 11 18 42 55 44 Grimsby . 41 14 10 17 57 59 52 Aston Villa . .. . 41 10 14 17 49 63 44 Huddersf . 41 14 10 17 51 66 52 Ipswich .... ...40 11 8 21 31 52 41 Shrews^ury .. . 40 13 9 18 50 61 48 Coventry ... ... 41 10 10 21 46 70 40 Blackbum . — . 41 11 13 17 50 61 46 Leicester ...40 9 12 19 52 74 39 Middlesb . 41 12 9 20 43 51 45 Oxford ...39 8 12 19 57 78 36 Sundorl . 40 11 11 18 43 61 44 Birmingham .. . 41 8 5 28 30 72 29 Carlisle . 39 12 7 20 42 66 43 West Brom. . . .. 41 4 12 26 33 86 24 Fulham . 40 10 6 24 44 65 36

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.