Tíminn - 29.04.1986, Side 13
Þriðjudagur 29. apríl 1986
Tíminn 13
Þröstur Þórhallsson tekur við sigur laununum úr hendi Haraidar Her-
mannssonar. Tímamynd OÞ
Skák á Sauðárkróki:
ÞRÖSTUR VANN
GROHEMÓTIÐ
Frá fréttaritara Tímans í Skagafirði, ÖÞ.
Þröstur Þórhallsson vann
Groheskákmótið, sem nýlega fór
fram á Sauðárkróki. Þátttakendur
voru alls 17, þar af 7 úr Reykjavík,
og voru tefldar sjö umferðir eftir
monradkerfi.
Þröstur sigraði eftir harða baráttu
við Sævar Bjarnason og báðir hlutu
6 vinninga en Þröstur var lítið eitt
hærri á stigum. í þriðja sæti varð
Þröstur Árnason með 5 vinninga og
í fimmta sæti varð Pálmi Sighvatsson
með 4’/á vinning.
Þröstur hlaut farandbikar til varð-
veislu í eitt ár og auk þess gullúr og
peningaverðlaun fyrir sigurinn. Þá
hlaut Pálmi farandbikar og úr fyrir
bestan árangur heimamanns.
Groheumboðið gaf verðlauna-
gripina í mótið og er þetta í þriðja
skipti sem Sauðkrækingar halda
Groheskákmót. 1 fyrra sigraði Dan
Hansen og 84 vann Ólafur Kristjáns-
Eining Akureyri:
Mótmæla gialdskrá hitaveitunnar
- lækkunin aðeins 3% í
Verkalýðsfélagið Eining á Akur-
eyri hefur mótmælt þeirri ákvörðun
stjórnar Hitaveitu Akureyrar að
lækka gjaldskrá sína aðeins um 3%,
þar sem kjarasamningar voru undir-
ritaðir í trausti þess að lækkunin yrði
7%. Þetta kemur fram í ályktun sem
samþykkt var á aðalfundi Einingar,
sem haldinn var fyrir skömmu. í
ályktuninni segir ennfremur, að fé-
lagið telji bæjarstjórnina hafa brugð-
ist því trausti sem henni var sýnt
þegar verkalýðssamtökin skrifuðu
undir kjarasamninga í febrúar.
Þá var á aðalfundinum lýst kjöri
stað 7%
stjórnar félagsins sem fram fór í
febrúar sl., en þá kom aðeins fram
einn listi sem var sjálfkjörinn. Sævar
Frímannsson er formaður, Björn
Snæbjörnsson varaformaður, Úlf-
hildur Ragnarsdóttir ritari, Aðal-
heiður Þorleifsdóttir gjaldkeri, og
meðstjórnendur eru Bjarney Svein-
björnsdóttir, Guðrún Skarphéðins-
dóttir og Matthildur Sigurjónsdóttir.
Jóni Helgasyni fyrrverandi for-
manni Einingar og Þorsteini Helga-
syni fyrrverandi starfsmanni voru
sérstaklega þökkuð þeirra störf í
þágu félagsins. -BG
MF
Massey Ferguson
Kynnum nýju M.F. hjólagröfurnar í dag
og á morgun við nýja Verkfræðingahúsið
- gegnt Hótel Esju.
Kl. 17.30-18.30 þriðjudag 29. apríl.
Kl. 17.30-18.30 miðvikudag 30. apríl.
Mr. Richard Ghent frá Massey Ferguson
sýnir vélina í notkun. Komið og kynnist
MF 50 HX - 80 hestafla - 4x4.
jO/uit££a>tvé4a/t
ÁRMÚLA3 REYKJAVIK SlMI 38900
Framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar:
Hætti störfum vegna
hagsmunaárekstra
Á stjórnarfundi Síldarverksmiðj-
unnar í Krossanesi við Eyjafjörð
sem haldinn var 15. apríl s.l. var lagt
fram bréf ífá framkvæmdastjóra verk-
smiðjunnar, Pétri Antonssyni, þar
sem hann segir starfi sínu lausu.
Stjórn verksmiðjunnar hefur sent
frá sér tilkynningu, þar sem aðdrag-
andi uppsagnarinnar er rakinn. í
tilkynningunni segir m.a. að á sama
tíma og uppbygging og stofnun fisk-
fóðurfyrirtækisins ístess hf. í
Krossanesi þar sem Pétur Antonsson
var stjómarformaður stóð yfír, hafi Pét-
ur ásamt einkaaðilum og fyrirtækjum
stofnað fyrirtækið Fóðureiningar hf.
í Grindavík og tekið að sér stjórnar-
formannsembætti þar. Taldi stjórn
Krossanesverksmiðjunnar að störf
Péturs fyrir þessa samkeppnisaðila
gætu alls ekki samrýmst og stefndu
framtíð ístess hf. í hættu. Stjórn
verksmiðjunnar kynnti Pétri þessi
sjónarmið, og í kjölfar þess sagði
hann starfi sínu lausu, þar sem hann
taldi sig ekki geta dregið sig út úr
staríi sínu í Grindavík. Stjórnin
samþykkti uppsögnina, og fól Jó-
hanni Andersen skrifstofustjóra
fyrirtækisins framkvæmdastjóra-
stöðuna um sinn, en starfið verður
auglýst laust til umsóknar innan
skamms.
ístess hf. er í eigu Krossanesverk-
smiðjunnar, ýmissa aðila á Norður-
landi, en stærsti hluthafi erT. Skrett-
ing A/S í Noregi sem er stærsti
framleiðandi fiskifóðurs þarlendis,
og ntjög ráðandi á mörkuðum. Á
þessu ári verður byggt verksmiðju-
húsnæði fyrir ístess hf. áfast Krossa-
nesverksmiðjunni. Ýmsir rekstrar-
þættir, svo sem geymslur og verk-
stæði verða nýttir sameiginlega, auk
þess sem 80% hráefnis ístess hf.
verða mjöl og lýsi sem framleitt er í
Krossanesi. Stefnt er að því að
verksmiðjan taki til starfa í október
og munu um 10 manns fá þar
atvinnu. Áætlað er að 60-70% fram-
leiðslunnar fari á erlendan markað
aðallega í Færeyjum. -HIÁ
MF50HX ELITE
Kynning:
Heilsað upp á ráðherra. F.v. Hjalti Þórarinsson, Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu,
Sigurður Ingi Hilaríusson forstöðumaður Bræðratungu, Guðmundur Þórarinsson, Alexander Stefánsson og Bjarni
Guðmundsson. (Timamynd: Sverrir)
Sambýlingar frá Bræðratungu:
I menningar- og f ræðsluferð
Guðmundur Þórarinsson, Hjalti
Þórarinsson og Bjarni Guðmunds-
son, sem eru sambýlingar á nýju
sambýli sem tengist Bræðratungu á
ísafirði voru í Reykjavík fyrir
skömmu, í menningar- og kynnis-
ferð. Bræðratunga er þjónustumið-
stöð fyrir þroskahefta og á tveggja
ára afmæli um þessar mundir. Að
sögn Sigurðar Inga Hilaríussonar
forstöðumanns hefur stofnunin ótví-
rætt sannað gildi þess að starfsemi
sem þessi sé að hluta til færð út í
kjördæmin. Sigurður, sem var með
þeim þremenningum Guðmundi,
Hjalta og Bjarna, í menningarferð-
inni, benti á að þessir skjólstæðingar
sínir væru til dæmis allir að vestan
og hefðu nú tækifæri til að vera mun
nær ættingjum sínum en áður. Þess
utan væru þeir allir í fullu starfi hjá
Norðurtanganum á ísafirði, og gætu
að mestu séð um sig sjálfir í hinu
nýja sambýli. Næsta skrefið væri að
þeir flyttu alveg frá Bræðratungu og
hæfu sameiginlegan búskap út af
fyrir sig.
í ferð sinni gerðu þeir félagar sér
ýmislegt til fróðleiks og skemmtun-
ar, fóru á ball, versluðu, og skoðuðu
ýmislegt. Heimsóttu þeir Reykja-
lund og Tjaldanes, en á Tjaldanesi
eiga þeir Guðmundur og Þórarinn
gamla kunningja því þeir dvöldust
þar um 19 ára skeið áður en þeir
fluttu að Bræðratungu, en Bjarni
þekkir hins vegar til á Reykjalundi.
-BG
FRAMTÆKNI s/f Skemmuveg 34 N
Vélsmiðja 200 Kópavogur
Járnsmíði - Viðgerðir lceland TpI 91-641055
Vélaviðgerðir - Nýsmíði