Tíminn - 29.04.1986, Síða 14
Þriðjudagur 29. apríl 1986
Efri röð frá vinstri: Kcynir Karlsson framkv.stjóri Landssamtaka, sauma- og prjónastofa, Magnús Erlingsson og
Björn Valdimarsson, formaður samtakanna. Neðri röð frá vinstri: Sigurður J. Líndal, Rúnar Pétursson, Guðmundur
H. Sigurðsson og Hjálmar Flosason, allir í stjórn samtakanna.
Samtök prjóna og saumastofa:
íhuga að flytja út sjálfir
Sambandsleysi framleiðenda og
seljenda í ullariðnaði hefur leitt til
þess að verðlagning á ullarvörum
hefur oft á tíðum ekki verið í neinu
samræmi við framleiðslukostnað.
Efni í flíkur hefur verið dýrara en
flíkurnar sjálfar þcgar þær eru seldar
á markað. Útflutningsaðilar hafa
hingað til ráðið verðlagningu cin-
göngu og hafa nú einnig leigt prjóna-
stofuna Kötlu til framleiðslu á
prjónavörum. Samtök sauma- og
prjónastofueigenda íhuga því nú að
standa saman að útflutningi til þess
að koma framleiðslu sinni á markað.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem samtök prjóna- og sauma-
stofueigenda efndu til fyrir skömmu.
Þar kom einnig fram að samtökin
telja vafasamt að einblína á markað
í Sovétríkjunum, heldur vilja þau
leggja meiri áherslu á Evrópumark-
aðinn. Það vilja þau gera með átaki
í hönnunarmálum, hanna nýja
sportlínu og tískulínu en halda jafn-
framt áfram með liina hefðbundnu
línu sem lengi hefur verið framleidd
og seld til Bandaríkjanna. Með því
að þróa ullarband sem ekki stingur,
væri hægt að auka sölu gífurlega og
einnig væri hægt að stuðla að hag-
kvæmni í framleiðslu með því að
nota snið sem væru stöðluð en
jafnframt auðvelt að breyta eftir
tískustraumum hverju sinni.
Lögð var áhersla á að með þessu
móti væri hægt að dreifa framleiðsl-
unni á alla mánuði ársins en hingað
til hefur þessi iðnaður verði afar
árstíðabundinn.
14 Tíminn
Þing Málm- og skipasmíöasambandsins:
Uggur um framtíð
íslensks málmiðnaðar
Málmiðnaðarmenn hafa sam-
þykkt ályktun þar sem segir að draga
beri eins og kostur er „úr innflutningi
á sambærilegum tækjum og vélbún-
aði og framleiddur er innanlands,
eða unnt er að smíða hjá innlendum
málmiðnaðarfyrirtækjum." Ályktun
þessi varsamþykkt á 12. þingi Málm-
og skipasmíðasambands íslands,
sem lauk um síðustu helgi, en á
þinginu komu fram miklar áhyggjur
vegna samdráttar í bifreiðayfirbygg-
ingum og skipasmíðum. Þingið lýsti
þeirri skoðun sinni að skipasmíða-
stöðvum verði gert kleift að halda
áfram jafnri og stöðugri smíði fiski-
skipa, þó þau séu ekki fyrirfram
seld, þar sem endurnýjun fiski-
skipaflotans sé óumflýjanleg.
Þá hvatti þingið í ályktun um
kjaramál, til skýrrar stefnumörkun-
ar á því sviði í framtíðinni. og að
verkalýðshreyfingin beiti sér fyrir
langtímastefnu til að hækka kaup-
mátt í áföngum. Til að ná því marki
yrði farin sú leið að stofna til þríhliða
samkomulags við ríkisvald og at-
vinnurekendur.
í fræðslumálum hvatti þingið til
aukinnar félagslegrar . fræðslu innan
verkalýðshreyfingarinnar, samhliða
því að endurskoðun fari fram á
iðnmenntun enda væri sífelld endur-
menntun í takt við tækniframfarir
nauðsynleg í greininni. Formaður
félagsins var kjörinn Guðjón
Jónsson, varaformaður Guðmundur
Hilmarsson, ritari Hákon Hákonar-
son, og gjaldkeri Kjartan Guð-
mundsson. -BG
Frá 12. þingi Málm- og skipasmíðasambandsins sem haldið var 17.-19. apríl
sl. Páll Kr. Pálsson, Félagi íslenskra iðnrekenda, er hér í ræðustól og flytur
erindi um stöðu atvinnugreinarinnar og framtíð hennar. (Tímamynd: Sverrir)
Framboðslisti Framsóknarflokks
Ákveðinn hefur verið framboðs-
listi Framsóknarflokksins á Húsavík
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar.
Listann skipa eftirtaldir einstakling-
ar:
1. Tryggvi Finnsson, forstjóri
2. Hjördís Árnadóttir, verslunarmaður
3. Lilja Skarphéðinsdóttir, ljósmóðir
4. Stefán Haraldsson, tannlæknir
5. Sigurgeir Aðalgeirsson, framkv.stj.
ó. Egill Olgeirsson, rafmagnstæknifr.
7. Hafliði Jósteinsson, kirkjugarðsv.
8. Kristrún Sigtryggsdóttir. húsmóðir
9. Jón Hclgason, yfirfiskmatsmaður
10. Ragna Valdemarsdóttir. húsmóðir
11. Börkur Emilsson, matreiðslunemi
12. Sigrún Hauksdóttir, verkstjóri
13. Sigtryggur Albertsson, deildarstjóri
14. Sóley Þórðardóttir, húsmóðir
15. Bcnedikt Kristjánsson, húsasmiður
16. Ingibjörg Magnúsdóttir, blaðamaður
17. Aðalsteinn P. Karlsson, skipstjóri
18. Jónína Hallgrímsdóttir, hússtjórnark.
Framboðslisti Flokks mannsins
á Hvammstanga
Bæjarráð Flokks mannsins á
Hvammstanga hefur ákveðið fram-
boð í Hvammstangahreppi í bæjar-
og sveitarstjórnarkosningunum 31.
maí 1986.
Framboðslistann skipa eftirtaldir:
1. Ágúst F. Sigurðsson, línumaður
2. Laufey M. Jóhannesdóttir, sjúkraliði
3. Guústav. J. Daníelsson, línumaður
4. Anna M. Bragadóttir, húsmóðir
5. Þuríður Þorleifsdóttir, húsmóðir
6. Ingi R. Sigurðsson. verkamaður
7. Linda Finnbogadóttir, húsmóðir
8. Þóra B. Guðjónsdóttir, húsmóðir
9. Sóley Haraldsdóttir, starfsstúlka
10. Laufey Siguðrardóttir, verkamaður.
á Húsavík
Á meðfylgjandi mynd eru þeir Víkverjar, sem bjóða sig fram, talið
frá vinstri: Bjarni Boga, Sigurjón Ben., Guðm. Guðjóns., Hólmfríð-
ur, Anna Karlsd., Guðm. Örn, Pálmi, Birgir, Sigríður, Sólveig Skúla,
Anna Þormar, Sigrún, Árni Vil., Ingimar, Gísli Har., Bárður og
Magnús. Á myndina vantar Sigurð Þrastarson.
Framboðslisti Alþýdubandalags í Kópavogi
Framboðslisti Alþýðubandalags-
ins í Kópavogi vegna bæjarstjórnar-
kosninganna 31. maí hefur verið
ákveðinn. Listann skipa eftirtaldir.
1. Ileimir Pálsson, menntaskólakcnnari
2. Heiðrún Sverrisdóttir, fóstra
3. Valþór Hlöðversson, blaðamaður
4. Kristján Sveinbjörnsson, rafvirki
5. Elsa S. Þorkelsdóttir, lögfr.
6. Unnur S. Björnsdóttir, skrifstofustj.
7. Ásgeir Matthíasson, tæknifræðingur
8. Pctur Már Ólafsson, háskólanemi
9. Þórunn Theódórsdóttir, bókavörður
10. Halldóra Níelsdóttir. afgreiðslum.
11. SnorriS. Konráðsson, starfsm. MFA
12. Hildur Einarsdóttir,
starfsm. íþróttamannvirkja
13. Steinþór Jóhannsson, húsasmiður
14. María Hauksdóttir. húsmóðir
15. Ólafur Karvel Pálsson. fiskifræðingur
16. Elísabet Sveinsdóltir. skrifstofum.
17. Eggert GauturGunnarsson, tæknifr.
18. Heiður Gestsdóttir, húsmóðir
19. Þórunn Björnsdóttir, tónmenntak.
20. Ólöf P. Hraunfjörð, ritari
21. Guðsteinn Þengilsson, læknir
22. Björn Ólafsson. verkfræðingur
Sameiginlegur framboðslisti félags
hyggjufólks í Hveragerði
Framboðslisti Víkverja
Framboðið er skipað Húsvíkingum, er Icggja áherslu á atvinnumáls s.s.
smáiðnað, ferðaiðnað, matvælaiðnað o.fl. einnig skólamál, heilbrigðis,
íþrótta og menningarmál. Síðast en ekki síst vilja Víkverjar eyða dofa og
deyfð og árétta tækifæri byggðarinnar og efla bjartsýni bæjarbúa til nýrra
átaka og betra mannlífs.
Framboðið tekur ekki afstöðu til stjórnmála á landsvísu, Víkvcrjar
munu beita sér af krafti í bæjarmálum.
Framboðið er skipað eftirtöldum:
1. Pálmi Pálmason, íþróttakennari, 10. Anna Karlsdóttir, húsmóðir
2. Sigurjón Benediktsson, tannlæknir 11. Magnús Pétur Magnússon, kennari
3. HólmfríðurSigurðardóttir, verkstjóri 12. Sigríður Hulda Richardsd., verzl.m.
4. Sólveig Jóna Skúladóttir, yfirkennari
5. Guðmundur Örn Ragnarss, kerfisfr.
6. Sigrún R. Snædal, fóstra
7. Guðmundur B. Guðjónsson, forritari
8. Ingimar S. Hjálmarsson, læknir
9. Árni Vilhjálmsson, rafvirkjameistari
13. Bjarni Bogason, skrifstofustjóri
14. Anna Þormar, verkstjóri
15. Birgir Steingrímsson, húsgagnasm.
16. Bárður Guðmundsson, dýralæknir
17. Gísli Haraldsson, kennari
18. Sigurður R. Þrastarson, skrifstofum.
Framsóknar - Alþýöubandalags -
og Alþýðuflokksfélögin í Hvera-
gerði hafa ákveðið að standa saman
að framboði til sveitarstjórnar og
sýslunefndar við kosningarnar í vor
og hefur listinn verið samþykktur í
öllum félögunum.
Listinn er þannig skipaður
1. Gísli Garðarsson, kjötiðnaðarm.
2. Ingibjörg Sigmundsd., garðyrkjub.
3. Valdimarl. Guðmundss.garðyrkjum.
4. Sigríður Kristjánsdóttir, hjúkrunarfr.
5. Bjötn Pálsson, skrifstofustj.
6. Stefán Þórisson, vélfræðingur
7. Runólfur Þór Jónsson, húsasm.
8. Magnús Ágúst Ágústsson, líffr.
9. Þórdís Jónsdóttir, húsmóðir
10. Guðríður Austmann, húsmóðir
11. Halídór Höskuldsson, skipasmiður
12. Gestur Eyjólfsson, garðyrkjubóndi
13. Sigurður Jakobsson, tæknifræðingur
14. Auður Guðbrandsdóttir, framkv.stj.
Til sýslunefndar
1. Garðar Hannesson, símstöðvarstjóri
2. Björn Pálsson, skrifstofustjóri
Framboðslisti Alþýðubandalagsins
Að undangengnu opnu prófkjöri
var íramboðslisti Alþýðubandalags-
ins við bæjarstjórnarkosningarnar i
Garðabæ í vor einróma samþykktur
á félagsfundi. Hann er þannig
skipaður:
1. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri
2. Albína Thordarson, arkitekt
3. Vilborg Guðnadóttir, háskólanemi
4. Hallgrímur Sæmundsson, yfirkennari
5. Hafsteinn Hafsteinsson, tannsmiður
6. Saga Jónsdóttir, leikari
7. Ingólfur Freysson, íþróttakennari
8. Ragnheiður Jónsdóttir, sjúkraliði
9. Hafsteinn Árnason, vélfræðingur
10. Anna Valdimarsdóttir, kennari
11. Þorkell Jóhannsson, kennari
12. Ástríður Karlsdóttir, hjúkrunarfr.
13. Guðmundur H. Þórðarson, læknir
14. Þór Runólfsdóttir, verkakona
Hilmar Ingólfsson er núverandi
bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í
Garðabæ og Álbína Thordarson
varabæjarfulltrúi. Hallgrímur Sæ-
mundsson var fyrsti sveitarstjórnar-
maður Alþýðubandalagsins í byggð-
inni,sat í hreppsnefnd 1970-74. Þau
Vilborg og Hafsteinn hafa ekki verið
í framboði áður.