Tíminn - 29.04.1986, Qupperneq 15

Tíminn - 29.04.1986, Qupperneq 15
Tíminn 15 Þriðjudagur 29. apríl 1986 FRÍMERKI Frímerkjasafnarinn XXVI Ymislegt varðandi söfnun Oft hefi ég fengið fyrirspurnir um hvaðan frímerki væru, sökum þess að viðkomandi þekkti ekki letur það er var á frímerkinu. I slíkum tilfellum er um að gera að leita til handbóka, eða frímerkjalista og leita að við- komandi áletrun. Til þess að auð- velda þessa leit. hefi ég útbúið lista yfir helstu áletranir evrópskra merkja. sem eru ekki í sama stafrófi og við þekkjum. Þarna er fyrst og fremst um grískar og rússneskar áletranir að ræða. Eru þetta ýmist áletranir á frímerkjunum við prent- un þeirra eða þá seinni tíma yfir- prentanir á frímerkjum, sem þá eru notuð fyrir önnur lönd eða svæði. Ennfremur eru hér sett með rúss- neska stafrófið og það gríska ef það gæti auðveldað mönnum leitina. Þá er stundum nauðsynlegt að geta lesið úr arabískum tölum og eru þær því einnig settar hér með. Áður hcfir verið minnst á ann- arskonar söfnun, en frímerkja einna. Þar má nefna söfnun hverskonar miða sem notaðir eru á sendibréf, svo sem: Ábyrgðarmiða. flugmiða, póstkröfumiða, sjópóstmiða, skráningarnúmera fyrir böggíápóst, tollmiða fyrir póstsendingar, varúðarmiða fyrir vandmeðfarnar póstsendingar, verðsendingarmiða og svona má vafalaust lengi telja. Öllum þessum miðum er safnað, bæði einstökum og svo á viðkomandi póstsendingum. Þá er einnig mikið af allskonar auglýsingamiðum sem límdir eru á póstsendingar. Auglýs- ingar má auk þess finna bæði í póststimplum og verðstimplunum, sem koma í stað frímerkja. Þá eru jólamerki ekki óalgeng á póstsend- ingum á jólatíma, auk þess sem páskamerki og sumarmerki eru þekkt. Mörg stór fyrirtæki gata frímerki sín með merkjum eða uphafsstöf- um fyrirtækisins, svo starfsmenn geti ekki notað þau á einkapóst. „Perfins" er það kallað á erlendum málum. Þá má enn geta um hvers- konar bréfspjöld og umslög eða flugbréf gefin út af póststjórnum til nota fyrir almenning, ýmist með áprentuðu verðgildi, eða til að líma frímerki á. Auk þess er svo frí- merkjaheftum og heftum úr sjálfsöl- um einnig safnað. Á síðari árum eru svo flestar póststjórnir farnar að gefa út svokölluð „Maxikort" með myndefnum nýrra frímerkja. Svo koma auk þessa allar þær stimplanir sem finna má frá hendi póstsins á hverskonar póstsendingum. Grlskéir og rúss- neskar áletranir á frimerkjum. ACOEHbl ATWl Whiu Runla BATyMCKAÞ. . Bitum BMjbEÞA .... Hont«n«|ro BVtrAPCKA. . . Bulfaria BbATAPWH .... Bulgarla CPBHJA Scrbla CTOTHHKM. . . . Bulfarla APAXMH Grtoco APWABA CJC.C. jufotlavia C&MHAII POCCM South Ruiiia EAAAÍ EAA. TPAMM . . . GrNti EAAHNIKH Grooct CMHNIKH AWKHCIC Grtak occ. of Albanla Z.A.A Dodacanata lilandt HOfiH Hontantfro HnEIPOE Eplrui I0NIKIN KPATOI. lonlan lilandi JUroCAABKIJA . Jufoilavia íhtaR Ruuian f.O.’i ln Chlna KWJbEBCTBO CK.C Jufoilavla AEBA Bulfarla AEnTON - AEnTA Grcact and Crttt AHMNOr Lamnoi OfcMABHEKHtít HAUHH. rtAFn Strbla B0ITTTI It.rOR . . Hontanofro noHtA Buula flOHTOBAq MAPKA IIPHA rOPA. . Honttnofro nPOIOPIMH KYBm Crita PCO>CP poccm pys Runla PyCCKAfl nCHTA. Waitarn Army UPHA TOPA ,... Honttntfro YKRMHCbKA. . . . Ukralno Rússneska staf- rófið. b • b v r 6 » s E v )Kim 3 z H tt ji i h h n p P u c • y oo <t>, X « U t. m o m«. m«. 9 1 10«o 51 vm Gríska stafrófið. r * A O H AY 0 -m 1 Cl A t z. x 3 • P P Z . V u X » V f. C o Arabískar tölur. I, f? Ti Lrft&i Te VtAbSs.o Ef þú lesandi góður, átt svo gott og vel upp sett safn, að þig fýsi að sýna það á frímerkjasýningum, þá eru þær einnig margskonar. Klúbb- sýningar, landasýningar, svæðasýn- ingar og alþjóðlegar sýningar. Auk þess eru svo til hverskonar sérsýn- ingar innan þessara ramma. Bók- menntasýningar, flugsafnasýningar, tegunda sýningar, póstsögusýningar, póstbréfsefnasýningar, sýningar póstsendinga áður en frímerki komu út o.s.frv. Allar eru svo þessar sýningar dæmdar af hæfum dómur- um sem gefa stig fyrir hvert safn, eftir ákveðnum reglum. Þarerdæmt um frímerkjafræðilega þekkingu, heild safnsins, gæði safngripanna og uppsetningu safnsins, auk annarra atriða, sem tekin eru fram í alþjóð- legri reglugerð, eða sérreglum hverr- ar sýningar. Fyrsta íslenska frí- merkjasýningin var haldin hér á landi árið 1958. Var þá skipuð dómnefnd og veitt vcrðlaun. Var undirritaður formaður þessarar fyrstu dómnefndar en einnig fyrsti íslendingurinn, sem hlaut rétt til að dæma söfn á alþjóðlegum frí- merkjasýningum. Þarf að hafa geng- ið í gegnum visst nám, áður en slík réttindi fást. Nú hafa nokkriríslend- ingar hlotið slík réttindi. Verðlaunin sem veitt eru á frí- merkjasýningum eru ýmist í formi verðlaunapeninga sem þá eru úr gulli, silfri eða bronsi og með milli- stigunum gyllt og silfrað, eða þá sérverðlaun sem þá eru listmunir eða listaverk. Nú erurn við hinsvegar komin á það svið sem sérhæfingu þarf til að sinna og vil ég þá benda lesendum mínum á, að þessu á Landssamband íslenskra frímerkjasafnara að sinna og veita hverjum þeim er eftir óskar allar upplýsingar um. Er heimilis- fang þess að Síðumúla 17, 108 Reykjavík. Landssambandið hefur umboð fyrir allar alþjóðlegar sýning- ar og á þar fulltrúa og stundum dómara. Það er því jafnframt hlut- verk þess að ala upp í landinu hæfa frímerkjasafnara, sent síðar meir geti komið til með að taka þátt í alþjóðlegum samskiptum. Er þetta oftast gert í gegnum hin ýmsu félög frímerkjasafnara, eða klúbba. Þar er byrjað með unglingafélögum, síð- an í gegnum félög hinna fullorðnu og svo upp í Olympíuteymið, eins og það er víða kallað, en það eru þeir, sem keppa á „Olympíuleikum" frí- merkjasafnaranna, ýmist sem sýn- endur, umboðsmenn eða dómarar. En nú erum við komin svo langt upp fyrir það mark sem allur fjöldi frímerkjasafnara hefur að við skul- um láta staðar numið, svo við glötum ekki ánægjunni af því að safna bara frímerkjum. Síðasti kaflinn verður svo sérstak- lega um þá þjónustu, sem íslenska Póstmálastofnunin veitir frímerkja- söfnurum, í gegnum Frímerkjasöl- una og pósthús landsins. Sigurður H. Þorsteinsson. Útboð - prentun Námsgagnastofnun óskar eftir tilboði í prentun og heftingu æfingabóka í skrift. Um er að ræða sex hefti 32 bls. hvert í 10.000 eintaka upplagi og eitt hefti í 5.000 eintaka upplagi, samtals 65.000 eintök. Tilboðum skal skila fyrir kl. 11.00 f.h. fimmtudaginn 15. maí nk. á skrifstofu vora að Tjarnargötu 10 í Reykjavík þar sem þau verða þá opnuð. Útboðsgögn og nánari upplýsingar veitir Bogi Indriðason, deildarstjóri útgáfudeildar. NÁMSGAGNASTOFNUN Tjarnargötu 10, Reykjavík Sími28088 Blaðberar óskast í Mosfellssveit Upplýsingar í síma 666481 og á afgreiðslu. Blaðberar - Garðabæ Blaðbera vantar í Tún og Mýrar. Umboðsmaður Tímans sími 53758 Innilegar þakkir færi ég öllum þeim vinum og vandamönnum sem heimsóttu mig og glöddu á áttræðisafmæli mínu þann 9. apríl. Hjartans þakkir fyrir að gera mér daginn ógleymanlegan. Guðrún Björnsdóttir t Innilegar þakkir til ykkar allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu. Hallfríðar Þorsteinsdóttur Reykjahlíð, Varmahlíð, Skagafirði Guð blessi ykkur öll Björn Gíslason Þorsteinn Björnsson Sólborg Björnsdóttir SverrirBjörnsson Mínerva Björnsdóttir Björn Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Kári Þorsteinsson Guðný Eyjólfsdóttir Geirmundur Valtýsson Sólveig Sigurðardóttir BÆKUR HARMLEIKIR SHAKE- SPEARES K0MNIR ÚT Ekki er vafi á því að þýðingar Flelga Hálfdanarsonar á öllum leikrit- um Williams Shakespeares, 37 að tölu, eru eitthvert glæsilegasta þýð- ingarafrek sem unnið hefur verið á íslensku fyrr og síðar. Þessar framúr- skarandi þýðingar eru nú að koma út í 8 bindum hjá Almenna bókafé- laginu og er 4. bindið nvkomið út. Þau 4 bindi sem eftir eru í flokknum koma út á næstu 2-3 árum. Þær Shakespeares-þýðingar Helga sem áður hafa verið prentaðar cru endurskoðaðar í þessari nýju útgáfu og allmikið breyttar. Þessi eina gerð þýðinga Helga er leyfileg til notkun- ar í leikhúsum og á prenti. Leikritin í þessu 4. bindi eru harmleikirnir sem Shakespeare samdi á tímabilinu 1604-8 og byggja þeir fyrstu á ævisögu Plutarks, þ.e. Koríólanus, Júlíus Seasar og Anton og Kleopatra og gerast allir í Róm og grennd, og svo er hér Óþelló sem gerist í Feneyjum og fjallar um Óþelló, hinn göfuga Mára í þjónustu Feneyjaríkis, Desdemónu konu hans og illmennið Jago. Með þessu bindi eru komin út 16 af þeim 37 leikritum sem Shake- speare samdi. þ.e. konungaleikritin öll (í 1. og 2. bindi) og Rómeó og Júlía, Hamlet, Lér konungur og Makbeð í 3. bindi. Þýðingar hinna leikritanna liggja allar fyrir og munu koma út á næstu 2-3 árum. 4. bindið er alls 472 bls. Safnið er gefið út í sérstökum bókaflokki Almenna bókafélagsins sem nefnist Úrvalsrit heimsbókmenntanna. Annað sem komið hefur út í þeim flokki er Don Kíkóti í þýðingu Guðbergs Bcrgs- sonar. Útliti Shakespearesleikritanna hefur Hafsteinn Guðmundsson ráðiö. en bækurnar eru unnar í Prentsmiðjunni Odda. t Okkar innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa Sigurðar Auðunssonar, hagræðingarráðunautar Efra-Hvoli, Mosfellssveit Ingunn Vígmundsdóttir Ragnheiður Sigurðardóttir AuðurSigurðardóttir Baldur J. Schröver Ragnheiður Inga Sigurðardóttir Þórður Davíðsson Auðunn Páll Sigurðsson og barnabörn t Maðurinn minn Ásmundur Brynjólfsson Hólakoti, Hrunamannahreppi lést að heimili sinu 24. apríl Pálína Guðjónsdóttir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.