Tíminn - 29.04.1986, Side 16
16 Tíminri'
30. apríl kl. 20.30-22.30 Æskulýðsmál, íþróttamál og skólamál.
Komdu og nýttu þér tækifærið.
Vertu með I stefnumótun.
Frambjóðendur Framsóknarflokksins.
Akranes
Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að
Sunnubraut 21 verður opin fyrst um sinn alla virka
daga kl. 20.30-22.00, um helgar frá kl. 14-18 sími
2050. Heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir.
Framsóknarfélögin á Akranesi
Borgnesingar
Almennur fundur um málefni Borgarneshrepps verður haldinn í
Snorrabúð þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Fjárhagsáætlun Borgarneshrepps, Gísli Karlsson sveitarstjóri
2. Málefni hreppsnefndar, Georg Hermannsson hreppsnefndarmaður
3. Kynning á framboðslista framsóknarmanna til sveitarstjórnar.
Umræður um stefnuskrá.
Framsóknarfélagið Borgarnesi
Grindavík
Kosningaskrifstofa Framsóknarfélags Grindavíkur hefur verið opnuð
að Suðurvör 13.
Kosningasímar 8410 og 8211.
Kosningastjórar: Kristinn Pórhallsson, Sími 8022 og Svavar Svavars-
son, sími 8211.
Aðalþjónustan verður í síma 8211 fyrst um sinp.
Keflavík
Skrifstofa Framsóknarflokksins að Austurgötu 26 verður opin mánu-
daga til laugardaga frá kl. 16.00-18.00. Stuðningsfólk Framsóknar-
flokksins er hvatt til að líta inn, ávallt heitt á könnunni.
Framsóknarfél. Keflavík
Selfossbuar
Opið hús á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 18.00 og 19.00 að
Eyrarvegi 15.
Komið og ræðið málin.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Selfoss
Keflvíkingar
Fundur verður haldinn í dag þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30 í
Framsóknarhúsinu.
Dagskrá:
Grunnskólinn
Fjölbrautaskólinn
Atvinnumál
Garðabær
Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Goðatúni 2, verður opin
fyrst um sinn alla daga kl. 17-19, sími 46000.
Margar hendur vinna létt verk, kaffi á könnunni.
Framsóknarfélag Garðabæjar
LATTU
Tímamf
EKKI FLJUGA FRA PER
ÁSKRIFTARSÍMl 686300
lllllllllllllllll DAGBÓK llllllllllllll
Málfundafélag félags-
hyggjufólks:
Sterkari verkalýðshreyfing,
- hvernig?
Málfundafélag félagshyggjufólks hcld-
ur fund á Hótel Borg í kvöld, þriðjud. 29.
apríl kl. 20.30. Fundurinn er opinn öllu
félagshyggjufólki. Umræðuefni fundarins
verður: Sterkari verkalýðshreyfing, -
hvernig?
Málshefjendur verða Guðrún Árna-
dóttir, framkvæmdastjóri BSRB, Jón
Karlsson formaður verkalýðsfélagsins
Fram á Sauðárkróki, Tryggvi Þór Aðal-
steinsson framkvæmdastjóri MFA og Ög-
mundur Jónasson fréttamaður.
Snæfellingafélagið í Reykjavík
býður til kaffidrykkju
í mörg undanfarin ár hefur skemmtinefnd
Félags Snæfellinga og Hnappdæla gengist
fyrir því að bjóða eldri héraðsbúum til
sameiginlegrar kaffidrykkju. Hafa þessar
samkomur verið mjög vel sóttar.
Að þessu sinni verður kaffiveislan hald-
in í hinu nýja félagsheimili Sóknar að
Skipholti 50a sunnud. 4 maí kl. 15.00. Til
skemmtunar verður m.a. að kór félagsins
syngur nokkur lög undir stjórn Friðriks
Kristinssonar. Kórinn mun í vor fara í
söngferö á Snæfellsnes og halda tónleika
10. maí á Hellissandi og Breiðabliki.
Veislukaffi Skagfirðinga-
félagsins l.maí
Kvennadcild Skagfirðingafélagsins í
Rcykjavik veröur mcö veislukaffi og
hlutaveltu í Drangey, Síöumúla 35
fimmtudaginn 1. maí n.k. kl. 14.00.
Ljóðatónleikar í
Norræna húsinu
í kvöld, þriðjud. 29. apríl kl. 20.30
vcrða Ijóðatónleikar í Norræna húsinu.
Sænska söngkonan Marianne Eklöf syng-
ur við undirleik Stcfans Bojstens. Á
efnisskrá eru 9 söngvar eftir Þorkel Sigur-
björnsson við ljóð eftir Jón úr Vör.
söngvar cftir Wilhclm Stenhammar. Wil-
helm Peterson-Bergcr, Xavier Monsal-
vatge og þrjú vorljóð eftir Miklos Maros
við japönsk Ijóð.
Stefan Bojsten leikur verk cftir Fr.
Chopin á píanó.
Marianne Eklöf og Stefan Bojstcn
halda tónleika á vegum Norræna hússins
og Norræna félagsins á Húsavík, á sunnu-
daginn kl. 16.00 og á Akureyri um
kvöldið, en Norræn vika verður haldin á
þessum stöðum í næstu viku.
Þá munu þau Eklöf og Bojsten
skemmta gestum á Valborgarmessuhátíð
Sænsk-íslenska félagsins á mið
vikud.kvöldið 30. apríl.
Vordagar
Samtakanna 78
í dag, þriðjud. 29. apríl hefjast svo-
nefndir Vordagar Samtakanna ’78, félags
lesbía og homma á íslandi. Vordagarnir
eru samfelld iista- og menningardagskrá
sem stendur í fimm daga og lýkur með
dansleik í Risinu, Hverfisgötu 105,
laugard. 3. maí kl. 23.00-03.00. Vordagar
hefjast kl. 20.00 í kvöld með opnun
myndlistarsýningar. Örn Karlsson sýnir
collage- og vatnslitamyndir. Síðar um
kvöldið verður sýnd kvikmynd.
Á miðvikud. 30. apríl er opið hús í
Brautarholti 18, og er þá fjölbreytt lista-
dagskrá, fimmtud. 1. maí verður verka-
lýðskaffi og kökur á boðstólum frá kl.
15.00. Um kl. 17.00 verður sýnd kvik-
mynd eftir Fassbinder. Föstud. 2. maí er
opið hús frá kl. 20.00 og þá verður
bandaríska skáldkonan Alice Walker
kynnt og flutt samfelld dagskrá um les-
bíska tónlist og texta.
Vordögunum lýkur svo sem fyrr segir
með dansleik í Risinu laugard. 3. maí.
Innihurðir
Norskar spjaldahurðir
úr furu
Verð 8.400.- kr.
Habo heildverslun, s.26550
Bauganesi 28,101 Reykjavík
Þriðjudagur 29. apríl 1986
Fyrirlestur á Hótel Sógu:
Einkaframtak og
almenningsálit
Antony Fisher, formaður „Atlas Econ-
omic Research Foundation" í San
Fransisco er kominn hingað til íslands.
Hann mun halda erindi í Átthagasal
Hótel Sögu á morgun, miðvikudagsmorg-
uninn 30. apríl kl. 8.15-9.30. Erindi hans
nefndist Einkaframtak og almenningsálit.
Fundurinn á Hótel Sögu er öllum
opinn. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í síma
83088. Morgunverður (450 kr.) verður
fram borinn.
Fyrirlestur þessi er fluttur á vegum
Verzlunarráðs íslands.
Vefjalist í
Gallerí Borg
Nú stendur yfir í Gallerí Borg sýning á
vefnaði eftir Báru Guðmundsdóttur og
Halldóru Thoroddsen. Sýningin stendur
til 5. maí.
A sýningunni sýnir Bára fimm verk en
Halldóra sex verk. Bára og Halldóra eru
báðar fæddar árið 1950. Þær luku prófi frá
textíldeild Myndlista- og handíðaskóla
fslands árið 1985. Þær hafa stundað
kennslu um árabil. Sýningin er opin
daglega kl. 10.00-18.00. Um helgar kl.
14.00-18.00.
Helgarferð F.í. 2.-4. maí
Ferðafélag íslands fer í skíöagönguferd á
Mýrdalsjökli helgina 2.-4. maí. Gist verð-
ur í Skagfjörösskála. Nýstárleg ferö í
stórbrotnu umhverfi. Farmiðasala og
upplýsingar á skrifstofunni Öldugötu 3.
Ferðafélag íslands.
Laust prestakall
Biskup íslands hefur auglýst Sauöanes-
prestakall í Þingeyjarprófastsdæmi laust
tii umsóknarogerfrestur til 17. maí n.k.
Sr. Ingimar Ingimarsson hefur þjónaö
prestakallinu undanfariö sem settur
prestur. Tvær sóknir tilheyra Sauöanes-
prestakalli, Svalbarössókn og Sauðanes-
sókn. Prestssetur er nú á Þórshöfn.
Teiknisamkeppni Æskunnar
og Ábyrgðar hf.
f tilefni 25 ára afmælis Ábyrgðar hf.,
Tryggingafélags bindindismanna. efnir
félagið til teiknisamkeppni í samvinnu
við barnablaðið Æskuna. Ábyrgð hf.
hefur á afmælisárinu lagt áherslu á að
kynna svonefndan „nýjan lífsstíl“ sem
nýtur nú mikillar hylli. Tilgangur sam-
keppninnar er að vekja athygli á að hin
síðustu misseri hefur fólk - cinkum ungt
fólk - víða um heim tamið sér heilbrigðari
lífsvenjur en það hafði áður gert. Þær
byggjast á hollu mataræði, alhliða líkams-
þjálfun og bindindissemi.
Myndirnar eiga að sýna í hverju já-
kvæður lífsmáti og heilbrigðar lífsvenjur
felast.
Stærð þeirra skal vera 21X30 sm eða
32X42 sm.
Keppt er í þremur flokkum, 7-10 ára,
11-13 ára og 14-16 ára, og verða 10
verðlaun veitt í hverjum flokki - plata og
bók. Aðalverðlaun eru Electron tölva.
Allir þátttakendur fá viðurkenningar-
skjal. Bestu myndirnar verða birtar í
Æskunni.
Skilafrestur cr til 1. maí 1986 og skal
senda myndirnar til Æskunnar, pósthólf
523, 121 Reykjavík.
Námskeið I akstri
og meðferð dráttarvéla
Eins og undanfarin ár verður haldið
námskeið í akstri og meðferð dráttarvéla
að Dugguvogi 2, í Reykjavík dagana
7.-12. maí nk. Námskeiðið er tvíþætt:
Fornámskeið fyrir 14 og 15 ára nem-
endur, og dráttarvélanámskeið fyrir 16
ára og eldri. Fornámskeiðið stendur yfir
í 6 kennslustundir, og kostar kr. 800.-.
Námskeið hinna eldri verður 11 stundir
og kostar með öllu (vottorðum, mynd,
prófgjaldi ofl.) kr. 3.000.-. Það eru 7
aðilar sem standa fyrir námskeiðshaldinu.
Innritun fer fram á námskeiðsstað
Dugguvogi 2 (við Elliðavog), mánudag-
inn 5. maí og þriðjudaginn 6. maí kl.
16.00-18.00 og miðvikudaginn 7. maí frá
kl. 16.00-17.30.
Þátttökugjald greiðist við innritun.
Tilgangur námskeiðsins er fyrst og
fremst sá að auka öryggi og aksturshæfni
unglinganna, en einnig að stuðla að
hagkvæmari vinnubrögðum og bættri
meðferð þeirra á vélunum.
Þessi námskeið hafa verið haldin með
líku sniði undanfarin ár, og hafa margir
bændur látið í Ijós ánægju sína með þá
unglinga sem hafa sótt þau. Sumir setja
það orðið sem skilyrði fyrir sveitadvöl að
unglingar hafi sótt slíkt dráttarvélanám-
skeið.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Um-
ferðarráði í síma 27666 eða Búnaðarfélagi
íslands í síma 19200.
Nýtt lceland Review
Afmæli Reykjavíkur og sérstæðar
Vestfjarðarmyndir meðal efnis
í ritinu
í fyrsta tölublaði lceland Review á
þessu ári er 200 ára afmæli Reykjavíkur-
borgar stórt atriði í blaðinu. Davíð Odds-
son borgarstjóri ritar ávarpsorð og Sól-
veig K. Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri skrif-
ar um Reykjavíkurborg grein með mörg-
um myndum. Aðalsteinn Ingólfsson skrif-
ar grein um líf og list Svavars Guðnasonar
málara. Myndir af nokkrum málverkum
hans fylgja greininni.
Byggðasafnið að Skógum er heimsótt
og fjallað um safnið með Þórði safnverði
á Skógum.
Birtar eru myndir af lömpum eftir Ósk
Þorgrímsdóttur og mann hennar Hollend-
inginn Rob van Beek og sagt frá fram-
leiðslu þeirra. Dorgveiði á Mývatni er
kynnt í blaðinu og fylgja frásögn margar
myndir teknar af Páli Stefánssyni. Sagt er
frá Hólmfríði Karlsdóttur „Ungfrú al-
heimi'' og Hilmar B. Jónsson mat-
rciðslum. og útgefandi Gestgjafans sóttur
heim.
Margt fleira efni er í þessu hefti Iceland
Review, svo sem bókakynningar, pistill
um kvennafrídaginn. nýja skákdrottn-
ingu, ferð Vigdísar Finnbogadóttur
forseta til Holiands og Spánar á síðasta
ári o.fl.
Ritstjóri og útgefandi Iceland Review
er Haraidur J. Hamar. Sólveig K. Jóns-
dóttir og Bernard Seudder gegna nú
störfum aðstoðarritstjóra og Páll Stefáns-
son ljósmyndari er orðinn ritstjóri mynd-
efnis í ritinu.
Ársrit
Sögufélags ísfirðinga
1985
Ársrít Sógufélags
ísfirðinga 1985
Jón Páll Halldórsson skrifar grein um
Vélsmiðjur á ísafirði fyrstu fimm áratugi
þessarar aldar og margar myndir fylgja.
Bolsarnir byltast fram heitir grein Sigurð-
ar Pcturssonar, en þar segir frá uppgangi
verkalýðshreyfingar og valdatöku Al-
þýðuflokksins í bæjarstjórn ísafjarðar.
Hulda Sigmundsdóttir skrifar um Upphaf
skólahalds í Mýrahreppi í Dýrafirði. - og
forsíðumynd ritsins er vetrarmynd frá
Dýrafirði, sem Hjálmar R. Bárðarson
tók. Þórður J. Magnússon segir frá Sjón-
leikafélagi á Flateyri 1895, Björn Guð-
mundsson skrifar: Úr endurminningum
Björns Guðmundssonar vélstjóra og skip-
stjóra á ísafirði. Margt fleira fróðlegt og
sögulegt er í ritinu, en ritstjóri er Jón Þ.
Þór.
Heimilispósturinn
Heimilispósturinn er blað sem er heim-
ilisblað Elliheimilisins Grundar og rit-
stjóri þess er Gísli Sigurbjörnsson. Þetta
jan.-mars blað 1986 er byrjun á 22.
árgangi ritsins.
Forystugrein blaðsins er rituð af rit-
stjóra og heitir Hvað er framundan? Þá
er birt Útvarpspredikun, sem sr. Guð-
mundur Þorsteinsson flutti 1. sunnud. í
föstu í ár. Næst segir frá Ráðstefnu, sem
haldin var á vegum Öldrunarfræðafélags
íslands og verkefnið var: Stofnanaþjón-
usta aldraðra á Stór-Reykjavíkursvæðinu
1985. Sagt er frá samkomum sem haldnar
voru á Grund, en því næst er birt grein
Sigurdórs Sigurdórssonar blaðamanns á
Þjóðviljanum, sem var í blaðinu 22. febr.
sl. ognefnist: Ánægjulegt ævikvöld eða...
Birtir eru sálmar og annar kveðskapur og
viðtöl og frásagnir aldraðs fólks. Bjarni
E. Sigurðsson skólastj. í Þorlákshöfn
skrifar þarna grein: Fordæmið og áfeng-
isneyslan.
Blaðið er prentað í Prentsmiðjunni
Leiftur.