Tíminn - 29.04.1986, Síða 20

Tíminn - 29.04.1986, Síða 20
STRUWPARNIR HRESSA KÆTA meÓVISA Sigurður Sveinsson er svo sannarlega búinn aö ná sér eftir meiösl þau sem hann varð fyrir í þýska handknattleiknum. Siguröur skoraöi 12 mörk um helg- ina er Lemgo vann stóran sigur. Kristján Arason skoraöi 10 mörk er Hamlen fór á toppinn I 2. deild. Af íslendingum í knattspyrnunni er þaö að segja aö allir léku afbragðs vel og Lalli gerði tvö mörk. Afturför í hönnun húsa á síðari árum: Þolhönnun húsa bág- borin hér á landi Óraunhæft að treysta á að jarðskjálftar leiði ekki til stórslysa Þölhönnun (burðarþol) húsa hef- ur farið aftur hér á landi á síðustu árum að mati sérfræðinga, sem segja mörg dæmi þess að eigendur nýlegra húsa hafi orðið fyrir verulegu tapi vegna viðgerða, endurbóta og tak- markaðs notagildis þeirra. Draga þessir sérfræðingar mjög í efa að hús hér séu almennt svo traustbyggð sem af er látið og flestir hafa talið. Dæmi frá öðrum jarð- skjálftalöndum sýni og sanni að fólk búi víða við falskt öryggi og óraun- hæft sé að ganga út frá því sem vísu að hér verði ekki jarðskjálftar sem leiði til stórslysa. „Hin síðari ár hafa komið í Ijós gallar á byggingum hér á landi sem rekja má tii óvandaðrar þolhönnun- ar. Svo virðist sem löggilding til þolhönnunar og eftirlit byggingar- tulltrúa veiti ekki fullkomlega það aðhald sem að var stefnt með setn- ingu byggingarlaga 1978,“ segir m.a. i' niðurstöðum nefndar sem félags- málaráðherra skipaði s.l. haust til að kanna ástand þolhönnunar bygginga hér á landi og gera tillögur til úrbóta. Fljótsdalshérað: Banaslys Banaslys varð við brúna yfir Ey- vindará á Fljótsdalshéraði í fyrra- dag. Nítján ára gamall maður lést er hann missti stjórn á bifreið sinni t' grennd við brúna. Mjög krappar beygjur eru beggja vegna brúarinn- ar. Maðurinn var einn á ferð þegar slysið varð. Hann hét Erlendur Gauti Vilbergsson. Hann var búsett- ur á Egilsstöðum. -ES En ástæðu nefndarskipunarinnar sagði ráðherra þá að aðilar innan Rannsóknastofnunar bygginga- iðnaðarins, félaga verkfræðinga og tæknifræðinga og fleiri hefðu lýst áhyggjum yfir að víða væri pottur brotinn í þessu efni. Þolhönnun er sú sérfræðigrein innan byggingarverkfræðinnar sem fj allar um burðargetu og stöðugleika mannvirkja, þannig að öryggi og notagildi þeirra séu tryggð. Nefndin kveðst hafa fengið upp- lýsingar um mörg mannvirki, sem reist hafa verið á undanförnum árum, þar sem þolhönnun, eftirliti og fleiru sé ábótavant. Þessi dæmi sýni glöggt bágborið ástand þessara mála hér á landi. Ekki verði um villst að full ástæða sé til að setja strangari skilyrði fyrir löggildingu og að komið verði á markvissara eftirliti með framkvæmdum. „í öllum þessum tilfellum bera hönnuðir og viðkomandi embætti byggingarfulitrúa mikla ábyrgð. Eftirlit það sem eigendur þessara mannvirkja hafa treyst á hefur brugðist og reynst þeim dýrkeypt. Þeir hafa orðið fyrir verulegu tapi vegna viðgerða, endurbóta, tak- markaðra nota og/eða lækkunar á verðgildi eigna sinna," segir m.a. í niðurstöðum nefndarinnar. Nefndin leggur m.a. til aðskipuleg könnun á ástandi bygginga með tilliti til þolhönnunar fari fram um allt land. Byrjað verði á könnun á ástandi þeirra húsa sem tekin hafa verið í notkun frá ársbyrjun 1985 eða eru í byggingu, en síðan á atvinnuhúsnæði sem reist hefur verið á síðustu 5-10 árum. Einnig leggur nefndin til að gerðar verði auknar kröfur til þeirra sem æskja löggildingar á sviði þol- hönnunar (burðarþols), þ.e. að þeir hafi sérmenntun á því sviði. Kröfur um starfsreynslu verði lengdar úr 2 í 4 ár, og að krafist verði ákveðins prófs að lokinni tilskildri starfs- reynslu. Til þess að þessar og fleiri tillögur nefndarinnar nái fram að ganga verða til að koma breytingar bæði á byggingarlögum og reglugerðum. Sem dæmi um skemmdir voru nefnd bæði sig í undirstöðum og sigin gólf m.a. Dæmi var nefnt um nýlegt hús svo lélegt að setja þurfti sérstakar styrkingar til að það væri nothæft fyrir þá atvinnugrein sem það var hannað fyrir. Gallana sögðu nefndarmann oft- ast stafa af því að hönnunin hafi brugðist en einnig séu dæmi um að ekki hafi verið farið eftirteikningun- um. Fram kom að einingahús eru meðal þeirra bygginga sem þurfi nánari athugunar við að þessu leyti. -HEI Foreldra- dagur í Foldaskóla Laugardaginn 27. apríl var op- inn dagur í Foldaskóla í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur- borgar. Sýndu nemendur ýmisleg verk- efni sem þau höfðu unnið fyrir þennan dag. Sýndu þau hverfið eins og það er í dag og eins og það var áður en byggingar hófust. Einnig voru sýnd unnin verkefni eftir heimsóknir á ýmsa staði t.d. Fjarskiptastöðina í Gufunesi, Vog, rannsóknarstofnanir Keldnaholts o.s.frv. Stóð einnig foreldrafélagið fyrir leikjum og kaffisölu allan daginn. Foldaskóli er nýr skóli í Graf- arvogi og hefur hann 170 nem- endur og 13 kennara. Skólastjóri er Arnfinnur U. Jónsson og kvað hann þennan dag vel heppnaða hátíð. Pokahlaup. Einn af mörgum leikjum sem Foreldrafélag Foldaskóla stóð fyrir. rímamjnd Pétur Afengisvandi hjá gæslunni? Rannsokn fari fram segir forsætisráöherra „Ég held að það sé langbest að sú skoðun sem forsætisráðherra hefur talað um, fari fram og þá kemur þetta vonandi allt í ljós. Ég held að það verði best sem fyrst,“ sagði Gunnar Bergsteinsson for- stjóri Landhelgisgæslunnar í sam- tali við Tímann í gær. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra, sem einnig gegnir embætti dómsmálaráðherra þessa dagana í fjarveru Jóns Helgasonar hefur sagt að hann teldi æskilegt að fram fari rannsókn á málefnum Landhelgisgæslunnar. Jón Sveinsson fyrrverandi sjó- liðsforingi í norska sjóhernum hef- ur gagnrýnt Landhelgisgæsluna og yfirstjórn hennar í blaðaskrifum. Jón starfaði hjá Landhelgisgæsl- unni um nokkurn tíma. Hann segir í grein sinni að áfengisneysla sé mikil og skipulagsleysi og ýmislegt fleira nefndir hann í grein sinni um málefni Landhelgisgæslunnar. Týr, skipið sem Jón skrifar um, er ekki væntanlegt til hafnar í Reykjavík, fyrr en áttunda maí og verður þá krafist skýringa frá skip- herranum og áhöfn. Jón Helgason dómsmálaráðherra er væntanlegur til landsins næstkomandi sunnu- dag. Jón Sveinsson hefur sagt að hann muni geta staðið við allt sem hann hefur skrifað um Landhelgis- gæsluna fyrir rétti. -ES Samband fiskvinnslustöðva Forsendum kjarasamninga ógnað af falli dollarans - segir í ályktun framhaldsaðalfundar í ályktun frá framhalds- aðalfundi Sambands fisk- vinnslustöðva, sem haldinn var í gær er varað við því að forsendum fyrir febrúar- kjarasamningunum sé stefnt í voða, haldi gengi dollarans áfram að lækka. Bent er á að þegar kjarasamningarnir voru gerðir hafi gengi dollarans ver- ið 42,30 kr. en hafi síðan lækkað um 4-5% (var í gær 40,62 kr.) og að fiskvinnslan, sem hafi mest af sínum tekjum í dollurum, geti ekki starfað við slík skilyrði. Knútur Óskarsson fram- kvæmdastjóri Sambands fisk- vinnslustöðva sagði í samtali við Tímann í gær að með þessari ályktun vildi fisk- vinnslan vekja athygli á þeim erfiðleikum sem greinin hefði tekið á sig, þ.e. að greiða hærra kaup samfara því sem tekjurnar minnkuðu. Knútur sagði jafnframt að fiskvinnsl- an hafi gengið út frá því við kjarasamningana að ákveðið gólf yrði sett varðandi það hversu mikið dollarinn félli, og ef þessi þróun héldi áfram og ekkert yrði að gert væri ljóst að efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar og forsendur kjarasamninganna brystu. í ályktun Sambands fisk- vinnslustöðva kveður þó jafn- framt við bjartari tón og er bent á að ytri skilyrði séu um margt hagstæð fiskvinnslunni, verð afurða hátt, afskipanir örar, og að fjármagnskostnað- ur fari lækkandi. - BG

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.