Tíminn - 22.05.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.05.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 22. maí 1986 Hitt leikhúsið í hljómplötuútgáfu: HEILDARÚTGÁFA Á PLÖTUM MEGASAR Út er komin himnasending fyrir aðdáendur dægurlagasöngvarans Megasar. Níu hljómplötur í kassa sem bera heitið Megas allur. Þar er að finna allar hljómplötur Megasar til þessa, að viðbættu efni frá ýmsum tíma, sem ekki hefur rúmast á eldri plötum. Þá má ekki gleyma sjö Passíusálmum sr. Hallgríms Péturs- sonar, en þeir voru hljóðritaðir á páskum 1985. Fyrsta plata Magnúsar kom út árið 1971 og bar nafnið Megas. Þar var kveðið um stórmenni svo sem nafnana Arason og Sigurðsson, Snorra Sturluson og fleira gott fólk. Aðrar plötur Megasar eru Milli- lending (1975), Fram og aftur blind- götuna (1976), Nú er ég klæddur og kominn á ról (1978) og Drög að sjálfs- morði er kom út 1979. í kassanum eru tvær nýjar plötur: Gult og svart- holdið og Gult og svart-andinn. Textabók cr í kassanum og telur hún fjörutíu síður. Það er Hitt leikhúsið er stendur að þessari útgáfu og upplag takmarkað við 1000 eintök. Að sögn Jóns Karls hjá Hinu leikhúsinu mun vera hægt að kaupa safnið hjá þeim að Lauga- vegi 18 A á 3900 kr. en verð út úr verslunum verður 4375 kr. Sagði Jón að mikið hefði verið hringt til þeirra og spurst fyrir um Megas allan, enda væru allar eldri útgáfur af plötum Megasar löngu ófáanlegar í verslunum. phh Aðalfundur rithöfundasambands- ins: Kjaramál á oddinum Rithöfundasamband íslands (RSl), héld aðalfund og rithöf- undaþing undir yfirskriftinni „ís- lenskar bókmenntir og umheimur- inn“, dagana 10. og 11. maí. Kosin var stjórn og Sigurður Pálsson var endurkjörinn formaður. Voru kjara- mál ofarlega á baugi aðalfundar, og var samþykkt ályktun, þar sem bent er á að cinungis 5% af söluskatti bóka renni í Launasjóð rithöfunda. Vilja rithöfundar að hærri hlutur renni til sameiginlegra sjóða þeirra og benda á að í þingsályktun frá 18. maí 1972, hafi verið gert ráð fyrir að sem næst allur söluskattur af bókum renni í launasjóðinn. ' Þá segja þeir Rithöfundasjóð, en úr honum fá rithöfundar greitt í samræmi við bókaeign sína á al- menningsbókasöfnum, ótrúlcga lít- inn að vöxtum. Úr honum fái t.d. Halldór Laxness aðeins um 20.000 kr. á ári fyrir alla bókacign sína í öllum almenningsbókasöfnum landsins. Nýr heiðursfélagi RSÍ var kosinn, en hann er Jón úr Vör. 25 nýir félagar voru teknir inn í sambandið en félagar í RSÍ eru nú 249. plili Árleg húsgagnasýning í Kaupmannahöfn: Axis vakti athygli íslensk barnaherbergishúsgögn frá Axis vöktu mikla athygli fyrir hönnun og gæði á árlegri húsgagna- sýningu á Bella Centcr í Kaup- mannahöfn nú í maí. í sýningunni tóku þátt 500 fyrirtæki frá Norður- löndum. Þetta er í fjórða sinn sem Axis tekur þátt í sýningu þessari sem ber heitið „Scandinavian furniture fair“ og það var Útflutningsmið- stöð iðnaðarins sem skipulagði þátttökuna fyrir íslands hönd. ABS Bamaherbergishúsgögn frá Axis. Framboðslistar til sveitar- stjórnarkosninga 1986 Eftirtaldir kjósendur í Stykkishólmi skipa framboðslista Félagshyggju- manna við sveitarstjórnarkosningar í Stykkishólmi 31. maí 1986. . S-listi 1. Magndís Alexandersd. féhirðir 2. Hörður Karlsson, vélfræðingur 3. Elín Sigurðardóttir, ljósmóðir 4. Snorri Ágústsson, vélstjóri 5. María Helga Guðmundsdóttir, húsmóðir 6. Vilborg Jónsdóttir, tækniteiknari 7. Sigríður Björnsdóttir, húsmóðir 8. María Sigfúsdóttir. bankamaður 9. Þórður-Sigurjónsson, búnaðar- ráðunautur 10. Margrét Guðmundsd. Ijósmóðir 11. Heiðrún Leifsdóttir. verslunar- maður 12. Þórir Halldórsson, nemi 13. Ina Jónasdóttir, húsmóðir 14. Þórður Þórðarson, verslunarm. Til sýslunefndar: Þórður Þórðarson verslunarmaður. Til vara: Þórður S. Magnússon. veghefilstjóri Eftirtaldir íbúar í Mosfellshreppi skipa framboðslista framsóknar- manna við sveitarstjórnarkosningar 31. maí 1986. 1. Jón Jóhannsson, húsasmiður, Arnartanga 10. 2. Hclgi Sigurðsson. dýralæknir, Steinahlíð. 3. Gunnhildur Hrólfsdóttir, gjald- keri, Leirutanga 37a. 4. Hrefna Magnúsdóttir. húsmóðir, Reykjavegi 52. 5. Níels Unnar Hauksson, bifreiða- stjóri, Helgafelli III. 6. Bragi B. Steingrímsson, yfirverk- stjóri, Reykjavegi 80. 7. Hrönn Sveinsdóttir, skrifstofu- maður, Bjargartanga 20. 8. Guðrún Vilborg Karlsdóttir, hús- móðir, Sigtúni. 9. Sigurður Kristjánsson, húsa- smíðameistari, Bjargartanga 11. 10. Inga Vildís Bjarnadóttir, nemi. Þormóðsdal. 11. Benedikt Lund, lögrcgluþjónn, Arnartanga 17. 12. Þór Símon Ragnarsson, útibús-. stjóri, Bjargartanga 8. 13. Gylfi Guðjónsson, ökukennari, Stórateig 22. 14. Haukur Níelsson, bóndi, Helga- felli II. Til sýslunefndar cru boðnir frant: Aðalm. Haukur Níelsson bóndi, Helgfelli II. Varam. Sveinbjörn Eyjólfsson, deildarstjóri, Þormóðsdal. Umboðsmcnn listans eru: Haraldur Sigurðsson. Bcrgholti 9. Kristján Vídalín Óskarsson, Akur- holti 3. Framboðslisti Framsóknarfélagsins á Bolungarvík 1. Benedikt Kristjánsson, versl- unarstjóri 2. Bragi Björgmundsson, bygginga- meistari 3. Elísabet Kristjánsdótti, húsmóðir 4. Valdimar Guðmundsson, lög- reglumaður 5. Sesselja Bernódusdóttir, hús- móðir, 6. Bergur Karlsson, vinnuvélastjóri 7. Hreinn Ólason, línumaður, 8. Sigríður Bragadóttir, skrifstofu- maður 9. Jóhann Hannibalsson. bóndi, 10. Ásgerður Sigurvinsdóttir, sjúkraliði, 11. Einar Þorsteinsson, lögreglu- varðstjóri, 12. Guðmundur Ragnarsson, bif- reiðastjóri, 13. Sveinn Bernódusson, járnsmíða- meistari, 14. Elías Ketilsson, skipstjóri Megas allur á hljómleikum. Kammersveit Kaupmannahafnar í heimsókn: Barokk- og nútímatónlist Kammersveit Kaupniannahafnar hélt sína fyrstu tónleika hér á landi í Langholtskirkju í gær. Þetta voru fyrstu af fjórum tónleikum sveitarinnar í heimsókn hennar, en hún mun leika í Akureyrarkirkju í kvöld klukkan 20.30. Á verkefnaskrá sveitarinnar eru verk eftir Telemann, Buxtehude, Bach, Jón Nordal og Pál P. Pálsson. Næstu tónleikar sveitarinnar verða í Skálholts- kirkjti á sunnudaginn klukkan þrjú og í Norræna húsinu á niánudagskvöld. Vorsýning á Akureyri Vorsýning Myndlistarskólans á Akureyri verður um helgina í íþróttaskemmunni á Oddeyri og verða þar sýnd verk eftir nemendur hinna ýmsu deilda skólans. Starfsemi skólans er tvíþætt: ann- arsvegar eru síðdegis- og kvöldnám- skeið fyrir börn og fullorðna, og hinsvegar fullgildur dagskóli, sem skiptist í fornámsdeild og málunar- deild sem er þriggja ára sérnám. Til að hefja nám í fomámsdeild þurfa umsækjendur að standast inn- tökupróf sem haldið er 1. vikuna í júní ár hvert. Rétt til inngöngu í málunardeild hafa þeir sem lokið hafa námi í fornámsdeild, forskóla MHÍ eða stúdentspróf af myndlist- arbraut. Nemendur Myndlistarskóla Akur- eyrar voru rúmlega 200 á hvorri önn í vetur og kennarar voru 11. Aðal- kennari í málunardeild er Nini Tang. Skólastjóri er Helgi Vilberg. Sýningineropinkl. 14-18álaugar- dag og 14-22 á sunnudag. Baltasar sýnir í gallerí Gangskör: FIMM ÞEMU Dagana 22. maí til 3. júní, opnar Baltasar sýningu á teikningum í gallerí Gangskör undir heitinu Fimm þemu. Þemun fimm eru brennidepill þessarar sýningar: - Sprek, amboð, fákar, lauf og ecco homo. hafa öll mikla persónulega þýðingu fyrir Baltasar. í þeim er skráð leit hans að formi og merkingu og eru þau ckki aðeins heimild um þróun listamanns, með því að kalla frarp tilfinningar allt frá léttlyndi til önugleika, eru þau líka safn breyti- legra geðhrifa. Teikningar Baltas- ars eru staðhæfingar um tilfinning- ar hans, ferðalög, fjölskyldu og hcimili og - og það skiptir meira máli - stöðug sjálfskönnun með aðstoð teikningar. í vor eru liðin 25 ár síðan Baltasar hélt sína fyrstu sýningu á íslandi, þá 23 ára að aldri. En það var einnig sýning á teikningum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.