Tíminn - 03.06.1986, Side 1
OLÍUFÉLAGIÐ HF (ESSO) og
Skeljungur hf (Shell) hafa nú hafiö sölu á
super-benslni á höfuöborgarsvæöinu og
nokkrum bensínstöövum í stærri byggö-
arlögum úti á landi. Félögin munu selja
bensín sem hefur oktantölu 98. Til
samanburöar má geta þess aö venjulegt
bensín er meö oktantölu 93 og þaö
bensín sem Olíuverslunin (Olís) hefur
veriö aö selja aö undanförnu er meö
oktantölu 97,1
RANNSÓKNARLÖG-
reglan telur aö þeir aöilar sem keyptu
falsaða dollaraseðla sem voru í umferö
fyrir skömmu muni fá skaöan sinn bættan.
Hún lagði hald á fé um leið og tveir menn
voru handteknir vegna rannsóknar
málsins. Talið er aö falsaðir seðlar hafi
veriö seldir fyrir um 172 þúsund íslenskar
krónur.
ARNARFLUG fékk verö Boing-
þotu er þeir seldu fyrir stuttu hækkaö um
9 milljónirkróna í gærdag í kjölfarskoðun-
ar er fram fór á vélinni hjáBoeing-verk-
smiðjunum. Kaupandi vélarinnar hafði
samþykkt aö hækka kaupveröiö ef
skoðunin leiddi í Ijós gott ástand þotunnar
og er verðið nú komiö í um 60 milljónir
króna. Þessar 9 milljónir króna sem
Arnarflug fær nú gera félaginu kleift aö
greiða upp skuldir þess hjá ríkisábyrgðar-
sjóöi og Samvinnubankanum.
VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR
var hagstæður um 1,7 milljarö króna
fyrstu fjóra mánuöi þessa árs. Á sama
tíma í fyrra var 500 milljóna króna halli á
viðskiptajöfnuðinum. Útflutningsverö-
mæti var þessa mánuöi 16% hærra en á
sama tíma í fyrra.
BÚVÖRUVERÐ hækkaöi í gær
um 0,7-3,0%. Dilkakjöt hækkaði mest
eöa um 3%. Dilkakjöt í heilum skrokkum
kostar nú 221,50 kr. kílóið. Mjólk og
nautakjöt hækkaöi um 2% og kostar
mjólkurlítrinn nú 36,20 kr. Smjör hækkaði
um 1,5% og kostar kílóið nú 279,10 kr.
Aörar mjólkurvörur hækkuðu um 0,7%.
FARÞEGAR sem flogið hafa meö
Arnarflugi voru 10.482 fyrstu fimm mánuöi
ársins og er þaö um 20% aukning frá
samatíma í fyrra. Vöruflutningará vegum
fyrirtækisins jukust mun meira eða um
48%. Tekjuaukning fyrirtækisins sökum
þessa er meiri en aukning á farþega- og
vöruflutningum. Arnarflugsmenn búast
viö aö flutningar aukist mikið í sumar.
YOSHI Kamata er ekki lengur elsta
persónan í Japan. Embættismenn hafa
komist aö því að vegna mistaka var tíu
árum bætt viö líf hennar. Kamata, sem
hingaö til hefur opinberlega veriö 110 ára
gömul, er „aöeins" 100 ára. Mistökin áttu
sér staö í opinberum skýrslum stuttu eftir
jaröskjálftann mikla LKanto áriö 1923.
Titilinn „Elsta persóna Japans" er nú í
eigu annarrar konu, Mitsu Fujisawa sem
varö 110 ára í apríl síðastliðnum.
RANNSÓKN rannsóknarlögregl-
unnar á Hafskipsmálinu miöar vel áfram.
Yfirheyrslur fara fram daglega jafnhliöa
gagnaöflun. Fjórir af fyrrverandi forsvars-
mönnum Hafskips sitja enn í gæsluvarð-
haldi og aöstoöa lögregluna viö aö kom-
ast til botns í málinu.
HEÐINN STEINGRÍMSSON
Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur
Arnason voru sigurvegarar á 8. landsmóti
Skólaskákar sem haldiö var nýlega i
Reykjavík, Héöinn í yngri flokki og Hann-
es og Þröstur uröu efstir og jafnir í eldri
flokki. Hannes vann síðan Þröst í tveggja
skáka einvígi. Sigurvegararnir hlutu út-
skorna riddara og feröir á skákmót erlend-
is í verölaun.
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra:
Framsóknarflokkurinn
er aftur á uppleið
Mikil vinna skilaði góðum árangri á ýmsum stöðum
„Ég er mjög þakklátur fyrir
mikið starf, sem stuðningsfólk
Framsóknarflokksins vann fyrir
þessar kosningar og ég tel að á
sumum stöðum hafi verið unnið
svo að það hafi verið til mikillar
fyrirmyndar. Mér er t.d. kunnugt
um að svo var á Akranesi og víða
var svo annars staðar. Hér í
Reykjavík á lokasprettinum þar
sem Sigrún Magnúsdóttir sýndi
hvað í henni býr. Ég nefni einnig
Seltjarnarnes, Patreksfjörð, Þing-
eyri, Suðureyri og Seyðisfjörð, Eg-
ilsstaði og Vestmannaeyjar og
vafalaust má nefna fleiri staði.
Hins vegar verður því ekki neitað
að kosningaúrslitin eru tap fyrir
Framsóknarflokkinn, þó miklu
minna en skoðanakannanir gáfu til
kynna fyrir ári. Úrslitin undirstrika
því að Framsóknarflokkurinn er á
uppleið," sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins.
Steingrímur sagði staðbundin
mál oft ráða miklu um úrslit sveit-
arstjórnarkosninga, en landsmál
hefðu þar einnig áhrif og hann
kvaðst telja að flokkurinn hafi
goldið þess í þessum kosningum að
hafa í ríkisstjórn þurft að standa að
hörðum og oft óvinsælum ráð-
stöfunum til að ná jafnvægi í efna-
hagsmálum. T.d. hefði orðið að
skera niður ríkisframlög til fram-
kvæmda á ýmsum stöðum. „Ennþá
eiga menn eftir að sannfærast um
að markmið okkar í efnahagsmál-
um nái fram að ganga og verðbólga
verði hér eins stafs tala, en ég leyfi
mér að halda fram að það muni
takast á þessu ári.
Um kosningarnar að öðru leyti
vil ég segja það að mér þykir
ákaflega leitt að maður tapaðist í
Kópavogi, Hafnarfirði og í Mos-
fellssveit. Þarna kunna að ráða
einhverjar staðbundnar ástæður en
þetta bendir til þess að við þurfum
að herða róðurinn í þéttbýlinu.
Hafa úrslitin í sveitarstjórnar-
kosningunum einhver áhrif á þjóð-
málin? Steingrímur svaraði þeirri
Steingrímur Hermannsson.
spurningu neitandi. „Stjórnar-
flokkarnir hafa ennþá mikinn
meirihluta og ég segi enn og aftur
að við gengum til ákveðinna samn-
inga við aðila vinnumarkaðarins
nú í febrúar og okkur ber skylda til
að standa við þann samning. Hann
er ekki útrunninn fyrr en um
áramótin og við verðum að sýna að
við stöndum við okkar þátt í hon-
um og náum þeim markmiðum
sem þar eru sett fram.
Steingrímur sagði að lokum að
eitt af því sem honum sem for-
manni Framsóknarflokksins þætti
sérlega ánægjulegt varðandi þessar
kosningar, væri stóraukið hlutfall
kvenna meðal fulltrúa flokksins í
i sveitarstjórnum en konur væru nú
um fjórðungur þeirra og góð vinna
kvenna hefði haft mikla þýðingu á
þeim stöðum þar sem vel gekk.
Framsóknarflokkurinn hefði nú
hærra hlutfall kvenna í sveitar-
stjórnum en bæði Alþýðuflokkur-
inn og Alþýðubandalagið. „Ég sé
þannig ýmsar bjartar hliðar á þess-
um kosningaúrslitum og er sann-
færður um að flokkurinn er á
uppleið."
Framsóknarmenn fagna úrslitum í Reykjavík. Mikill fögnuður greip um sig í aðalstöðyum framsóknarmanna í Reykjavík, að Rauðarárstíg 18,
þegar Ijóst var að Sigrún Magnúsdóttir hafði örugglega hlotið kosningu í borgarstjórn. Á myndinni eru Þráinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri
Framsóknarflokksins og Sigrún. Að baki þeim eru Margeir Daníelsson og Þrúður Helgadóttir, sem bæði skipuðu sæti á listanurn.Tímamynd: Sverrir.
Fínt. Nú ætlar Svavar
að vinna kosninga-
sigur út á íhalds-
atkvæði kratanna.
Svavar boðar stjórnarmyndun með krötum
- Viðbót Alþýðuflokksins og
Alþýðubandalagsins er saman-
lagt um 11.000 atkvæði og þessi
úrslit geta boðað mikil tíðindi í
íslenskum stjórnmálum. Þar á ég
við samstöðu félagshyggjuafla og
vinstri manna, sem eiga auðvitað
að setja sér það mark í næstu
alþingiskosningum að ná meiri-
hluta og mynda nýja ríkisstjórn.
Þetta segir Svavar Gestsson í
viðtali við Tímann í dag. Hér er
ótæpt biðlað til krata og skírskot-
að til kosningasigurs þeirra.
Jón Baldvin telur að Alþýðu-
flokkurinn eigi góða möguleika á
25% atkvæða í alþingiskosning-
um og segist eiga inni verulegan
kjósendafjölda í Reykjavík á
banka hjá Sjálfstæðisflokknum,
sem hann ætlar að endurheimta
með vaxtavöxtum í næstu þing-
kosningum.
Jón Baldvin minnist ekki á
stjórnarmynstur eftir þingkosn-
ingar.
Viðtöl við flokksformennina
eru á bls. 7.