Tíminn - 03.06.1986, Side 2

Tíminn - 03.06.1986, Side 2
2 Tíminrv Þriðjudagur 3. júní 1986 Flugvél stefnt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli: Með drykkjulæti í talstöðinni Norræna húsiö: Verk eftir Jón Nordal Á dagskrá Listahátíðar í dag verð- ur flutningur tónlistar eftir Jón Nordal í Norræna húsinu og hefst dagskráin kl. 20.30. Jón Nordal hefur samið fjölmörg tónverk sem vakið hafa verðskuld- aða athygli heima og erlendis. Meðal þeirra er Choralis sem sellósnill- ingurinn og hljómsveitarstjórinn Rostropovich hlutaðist til um að hann semdi. Var það verk flutt í tengslum við norrænu menningar- kynninguna Scandinavia To-day í Bandaríkjunum 1982. Jón Nordal hefur lagt mikið af mörkum til íslensks tónlistarlífs og er óneitanlega eitt af fremstu tón- skáldunt þjóðarinnar. Tónleikarnir í Norræna húsinu, þar sem eingöngu verða flutt verk eftir Jón, eru haldnir honum til heiðurs í tilefni sextugsaf- mælis hans. Kennarar úr Tónlistar- skólanum í Reykjavík flytja verkin, en þar hefur Jón verið skólastjóri um árabil. Það sést hér á bak sigurvegarans á afmælismóti Landsbankans, en Hannes Hlífar á hér í höggi við Ingvar Ásmundsson. (Tímamynd Sverrir) Afmælisskákmót Landsbankans Hannes Hlífar sigurvegari Þann 1. júní sl. varhaldiðskákmót Landsbanka Islands. Þar leiddu sam- an hesta sína skákmenn sem voru með bestu skákmönnum íslands á árunum 1955-1960, yngstu og efni- legustu skákmenn landsins í dag og fjórir af fremstu skákmönnum Landsbankans. Það var hinn efnilegi skákmaður Hannes Hlífar Stefáns- son sem sigraði á mótinu með 9 Vi vinning, en Guðmundur Pálmason varð annar með 9 vinninga. Heildarverðlaun á mótinu voru 100.000 kr. og afhenti Lúðvík Jós- epsson sigurlaunin í mótslok, fyrir hönd bankaráðs Landsbanka íslands. Lögreglan færöi flugmann og farþega til yfirheyrslu er flugvélin lenti Flugvélinni TF-POP var gert að lenda á Reykjavíkurflugvelli á laug- ardaginn eftir að einn farþega henn- ar hafði verið með drykkjulæti í talstöðinni og truflað með því flug- umferðarstjórn. Þessi farþegi er einn af eigendum flugvélarinnar og fékk hann þá hug- mynd á laugardaginn að fylgjast með kosningum á Akureyri. Þar sem hann var ekki í ástandi til þess að fljúga fékk hann kunningja sinn til að skutla sér á vélinni. En þegar uppí loftið kom varð maðurinn full heimakær og vildi sjá um talstöðvar- sambandið. Þetta áttu flugumferðar- stjóra erfitt með að líða og endaði það með þvf að flugvélinni var gert að lenda. Eftir að vélin hafði lent frekar harkalega á flugbrautinni og flug- manni verið vísað á flugskýli 1 þráuðust mennirnir í vélinni við og vildu fara í annað skýli. Þá brá einn af starfsmönnum flugmálastjórnar sér upp í jeppa og ók fyrir vélin og tókst að stöðva hana og leiða hana á rétta leið. Lögreglan kom á flugvöll- inn og hafði með sér flugmann og farþega niður á stöð og flutti þá síðan á sjúkrahús svo taka mætti af þeim blóðprufu. Flugmaðurinn reyndist allsgáður en málið var sent til rannsóknarlög- reglunnar og voru mennirnir yfir- heyrðir. Rannsóknarlögreglan hefur sent málið til umsagnar til loftferða- eftirlitsins. ~gse Kjarvalsstaöir: Sundurleit Reykjavík Sýningin „Reykjavík í myndlist" er ekki mjög góð sýning. Til þess er hún alltof sundurleit og verkin of misjöfn að gæðum. Hún er því trauðla áhugaverð, og þó að á annað hundrað verk hafi verið til að velja úr, á ég bágt með að trúa því að hún gefi nokkuð þversnið af því hvernig íslenskir listamenn líta borgina. En þó að sýningin sé að þessu leyti misheppnuð, er auðvitað ekki svo að ekki megi finna þar nokkuð til að gleðja augað. Af öllum þeim mál- verkum, þar sem Esju bregður fyrir eru tvær sem skera sig úr hópnum. N.A.T.O. eftir Hallgrím Helgason, þar sem köld birta ríkir í myrkrinu og Reykjavík, eftir Guðrúnu Tryggvadóttur. Reykjavík er ólík fyrri myndum Guðrúnar sem ég hef séð og eru í henni stílbrigði í ætt við fyrrnefndan Hallgrím og Luisu Matthiasdóttur, auk þess sem surr- ealiskum fótleggjum er brugðið þvert yfir myndina. Myndir Ágústs Peter- sen eru auðvitað jafn ásjálegar þó þær deili plássi með sér lakari mynd- um og sama gildir um myndir Daða Guðbjörnssonar. Hápunkt sýningarinnar er þó sennilega að finna í tíu tréskúlptúr- um Sæmundar Valdimarssonar, er bera heitið f Laugardalslundinum. Sem í flestum verkum naivista er í Laugardalslundinum I.-X. (Tímamynd Pétur) innileikinn áberandi, en jafnframt eru þessir skúlptúrar gæddir sér- kennilegri klassískri fágun. Það má kannski segja um þessa sýningu að það hafi verið margir tilkallaðir, en fáir frambærilegir gef- ið sig fram og því ekki margir útvaldir. Er hugsanlegt að yrkisefnið, Reykjavík, hafi ekki þótt nægilega áhugavert, eða var það eitthvað annað sem fældi frá? phh Jón Nordal, tónskáld og skólastjóri Umferðaróhapp í Dýrafirði: Missti stjórn á bílnum og endaði niðrí fjöru Bíllinn mikið skemmdur en ökumaðurinn minna meiddur en á horfðist Ungur maður missti stjórn á bíl sínum við Nauteyrarhlíð í Dýrafirði í gærdag með þeim afleiðingum að bfllinn fór útaf og rann niður hlíðina og endaði í flæðarmálinu. Bíllinn, sem er að Subaru-gerð, skemmdist töluvert og ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið til fsafjarðar þar sem gert var að meiðslum hans. Hann lá á sjúkrahúsinu í nótt en mun að öllum líkindum fá að fara heim í dag. Maðurinn var á leið inn eftir firðinum er hann missti stjórn á bílnum og fór of utarlega í lausamöl- ina. Þar rann bíllinn til og útaf veginum og rann niður eftir grasivax- inni brekkunni allt niður í fjöru þar sem hann maraði í hálfu kafi í flæðarmálinu. Greiðlega tókst að ná manninum upp og hann reyndist minna slasaður en á horfðist. -gse Lítil endurnýjun í Reykjavík Mikil endurnýjun á sér stað í sveitarstjórnum á landinu í kjölfar kosninganna á laugardaginn. Það á þó ekki við um Reykjavík. Aðeins tveir fulltrúar sem aldrei hafa setið borgarstjórnarfund náðu kjöri. Það eru þau Árni Sigfússon (S) og Kristín Á. Ólafsdóttir (Abl). Aðrir borgarfulltrúar, sem nú koma inn sem nýir aðalmenn hafa setið sem varamenn í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er þau Jóna Gróa Sigurðardóttir (S), Sigrún Magnús- dóttir (F) og Bjarni Magnússon (A). Þrír bílar í árekstri: Ókí veg fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og endaði á Ijósastaur Ökumaður Volgu-bifreiðar ók í veg fyrir Lödu-bifreið er hann hugðist beygja inn Hofsvallagötu frá Hringbraut í gær. Ökumaður Lödu-bifreiðarinnar var á leið vestur eftir Hringbraut og ók inn í hliðina á Volgunni með þeim afleiðingum að ökumaður hennar missti stjórn á bílnum og enda- sentist upp Hofsvallagötu þar til hún stöðvaðist á ljósastaur. Ljósastaurinn beyglaðist og það hrundi úr honum yfir Volvo- bifreið er var á leið suður Hofs- vallagötu. Enginn meiddist við þetta en bílarnir eru töluvert skemmdir og er Volgan sýnilega verst farin og allt að því ónýt. -gse Harður árekstur á horni Skúlagötu og Barónsstígs: Tveirökumenn á slysadeild Bifreiðarnar mikið skemmdar Harður árekstur varð á horni Barónsstígs og Skúlagötu um há- degisbilið í gær. Eins og flestir kannast við er mikil umferð um Skúlagötu á þessum tíma og getur verið erfitt að komast frá Skugga- hverfinu og yfir Skúlagötu. Öku- maður á japönskum fólksbíl reyndi í gær að smeygja sér frá Barónsstíg yfir Skúlagötu á leið niður í bæ. En hann virðist hafa misreiknað fjai lægð á milli bíla því annar japansl ur bíll á leið austur eftir Skúlagöt skall á honum. Ökumenn beggj bifreiðanna voru fluttir miki skornir á slysadeild, en þeir mun báðir hafa sloppið við alvarle beinbrot. Báðar bifreiðarnar er mikið skemmdar. -gs(

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.