Tíminn - 03.06.1986, Qupperneq 10

Tíminn - 03.06.1986, Qupperneq 10
10 Tíminn Þriðjudagur 3. júní 1986 Þriðjudagur 3. júní 1986 Tíminn 11 HM í knattspyrnu 1986 í Mexíkó: Dauf byrjun - Spánverjar skoruðu gegn Brössum en fengu ekki markið- ítalir fóru illa að ráði sínu - Frakkar í vandræðum með Kanada Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu, sú 13-í röðinnni varsett með uppákomum á Aztec-leikvanginum í Mexíkóborg á laugardaginn. Lita- dýrð og óvinsældir forseta landsins settu svip á setningarathöfnina. Áhorfendur púuðu á forsetann er hann hólt setningarræðu sína en ástandið í landinu er víða skammar- legt vegna óstjórnar auk náttúru- hamfara sem flestir muna eftir. Þegar setningarathöfninni lauk var fyrsti leikurinn háður. Þar léku ítalir og Búlgarar á allt of loðnum leikvanginum og lauk hægri viður- eign þeirra með jafntefli 1-1. ítalir skoruðu fyrst og var Altobelli þar að verki eftir aukaspyrnu. ítalir fengu síðan tækifæri í síðari hálfleik til að auka við forskot sitt en Búlgarar voru ansi þreyttir og slæptir að sjá. Þeir fóru alltaf upp á miðjuna þar sem ítalir voru sterkastir nema í eitt skipti rétt fyrir leikslok þá var bolt- inn gefinn fyrir. Þar beið Sirakov og skallaði boltann í netið á glæsilegan hátt. Jafntefli í leik sem ítalir áttu að vinna. Þessi mesta íþróttahátíð hélt síðan áfram á sunnudag er Brasilíumenn og Spánverjar áttust við í Guadal- ajara. Brasilíumenn voru með bolt- ann í leiknum en Spánverjar vörðust með kjafti og klóm. Brassar spiluðu fallegan en árangursríkan fótbolta. Mjög umdeilt atvik átti sér stað á 54. mínútu en þá skaut Spánverjinn Michel þrumuskoti í slá og niður. Dómarinn sá ekki hvort boltinn fór innfyrir línuna og línuvörðurinn gat heldur ekki tekið ákvörðun um það. Boltinn fór hinsvegar innfyrir, það sýndu sjónvarpsvélar. Dómarinn hefur hinsvegar ekki sjónvarp á hendi sér og dæmdi ekki mark. Spánverjar trylltust þótt fáir þeirra hafi séð hvort boltinn fór inn eða ekki. Við þetta færðist fjör í leikinn og Brassarnir fóru að sýna meiri takta. Careca skaut í slá og niður við mark Spánverja og Socrates kom aðvífandi og skallaði boltann inn 1-0 og þar við sat. Á sunnudagskvöldið léku síðan Frakkar og Kanadamenn og var búist við auðveldum sigri Frakka. Svo varð þó ekki. Frakkar björguðu á línu á 11. mínútu og Kanadamenn vörðust vel öllum sóknaraðgerðum frönsku stjarnanna. Loks á 79. mín- útu skoraði Jean-Pierre Papin sigur- markið með skalla. Hann hafði fyrr í leiknum klúðrað ótal marktækifær- um. Frakkar voru með yfirburði í seinni hálfleik en tókst ekki að skora mörk úr þeim færum sem þeir sköp- uðu sér. íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild: Selfoss á toppnum Þrír leikir voru um helgina í 2. deild á fslandsmótinu og eftir þá er þremur umferðum lokið. Selfyssing- ar eru einir efstir í deildinni og Skallar eru eina liðið án stiga. Selfoss-Víkingur R...........1-0 Magnús Jónatansson kom með Víkingana til liðsins sem hann kom uppúr3. deild í fyrra. Einsog vaninn er á Selfossi þá er alltaf tekið sérlega vel á móti fyrri þjálfurum og þeirra liðum. Niðurstaðan er vanalega sig- ur og svo var uppá teningnum að þessu sinni. Víkingarnir byrjuðu bctur en fljótlega jafnaðist leikurinn sem fram fór á mölinni á Selfossi. Færi voru fá í fyrri hálfleik og barátta mikil. f síðari hálfleik komst Jón „Rambo“ Bergs í gegnum vörn Vikinga en var felldur illilega og Þrír leikir voru í SV-riðli 3. deildar í knattspyrnu um helgina og einn var í gærkvöldi (sjá annarsstaðar á síð- unni). ÍK-ÍR 0-2 Þrátt fyrir tveggja marka sigur þá voru Kópavogsbúar ekki verri í leiknum heldur en Breiðhyltingar. Þó er hinsvegar mikilvægt að skora. Leikurinn var opinn og þokkalegur. Karl Þorgeirsson skoraði fyrir ÍR undir lok fyrri hálfleiks og síðan bætti Heimir Karlsson, þjálfari, við marki uppúr nánast engu. ÍR hefur þá unnið báðar sínar viðureignir í riðlinum. Reynir-Grindavík ............1-0 Suðurnesjaliðin áttust við á renn- blautu grasinu í Sandgerði og það var markaþefurinn Ómar Björnsson sem skoraði eina mark leiksins með skalla í fyrri hálfleik. HV-Fylkir....................0-1 Þessi leikur var á föstudagskvöldið á Akranesi og unnu Árbæingarsann- gjarnan sigur. Óskar Theódórsson skoraði eina mark þeirra í fyrri hálfleik og þar við sat. NA-riðill: Nokkrir leikir fóru fram í þessum riðli um helgina og sýnt er að Leifturs-menn frá Ólafsfirði byrja vel. Leiftur-Valur R..............4-0 Þjálfari þeirra Ólafsfirðinga, Ósk- ar Ingimundarson, sýndi gott for- dæmi í þessum örugga sigri á Val. vildu heimamenn fá víti. Dómarinn dæmdi hinsvegar aðeins horn en uppúr horninu hrökk knötturinn í hendi Andra Marteinssonar og víti varð ekki umflúið. Tómas Pálsson skoraði úr því af öryggi. Barátta einkenndi það sem eftir var leiks en Selfyssingar héldu öllum stigunum. Jón Gunnar, Sævar Sverrisson (sem passaði Andra) og Gylfi Birgisson voru snjallir hjá Selfossi en Víkings- liðið var jafnt en skorti baráttu í einstaka menn. ÍBÍ-Einherji..................2-2 Það voru heimamenri sem náðu forystu í þessum lcik cr Jón Oddsson, þjálfari, komst í gegnum vörn Vopnfirðinga og skoraði af öryggi. Austanmenn jöfnuðu skömmu síðar er Njáll Eiðsson, Hann skoraði tvívegis en þeir bræð- ur Sigurbjörn Jakobsson og Haf- steinn Jakobsson bættu við mörkum áður en yfir lauk. Valsarar brenndu síðan af víti undir lok leiksins en það breytti engu um stóran sigur Ólafs- firðinga. Þróttur N-Austri E ..........1-1 Þarna áttust við erkifjendurnir á Fjörðunum. Þróttarar undir stjórn Magnúsar Jónssonar fyrrum KR- ings og Víkings náðu forystu er Guðbjartur Magnason skoraði mark. Það var síðan nokkuð vafa- söm vítaspyrna að dómi margra sem færði Austra stig. Grétar Ævarsson tók hana fyrir Eskfirðinga og skoraði létt. Tindastóll-Reynir A..........2-2 Það voru Árskógsstrendingar sem náðu forystu í þessum lcik er Tómas Karlsson skoraði fyrir þá. Þannig var staðan í leikhléi. Tindstælingar skoruðu strax eftir hlé og var Eyjólf- ur Sverrisson þar að verki. Svanlaug- ur Þorsteinsson náði forystu fyrir Reynismenn um miðbik seinni hálf- leiks en Guðbrandur Guðbrandsson náði að jafna metin fyrir Sauðkræk- inga rétt fyrir leikslok. Leiknir F-Magni..............1-2 „Þetta átti að vera jafntefli" sagði einn stjórnarmanna Fáskrúðsfirð- inga. Magnamenn voru hinsvegar atkvæðameiri við markið. Hringur Hreinsson og Sverrir Heimisson skoruðu fyrir aðkomumennina sem höfðu yfir 1-0 í hléi. þb/öþ þjálfari, skoraði úrvíti. Fyrir leikhlé bættu Einherjar við marki er Baldur Kjartansson kom tuðrunni í netið. Staðan 1-2 í leikhléi. í síðari hálfleik voru heimamenn atkvæðameiri og náðu að jafna úr víti sem Guðmund- ur Jóhannsson skoraði úr. Þar við sat og geta bæði lið vel við unað. Skallagrímur-Njarðvík ..........0-3 Skallar eru enn án stiga og voru ekki nálægt þeim í viðureigninni við Njarðvíkinga sem hafa byrjað betur í deildinni en menn áttu von á. Rúnar Jónsson skoraði fyrir að- komuliðið í fyrri hálfleik og þeir Jón Ólafsson og Hermann Hermannsson bættu við mörkum í þeim síðari. Erfitt sumar framundan hjá Sköllun- um. Staðan í 2. deild: Selfoss............... 3 2 1 0 6-2 7 KA ................... 3 1 2 0 7-3 5 Njarðvik.............. 3 1 2 0 7-4 5 Völsungur............. 3 1 2 0 4-1 5 KS.................... 3 1 2 0 5-4 5 Víkingar ............. 3 1115-4 4 ÍBÍ .................. 3 0 2 1 7-9 2 Þróttur............... 3 0 1 2 4-6 1 Skallagrímur........... 3 0 0 3 1-10 0 Jón Gunnar Bergs og Tryggvi Gunnarsson eru markahæstir í deild- inni með fjögur mörk hvor. þb/os íslandsmótið í knattspyrnu 3. deild: ÍR-ingarósigraðir BMVAIIÁ Ólafur Hafsteinsson FH-ingur í dauðafæri en hann hitti boltann illa og Stefán varði einu sinni sem oftar. Tímamynd Pétur. Islandsmótið í knattspyrnu 1. deild: Valsmenn sluppu vel - FH-ingar klúðruðu mörgum góðum færum og Valur vann á sjálfsmarki strax á 2. mínútu FH-ingar geta nagað sig í handarbökin og fæturna einnig eftir að hafa klúðrað mörgum frábærum færum í lok leiksins gegn Val á laugardaginn. Vegna þess og sjálfsmarks Kristjáns Gíslasonar þá fóru Valsarar heim í Hlíðarenda með öll þrjú stigin eftir 1-0 sigur. Kristján vippaði yfir Halldór í markinu strax á 2. mínútu og eftir það voru Valsmenn Mark Freys Svcrrissonar tveimur mínút- um fyrir leikslok í viðureign Fram og ÍBK færði Keflvíkingum sigur 1-0 á Laugardals- velli á sunnudaginn. Þetta var nokkuð gegn gangi leiksins sem hefði eins getað endað 5-3 fyrir Fram. Þetta var opnasti leikur deildar- innar til þessa en leikmenn skorti öryggi uppvið markið og því var ekkert skorað fyrr en undir lokin. Framarar voru atkvæðameiri í leiknum og þá sérstaklega í seinni hálfleik þegar þeir fengu mýgrút af færum. Strax á fimmtu mínútu leiksins skaut Guðmundur Torfason í stöng af stuttu færi er allt var galopið. Stuttu seinna komst ÓIi Þór í gegn og lék á Friðrik en Jón Sveinsson komst fyrir skot hans á línunni. Keflvíkingar áttu síðan Ekki tókst K.R.-ingum að leggja Skaga- menn að velli í leik þessara 1. deildarliða á K.R. vellinum síðastliðinn laugardag. Leik- ar fóru 1-1, sanngjörn úrslit í hörðum leik þar sem lítið var um opin marktækifæri. Skagamenn voru betri í fyrri hálfleik. Árni Sveinsson var hættulegur á vinstri vængnum þar sem hann naut aðstoðar Heimis Guðmundssonar bakvarðar er átti góðan leik. Mark Skagamanna kom í fyrri hálfleik, nánara sagt á 35. mínútu. Árni átti þá góða fyrirgjöf á Jakob Halldórsson sem skallaði í sterkari í fyrri hálfleik. Ekki fengu þeir þó afgerandi færi utan að Sigurjón Kristjánsson stóð einn á vítapunkti en skaut framhjá. FH-ingar komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik með Leif Garðarsson í bakvarðar- stöðu fyrir Viðar Halldórsson sem á við meiðsl að stríða. Leifur stóð fyrir sínu og undir lok leiksins átti hann margar mjög góðar fyrirgjafir sem sköpuðu usla í vörn næstu færi en Kristinn Jónsson átti það síðasta er hann fékk fyrirgjöf Þórðar Marels- sonar beint á „kassann" en missti boltann of langt frá sér og Þorsteinn bjargaði. Framarar voru síðan iðnir inní teig Kefl- víkinga til að byrja með í seinni hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Loks er tvær mínútur voru eftir stal Freyr sigrinum með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Sigurðar Björgvins- sonar. Freyr átti góðan leik með ÍBK en Valþór lék líka vel og hélt Guðmundi Torfasyni alveg niðri. Sigurður barðist vel en hafði oft ekki erindi sem erfiði. Hjá Fram var Þórður Marelsson ódrepandi. Einn okkar besti sóknarbakvörður. Duglegur og með góðar fyrirgjafir. Viðar Þorkelsson kom einnig vel út. netið af stuttu færi einn og óvaldaður. K.R.-ingar komu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og pressuðu stíft á Skagamenn án þess þó að skapa sér afgerandi marktækifæri. Júlíus Þorfinnsson skoraði þó á 22. mínútu eftir fyrirgjöf Lofts Ólafssonar. Júlíus skhll- aði boltann í bláhornið úr erfiðri aðstöðu, gott hjá honum. Erfitt er að tína út einstaka leikmenn úr þessari viðureign. Flestir börðust vel en dulítið vantaði upp á samspilið og samvinn- una hjá báðum liðum. Vals. Ingi Björn komst einn í gegn en lét Stefán, sem átti mjög góðan leik, verja frá sér. Ingi átti síðan skalla í dauðafæri eftir sendingu Leifs en enn varði Stefán. Ólafur Hafsteinsson var dauðafrír innan markteigs en Stefán varði enn. Pálmi komst aleinn í gegn eftir samleik við Óla Dan. en enn varði Stefán. Jafntefli hefðu orðiðsanngjörn úrslit en lið verða að nýta færi sín til sigurs. Athygli vakti grófur leikur Ársæls Kristjáns- sonar. Hann tók Inga fimm sinnum f röð með manndrápstæklingum en afspyrnuléleg- ur dómari leiksins Þóroddur Hjaltalín spjall- aði ekki við hann. Reyndar veitti Þóroddur eitt gultspjald íleiknum. Það varfyriropinn munn en ekki opnar tæklingar. Þá stoppaði hann leikinn í tíma og ótíma þegar nær hefði verið að halda áfram. Þetta er mjög pirrandi fyrir leikmenn sem og áhorfendur. íslandsmótið 1. deild: Slakur leikur í Garðinum Frá Frímanni Ólafssyni á Sudurncsjum: Hann var ekkert fyrir augað leikur Víðis og Þórs frá Akureyri í 1. deild á Garðsvelli á laugardaginn. Það var hvasst og kalsasamt með rigningu á köflum. Leikmenn óðu því í vatni en ekki mörkum. Lokaniðurstaða varð 0-0. Það voru á fjórða hundruð áhorf- enda í Garðinum og varð mörgurukalt. Þórsarar lentu á móti vindi í fyrri hálfleik og komust lítt áleiðis. Víðis- menn náðu ekki að brjóta sterka vörn Þórs og góðan markvörð á bak aftur og því varð úr miðjuþvaga. í síðari hálfleik byrjuðu Þórsarar betur og átti Halldór skalla í slá áður en Víðismenn komust aftur inní leik- inn. Fátt verulega markvert gerðist. Þórsarar sóttu meira en Daníel Einars- son í vörn Víðis stoppaði allt. Undir lok leiksins var Helgi Bentsson allt í einu dauðafrír og stefndi í markátt. Sigurbjörn Viðarsson skellti honum flötum og fékk fyrir rautt spjald. Tíminn fjaraði síðan út. Daníel og Grétar Einarssyni voru góðir hjá Víði og Duffield barðist grimmt. Þórsliðið var jafnara en lið Víðis en vörnin og markvörðurinn betri hluti liðs Þórs. íslandsmótið 1. deild: Freyrstalsigrinum -Skoraði eina mark viðureignar Fram og ÍBK- Fyrstu stig ÍBK íslandsmótið 1. deild: Þriðja jaf ntef li KR LétthjáArgentínu Argentínumenn unnu S-Kóreu 3-1 í A-riðli á HM í knattspyrnu í gærkvöldi. Valdano skoraði eft- ir sex mínútur er Maradona lagði boltann til hans. Varnarmaður- inn Ruggeri bætti öðru við eftir sendingu Maradona og Valdano skoraði hið þriðja í upphafí síðari hálfleiks áður en Chang-Sun skoraði á 72. mínútu fyrir Kóreu- búa. Maradona átti þátt í öllum mörkum Argentínu en hans var vel gætt og síbrotið á honum í leiknum. Tveir leikmenn Kóreu voru bókaðir fyrir brot á Valdano og Maradona. Rockets náðu sigri Houston Rockets sigruðu Boston Celtics 106-104 í þriðju viðureign liðanna um bandaríska meistaratitil- inn í körfuknattleik á sunnudaginn. Leikið var í The Summit í Houston og eftir þennan sigur er staðan 2-1 fyrir Boston en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki sigrar. Þegar að- eins þrjár mínútur voru eftir höfðu Celtics örugga forystu. Rockets skoruðu hinsvegar 12 stig gegn 2 á stuttum tíma og komust yfir í leikn- um 105-104 þegar Boston fékk boltann. Þeir geiguðu í skoti en Bird virtist hafa frákastið. Dómararnir dæmdu hinsvegar uppkast og Ak- eem hirti það. Brotið var á honum og hann bætti við einu stigi og sigri fyrir Houston. Sampson skoraði 24 stig fyrir Houston en Akeem 23. McHale gerði 28 en Bird 25 fyrir Boston. Næstu tveir leikir eru einnig í Houston. Stjarnan vann Stjarnan vann Ármann 2-0 með mörkum Arnars Jónssonar og Jónasar Skúlasonar í 3. deild SV-riðli í gærkvöldi á gervigras- inu. SexhjáSovétmönnum Sovétmenn fóru á kostum í fyrsta leik sínum á HM í knatt- spyrnu. Sovéfmenn lögðu nágr- anna sína Ungverja 6-0 í C-riðli. Sovétmenn skoruðu tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum og eftir það var aldrei spurning um úrslit- in. Mörk Sovétmanna, sem voru þrjú í hvorum hálfleik, gerðu Yakovenko, Aleinikov, Belanov, Yaremchuk og Rodionov en eitt markanna var sjálfsmark Ung- verja. Sovétmenn spiluðu eins og vel smurð vél enda flestir leik- menn liðsins úr Dynamo Kiev liðinu og þekkja því hver annan mjögvel. Sovétmenn verða nú að teljast sigiirstranglegir í C-riðli. Á laugardaginn efnir Landsbanki íslands til 100 ára afmælishlaups í samvinnu við Frjálsíþróttasamband íslands. Hlaupið er ætlað öllum krökkum sem fæddir eru 1975 og 1976. Keppnin fer fram víðsvegar um landið þar sem bankinn hefur afgreiðslur og útibú. Sigurvegariá hverjum stað, fær verðlaunapeningog þátttökurétt í úrslitahlaupinu sem fer fram I Reykjavik í haust. Allir þátttakendur fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og dregið verður um aukaverðlaun á hverjum stað, Kjörbók með 2.000,-króna innstæðu. Lðl^ClSl3dr^ kÍ Skráning fer fram í öllum útibuum og afgreiðslum ' _ og þar fást einnig nánari upplýsingar. |Q|QO Banki allra landsmanna í 100 ár

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.