Tíminn - 03.06.1986, Side 14

Tíminn - 03.06.1986, Side 14
14 Tíminn Þriðjudagur 3. júní 1986 Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra og varaformaður fulltrúaráðs Listahátíðar, setur hátíðina LISTAHÁTÍD SETT Listahátíð í Reykjavík, var sett sl. laugardag. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra setti hátíðina í fjarveru Davíðs Oddssonar borgar- stjóra. Þakkaði hann þar öllum sem hlut eiga að máli, en þó sérstaklega Jacqueline Picasso, ekkju Pablo Pic- asso, fyrir vinsemd hennar í garð íslendinga og höfðingsskap. Pá lék Martin Berkofsky þrjú íslensk þjóðlög eftir Hafliða Hall- grímsson. Afhent voru verðlaun í smásagnakeppni Listahátíðar. Sveinbjörn I. Baldvinsson tók á móti fyrstu verðlaunum að upphæð 307.250 kr., fyrir söguna Icemasters úr hendi Doris Lessing hins heims- kunna rithöfundar. Önnur verðlaun 123.000 kr. hlaut Guðmundur Andri Thorsson, fyrir Afmæli og Úlfur Hjörvar hlaut þriðju verðlaun, 61.250 kr., fyrir sögu er ber nafnið Sunnudagur. Jacqueline Picasso opnaði síðan sýningu á verkum fyrrum manns síns. Rúmlega 50 verk eru á þessari sýningu og eru þau frá ýmsum skeið- um á ferli listamannsins. Verkin koma úr einkasafni Jacqueline og telst til viðburða að hún láni þau til sýninga. Loks var opnuð á Kjarvalsstöðum Martin Berkofsky lék þrjú þjóðlög eftir Hafliða Hallgrímsson, við opnun Listahátíðar. sýningin „Reykjavík í myndlist“ þar sem 60 verk eftir 33 listamenn eru sýnd. Var öllum starfandi myndlist- armönnum landsins boðin þátttaka og var síðan valið úr aðsendum myndum, en yrkisefni eða viðfang sýningarinnar er Reykjavíkurborg. phh Halldór Laxness og Vigdís Finnbogadóttir skeggræða, sjálfsagt um Picasso. (Tímamynd Sverrir) Klúbbur Listahátíðar Hótel Borg Klúbburinn opnar kl. 22:30 hvert kvöld Dagskrá undir stjórn Henríettu Hæneken: 3. júní - þriðjudagur kl. 22:30 Hljómsveitin „Ófétin" Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Tómas R. Einarsson og Gunnlaugur Briem Gestaleikari: Árni Scheving, vibrafón. Kl. 23.30 Tangó-dans leikhús frá Kramhúsinu. Dansarar: David Höner og Alexandra Prusa, Guðjón Pedersen, Kolbrún Halldórsdóttir, Elín Edda Árnadóttir og Þorsteinn Geirharðsson. Tangó-band: Reynir Jónasson, Karl Lillendahl og Hrönn Geirlaugsdóttir. Kl. 00:30 Bjarni Tryggvason, trubador. 4. júní - miðvikudagur Kl. 22.30: Hljómsveit skipuð eftirtöldum hljóðfæraleikurum: Pétur Grétarsson, Stefán Stefánsson, Tómas R. Einars- son og Friðrik E. Karlsson. Gestaleikari: Kl. 23:30: „Stjúpsystur" skemmta. Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Saga Jónsdóttir Hrafn Gunnlaugsson og Jacqueline Picasso skoða myndir eftir meistara Picasso. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fylgist með.------------ ------------------------------------- 4 '----------- (Tímamynd Svcnir)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.