Tíminn - 26.06.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.06.1986, Blaðsíða 1
ARGENTÍNA sigraði Belgíu með 2 mörkum gegn engu í heimsmeistara- keppninni í Mexíkó í gærkvöld. Það var enginn annar en snillingurinn Maradona sem skoraði bæði mörkin og var einstak- lega vel að þeim staðið, sérstaklega því síoar. Það verða því Argentínumenn og V- Þjóðverjar sem keppa um heimsmeistara- titilinn í knattspyrnu nk. sunnudag. AIDS ráðstefna sem staðið hefur yfir í París endaði í gær með því að bandaríski aidssérfræðingurinn R. Gallo sagði vís- indamenn tiltölulega bjartsýna á að það tækist að ráða niðurlögum aids á næstu árum. Sérfræðingurinn sagði að þegar væri fyrir hendi umtalsverð þekking á því hvernig vírusinn hegðaði sér og að strax á næsta ári ættu að hafa komið fram hugmyndir um hvernig halda mætti sjúk- dómnum í skefjum, þó óvíst væri hvort tækist að finna bóluefni aegn honum. Á ráðstefnunni kom fram ao um 1991 yrðu að öllum líkindum yfir 300.000 jarðarbúar komnir með aids þar af 270.000 Banda- ríkjamenn. HÚSALEIGA hækkar um 5% frá og með júlíbyrjun og reiknast á þá leigu sem er í júní 1986. Júlíleigan helst óbreytt næstu tvo mánuði, það er ágúst og september. KVEF og hálsbólga herjuðu á 822 Reykvíkinga í maí samkvæmt skýrslum 13 lækna og læknavaktarinnar. 101 var með iðrakvef, 65 með inflúensu og 48 með lunganbólgu. Þá voru 79 með klam- edíu, en aðrir sjúkdómar tóku hógværari tolla. LEIKSMIÐJA verður opin í Kram- húsinu frá 9-13 í dag í sambandi við Norrænu leiklistarhátíðina og verða leið- beinendur Royston Muldoom og Mureen Thomas. í Bæjarbíói sýnir Stockholms Teater Verkstad á morgun og í Þjóð- leikhúsinu sýna Samar verk kl. 20.00 sem er ritúölsk framsetningu á sögu og þjóðtrú Sama. RÓI PATURSSON, færeyska Ijóðskáldið sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár, mun lesa úr verð- launabók sinni Líkasum í kvöld í Norrænahúsinu kl. 20,00. Með upplestrin- um leikur færeyska tónskáldið Sunnelif Rasmussen eigin verk á píanó ásamt flautuleikaranum Björn Sunnerstam. SIGMUNDUR Stefánsson skrif- stofustjóri á Skattstofu Reykjanesum- dæmis, hefur verið skipaður skattstjóri sama umdæmis, en Sveinn Þórðarson lætur af því starfi sökum aldurs. Auk Sigmundar sótti Ingvar J. Rögnvaldson og Magnús Jóhannesson um embættið. GUNNAR Rafn Einarsson við- skiptafræðingur og löggiltur endurskoð- andi, hefur verið skipaður skattstjóri Norðurlands evstra. Sex sóttu um starfið auk Gunnars.’þeir Grétar Már Sigurðs- son, Guðmundur Gunnarsson, Haukur Sigurðsson, Jón Dalmann Ármannsson, og tveir sem óskuðu nafnleyndar. REGLUGERÐ um lög um hús- næðismál, verður væntanlega afgreidd frá ráðherra innan fárra daga. Stjórn Húsnæðisstofnunar sá um samningu reglugerðarinnar, og fékk Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra hana til endanlegrar umsagnar í gær. KRUMMI „Það er víst enginn smá fiskur við Eyjar þessa dagana, þó það sé víst mikið til smáfiskur! “ Breytingarnar á japönsku togurunum: Hugsanlegt að greiða verkið með saltsíld - sjávarútvegsráðherra telur það koma til greina Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra telur það koma sterk- lega til greina, ef tilboði Pólverja í breytingarnar á Japanstogurun- um sex verði tekið, að kannað yrði hvort unnt sé að greiða fyrir verkið að hluta til með saltsíld. Félag japanskra skuttogaraeigenda hefur sem kunnugt er látið bjóða út umfangsmiklar breytingar á sex togurum, en það er lang stærsta verkefni, sem boðið hefur verið út af þessu tagi hérlendis. Pólverjar áttu lægsta tilboðið í þessar breyt- ingar og hljóðaði það upp á 48 milljónir í hvert skip eða 288 milljónir í allt verkið. „Það kemur vitanlega allt slíkt til greina, við hljótum að gera það sem við getum til þess að greiða fyrir viðskipta- hagsmunum okkar á þessu sviði,“ sagði Halldór í gær þegar hann var spurður um þetta atriði. Talsverð óvissa ríkir um grund- völl fyrir síldarsöltun í haust, en markaðshorfur fyrir saltsíld er nú með dekkra móti. Sovétmenn hafa fengið tilboð, sem eru mun betri en líklegt er að við getum boðið, frá helstu keppninautum okkar og svipaða sögu má segja af öðrum mörkuðum fyrir saltsíld. Það virð- ast því ekki vera nein augljós efnahagsleg rök fyrir Sovétmenn að kaupa saltsíld af íslendingum og hvað þá á því verði sem tókst að ná í fyrra. Ofan á þetta bætist slæm afkoma síldarsölunnar í fyrra og það að ekki hafi farið fram neinar viðræður við Sovétmenn ennþá. Hermann Hansson formaður Samtaka síldarsaltenda á norður- og austurlandi sagði við Tímann að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem óvissa ríkti varðandi síldarsöltun og að menn vildu vissulega salta síld ef grundvöllur væri fyrir því, enda væri hér um mikilvæga at- vinnugrein að ræða. „Ég tel að höfuð áherslu verði að leggja á að semja við kaupendur að saltsíld, á hinum hefðbundu mörkuðum í Sovétríkjunum, Finnlandi, Sví- þjóð og hugsanlega Póllandi. En það er jafnframt Ijóst að menn verða að komast niður á jörðina varðandi hráefnisverðið hér innan- lands. Það hefur sýnt sig, sem haldið fram í fyrra að það var bullandi tap á síldarsöltuninni á síðustu vertíð og stöðuna verður að endurmeta í Ijósi þess,“ sagði Hermann ennfremur. Að undanförnu hefur það verið rætt meðal nokkurra útgerðar- manna, að endurnýja skip sín með nýjum skipum frá Póllandi, sem yrðu þá að hálfu borguð með saltsíld. Fram hafa komið ákveðn- ar viljayfirlýsingar frá Póllandi um að af slíkum samningum yrði, en fordæmi er fyrir svona viðskiptum. Hermann Hansson sagði aðspurð- ur, að viðskipti af þessu tagi bæri að skoða með tilliti til markaðs- öflunar fyrir saltsíld. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að halda sílarsöltun áfram, en hún er vitan- lega ekki seld nema á markaði þar sem síldarneysla er fyrir hcndi, og I hún er fyrir hendi í Póllandi. í þessu sambandi má benda á að ótvírætt lægsta tilboðið í breyting- arnar á japönsku togurunum kom frá Póllandi og það getur verið, að koma megi á einhverjum síldarvið- skiptum í kringum það. Mér finnst ástæða til að kanna það mál betur þó hér yrði aldrei um að ræða nema viðbót við okkar hefðbundu markaði," sagði Hermann Hans- son. - BG „Aprílgabbið" loks alvara Það hefur verið vinsælt apríl- gabb fjölmiðla að tilkynna útsölu í ríkinu. Kannski hafa yfirmenn þar komist að raun um að hugmyndin sé ekki svo vitlaus. Að minnsta kosti var alvöruútsala í verslun ÁTVR við Lindargötu í gær og þar voru um 3000 flöskur af léttvínum seldar á allt að hálfvirði. Það vín sem var á boðstólum voru allt af tegundum sem lítið seljast í ríkinu og var því gripið til þessa ráðs til að rýma til fyrir nýjum birgðum. ÁTVR gaf eftir innkaupsverð og viðskiptavinir þurftu aðeins að greiða hluta ríkis- ins. Að sögn afgreiðslumanns ÁTVR við Lindargötu seldust út- söluvínin upp. í dag verður einnig útsala á Akureyri. Það var biðröð við Lindargöturíkið í hádeginu í gær meðan starfsmenn tóku matartíina. Og þegar inn var komið báðu allir um útsöluvínin. Tímamyndir-Pctur Skyndilokun við Vestmannaeyjar: Yfir 60% afla smáfiskur Lokað hefur verið svæði rétt undan Vestmannaeyjum, fyrirtog- bátum. Lokunin kemur í kjölfar mælingar, sem Landhelgisgæslan framkvæmdi um borð í einum bát á svæðinu. Tvö höl voru mæld, og var verulegt magn af smáþorski sem mældist. í fyrra halinu var hlutur þorsks undir 55 sentimetrum 33 prósent, en leyfilegt er að hlut- fallið sé um 20 prósent. Við seinni mælinguna reyndist hlutur smá< þorsks vera 66 prósent. Þá var gripið til þess ráðs að loka svæðinu með skyndilokun. Hún varir í viku- tíma og verður svæðið þá kannað aftur. Tíminn hafði skýrt frá háværum röddum sem bárust Hafrannsókn- arstofnun til eyma, þar sem haldið var fram að stórfellt smáfiskadráp væri stundað við eyjarnar, og þeim fiski skipað í gáma til flutnings á Englandsmarkað. Þessar raddir virðast hafa haft rétt fyrir sér, og hefur svæðinu nú verið iokað. Það hefur vakið nokkra undrun að enginn skyldi verða var við undirmálsfiskinn, sem landað var í Vestmannaeyjum, og það var ekki fyrr en Varðskipið Týr fór á svæðið og mældi aflann, að ljóst var að um stórfellt magn af undirmálsfiski var að ræða í aflanum. Eftirlitsmaður sá sem sendur var til Eyja, hafði í gærmorgun, ekki orðið var við neitt af smáfiski í afla báta, en í samtali við Tímann í gær sagði hann að lítið hefði verið um landanir þann tíma sem hann var búinn að vera á staðnum. - ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.