Tíminn - 26.06.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 26. júní 1986
Gjafir til
embættismanna
Eins og er eru ekki til neinar ákveðnar reglur um
hvernig opinberum gjöfum til embættismanna skuli
háttað. Slíkar gjafir hafa oft verið gagnrýndar harðlega
og ekki að ástæðulausu.
Víða um heim eru mjög strangar reglur um þessi mál
m.a. í Bandaríkjunum þar sem þær hafa verið í gildi
um langan tíma og hart er tekið á brotum af þessu tagi.
Minna má á að einn af æðstu ráðgjöfum Eisenhowers
varð að segja af sér vegna þess að náinn vinur hans,
vellauðugur, gaf honum frakka.
Hér á landi er það alsiða að háttsettir embættismenn
eða menn sem gegna trúnaðarstörfum fái gjafir, gjarnan
á stórafmælum, frá stjórnum sinna fyrirtækja, eða
félögum og stofnunum sem þeir þurfa starfs síns vegna
að hafa viðskipti við. Gjafir þessar eru oft miklar að
verðgildi s.s. málverk, ferðalög, laxveiðitúrar og annað
í þeim dúr, sem einstaka stjórnarmenn telja sig hafa
heimild til að úthluta, enda þótt þær séu greiddar af
almannafé.
Það er með öllu óeðlilegt að menn sem ráðnir eru
til ákveðinna starfa eða jafnvel kosnir til þeirra af
Alþingi eða með öðru móti, taki við gjöfum sem
verulegt verðgildi hafa, frá fyrirtækjum, einstaklingum
eða öðrum sem þeir þurfa að hafa viðskipti við.
Engin ástæða er til að ætla að góðir starfsmenn
verðskuldi ekki góðar gjafir en þær geta líka verið
varhugaverðar.
Full ástæða er til að skoða þessi mál og setja ákveðnar
reglur varðandi þau svo ekki komi til ásakanir um mútur
eða svipað í þeim dúr svo sem dæmi sanna.
Aukning í
í nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs kemur fram
að á árinu 1985 heimsóttu 97.443 erlendir ferðamenn
ísland en það er 14,2% aukning miðað við árið 1984. Á
síðastliðnum 3 árum hefur erlendum gestum fjölgað um
34,2%. Á árinu 1966 komu hingað til lands rúmlega 18
þúsund ferðamenn. Síðan fjölgaði þeim jafnt og þétt til
ársins 1973 og voru þá rúmlega 70 þúsund. Nokkrar
sveiflur urðu síðan í komu ferðamanna til landsins
næstu tíu árin, en frá árinu 1983 og voru þá rúmlega 70
þúsund. Nokkrar sveiflur urðu síðan í komu ferðam-
anna til landsins næstu tíu árin, en frá árinu 1983 hefur
þeim fjölgað aftur og náðu hámarki á síðasta ári.
Tekjur af þjónustu við erlenda ferðamenn eru miklar
og skila sér víða.
í lokaorðum Birgis Þorgilssonar ferðamálastjóra
segir hann: „Við þessa atvinugrein vinnur mikill fjöldi
dugandi fólks sem veit að það er að byggja upp og skapa
þátt í íslensku atvinnulífi sem verður í framtíðinni einn
af hornsteinunum í öflun tekna fyrir þjóðarbúið.“
Tíminn tekur undir þessi orð Birgis um leið og hann
óskar öllum þeim sem að ferðaþjónustu standa vel-
gengni í störfum.
Sönnunarskyldunni snú-
ið við
Hafskipsmálið hefur valdið
miklu umróti í íslensku þjóðlífi.
Stafar það ekki sist af fréttaflutn-
ingi fjölmiðla, einkanlega ríkis-
fjölmiðlanna, sem tekið hafa upp-
miklu harðari „fréttalínu“ en al-
menningur á að venjast. Er stund-
um erfitt að greina hver eru aðal-
atriði málsins og hver eru aukaatr-
iði þess, eins og dæmin sanna. Eru
vissulega fleiri seldir undir þessa
sök en fréttamenn ríkisfjölmiðl-
anna. Um þetta ritar Haraldur
Blöndal lögfræðingur í DV í gær
og segir m.a.:
„Hvað eftir annað hafa þessi
blaðamenn hlaupið upp með frá-
sagnir af meintum sakamálum og
það er ráðist að þeim sem grunaðir
eru og þeir krafðir sagna. Og
sönnunarbyrðinni er ævinlega
snúið við. Það er alltaf spurt: Hvað
segir þú við þessum ásökunum?
Sannaðu sakleysi þitt. Og svo vísa
menn í hugtakið „áreiðanlegar he-
mildir“ máli sínu til stuðnings. “
Fáfræði
Enn fremur segir Haraldur
Blöndal í grein sinni:
“En er hægt að taka trúanlega
frásagnir um sakamál frá mönnum
sem vita ekki hvaða lög gilda í
landinu - vita ekki um dómstóla-
skipunina - vita ekki um muninn á
grunuðum, kærðum og ákærðum
mönnum og rugla því alltaf saman
- vita ekki mun á skýrslu, kæru og
ákæru - úrskurði og dómi, áfrýjun
og kæru til æðra dóms, gæsluvarð-
haldi, varðhaldi eða fangelsisdómi
- þekkja ekki einu sinni refsiramm-
ann?
Albert og Guðmundur J. - aðalpersónur Hafskipsm álsins um þessar
mundir.
„Þú ert hið eina, sem aldrei
getur hrapað,
allt hefur verið þitt skuldbondið
hjú.
Með systur þinni hræðslunni,
hefur þú skapað
hundanna spángól og margs
konar trú.“
segir Hannes Hafstein i lofkvæði
til heimskunnar. Guði sé lof að
yfírgnæfandi meirihluti íslenskra
blaðamanna er yfír svona blaða-
mennsku hafínn. Þess vegna er
leiðinlegt að stéttin fái með þessum
hætti óorð á sig. En það er blaða-
mannanna sjálfra að halda skildi
stéttarinnar hreinum.“
BÍ efni til námskeiðs
Það er hárrétt hjá Haraldi, að
þekkingarleysi sumra blaðamanna
er yfirþyrmandi. Sýnist ekki van-
þörf á því, að stjórn Blaðamanna-
félags Islands beiti sér fyrir nám-
skeiðshaldi um ýmis grundvallar-
atríði íslensks réttarfars meðal fé-
lagsmanna sinna.
Garri.
VÍTTOG BREITT
Lénsskipulag í verki
Eignarétturinn er friðhelgur
segir í 67. grein stjórnarskrár Lýð-
veldisins íslands. Þetta grundvall-
aratriði er svo heilagt í augum
frainkvæmdavaldsins, að það helg-
ar húsbrot og brottrekstur fjöl-
skyldu af heimili, þar sem eignar-
rétturinn er í höndum annarrar fjöl-
skyldu, sem hefur lagabókstafinn
og réttvísina sín megin.
Leiguliða og landeiganda jarðar-
innar Höfða í Eyjahreppi ber ekki
saman hvort ábúendalög hafa verið
brotin eða ekki, hvort afgjöld af
jörðinni hafa verið greidd eða ekki
eða hvort landeigandi hefúrstaðið við
skuldbindingar varðandi bygging-
ar. Undirréttur hefur dæmt leigulið-
ann af jörðinni og þeim dómi hefur
nú verið fullnægt, þrátt fyrir að
honum hefur verið áfrýjað til
hæstaréttar, og er málið því á máli
dómstiga.
Auðsuppsprettan seld
Haffjarðará er ein fengsælasta
laxveiðiá landsins. Áður en lax-
veiði urðu sérréttindi hinna ríku,
var litið á hana sem hlunnindi en
ekki auðsuppsprettu.
Fátækir búandkarlar vestur á
Snæfellsnesi sáu ekki um aldamót-
in hvert stefndi í laxveiðimálum og
seldu auðmanni að sunnan veiði-
réttindin undan jörðum sínum fyrir
beinharða peninga og síðar jarð-
irnar sem liggja að Haffjarðará.
Síðan hafa leiguliðar byggt jarð-
irnar sem liggja að ánni og hefur
búskapur á þeim smátt og smátt
lagst af. Jarðirnar meðfram Haf-
fjarðará eru smáar og þinglýstir
eigendur hafa ekki kært sig um að
slá fleiri jörðum saman, en deilt og
drottnaði yfir leiguliðum sínum.
Þeir ríku sitja að
landsins gæðum
Áður lágu tíu jarðir að Haffjarð-
ará í Eyja- og Kolbeinsstaða-
hreppi. Fjórar eru eftir í byggð og
ábúendum þeirra hefur verið til-
kynnt að þeir verði að víkja af
jörðunum. Búskapur meðfram
Haffjarðará mun því leggjast af og
auðmenn einir sitja að landsins
gæðum. Sveitamenn geta því étið
það sem úti frýs eða snúið sér að
hugvísindabúnaði eða líftækni sér
Höfði í Eyjahreppi. Nýja íbúðarhúsið í byggingu. Á hinni myndinni
stendur Sigurður Oddsson bóndi í dyrum gamla hússins. Myndirnar eru
teknar 1984.
til framfæris, eða þá verslun í
höfuðborginni því lengi tekur sjór-
inn við.
Jarðirnar við Haffjarðará eru
einskis virði. Sú tíð er brátt út
runnin að hokrað verði að búfé á
bökkum árinnar. fvcrustaðir veiði-
manna verða einu mannvirkin og
laxinn í straumum og hyljum það
sem í rauninni er einhvers virði, og
metið til peninga.
Eignarréttur og
lífsafkoma
Við Haffjarðará hefur ríkt og
ríkir lénsskipulag.
Það orð hefur lengi legið á, að
ábúendur jarða Thorsfjölskyld-
unnar hafi ekki þurft að greiða há
leigugjöld né þurft að sæta hörðum
kostum af hálfu landeigenda. En
verðmæti jarðanna liggur fyrst og
fremst í veiðiréttindunum og af
þeim hafa sveitamenn ekkert að
segja, og er fulllangt gengið að að
hrekja leiguliðana á brott í krafti
eignarréttar yfir landi sem þeir
byggja lífsafkomu sína á.
Því verður ekki trúað fyrr en að
fullreyndu, að ekki sé hægt að ná
sáttum og samkomulagi í máli
Sigurðar Oddssonar bónda á
Hörða- og Thorsfjölskyldunnar.
Það hlýtur að vera umdeilanlegt
atriði að fremja húsbrot og útburð
vegna máls sem enn er á milli
dómsstiga.
Vel má vera að framkvæmda-
valdið hafi lagabókstafinn og rök-
réttan dómsúrskurð sín megin. En
aðförin að fjölskyldunni á Höfða
er óhugnanleg og ekki skal efast
um að þeir sem að henni stóðu hafi
verið óljúft að framfylgja hörðum
lagabókstaf.
Þessa dagana er mikið rætt og
ritað um, að það sem vera kann
löglegt sé siðferðilega óverjandi.
Ef litið er á gjörðina á bökkum
Haffjarðará frá siðrænu sjónar-
horni kann að vera að réttur leigul-
iðans sé meiri en framkvæmdavald-
ið vill vera láta, hvað sem líður
friðhelgi þess eignarréttar sem
skráður er í dómabækur.
OÓ
Timirtn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjóri: NíelsÁrni Lund
Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjóri: Guðmundur Hermannsson
Aðstoðarfréttastjóri: Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-