Tíminn - 26.06.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.06.1986, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. júní 1986 Tíminn 9 Norðfirðingar með opna arma: Tvö ný gisti- heimili opnuð - 800 m2 hótel í undirbúningi á Neskaupstað Frá Svanfrídi Hagwaag, fréttaritara Tímans i Norðfírði: Mikil aukning er nú á gistirými á Norðfirði. Par hefur oft verið um talsverður skortur á gistirými og hefur staðið ferðaþjónustu á staðn- um fyrir þrifum. En nú eru þegar orðnar miklar úrbætur þar á. Verið er að opna núna næstu daga tvö gistiheimili í Norðfirði og er annað staðsett í Neskaupstað að Hafnar- braut 22, en liitt að Kirkjubóli í Norðfjarðarhreppi og rekið þar und- ir merkjum Ferðaþjónustu bænda. Gistiheimilið að Hafnarbraut 22 er mjög snyrtilegt og hefur það 11 uppbúin rúm í mismunandi stórum herbergjum. Þar verður svo seldur morgunmaturogeldhúsaðstaða mun standa gestum til boða. Boðið verð- ur upp á ferðir með hraðbát sem eigendur gistiheimilisins eiga. Gistiheimilið að Kirkjubóli er staðsett innarlega í sveitinni og þar verða 3 tveggja manna herbergi. í herbergjunum er góð aðstaða til að hafa með sér börn. Boðið er upp á morgunmat, hálft fæði eða fullt fæði. Einnig er boðið upp á grænmetisfæði fyrir þá sem það vilja. Lögð er áhersla á góðan heimilismat. Mjög skemmtileg aðstaða er í Norðfirði til gönguferða og annarra tómstundaiðkana. Má til dæmis nefna að hægt er að fá leigða hesta fyrir þá sem gaman hafa af að koma á hestbak. Fyrir golfáhugamenn er níu holu golfvöllur á staðnum, þá er hægt að bregða sér á sjó fara á sjóskíði eða stunda sjóstangaveiði. Einnig er í Norðfirði góð silungsá, þar sem tilvalið er að renna fyrir fisk. Þannig að það er enginn vandi að una sér í nokkra daga. Á veturna er svo mjög gott skíða- svæði á Oddskarði nteð góðri lyftu og skíðaskála sem opnaður var síð- ast liðinn vetur. Gott gönguskíða- svæði er svo um Kirkjubólsteig og inni í Fannardal. Nú er líka fyrirhuguð hótelbygg- ing alveg við sjóinn við aðalgötuna í Neskaupstað. Er það Magni Krist- jánsson skipstjóri, sem ætlar að standa fyrir þeim framkvæmdum. Að sögn Magna er ætlað að hótel- byggingin hefjist um mitt sumar. Áætlaður kostnaður við bygginguna er 30 milljónir og mun hún verða 805 fm. að flatarmáli. Hótelið kemur til með að hafa 24 manna gistirými og taka um það bil 200 manns í sæti í salarkynnum. Þau eru mjög rífleg miðað við gistirými. Þegar þetta hótel verður komið í gagnið ásamt því gistirými sem þegar er fyrir, er Norðfjörður mjög vel settur og getur tekið á móti mun stærri hópum af ferðamönnum en nú er. Sumargleðin er að leggja af stað að skemmta landsmönnum í allt sumar. SUMARGLEDINI STARTHOLUNUM - verður á ferðinni um allt land í sumar „Sumargleðin" byrjar hringferð sína um landið í Stapa næsta föstu- dag og á laugardag verður hún í nýja hótelinu á Selfossi. Þetta er í 16. sinn sem Sumargleðin starfar. Að þessu sinni hefur hópurinn verið stækkaður til að auka frekar fjölbreytni í skemmtidagskránni og verða 15 meðlimir í sumar. Diddú hefur gegnið til liðs við Sumargleð- ina, en auk hennar eru í hópnum Islandsmeistarar í freestyle-dansi, Svörtu ekkjurnar og Einar Bragi hljóðfæraleikari. Nú sem áður er það Ragnar Bjarnason sem er stjórnandi og höfundur skemmti- dagskrár, en aðrir meðlimir Sumargleðinnar eru Bessi Bjarna- son, Magnús Ólafsson, Hermann Gunnarsson, Carl Möllcr, Jón Sig- urðsson, Stefán Jóhannsson, Ey- þór Stefánsson og Svörtu ckkjurn- ar heita Eydís Eyjólfsdóttir, Elsa Yeoman og Ólafía Einarsdóttir, en Kolbrún Aðalsteinsdóttir er höfundurogstjórnandi dansatriða. Sumargleðin mun ferðast um landið allar helgar í sumar og fram á haust og skemmta sjálfri sér og öðrum. ABS Listasafn Háskólans: Sumarsýning að hefjast í Odda Nú fer að líða að því að Listasafn Háskóla Islands opni hina árlegu sumarsýningu á verkum í eigu safnsins. Að sögn Björns Th. VUNDER FOLLZ SPILAÍ ROXZY Hljómsveitin Vunderfoolz heldur tónleika í Roxzy, þann 3ja júlí, nk. Þar munu hljómsveit- armeðlimir bræða saman margar tónlistarstefnur og skapa sérstak- ar og skemmtilegar hljóðmyndir. Sveit þessa skipa Michael Dean Pollock, (fæddur í Kaliforníu og dreymdi á unga aldri um að verða indíánahöfðingi), Hlynur Höskuldsson, sem leikur á bassa, Magnús Jónsson á hljómborðum, Eyjólfur Jóhannsson á gítar, Jó- hanna Steinunn Hjálmtýsdóttir á raddbönd og Úlfar Úlfarsson á trommur. Þá hafa Vunderfoolz, eða Undrafíflin á íslensku nýverið hljóðritað eitt lag sem væntanlega verður til sölu beggja vegna Atl- antshafs innan óráðins tíma. phh Björnssonar, forstöðumanns safnsins, hafa malbikunarfram- kvæmdir staðið yfir á bílastæði Odda, húsi Félagsvísindadeildar þar sem safnið er til húsa, og mun sýningin verða opnuð þegar þeim er lokið. Listasafn HÍ varstofnaðárið 1980, en þá höfðu hjónin Ingibjörg Guð- mundsdóttir og Sverrir Sigurðsson lagt grunninn að safninu með mikilli listaverkagjöf. Það voru alls 115 listaverk eftir Þorvald Skúlason, auk 25 málverka eftir aðra merka lista- menn. „Safnið er eiginlega nýlistarsafn, við leggjum áherslu á að kaupa verk eftir samtíðamenn, og hefur safnið keypt 81 verk sem unnin eru eftir 1980,“ sagði Björn Th. Björnsson í samtali við Tímann. „Safnið fær árlega 1% byggingarkostnaðar Há- skólans til rekstrar og kaupa á lista- verkum og á safnið nú um 400 verk. Auk þess berast safninu gjafir, nú síðast í tilefni þess að Þorvaldur Skúlason hefði orðið áttræður í ár.. Þá gáfu Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sverrir Sigurðsson málverk eftir Þorvald frá árinu 1947 og Guð- munda Andrésdóttir færði safninu verk eftir sjálfa sig. Þá hafa Haf- steinn Austmann og Ríkharður Valtingojer báðir gefið safninu verk nýverið." Varðandi starfsemi safnsins sagði Björn, að fyrir utan sýninguna í Odda, sýndi það stöðugt málverk í Skólabæ, Suðurgötu 26, auk annarra sýninga sem safnið stæði fyrir. Sýningu í Odda lýkur síðan um miðjan október. phh Þæreru meiriháttargóðarnýju Goðapylsumar á grillið eð’í pottinn og svo og bragðið þaðhrífur já minnamánúsjá. líka í veislumar 'TfTl rr rr í y- 9 b rr * --i- 4 á A- -=—u U L1 1 l l v \-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.