Tíminn - 26.06.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.06.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 26. júní 1986 Stórgróöi af ferðamönnum: Gróðinn meiri en kostnaður landans - tæplega hundrað þúsund ferðamennn komu í fyrra Misjafnlega gengur að lækka taxtana - sumir hafa hækkað Hitaveiturnar: í tengslum við kjarasamninga Al- þýðusambandsins og atvinnurek- enda í byrjun árs samþykkti ríkis- stjórn að beita sér fyrir 7% lækkun á ýmsum töxtum opinberra þjón- ustuaðila. Hitaveitutaxtar voru eitt af því sem lækka átti samkvæmt þeirri samþykkt. Hins vegar er svo að sjá að eftirlit með þeim lækkunum hafi ckki verið sem skyldi, því sumar hitaveitur hafa óbreytt gjöld, aðrar hafa lækkað taxtana, en enn aðrar hafa hækkað þá. í þessu sambandi má nefna að hlutfallslegar breytingar á tímabilinu 1. feb. 1986 til 1. maí 1986 eru frá Gjaldeyristekjur af þjónustu við erlenda ferðamenn voru rúmlega þrír milljarðar króna árið 1985. Aukning frá 1984 er því um nítján prósent. Inn í þessari tölu eru ekki „duldar gjaldeyristekjur" en með þeim áætluðum er líklegt að gjald- eyristekjurnar hafa verið 3,5 mill- jarðar króna. Tekjur íslenskra flugfélaga af far- Athugasemd Vegna frétta Tímans í gær, þar sem sagt var frá innbroti í tollvöru- geymslu í Hafnarfirði, skal tekið fram að innbrotið var framið í geymslur hjá skipafélaginu Ok. 9,4% lækkun og upp á ca. 55-60% hækkun. Hitaveita Suðurnesja hefur staðið sig betur en aðrar hitaveitur í að lækka því þar nemur lækkunin um 9,4% en hins vegar hefur hitaveitan á Rangá hækkað taxta sína um 57,7%. Meðfylgjandi tafla sýnir breytingar á töxtum frá hitaveitun- um. Þess má geta að villa læddist inn í töfluna frá Orkustofnun um gjald frá hitaveitu Selfoss og taka skal hlutfallstölum þar með varúð. Á Suðureyri urðu breytingar á rekstri hitaveitunnar og því er ekki hægt að sjá marktækan mun þar. ABS Minjagripaverslun í Reykholti Frá Magnúsi Magnússyni, fréttaritara Tímans í Borgarfirði: Fyrir sköminu opnaði ný minjagripaverslun í Reykholti. Það eru þær Ósk Guðlaugsdóttir og Þórný Eiríksdóttir, sem reka verslunina. Hafa þær m.a. á boðstólum ullarfatnað, ýmisskonar minjagripi og pilsner, en verslunin er í kráarstíl, mjög smekklega útbúin. Tímamynd-MM gjöldum erlendra ferðamanna milli lslands og umheimsins hafa verið lauslega áætlaðar 1340 milljónir króna, árið 1985. Gjaldeyrissala banka vegna ferða- kostnaðar íslendinga í fyrra var tæplega 3,2 milljarðar. Það er því ljóst að íslendingar geta státað af því að tekjur af viðskiptum við erlenda ferðamenn hafi nú í fyrsta skipti numið hærri upphæð en íslendingar notuðu til ferðalaga erlendis. Ef litið er til gjaldeyriskaupa bankanna vegna erlendra ferða- manna í fyrra kemur í ljós að lang mest var keypt af dollurum, eða fyrir 943 milljónir króna. Vestur þýsk mörk voru keypt fyrir 204 milljónir króna, sterlingspund fyrir 169 mill- jónir króna og danskar krónur fyrir 126 milljónir krona. Minna var keypt af öðrum gjaldmiölum. Þeir ferðamenn sem færðu með sér gjaldeyrinn til landsins voru alls rúmlega 97 þúsund. Flestir voru frá Bandaríkjunum, eða 31.633. Danir, Bretar og Þjóðverjar voru um tíu þúsund, en aðrar þjóðir færri. Síðastliðinn þrjú ár hefur aukning mælst upp á 34,2 próstent, og varð milli áranna '84-’85 um fjórtán prósent. -ES , Norðurlandamótið í bridge: Island komið í annað sæti Islenska karlaliðið á Norður- landamótinu í bridge er í öðru sæti eftir 7 umferðir en hefur að vísu lokið leikjum sínum við Finna og Færeyinga. Kvennaliðið er í 5. sæti. I 6. umferð spilaði ísland við Færeyjar í opnum flokki og vann 25-7, og í 7. umferð vann ísland Finnland, 17-13. Svíþjóð vann Noreg naumlega, 16-14 í 7. umferð meðan Danir unnu Færeyinga 25-0. Normenn töpuðu líka leik sínum í 6. umferð, gegn Dönum 19-11. Kvennaliðið vann Dani, 18-12 í 6. umferð og tapaði síðan fyrir Norðmönnum, 3-25. í samtali við Tímann sagði Björn Theódórsson að liðið hefði spilað ágætlega í leiknum við Finna í gær, og raunar Færeyinga líka. Þó mót- staðan væri ekki mikil. Björn leyfði sér líka að leika sér með uppstill- ingar í Færeyingaleiknum, Jón Baldursson og Þórarinn Sigþórsson spilað saman einn hálfleik, á móti Sigurði Sverrissyni og Sævari Þor- björnssyni. I leiknum við Finna spilaði Sævar annan hálfleikinn gegn Sigurði. Staðan er nú sú í opnum flokki að Danir eru með 133 stig, ísland 122, Svíþjóð 116, Noregur 115, Finnland 98 og Færeyjar 32. í kvennaflokki eru Norðmenn efstir með 130 stig, Svíþjóð 113, Finn- land 109. Danmörk 96 og ísland 87. I dag spilar karlaliðið við Dani og Svía. Mótinu lýkur á föstudag og er lokaleikur íslenska liðsins við Norðmenn. GSH BREYIINGAR Á GJALDSKRÁM HITAVEITNA FRÁ 1. FEB. 1986. Áburðarverksmiðja ríkisins: Vatnsgjöld í maí Hlutfallsleg hækkun % --------------- Fasta- frá 1. feb. - 1. maí kr/mín.l gjald --------------------------- kr/rúmm á ári á ári rúmm mín.l fastagj. Hitav. sem hafa lækkaö: Reykjavik 18.60 4930 2040 -7.0 -6.8 -3.e Seltjarnarnes 5724 1404 -7.0 -7.1 Mosfellshreppur 18.60 4860 1920 -7.0 -6.9 -7.0 Suðurnes A5.00 11760 1920 -8.2 -0.0 -9.4 Akranes og Borgarfjörður 81.50 19680 -7.0 -6.8 Hvammstangi 28.30 7368 3684 -6.9 -7.0 -7.0 Sauðárkrókur 15.00 3996 -6.3 -7.0 Siglufjörður 62.04 15144 -7.0 -7.0 Blönduós 41.10 10008 900 -4.4 -5.0 0.0 Ólafsfjörður 3540 2100 -3.0 -2.8 Akureyri 56.00 3000 -3.4 0.0 Egilsstaðir og Fellar 41.85 11100 -6.0 -7.0 Flúðir 2664 4812 -7.1 -7.0 Eyrar 42.30 5232 -3.0 -3.1 Þorlákshöfn 54.60 13044 -5-0 4.5 Hitav. með óbr. gjaldskrá: Bessastaðahreppur 37.25 2304 0.0 0.0 Kjalarneshreppur 38.00 1620 0.0 0.0 Reykhólar 3060 1800 0.0 0.0 Dalvik 16.60 3936 612 0.0 0.0 0.0 Hrísey 5724 3180 0.0 0.0 Brautarholt 1728 1728 0.0 0.0 Hveragerði 3672 2208 0.0 0.0 Hitav. sem hafa hækkað: Suðureyri * 92.90 9282 16.3 Húsavik 20.10 3828 1680 21.1 20.8 -15.7 Reykjahlið (á rúmm. húss) 30.84 7128 20.0 20.0 Vestmannaeyjar 52.00 4020 2.0 15.9 Rangá 66.00 18600 4200 15.8 19.2 57.7 Laugarás 3996 2.5 Selfoss 20.00 5505 2560 61.3-" -63t9- -62t» * = Breyting úr hemlagjaldi í rúmmetragj. Sjálfvirkni leysir starfsmenn af hólmi „Uppsagnir þær sem koma til framkvæmda á starfsfólki áburðar- verksmiðjunnar eru nær eingöngu vegna sjálfvirks sekkjunarútbúnaðar sem verið er að kaupa og það leysir þau verk af hólmi sem eru hvað erfiðust, svo sem að rogast með 50 kg. poka fram og aftur, og það eru fáir starfsmenn sem stoppa lengi við í slíkum störfum," sagði Bjarni Helgason stjórnarmaður Áburðar- verksmiðjunnar. Um skuldir verksmiðjunnar sem hafa verið í fréttum að undanförnu sagði Bjarni að þær væru ekki meiri nú en undanfarin ár, jafnvel þvert á móti. Áburðarverksmiðjan hefði alltaf þurft að taka erlend lán því henni hefði ekki staðið íslensk lán til boða vegna þess að enginn íslenskur aðili vildi lána í svo langan tíma, sem þeir þyrftu á að halda, vegna þess að þeir lánuðu síðan sínum viðskipta- mönnum áburðinn í langan tíma. Bjarni sagði að ýmsar hagræð- : ingarráðstafanir hefðu verið gerðar að undanförnu í Áburðarverksmiðj- unni og væru hertar greiðslur frá viðskiptamönnum einn liður í því. Annar liður væri síðan breyting á framleiðslu verksmiðjunnar, því í ráði væri að hætta framleiðslu á a.m.k. tveimur tegundum áburðar, græðis 2 og græðis 3 og væri það aðallega gert vegna þess að aðrar framleiðslutegundir væru mjög líkar þeim og því óþarfi að framleiða svo margar svipaðar tegundir. Hins veg- ar væri verið að prófa framleiðslu á nýjum tegundum áburðar m.a. hefði verið blandaður sérstakur áburður fyrir bændur í Eyjafirði í fyrra. Þessar ráðstafanir miðuðu allar að því að létta skuldabirgði erlendra skulda, en Bjarni sagði að verk- smiðjan ætti fyrir afborgunum af erlendum skuldum jafnt nú sem áður. Tíminn hafði samband við trúnað- armenn trésmiða í Áburðarverk- smiðjunni en trésmiðir og verka- maður sem með þeim vinnur hafa allir fengið uppsagnarbréf auk um 20 annarra starfsmanna sem vinna við sekkjun. Trésmiðir hjá verk- smiðjunni hafa séð um allar viðgerð- ir og nýsmíðar þegar hefur þurft á þeim að halda og eru 5 trésmiðir fastráðnir og einn verkamaður. „Það er ekki hagræðingaratriði í mínum augum að segja upp trésmið- unum. Við höfum engar skýringar fengið á því hverjir eiga að taka við störfum okkar, en það er alveg ljóst að einhver verður að gera það. Við getum ekki séð að það yrði kostnað- arminna að ráða verktaka í þessi verkefni hér. auk þess sem enginn verktaki myndi bjóða í sum þau verk sem við þurfum að vinna hér," sagði trúnaöarmaðurinn. Trésmiðir í Áburðarverksmiðjunni vinna nú að nýsmíði á færibandagangi sem flytur áburð frá framleiðslustað til sekkj- unar, en gangur þessi er um 60 m löng brú. Einnig vinna þeir við að einangra skemmuloft og að viðgerð- um en þessum nýsmíðum verður ekki lokið þegar uppsagnir þeirra koma til framkvæmda 1. september. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.