Tíminn - 15.08.1986, Side 3
Föstudagur 15. ágúst 1986
Tíminn 3
Guðmundur Lárusson:
Óánægja með
reglugerðina
- meðal kúabænda á Suðurlandi
Kúabændur á Suðurlandi cru
margir hverjir óánægðir með þá
heimild nýrrar reglugerðar um bú-
mark og fullvirðisrétt, að hægt verði
að úthluta nýju búmarki og telja það
vera í miklu ósamræmi við þá sam-
þykkt Stéttarsambandsfundarins á
Hvanneyri þar sem samþykkt var að
ekki yrði úthlutað nýju búmarki að
svo stöddu: „Ég vil fá að vita hvað
hefur farið úrskeiðis á leiðinni frá
Hvanneyri til landbúnaðarráð-
herra“, sagði Guðmundur Lárusson
formaður félags kúabænda á Suður-
landi er Tíminn innti hann eftir
viðbrögðum við hinni nýju reglu-
gerð.
Guðmundur sagði ennfremur, að
Stéttarsambandsfundurinn hefði fal-
ið stjórn Stéttarsambandsins að
koma athugasemdum við reglugerð-
ina á framfæri og landbúnaðarráð-
herra hefði lýst því yfir í ræðu og riti
að hann væri fylgjandi þvf að laus
fullvirðisréttur færi til þeirra bænda
sem væru fyrir en ckki til þeirra sem
væru að hefja búskap. Á þessum
forsendum vöknuðu spurningar um
það af hverju þetta væri kontið í
reglugerð sem Stéttarsambandið er
síðan látið framfylgja í gegnum
Framleiðsluráð landbúnaðarins. Það
væri líka hætta á, að álit fólks á
Stéttarsambandinu vcikist þegar það
framfylgdi reglugerð sem ekki er í
samræmi við vilja fulltrúa bænda.
Guðmundur býr félagsbúi ásamt
bróður sínum að Stekkum og þeir
kláruðu fullvirðisrétt sinn í mjólk-
urframleiðslu í lok júní. Fullvirðis-
réttur þeirra var samtals urn 110
þúsund lítrar en verður um 104
Guðmundur á Stekkum stendur hér í fjósinu sem hann á ásamt bróður sínuni. Fjósið tekur 40 kýr en síðan um '
áramót hefur þeim vcrið fækkað uin 6, samt luku þeir fullvirðisrétti sínum í lok júnímánaðar og horfur eru á að þcir
þurfi enn að draga saman á komandi vcrðlagsári. (Tímmnynd-Péiur)
þúsund lítrar næsta verðlagsár. Þeir
fengu samtals útborgað um 35 þús-
und krónur fyrir mjólkurinnlögn fyr-
ir júlímánuð, en bændur fá um 4,60
fyrir hvern mjólkurlítra sem er unt-
fram fullvirðisrétt en þó innan
búmarks.
Aðspuröur um það af hverju
bændur hættu ekki að leggja mjólk
sína inn í mjólkursamlögin fyrir
þetta verð, sagði hann að bændur
væru ekki að hella niður mjólk og
tapa kannski nieð því hluta fullvirð-
isréttar svæðisins í framtíðinni, auk
þess sent það skapaði neytendum
mikla erfiðleika, en bændur hefðu
ekki hugsað sér að fara í stri'ð við
neytendur, heldur þvert á móti. ABS
Eyði-Sandvík:
Fara 20 þúsund
lítra framyfir
Sigurður Guðmundsson og Eygló
Gunnlaugsdóttir í Eyði-Sandvík
verða búin að framleiða og afhenda
í mjólkurbú Flóamanna hátt í 20
þúsund lítra af mjólk sem er umfram
fullvirðisrétt þeirra áður en verðlags-
árinu lýkur. Búmark þeirra er um 84
þúsund lítrar en fullvirðisrétturinn
var síðasta ár um 66 þúsund lít'rar og
í byrjun júní voru þau komin yfir
mörkin. Á komandi verðlagsári
verður rétturinn um 64 þúsund
Iítrar.
„Við vorum áður með 80 þúsund
Skoðanakönnun
Coldwater:
Bandaríkja-
menná
móti vís-
indaveiðum
lítra fullvirðisrétt svo að það er í
raun búið að skera hjá okkur um
20% á stuttum tíma og enn á að
skera. Það vita það allir sem eru í
búskap að árin reynast misjafnlega
vel til búskapar og Suðurland kemur
mjögilla út í viðmiðurninni, þar sem
aðeins er tekið tillit til eins árs,“
sögðu Sigurður og Eygló. Þau voru
sammála Guðmundi á Stekkum um
að þótt bændur gæfu mjólkina
nánast í afurðastöðvarnar eftir að
þeir lykju fullvirðisréttinum, þá
þýddi ekkert að hella niður, nema
þá að víðtæk samstaða næðist um
það hjá bændum alls staðar á land-
inu. Þau sögðu einnig að reglugerðin
sem nú er nýútkomin „væri jafn
vitlaus og hin“. Samkvæmt eldri
reglugerðinni fengu þeir bændur
mest, sem höfðu mest fyrir og aukaút-
hlutanirnar vegna þess hve seint hún
kom hefðu verið þannig líka. „Það
fór sama prósentan á alla hvort sem
þeir höfðu lítið eða mikið fyrir, en
þeir sem mest höfðu voru þeir sem
ekki sýndu neinn lit á því að draga
saman samkvæmt nýju lögunum og
nýja reglugerðin er í þessum sama
anda,“ sögðu Sigurður og Eygló.
ABS
m ■
■*.>■>. y
* 'VX ’.'V
.
rA.V'/.AV;
Sigurður Guðmundsson og Eygló Gunnlaugsdóttir í Eyði-Sandvík
Tímamynd: Pétur
Kreditkort hf:
Boðiðuppá
Euro-kredit
Kreditkort hf. hafa nýverið undir-
ritað samninga við nokkur fyrirtæki,
sem þessir aðilar telja að brjóti blað
í sögu kreditkortaviðskipta hér á
landi. I stuttu máli gerir samningur-
inn ráð fyrir því að handhafi kredit-
korts geti annað hvort borgað eftir-
stöðvar greiðslu með reglulegum
mánaðarlegum afborgunum, eða í
vissum tilfcllum keypt vöruna með
framvísun kerditkorts, og borgað
hana síðan með reglulegum afborg-
unum.
Segja forráðamenn Kreditkorta
h£ að Euro-krcdit, eins og þessi
viðskipti eru kölluð, komi þannig í
stað almennra skuldabréfaviðskipta
og einfaldi fólki yfirlit yfir þær
afborganir sem það hefur samið um
að greiða. Mætti segja að fyrirtækin
lánuðu, en Kreditkort hf ábyrgðust
greiðslur, og vanskilaáhættan færist
þannig yfir á Kreditkort hf.
Vextir af skuld væru reiknaðir út
frá hæstu lögleyfðu vöxtum eins og
þeir eru á hverjum tíma.
Þau fyrirtæki sem samning hafa
gert við Kreditkort hf nú, eru Flug-
leiðir hf, Brimborg hf, en það er
umboð fyrir Daihatsu bifreiðar,
Teppa- og Dúkaland og Radíóbúð-
in.
phh
Happdrætti:
Lukkupottur
Hlaðvarpans
Súsanna Svavarsdóttir framkvæmdastjóri Hlaðvarpans og Guðrún Jónsdóttir
formaður sjóðsstjórnar (t.h.) við bílinn sem sá heppni hlýtur.
Niðurstöður skoðanakönnunar
sem Gallup stofnunin gcrði fyrir
Coldwater Seafood í Bandaríkjun-
um á viðhorfi Bandaríkjamanna til
íslendinga og hvalveiða þeirra var
birt í DV í gær. Könnunin var gerð
dagana 11.-18. nóvember 1985 og
úrtakið var 1008 manns 18 ára og
eldri.
í Ijós kom að 77% aðspurðra
sögðust ekki vera hlynntir því að
íslendingar „veiddu og dræpu 200
hvali á ári fram til ársins 1989 í
vísindaskyni." Þá sögðust 42% að-
spurðra vera tilbúnir til að bindast
samtökum um að hætta viðskiptum
við fyrirtæki sem selja íslenskan fisk
og 37% sögðust mundu halda áfram
að borða fisk frá íslandi. Ekki kemur
fram í greinargerð DV hvort spurt
var hve stór hluti aðspurðra borðaði
yfirleitt fisk, eða hvort viðhorf þeirra
sem borða fisk reglulega eru öðruvísi
en heildarinnar.
Loks kom f Ijós að 52% aðspurðra
höfðu ekki heyrt minnst á hvalveiði-
bann Alþjóða hvalveiðiráðsins, en
44% höfðu vitneskju um það. -BG
Styrktarsjóður Hlaðvarpans efnir
nú til happdrættis og mun ágóða
þess varið til styrktar listamönnum,
annars vegar í formi styrkja til
tveggja listamanna á ári og hins
vegar mcð uppbyggingu aðstöðu
handa listamönnum í Hlaðvarpan-
um, þar sem rekin verður félags- og
menningarmiðstöð með herbergjum
sem listamenn geta lcigt á hóflegu
verði í ákveðinn tíma.
Vinningur í þessu happdrætti er
Nissan Sunny Coupé, árgerð 1987
og kostar hann 470 þúsund en miða-
verð er krónur 1000,- og útgefnir
miðar sömuleiðis eitt þúsund. Að-
eins verður dregið úr seldum miðum
og verður það gert í beinni útsend-
ingu á Rás 2 um leið og allir miðar
hafa selst. Miöar verða til sölu í
Hlaðvarpanum, íbifreiðinni þarsem
hún verður til sýnis í miðbænum og
einnig í sýningarskála Ingvars
Helgasonar sem flytur bílinn inn.
Þessi tegund mun vera ný á mark-
aðnum, aðeins hafa komið 4 slíkir til
landsins.
Guðrún Jónsdóttir er formaður
sjóðsstjórnar þeirrar sem fjármagna
mun styrki til listamanna. Hún sagði
að sjóðsstjórn tilnefndi 5 manna
nefnd til að velja styrkþega og í
henni verða fulltrúar leiklistar, tón-
listar, bókmennta og myndlistar auk
oddamanns úr sjóðstjórn. Bæði karl-
ar og konur eiga möguleika á styrk
(Tímamynd Gísli Kgill)
og einu kröfurnar sem gerðar eru,
eru þær að listamaðurinn hafi verið
í námi eða starfaðað list sinni f 5 ár.
Happdrætti þessu verður fram
haldið með santa hætti strax og leyfi
fæst fyrir næsta flokki og verður þá
einnig bíll í verðlaun.
ABS