Tíminn - 15.08.1986, Síða 8
8 Tíminn
Föstudagur 15. ágúst 1986
llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllliiillllllllllllllllllllllll
MOLAR
Markavélin Kristín Arnþórsdóttir fagnar hér gífurlega eftir að hafa fært Valsstúlkunum forystu í viðureigninni við KR í gærkvöldi. Tímamynd-Pctur)
íslandsmótiö í knattspyrnu kvenna- 1. deild:
Auðveldur Valssigur
Valsstúlkurnar þurftu ekki að hafa
vcrulega fyrir sigri sínum á KR-
stúlkunum á KR-velli í gærkvöldi.
Lokatölur uröu 5-0 fyrir þær rauð-
klæddu en hefði getað orðið stærri ef
öll færi hefðu nýst. Rað cr nú Ijóst
að Valsstúlkurnar eru íslandsmcist-
arar í I. deild kvenna þetta árið. Þar
að auki spila þær til úrslita í bikar-
keppninni gegn Breiðablik þann 30.
ágúst.
Paö var markamaskínan Kristín
Arnþórsdóttir sem kom Valsstúlk-
unum yfir 1-0 rétt fyrir leikhlé. Þá
hafði leikurinn verið einstefna að
marki KR og nokkur góð tækifæri
farið í súginn. Sérlega var Ingibjörg
Jónsdóttir iðin við að klúðra.
Valsstúlkurnar höfðu goluna í
bakið í seinni hálfleik og sóttu
látlaust. Ragnhildur Sigurðardóttir
skoraði annað markið er langt var
liðið á hálfleikinn og síðan kontu
mörk á færibandi í lokin. Ragnhcið-
ur Víkingadóttir, Ingibjörg og
Bryndís Valsdóttir skoruðu góð
mörk. Sigurinn öruggur og Vals-
stúlkurnar þær bestu á íslandi í dag.
í sólina með Völsurum
Ferðaskrifstofan Útsýn í sam-
vinnu við Valsmcnn hefur ákveðið
að efna til hópferðar í leik Vals og
Juventus í Evrópukeppni meistara-
liða sem fram fer í Tórínó þann 17.
september. Mun ferðin. sem stendur
í viku. sameina boltaleik og bað-
HM kvenna í körfu:
Eitt og annað
■ Jaðarsmótið í golfi 1986 vvrð-
ur haldiö hjá Golfkhibhi Akur-
eyrar uni hclgina, en þetta er í 17.
skipti sem mótið er haldið.
Að þessu sinni veröur kcppt í
þremur flokkum, unglingaflokki,
karlaflokki og kvennaflokki, og
verða leiknar 36 holur með og án
forgjafar. Keppnin hefst á laugar-
dag kl. 8.
Völlurinn að Jaðri er nú eins
og hann gerist bestur og er reikn-
að með mikilli þátttöku að venju
víösvegar af landinu. Skráningu
lýkur kl. 20 á föstudagskvöld og
er tekiö við skráningum að Jaöri
í síma(96) 22974.
■ Félagar í Golfklúbbi Selfoss
hafa í sumar unnið að gcrð nýs
golfvallar í landi Laugdæla,
scm er í næsta nágrenni hæjarins.
Nú þcgar hafa níu holur verið
teknar í notkun og myndarlegur
golfskáli hefur einnig risiö á
svæðinu. Þá er mótahald komið
á fulla ferð og nk. laugardag
heldur klúbburinn sitt árlega Hit-
achi-mót á vellinum. Þar eru
sigurverðlaunin sérlega glæsilcg
og sá sem fer holu í höggi fær
myndbandstæki og sjónvarp að
launum. Byrjað verður að ræsa
kl. 8:30 og 13:00 og hægt er að
panta rástíma í síma 99-1957 milli
kl. 13 og 19 á föstudaginn. Öll
verðlaun mótsins eru gcfin af
umboðsmanni Hitachi á íslandi
sem er Radíostofa Vilbergs og
Þorsteins í Reykjavík.
Stefnir í hörkuleik
Það stefnir allt í það að sovésku
og bandarísku stúlkurnar muni mæt-
ast í úrslitaleiknum á HM kvcnna í
körfuknattleik sem nú stendur yfir í
Sovétríkjunum. Þær sovésku unnu
stóran sigur í síðasta lcik sínum í
riðlakeppninni en þær rúlluðu upp
stúlkunum frá S-Kóreu 90-41. Þar
með unnu þær sovésku sinn riðil
með fullu húsi. Bandarísku stúlkurn-
ar unnu þær kínversku 99-74 í loka-
leik sínum í hinum undanriðlunum
og komust þar með ósigraðar í
gegnum sinn riðil.
Undanúrslitin fara fram í dag og
spila annars vegar Sovétríkin og
Tékkar en þær tékknesku unnu Ung-
verja létt og náðu öðru sæti í banda-
ríska-riðlinum og hins vegar Banda-
ríkjamenn og Kanada en Kanada
þurfti framlengingu til að vinna
brasilísku stúlkurnar 82-75 og hafna
í öðru sæti á eftir þeim sovésku.
strandarferð fyrir lágt verð. Farið
verður til Lignano þann 11. sept-
ember og verður legið í sól í fimm
daga en dvalið verður tvo daga í
Tórínó á meðan á leik stendur.
Verðið er 24.000.- krónur og eru
innifaldir í verðinu miðar á leik
Juventus og Vals. Þá er auðvelt að
framlengja dvölinni á Lignano eða
dvelja í London á heimleiðinni og
t.d. fylgjast með leik Arsenal og
Oxford þann 20. september.
Það þarf ekki að geta um hversu
mikil stemmning það er að fylgjast
með Juventus á þeirra eigin heima-
velli með stjörnurnar Platini og
Laudrup í fínu formi. Þá veitir
Valsmönnum ekki af stuðningi.
■ Tvö ensk lið spiluðu æfinga-
leiki í knattspyrnu á Spáni í
vikunni. Liverpool gerði marka-
laust jafntefli gegn Real Sociedad
fyrir framan um 20 þúsund áhorf-
endur og Manchester City tapaði
fyrir Valencia 0-2 í Valencia fyrir
framan álíka fjölda fólks. Valcnc-
íumenn skoruðu á síðasta stund-
arfjórðungi leiksins. Fyrst Fenoll
og síðan Munoz.
■ Kanadamaðurinn Ben
Johnson, fljótasti maður þessa
árs vann enn einn sigurinn á Carl
Levvis á móti í Sviss í vikunni.
Þetta er þriðji sigur Johnsons á
Lcvvis á þessu sumri og kom hann
í mark á 10,03 sekúndum en
annar varð Nígeríumaöurinn Chidi
Intoh á 10,22. Levvis varð að láta
sér nægja þriðja sætið á 10,25
sekúndum Levvis á við meiðsl að
striða og ákvað á síðustu stundu
að keppa á inótinu.
■ Spænska knattspyrnuliðið
Real Murcia keypti um daginn
Alsírmanninn Lakhdar Bclloumi
sem talinn er langbesti leikmað-
urinn fyrir Alsír þrátt fyrir að
vera aðcins 27 ára. Það eru reglur
í Alsír að leikmenn mega ekki
fara í atvinnumennsku fyrr cn
þeir eru 28 ára en Belloumi fékk
undanþágu. Hann hefur gert eins
árs samning við Murcia og vonast
til að vekja athygli stærri liðanna
á sér. Murcia kom uppúr 2. deild
á síðasta keppnistímabili.
■ Nágrannafélögin Atletico
Madríd og Real Madríd spiluðu
opnunarleikinn í fjögurra liða
knattspyrnumóti á Spáni í vik-
unni. Atlctico sigraði 3-1 í hörku-
leik. Butragueno skoraði fyrst
fyrir Real en Prieto, Setien og
Salinas gerðu út um leikinn. Sant-
os frá Brasilíu og Sao Paulo
einnig frá Brasilíu eru hin liöin í
mótinu.
■ NúhefurveriðákveðiðaðHM
í sundi verði haldið í borginni
Perth í Ástralíu árið 1990. HM
fer fram á fjögurra ára fresti og
er nú haldið í Madrid á Spáni og
hefst á sunnudaginn.
■ Fyrrum landsliðsmaður V-
Þjóðverja, Juergen Milewski hef-
ur orðið að hætta knattspyrnu-
iðkunn þrátt fyrir að vera aðeins
28 ára. Hann hefur átt við þrálát
meiðsl að stríða og er nú svo
komiö að hann verður að hætta.
Milewski spilaði með St. Etienne
í Frakklandi en hafði hug á að
spila í Þýskalandi á ný á þessu ári.
Því miöur verður ekki af því.
■ Amsterdam-borg licfur
ákveðið að meina enskum liðum
að keppa á leikvöngum í borg-
inni. Þetta er gert eftir að mikil
ólæti brutust út í Amsterdam er
Manchester United kom þangað
í heimsókn um daginn. Mun bann
þetta gilda í ótiltekinn árafjölda.
Opna Coca-Cola-golfmótiö:
Haldið í 25 sinn
- elsta opna golfmótið á landinu
Þeir hafa unnið að skipulagningu Coca-Cola mótsins. Hallgrímur Ragnarsson
markaðsstjóri Kók á íslandi, Ottó Pétursson frá Golfklúbbi Ness, Pétur
Björnsson forstjóri Kók og Sigurður Runólfsson forinaður GN.
Tímamynd: Sverrir
Nú um helgina verður Opna Coca-
Cola mótið haldið hjá Golfklúbbi
Ness. Mótið var fyrst haldið 1961 og
er því 25 ára. Er þetta fyrsta og
jafnframt elsta opna golfmót
landsins. Fyrstu árin var það haldið
á golfvellinum í Öskjuhlíð en er
hann var lagður niður, var það flutt
í Grafarholt og síðar á Nesvöllin þar
sem það er nú haldið.
Þetta mót braut blað í golfsögu
landsins því áður höfðu kylfingar úr
hinum ýmsu klúbbum ekkert tæki-
færi til að keppa innbyrðis að lands-
móti undanskildu. Skömmu síðar
var einnig efnt til Coca-Cola keppni
hjá hinum tveim klúbbnum sem þá
störfuðu, Golfklúbbi Akureyrar og
Golfklúbbi Vestmannaeyja.
Keppt verður með og án forgjafar
og er þátttaka öllunt heimil, ungum
jafnt sem öldnum, konum sem
körlum, innlendum sem erlendum.
Sérstök aukaverðlaun verða í boði
fyrir þann scm fyrstur fer holu í
höggi á 6. braut. Er það 200 kassar
af hressandi Coca-Cola en hingað til
hefur engum tekist að krækja í þessi
verðlaun. Einnig verða veitt verð-
laun fyrir að slá næst holu á sömu
braut og fyrir að slá lengsta teigar-
högg á 3. braut og ef vallarmet
verður slegið á 9 eða 18 holum, sér
fyrir karla og konur.
Kvennaknattspyrna:
Blikar unnu Þór
Tveir adrir leikir voru í 1. deild
kvenna í knattspyrnu i gærkvöldi fyrir
utan leik KR og Vals. Blikastúlkurnar
fóru til Akureyrar og unnu Þór 3-2 í
spennandi leik. Ásta B. Gunnlaugsdótt-
ir, Ásta M. Reynisdóttir og Svava
Tryggvadóttir skorudu fyrir Blika en
Anna Einarsdóttir og Eydís Benedikts-
dóttir fyrir Þór. Þá unnu Keflvíkingar
Hauka 8-0 í Hafnarfirði.