Tíminn - 19.08.1986, Page 2
2 Tírriinn i
Þriðjudagur 19. ágúst 1986 j
Landbúnaöur:
coopw
Innbrot:
Þjófaráferð
- litlu stolið
Innbrotsþjófar voru á ferð í Síðu-
múla í Reykjavík á sunnudag. Byrj-
uðu þeir á því að brjótast inn í
Múlakjör, matvöruverslun í Síðu-
múla 8 en síðan var brotist inn hjá
Þjóðviljanum. Ekki höfðu þjófarnir
mikið upp úr krafsinu, því litlu var'
stoliðábáðumstöðum. Aðfaranótt
laugardags var einnig brotist inn í
Fylkisheimilið en þar var ekki heldur
um stjórþjófnað að ræða.
Stykkishólmur:
BÍLL
VALT
- tveir Rússar
slösuöust
Bíll valt stutt frá Stykkishólmi
á laugardagsmorguninn. í bílnum
voru þrír Rússar og slösuðust
ökumaður og farþegi í framsæti
en farþegi í aftursæti slapp ó-
meiddur. Hinir slösuðu voru
fluttir með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar til Reykjavíkur og liggja
nú á gjörgæsludeild Borgarspítal-
ans. Mennirnir eru ekki lífshættu-
lega slasaðir, en hlutu rifbrot og
innvortis meiðsl. ABS
Þyrla flutti Rússana tvo á Borgar-
spítalann Tímamynd: Sverrir
ekki
„Stend
undir
fjárfestingum
- með þeim fullvirðisrétti sem mér er úthlutaður nú“
segir bóndi á Suðurlandi sem hóf búskap 1983
Jón Hólm Stefánsson hóf búskap
á Gljúfri, skammt frá Hveragerði
vorið 1983. Þá hafði jörðin urn 380
ærgildi. Jón fór fram á aukningu
búmarks upp í 700 ærgildi og síðan
breyttist búmarkið líka, þannig að
nú hefur jörðin 105 þúsund lítra
búmark í mjólk. Jón stækkaði fjósið
scm fyrir var á jörðinni með því að
bæta hlöðunni við og byggði síðan
stóran heymetisturn við hliðina.
Pláss er fyrir 45 geldneyti í fjósinu
og 32 kýr og fjósið er fullnýtt nú.
Fullvirðisréttur Jóns til mjólkur-
framleiðslu er hins vegar ekki nema
67 þúsund lítrar fyrir næsta ár svo að
stórt bil er á milli búmarks hans og
fullvirðisréttar. Þetta stóra bil má
rekja til þess að tveimur árum eftir
að Jón hefur búskap eru sett ný
búvörulög og með þeim er hætt að
taka tillit til búmarks, heldur fram-
leiðslu einstakra framleiðenda árið á
undan.
Tíminn átti leið um hlaðið á Gljúfri
nú fyrir skömmu og notaði tækifærið
og spurði Jón um framtíð búskapar
síns miðað við þessar aðstæður sem
hann er kominn í.
Jón sagði að fullvirðisrétturinn
hefði ekki háð sér entiþá, en hins
vegar sæi hann fram á að klára liann
í mars ’87 vegna þess að nú væri
hann loks kominn með þá fram-
leiðslueiningu sem hann hefði ætlað
sér að vera með. Fullvirðisrétturinn
fyrir þetta verðlagsár nægir honum
reyndar vegna þess að nyt fór úr
nokkrum kúm hjá honum í vetur.
Núna er framleiðslan hins vegar
orðin á bilinu 9-10 þúsund lítrar á
mánuði og hann á ekki von á því að
hún minnki. En af hverju fækkar
Jón ekki kúnum þannig að fram-
leiðslan hjá honum fari ekki yfir
fullvirðismarkið?
„Ég stækkaði fjósið upp í 32 kúa
fjós eftir að hafa talað við ábyrga
aðila sem fjalla um landbúnaðarmál
og mér var ráðlagt að byggja og
fjárfesta því það væri óhætt, hér á
mjólkurframleiðslusvæði sem er í
nágrenni mesta neyslusvæðis
landsins. Stuttu síðar eru sett lög
sem gera það að verkum að enginn
. reynist ábyrgur fyrir þessum fjárfest-
ingum sem ég hef farið út í nema ég
sjálfur. Ég hins vegar stend ekki
undir afborgunum af þeim nema
með þeirri framleiðslu sem gert var
ráð fyrir í upphafi. Ég er búinn að
fjárfesta fyrir um 12 milljónir með
jarðakaupum og byggingafram-
kvæmdum."
Jón sagði að hann vonaðist til að
fá aukningu á fullvirðisrétti hjá
Framleiðsluráði ef framleiðsluréttur
losnaði á hans búmarkssvæði, það
væri lítið annað hægt að gcra í bili,
hins vegar væri hann þannig skapi
farinn maður, að hann vildi standa
við það scm um væri talað og
jafnframt að staðið væri við þær
ráðleggingar sem hann hefði fengið
á sínum tíma þegar hann var að
hefja fjárfestingar. Þar sem stærsta
neyslusvæðið væri í hans nágrenni
og stærsta mjólkurbú landsins, væri
hann ekki sáttur við að fara á
hausinn með ailt á meðan á öðrum
svæðum á landinu væri verið að láta
menn hafa fullvirðisrétt í mjólk þar
sem skakkaföll hefðu verið í sauð-
fjárbúskap, t.d. á riðusvæðunum.
Þar væri eðlilegra að borga mönnum
kaup sem bætur, heldur en að láta
þá framleiða mjólk sem síðan þyrfti
annað hvort að flytja á neyslusvæðin
eða úr mjólkinni sé búið til smjörfjall
sem ekki selst. „Sunnlendingar búa
við hlið stærsta neyslusvæðisins og
það er spurning hversu lengi er hægt
að halda því svæði niðri m.t.t. hag-
kvæmni í landbúnaði. Landbúnað-
urinn hefur hingað til staðið í
ströngu við að halda landinu í byggð,
sem auðvitað er alger nauðsyn, en
landbúnaðurinn stendur ekki einn
undir því. Ég er reyndar hissa á hve
lítið hefur heyrst frá sveitarfélögum
á litlu þéttbýlisstöðunum varðandi
byggðamál, því þau eiga jú allt sitt
undir þeim atvinnugreinuni sem
halda byggð í landinu," sagði Jón að
lokum. ABS
Jón Hólm Stefánsson bóndi á Gljúfri. Í baksýn er fjósið og heymetisturninn.
(Tímamynd Pélur)
Síur í
flestar vélar
á góðu verði
Jámhálsi 2 Sími 83266 flORvk.
Pósthólf 10180
200 ára afmæli Eskifjarðar:
Allir lögðu hönd á plóg
Bæjarbúar settu upp eigin útvarpsstöð og dagblað
„Það eru allir að halda upp á
afmæli. „Til hamingju með daginn"
hljómaði hér út um allan bæ f
morgun, enda bæjarbúar í hátíðar-
skapi. Þaðmálíkasegjaaðallt hjálp-
ist að - veðrið er alveg yndislegt og
fyrirtækin í bænum gáfu almennt frí
í dag,“ sagði Hólmfríður Garðars-
dóttir, framkvæmdastjóri fyrir
undirbúningi 200 ára afmælishátíðar
Eskifjarðar.
Hátíðahöldin byrjuðu raunar á
laugardaginn með útitónleikum og
hljómsveitarkeppni og síðan geysi-
fjölmennum og fjörugum dansleik
um kvöldið. Á sunnudagskvöldið
fjölmenntu Eskfirðingar að mikilli
brennu inni í dal, þar sem eldiviður-
inn var að miklu leyti timbur og dót
úr gömlum húsum og kofum sem
fjarlægðir hafa verið í mikilli fegrun-
ar- og hreinsunarherferð sem Esk-
firðingar hafa staðið fyrir að undan-
förnu. Hólmfríður sagði gaman að
fylgjast með hinni virku þátttöku
allra í afmælisundirbúningnum -
hvernig fólk hafi notað þetta tæki-
færi til að starfa saman og taka meiri
þátt í; félagsstörfum, hreinsunar-
störfum, málningarvinnu og gróður-
setningu.
Hápunktur hátíðarhaldanna var
síðan í gær, á sjálfan afmælisdaginn.
Byrjað var með hátíðarguðsþjón-
ustu, en eftir messu var ntarserað í
skrúðfylkingu á hátíðarfund bæjar-
stjórnar. Þá var opnaður fjöldi sýn-
inga í skólanum. Nefna ntá þrjár
málverkasýningar, eina frá ASÍ,
aðra með málverkunt eftir Einar
Helgason, Eskfirðing sem nú býr á
Akureyri og þá þriðju málverk eftir
Steinþór Eiríksson á Egilsstöðum. í
bókasafninu er sýning á blöðum sem
gefin hafa verið út á Eskifirði frá því
um aldamót og síðustu tíma, og
sömuleiðis sýning á bókum sem
skrifaðar hafa verið af Eskfirðing-
um. Síðast en ekki síst má nefna
Ijósmyndasýningu frá verslunarsögu
Eskifjarðar ásamt miklu safni gam-
alla mynda frá Eskifirði og af
Eskfirðingum, ásamt upplýsingum
um fólk og fjölskyldur sem þar hafa
verið.
í gærkvöldi var hátíðardagskrá og
kvöldvaka í samkomuhúsinu, þar
sem lúðrasveit tók á móti gestum,
þeirra á meðal fjölmörgum úr ná-
grannabyggðunum sem koma til að
samfagna heimamönnum. Á vegurn
Byggðasögunefndar var farið þar í
gamni og alvöru yfir hina 200 ára
gömlu sögu Eskifjarðar. Þá átti
Eskjukórinn, sem áður starfaði og
hefur nú verið endurvakinn í tilefni
tímamótanna, að skemmta með
söng.
Og vegna þess að „þjóðarútvarp-
ið" er svo upptekið af afmæli stór-
borgarinnar, en skýrir fremur lítið
frá því sem gerist úti á landi, að mati
Eskfirðinga sagði Hólmfríður þá
hafa sett upp sína eigin útvarpsstöð.
Hún byrjaði sendingar kl. 15.00 í
gær og mun síðan útvarpa 4 klukku-
tíma á dag alla þessa viku.
Um hádegisbilið í gær var einnig
byrjað að dreifa í hús fyrsta dagblað-
inu sem gefið hefur verið út á
staðnum, og ber heitið Eskifjörður.
Það verður sömuleiðis gefið út dag-
lega þessa viku.
-HEI