Tíminn - 19.08.1986, Side 3
Þriðjudagur 19. ágúst 1986
Tíminn 3
Reykvíkingar skulda stórfé fyrir rafmagn og hita:
Skuldirnar hlóðust upp
Samtök sauðfjár-
bænda funda á
Hólum í Hjaltadal:
MARKAÐS-
MÁLOG
/r
þegar hætt
- sumir hafa safnað skuldum í allt að 2 ár
’Rafmagns- og hitaveituskuldir
Stór-Reykvíkinga námu hundruðum
milljóna (ekki miklu lægri upphæð-
um en um er rætt í sambandi við
Hafskipsgjaldþrot) um síðustu ára-
mót og höfðu hækkað gífurlega frá
árinu áður.
Samkvæmt ársreikningum Raf-
magnsveitu Reykjavíkur átti hún
395 milljónir útistandandi í ógreidd-
um rafmagnsreikningum um ára-
mótin, sem var um 183 millj. króna
hærri upphæð en næstu áramót á
undan. Miðað við að heildarorku-
sala R.R. á árinu var 1.125 millj.
króna er ljóst að þarna er um
hlutfallslega mjög háa skuld að
ræða. Þar sem Rafmagnsveitan inn-
heimtir reikninga fyrir Hitaveitu
Reykjavíkur samhliða sínum reikn-
ingum má ætla að álíka hlutfall
rúmlega 800 millj. króna hitaveitu-
reikninga á árinu hafi einnig verið
ógreiu um áramót, eða gróflega
áætlað kannski um 600 milljónir
króná samtals hjá báðum fyrirtækj-
unum.
Tekið skal fram að þarna er þó
ekki eingöngu um vanskil að ræða
að hluta er um að ræða reikninga
sem sendir hafa verið út síðast á
árinu og hafa því jafnvel ekki verið
á eindaga fyrr en í janúar.
f yfirliti Aðalsteins Guðjohnsen raf-
magnsstjóra segir m.a. að innheimta
orkugjalda hafi verið erfið á árinu.
Notendur hafi naumast áttað sig á
þeim erfiðleikum sem greiðsludrátt-
ur getur valdið. Þeim aukna
greiðsludrætti notenda hefði verið
æskilegra að mæta með hraðvirkari
og markvissari innheimtuaðgerðum.
Þessi mikla skuldasöfnun hófst að
marki eftir að Rafmagnsveitan
breytti um innheimtutækni árið
1984. í stað þess áð loka ef reikning-
ar voru ekki greiddir á tilskildum
tíma eins og áður tíðkaðist, var farið
að reikna dráttarvexti á ógr ádda
reikninga.
Að sögn Þorsteins Ragnarssonar,
deildarstjóra viðskiptadeildar virk-
uðu dráttarvextirnir alls ekki sem
innheimtutæki, eins og búist hafði
verið við. Skuldirnar fóru að hlaðast
upp. Um síðustu áramót blasti svo
við hjá Rafmagnsveitunni, að ef
þróunin hefði orðið sú sama nú árið
1986, stefndi í vandræðaástand hjá
fyrirtækinu.
var að
Rafmagnsveitan tók því upp hert-
ar innheimtuaðgerðir, m.a. auglýs-
ingaherferð og lokanir að nýju til að
snúa ninni ískyggilegu þróun við -
sem Þorsteinn sagði þegar farið að
sýna mikinn árangur. Skuldirnar
verði þó ekki lækkaðar í snatri.
Erfitt sé að beita lokunum hjá þeim
sem safnað hafi upp langtíma orku-
skuldum, jafnvel upp í 2 ár. Þá sé
þetta orðið illviðráðanlegt. „Við
erum því með smá dempara á þessu
- gefum fólki kost á að semja
við okkur um að smá borga skuld-
irnar niður,“ sagði Þorsteinn.
Orkukaupendur hafa enn svigrúm
loka
með 1 eða 2 reikninga í skuld - en
'fari reikningar að hlaðast uprp þannig
að greinilegt sé að þeir séu farnir að
safna upp skuldum sendir Raf-
magnsveitan út viðvaranir um lokun,
sem framfylgt er sé ekki er greitt.
Spurður sagði Þorsteinn orku-
reikninga frá fleiri hundruðum ef
ekki þúsundum orkukaupenda
komna í lögfræðiinnheimtu. En þar
sé sérstaklega um að ræða aðila sem
hættir eru viðskiptum - þ.e. orku-
kaupum af Rafmagnsveitunni, t.d.
vegna brottflutnings, en skilið eftir
skuldir.
-HEI
NYTT
KJÖTMAT
Aðalfundur samtaka sauðfjár-
bænda verður haldinn að Hólum
í Hjaltadal dagana 23.-24. ágúst
næstkomandi. Fundurinn hefst á
laugardagsmorguninn 23. ágúst
og stendur fram á sunnudags-
kvöld.
Að sögn Jóhannesar Kristjáns-
sonar formanns samtaka sauð-
fjárbænda verða markaðsmál og
staða samtakanna innan félags-
kerfisins á dagskrá fundarins.
Ennfremur mun fundurinn fjalla
um nýútkomna reglugerð um
kjötmat. Að sögn Jóhannesar
telja margir sauðfjárbændur að
hún sé lítið breytt frá því sem hún
var og ekki í samræmi við þær
óskir sem samtök sauðfjárbænda
höfðu komið með, þ.e.a.s. að
nýja að nýja kjötmatið tæki meira
mið af óskum neytenda. ABS
Margfalt afmæli ísafjaröarkaupstaðar:
Veðurguðirnir slógust
í lið með heimamönnum
Lögreglan kom fljótt á vettvang og bjargaði mönnunum og
bátnum. Timamjnd: Sverrir
Skerjafjöröur:
Bátnum hvolfdi
- er hann var aö draga fallhlíf á loft
Bát hvolfdi í Skerjafirði á laugar-
dagskvöldið, þegar hann var að
draga mann í fallhlíf á loft. Bátur-
inn hafði sigit upp í vindinn þegar
slaki kom á bandið á milli báts og
fallhlífar og þá tókst báturinn á loft
og fþr aftur yfir sig og á hvolf.
Lögreglan bjargaði mönnunum
tveimur sem báðir voru í blautbún-
ingum og varð þeim ekki meint af
volkinu og fóru báðir heim til sín.
Báturinn mun ekki hafa skemmst
við þetta og var dreginn á land.
ABS
- 2. bindi af Sögu ísafjarðar komiö út
lsfirðingar .hcldu upp á margfalt
afmæli kaupstaðarins með pomp og
prakt á sunnudaginn, þar sem bæjar-
búar með margháttuðu framlagi sínu
og veðurguðirnir með því að gefa
þeim dýrlegasta veður sumarsins,
lögðust á eitt við að gera daginn
skemmtilegan og eftirminnilegan.
Auk 200 ára kaupstaðarafmælis
halda fsfirðingar í ár upp á 120 ára
afmæli formlegrar bæjarstjórnar á
ísafirði. Jafnframt eru í ár (3. okt.
n.k.) 15 ár frá sameiningu ísafjarðar-
kaupstaðar og Eyrarhrepps í eitt
sveitarfélag.
Að sögn Magnúsar Reynis Guð-
mundssonar, bæjarritara var ákveð-
ið að halda fyrst og fremst upp á
afmælið fyrir ísfirðinga sjálfa og
ekki síst fyrir yngstu kynslóðina.
Fjöldi brottfluttra ísfirðinga og gesta
úr nágrannabyggðunum komu og
fögnuðu með heimamönnum, sem
flestir eða allir skemmtu sér af
hjartans lyst.
Hátíðarhöldin hófust raunar á
laugardagskvöldið nteð tónleikum
Kristins Sigmundssonar óperu-
söngvara og undirleikara hans Jón-
asar Ingimundarsonar. Þá voru og
opnaðar myndlistarsýningar.
Forscti bæjarstjórnar setti síðan
hátíðina formlega með ræðu á
. sunnudag.Þá fór fram söguleg
kynning á bænum og bæjarlífinu,
þar sem Litli leikklúbburinn flutti
efni sem Jón Þ. Þór sagnfræðingur
hefur tekið saman um þessi tímamót
- þegar verslunin var gefin frjáls.
Hestamenn komu í hópreið á
hátrðarsvæðið og gáfu börnum og
unglingum tækifæri til að reyna gæð-
Fjöldi gjafa til Reykjavíkur
Afmælisgjafir voru teknar að streyma
til Reykjavíkur strax fyrir síðustu helgi,
þó afmælisdagurinn væri ekki fyrr en í
gær.
Föstudaginn 15. ágúst komu fulltrúar
eftirtalinna aðila á fund borgarstjóra og
afmælisnefndar í Höfða og afhentu gjaf-
irnar:
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar
gaf málverk frá Þingvöllum eftir Kristján
Magnússon.
Eimskipafélag íslands gaf málverk af
Ingólfi Arnarsyni með öndvegissúlurnar,
málað af danska málaranum Johan Peter
Raadsig (1806-1882). Málverkið var mál-
að 1850.
Vörubílstjórafélagið Þróttar gaf ágraf-
innskjöld unninn af Friðriki Friðleifssyni.
Hörður Bjarnason afhcnti fyrir hönd
58 fyrirtækja og stofnana tilkynningu um
að þeir myndu samcinast um að gefa
borginni eirafsteypu af „Úr álögum",
höggmynd eftir Einar Jónsson, scm er eitt
af höfuðverkum þessa mikla myndhöggv-
ara. Vinna við myndina er þegar hafin og
verður hún afhent vorið 1987.
Ibúasarntök Vesturbæjar afhentu verð-
launatillögu ásamt líkani af listaverki
eftir Jón Gunnar Árnason. Listaverkið
verður síðan stækkað og reist úr stáli í
Vesturbænum.
Blómamiðstöðin gefur borginni 200
rósir, auk þess sem blómabændur munu
skreyta Austurstræti með blómum á
afmælisdaginn og gefa hátíðargestum
blóm.
Áður höfðu m.a. eftirtaldir aðilar til-
kynnt um gjafir:
Þýsk-íslenska h.f. um veglcga úti-
klukku, sem reist verður við Sundlauga-
veg í grennd við Sundlaugina í Laugardal.
Skógræktarfélag Reykjavíkur um
myndarlegan trjálund, sem gróðursettur
varí nágrenni nýju Þjóðarbókhlöðunnar.
„Líf og land“ um að margir aðilar hafi
gefið Reykjavíkurborg tré í afmælisgjöf,
sem gróðursett voru í borgarlandinu.
Reykjavíkurborg færir þessum aðilum
og öðrum, sem stutt hafa borgina í
sambandi við afmælið, bestu þakkir.
inga sína. Sæfari, félag sportbáta-
eigenda, var með hópsiglingu og gaf
síðan bæjarbúum kost á skemmti-
siglingu um spegilsléttan Pollinn.
Skátar á staðnum voru með uppá-
komu og tívolí fyrir krakkana og
Byggingarsjóður Tónlistarskóla og
Sunddeild Vestra önnuðust mark-
aðstorg og veitingasölu.
Kl. 17.00 sáu Kiwanismenn um
geysimikla grillveislu á Silfurtórgi
þar sem öllum var boðið upp á
sneiðar af eldsteiktum lömbum og
fleira góðgæti. Eftir áframhaldandi
skemmtan Leikklúbbsins, MÍ-kvart-
ettsins og fleiri skemmtikrafta
söfnuðust bæjarbúar í hópgöngu
niður í Neðstakaupstað um kvöldið.
Þar var slegið upp dansleik að göml-
um hætti - bekkir meðfram veggjum
og harmoníkkuleikur - í Turnhús-
inu, sem er eitt af elstu húsum
landsins, og myndaðist mikil
stemming. Hlé var gert á dansinum
um miðnætti á meðan skátarnir
efndu til mikillar flugeldasýningar
og hópsöngs - „í faðmi fjalla blárra".
Dansinn hélt síðan áfram út á
afmælisdaginn.
En merkilegasta þáttinn í að
minnast þessara tímamóta telur
Magnús Reynir þó útkomu Sögu
ísafjarðar. En 2. bindi (af 5 væntan-
legum) þess mikla verks eftir Jón Þ.
Þór, sagnfræðing kom út nú um
helgina. Annað bindið fjallar um
árin 1867-1920. Það er Sögufélag
Isafjarðar sem sér unt útgáfuna fyrir
hönd bæjarstjórnar. jj£j
t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Hallgrímur Sveinn Sveinsson frá Hálsi í Eyrarsveit lést á sjúkradeild Hrafnistu 16. ágúst s.l. Sigurður Hallgrímsson Erla Eiríksdóttir
Selma Hallgrímsdóttir Erastus Ruga
Sveinn Hallgrímsson Gerður K. Guðnadóttir
Ingibjörg Hallgrirnsdottir Kristinn Ólafsson
Halldora Hallgrímsdóttir PéturLaszlo
Guðni E. Hallgrímsson Bryndís Theódórsdóttir
Hallgrímur Hallgrímsson Guðríður J. Guðnadóttir
og barnabörn