Tíminn - 19.08.1986, Page 16

Tíminn - 19.08.1986, Page 16
Hálstöflur meðVISA Framarar viröast ætla aö klúöra íslandsmótinu enn eitt áriö. Á sunnudagskvöldið gerðu þeir aðeins jafntefli gegn FH á heima- velli 2-2 og Valsmenn eru nú komnir í efsta sæti deildarinnar. Valsmenn unnu auðveldan sigur á Eyjamönnum þar sem Sigurjón Kristjánsson skoraöi tvívegis. Mót- iðerþó langtfráþví aö verabúið. Seðlabankinn ver sig í okurmálinu: Heimild en ekki skylda að auglýsa hámarksvexti Seðlabankinn vísar alfarið á bug ásökunum um að hann hafi ekki staðið sig sem skyldi varðandi upp- lýsingar um hæstu lögleyfðu vexti. En sem kunnugt er var Björn Páls- son sýknaður af fjórum ákæruliðum í nýgengnum okurdómi, vegna Iressa meinta trassaskapar Seðla- bankans að þvt' er fram kom hjá dómendum. Seðlabankinn bendir í greinargerð á að hann hafi heimild en ekki skyldu til að ákveða hámarksvexti og lágmarksvcxti af innlánum og útlánum banka og sparisjóða, svo og heimíld til að ákveða hámarksvexti samkvæmt lögum nr. 58/1960 um bann við okri og fl. Frá II. ágúst 1984 hafi sú stefnubreyting orðið í vaxtamálum, að frumkvæði ríkis- stjórnar og Seðlabanka, að innláns- stofnunum var heimilað að ákveða sjálfum útláns- og innlánsvexti af ákveðnum þáttum. Við þá breytingu hafi Seðlabank- inn litið svo á að hámarksvcxtir í lánsviðskiptum séu „jafnháir og al- mennir útlánsvcxtir eru hæstir á þeim tírna sem til skuldar er stofnað í bönkum og sparisjóðum cða breyti- legir í samræmi við þá vexti“ eins og segir í frétt frá Seðlabankanum. Enda séu bankarnir skyldaðir til að auglýsa á áberandi hátt vexti við btfnka og sparisjóði til að auðvelda almenningi upplýsingar á þcssu sviði. Seðlabankinn telur sig því raunar hafa sinnt upplýsingaskyldu sinni á þessu sviði, og m.a.s. langt umfram það sem hann er skyldur til sam- kvæmt gildandi lögum og vísar því öllum ásökunum í þessum efnum alfarið á bug. Akureyri Kona lést í eldsvoða Kona dó, cr hús við Fjólugötu 2 á Akureyri brann á sunnudags- kvöldið. Konan var ein heima í húsinu er eldurinn kom upp. Reykkafarar fundu konuna með- vitundarlausa í húsinu er slökkvi- lið kom á staðinn um miðnætti og var hún þegar flutt á sjúkrahús en dó í gærmorgun. Eldsupptök eru ókunn, en hús- ið sem er járnklætt timburhús, ein hæð og kjallari, er mikið skemmt eftir eldsvoðann. Konan hét Margrét Halldóra Harðardóttir 38 ára að aldri og átti heima í Fjólugötu 2 á Akur- eyri. Hún lætur eftir sig eigin- mann og 5 börn. ABS Hvalveiðar hafnar að nýju: SEXDYR VEIDD í GÆR - heildarveiðin 81 dýr Hvalveiðar hófust að nýju nú um heigina, eftir nokkuð óvænt sumar- frí. Báðir hvalbátarnir fóru út á sunnudagskvöld, og voru komnir á miðin í gærmorgun. Hjá Hval hf. fengust þær upplýsingar í gærkvöldi að sex hvalir hefðu veiðst og áttu þeir von á öðrum bátnum inn í Hvalfjörð um tvöleytið í nótt en hinum nú í dag. Hvalveiðar hafa verið stopp frá 27. júlí þegar sumarleyfum var flýtt til að hvalveiðar lægju niðrkmeðan rætt var við Bandaríkjamenn. Heild- arveiðin það sem af er vertíðinni er 81 dýr, 62 langreyðar og 40 sand- reyðar í rannsóknarverkefni Haf- rannsóknarstofnunar. í rannsóknar- verkefninu var einnig gcrt ráð fyrir að 80 hrefnur yrðu veiddai, en flest bendir til að ckkcrt verði af hrefnu- veiðum í ár. -BG Háskólinn fær afmælisgjöf Háskóli íslands á sent kunnugt cr 75 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni færði Magne Lcrheim, for- stjóri háskólans í Björgvin skólanum afmælisgjöf. Gjöfin cr myndskreytt norsk þýðing Dr. Gustavs Storm á Heimskringlu, en hún kom fyrst út 1899 og hefur lengi verið ófáanleg. Magne Lerheim gat þess við af- hendinguna að sér þætti það sérstak- lega við hæfi að afhcnda þessa gjöf, þar scm Hcimskringla væri skýr vottur um frændsemi Norður- landamanna og uppspretta þeirrar sögulcgu hefðar sem mótast hefði á Norðurlöndum. Háskólarektor, Sigmundur Guð- bjarnason veitti gjöfinni viðtöku. Patreksfjörður: Piltur lést í vélhjólaslysi 18 ára piltur dó er vélhjól scm hann var á lenti utan í öryggisgirð- ingu rétt við Apotekið á Patreks- firði. Svo virðist sem hann hafi misst vald á hjólinu er hann ók upp Aðalstrætið og lenti á girðingunni en engin vitni eru að slysinu. Talið er fullvíst að pilturinn hafi látist sam- stundis. Hann var með öryggishjálm og full réttindi til að keyra vélhjól. Pilturinn hét Gilbert Þráinsson og var frá Patreksfirði. ABS Franska flugsveitin Patrouill de France flaug lágflug yfir Keykjavík ð laugardaginn kl. 18.30 á Alfa jet orrustuþotum og lenti á Reykjavíkurflugvelli. Á flugdaginn mun þýska flugsveitin sýna flug á slíkum orrustu- flugvélum. (Tímainynd-Sverrir) 50 ár síðan flug hófst á íslandi: Afmælisvika hefst í dag - með opnun sýningar á Reykjavíkurflugvelli í tilefni af því að nú eru 50 ár síðan flug hófst á íslandi, verður handin afmælisvika á vegum Flug- málafélags íslands og Flugmála- stjórnar. Vikan hefst í dag kl. 17:30 þar sem forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson opnar sýningu í Flugskýli nr. 1 á Reykja- víkurflugvelli, þar sem TF-Ögn verður m.a. afhjúpuð en það er eina nugvélin sem hönnuð hefur verið og smíðuð á fslandi. f skýlinu eru um 30 sýningarbás- ar þar sem flugfélög, flugvélafram- leiðendur og fagfélög í flugi eru með sýningar. Alla dagana fram á laugardag er svæðið opið milli kl. 17:00 til 23:00 og á hverjum degi mun verða slökkviliðsæfing kl. 18:00. Hvert kvöld eftir kl. 20:00 verður flugsýning, en mismunandi sýningar á hverju kvöldi. Á föstudeginum verður fyrirlest- ur á Loftleiðum þar sem fyrirlesari frá Evrópusambandi flugmála- stjórna talar um framtíðarhorfur í flugmálum. Fyrirlesturinn er ætl- aður hagsmunaaðilum í flugi. Á laugardeginum er síðan flug- dagurinn, ef veður leyfir en annars verður hann á sunnudeginum og hefst kl. 14:00 og stendur í 3 tíma. Á sýningunni verða flugvélar frá flugherjum Bandaríkjanna, Dan- merkur, Þýskalands, Frakklands og Englands. Það verður bæði sýning á jörðu niðri og einnig flugsýning þar sem m.a. verður listflug, svifflug, fallhlífarstökk og flugvélar ríkisins munu fljúga yfir, t.d. flugvélar flugmálastjórnar, þyrla landhelgisgæslunnar og fleiri. Svæðisútvarp Reykjavíkur mun senda út frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli þar sem við- töl verða tekin við þá menn sem viðkoma sýningunni. ABS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.