Tíminn - 22.08.1986, Síða 1

Tíminn - 22.08.1986, Síða 1
^ STOFNAÐUR1917 níiitiin > SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. REYKJAVÍKURBORG hefur fengiö högqmyndina Úr álögum eftir Einar Jónsson að gjöf frá 58 fyrirtækjum og stofnunum í Reykjavík. Þessi mynd var gerö á árunum 1916-1927. Myndin, sem aöeins er til í gifsi, er 3 metrar á hæö og 2,5 metrar á breidd. Hún veröur sett upp viö tjörnina og verður tilbúin til uppsetn- ingar næsta vor. Vinna við gerö myndar- innar hófst í sumar og verkiö veröur steypt í eir í Bretlandi. Árni Johnsen alþingismaöur haföi forgöngu um söfnun fyrir gjöfinni. ÞÓRARINN ÞÓRARINS- SON fyrrverandi ritstjóri mun klukkan 3 á lauaardag flytja erindi á Kjarvalstöðum um blöð og blaoamenn í Reykjavík. Þá mun Geröur Magnúsdóttir kennari flytja erindi klukkan 3 á sunnudag um lífiö i Skugga- hverfi á 3. og 4. áratugnum. SEX FISKIMENN frá Græn- höfðaeyjum hafa látist eftir aö þeir drukku tréspíritus úr tunnum sem þeir veiddu upp úr Atlantshafinu. Þrjátíu menn til viöbótar liggja á sjúkrahúsi eftir aö hafa drukkið úr tunnunum. Útvarpið á staðnum segir að mennirnir hafi haldið að í tunnunum væri Aguardiente, en það er afbrigði af brandíi sem framleitt er á eyjunum. SKREIÐARFARMUR ernúá leiðinni til Nígeríu meö erlendu leiguskipi, en hér er um að ræöa 60 þúsund pakka af skreið. Ekki hafa fengist greiðslutrygg- ingar fyrir þessari skreiö en útfiytjendurnir eiga von á að fá hana fljótlega. Innflutn- ingsleyfi frá nígerískum stjórnvöldum fyrir skreið renna út 1. september, og því lá á að koma skreiðinni af stað þrátt fyrir að ekki væri búið að ganga endanlega frá greiðslutryggingum. Viðskiptabankarnir sem eiga veð í skreiðinni vegna afurða- lána hafa ítrekað við útflytjendurna að þeir verði að standa í skilum með sín lán, hvort sem þeir selja skreiðina eða ekki. Verðmæti skreiðarinnar er áætlað 350 milljónir króna. BÍLASTYRKUR ríkisstarfs- manna hækkar frá og með 1. september um 1-2%, en þegar kílómetragjaldi var breyttsíðast, í marss.l., varþað lækkað um 12-13%. Helstu breytingar frá síðustu ákvörðun eru að bensínverð hefur lækkað um tæplega 14% en bílverð og varahlutir hafa hækkað um 10-11% auk þess sem viðgerðarkostnaður hefur hækkað í kjöl- fár launahækkana. JÓN A. SKÚLASON póst-og símamálastjóri, tókfyrstu skóflustunguna að nýju stöðvarhúsi í Keflavík. Húsiö mun rísa á mörkum Keflavíkur og Njarðvíkur og verða 851 m2 að stærð. Samið hefur verið við lægstbjóðanda, Svein og Þórhall sf. í Keflavík, um byggingu hússins, en tilboð þeirra hljóðaði upp á 18 milljónir og 117 þúsund krónur. KRUMMI ...ætli nafni hafi haldið að hann ætti að gera mynd um Matthildi... Verslunarmenn á landsbyggðinni stofna sérstakan hóp vegna óánægju með launamál: Krefjast allt að 30% launaleiðréttingar Fylgjum þessum kröfum á leiðarenda, segir formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja „Markmið þessa landsbyggða- hóps er að fá leiðréttingu á þeim gífurlega launamun sem nú er á milli verslunarfólks á landsbyggð- inni og höfuðborgarsvæðisins. All- ar kannanir hafa sýnt að lands- byggðafólkið er mun verr launað. Yfirborganir eru það miklar á höfuðborgarsvæðinu að nemur a.m.k. 30% að meðaltali miðað við þau gögn sem við höfum í höndunum. Á þessu viljum við fá leiðréttingu," sagði Magnús Gísla- son, form. Verslunarmannafélags Suðurnesja. En hann var spurður hvort líta mætti svo á að fundur sem verslunarmenn af landsbyggð- inni héldu með sér nýlega þýddi að þeir hefðu í huga að kljúfa Lands- samband verslunarmanna. „Við búumst alveg eins við því að einhverjir líti svo á - en það er alls ekki svo. En stjórn Lands- sambandsins er máttlaus og það hefur lítið þýtt fyrir okkur að leita þangað - enda formaðurinn að vissu leyti atvinnurekandi og ætti því kannski betur heima í Garða- strætinu. En hvernig sem hann eða stjórn LÍV lítur á þennan fund okkar, þá breytir það engu - við munum fylgja þessunt kröfum okk- ar á leiðarenda," sagði Magnús. Hann sagði verslunarmenn á landsbyggðinni líka fremur illa í sveit setta hvað það snertir að bæta sér upp hina lágu taxta. Ekkcrt sé til sem heiti bónus eða slíkt og hjá stærstum hluta þeirra séu mögu- leikarnir á yfirvinnu eða slíku hverfandi litlir og jafnvel engir. Magnús kvað einnig hafa verið rætt um það hvernig hlutfall launa og fjármagnskostnaðar í verslun- inni hafi snúist við. Áður hafi launakostnaður verið algengur urn 20% en fjármagnskostnaðurinn um 8%, nú hafi þessar tölur alveg snúist við. Ekki sagði hann landsbyggða- hópinn enn hafa ákveðið fleiri fundi. „Hins vegar var óskað eftir því að félögin ræði þessi mál hvert í sínu lagi og vonandi koma jákvæð svör frá þeint öllum í þá veru að við höldum saman í það minnsta fram yfir áramótin." Lávarðadeildin skoðar Suðurnes Félagsskapur fyrrverandi þingmanna, eða Lávarðadeildin eins og sumir kalla hann, fór í ferð um Reykjanesið í gær og skoðaði helstu framkvæmdir og merkisstaði. Þessi mynd var tekin þegar þingmennirnir fyrrverandi ásamt mökum voru að leggja upp frá Umferðarmiðstöðinni og má þarna þekkja marga helstu stjórnmálaleiðtoga fyrri ára og raunar standa margir þeirra enn í eldlínunni. (Tímamynd-Gísli i:Kiii) Hafnir: Utsala áheyi - þráttfyriróvenju góð hey í sumar Björgunarsveitir boðaðar á vettvang - af því að varnarliðið sveikst um að láta vita af heræfingum Tilkynning um mikinn reyk út á sjónum út af Höfnum á Reykjanesi barst til lögreglunnar í Keflavík um fimmleytið í gærdag og var álitið í fyrstu að reykinn legði frá bát út á sjónum þar. Lögreglan kallaði í Slysavarnafélagið og lét vita um reykinn og fór síðan sjálf út í Hafnir. Þegar lögreglan hafði kannað svæðið, kom í Ijós að varnarlið hersins á Keflavíkurflugvelli var með æfingar á svæðinu. Hafði það kastað reyksprengjum í sjóinn, þannig að útlitið var all skuggalegt ef um bát hefði verið að ræða. Sem betur fór var svo ekki en varnarlið- ið hafði svikist um að láta lögreglu vita um æfinguna og setti því allt lögreglulið og björgunarsveitir á annan endann. Að sögn lögreglunnar í Keflavík er þetta alvarlegt mál, því ef ekki er vitað um æfingar af svona tagi er að sjálfsögðu álitið að um slys sé að ræða og brugðist við samkvæmt því. ABS Heyskap er víðast lokið á land- inu og hey hafa verkast með allra besta móti víðast hvar. Þeir sem ekki heyja sjálfir, en þurfa að kaupa hey handa skepn- um sínum eiga nú kost á mjög næringarefnaríku heyi sem fæst á verði sem er langt fyrir neðan kostnaðarverð heyjanna. Kostn- aður við framleiðslu á hverju kílói af heyi er talinn vera um 6,40 krónur að meðaltali. í smáauglýsingum dagblað- anna má sjá auglýst hey til sölu á Vesturlandi, Norðurlandi og úr Árnessýslu og kílóverð er gefið upp frá kr. 2,70 og upp í 5,50. Eftir því sem flytja þarf heyið lengri leið er það boðið á lægra verði. Síðustu daga hefur verð á heyi farið enn lækkandi, einkum eftir að bændur náðu inn heyjum eftir seinni slátt. ABS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.