Tíminn - 22.08.1986, Page 3

Tíminn - 22.08.1986, Page 3
Föstudagur 22. ágúst 1986 Tíminn 3 Islensku fyrirtæki boðið að kaupa gullmedalíu! - fyrir frábæra framleiðslu Verðlaunabikarar fyrir stærsta laxinn, silunginn og flesta veidda flska sem koma úr Meðalfellsvatni á laugardag. Okeypis veiðileyfi verða fyrir almenning. Tímamynd: Pélur Meðalfellsvatn: Veiðidagur á laugardaginn f>að verður að teljast tvíeggjaður heiður fyrir fyrirtæki að vera valið til að fá spænska gullmedalíu fyrir frábæra framleiðslu, eins og bent var á í síðasta hefti „Viðskiptamála"*, fréttabréfi Verslunarráðs fslands. í fréttabréfinu er greint frá íslensku fyrirtæki sem varð aðnjótandi þessa mikla heiðurs og var sagt að valið hafi verið byggt á upplýsingum frá Ráðist á aldraðan mann - á Lækjartorgi Ráðist var á aldraðan mann sem var á gangi á Lækjartorgi um kl. hálf þrjú aðfaranótt miðvikudags. Var maðurinn barinn í höfuðið og féll hann í götuna, en árásarmaðurinn hafði á brott með sér seðlaveski mannsins. Farið var með gamla manninn á slysadeild en meiðsl hans voru ekki talin alvarlegs eðlis. Sjónarvottar að árásinni gátu gef- ið lýsingu á árásarmanninum sem reyndist vera 25 ára gamall. Fannst hann síðar um nóttina og var færður í fangageymslur lögreglunnar. ABS verslunarráðum, fjölmiðlum, við- skiptavinum og fleirum. I tilkynningunni sem fyrirtækinu var send um þetta og skjölunum sem með fylgdu kom fram, að afhending gullmedalíunnar ætti að fara fram við hátíðlega athöfn að viðstöddum stórmennum. Hins vegar fylgdi með í skjölunum, á lítt áberandi stað, að það reyndist kosta 80.000 ísl. krónur að fá að taka þátt í veislunni, og að greiðslan átti að vera fyrir hótelher- bergi, kvöldverð, límmiða, ljós- myndir og síðast en ekki síst var innifalin í verðinu gullmedalían sjálf! Ferðin til Spánar hcfur svo væntanlega verið utan við þetta. Verslunarráðið hvetur síðan í frétta- bréfinu fyrirtæki til að skoða öll gögn vel ef þau verða valin til að kaupa sér gullmedalíur fyrir frábæra framleiðslu! -BG Sumarbústaðaeigendur við Með- alfellsvatn ætla að hafa veiðidag á Meðalfellsvatni laugardaginn 23. ágúst. Bændur sem land eiga að vatninu munu leyfa hverjum sem það vill, að veiða ókeypis í vatninu þennan dag, en þess í stað þarf fólk að skrá sig í veiðina sem jafnframt er kcppni um stærsta laxinn, stærsta silunginn og flesta fiska. Skráning í keppnina kostar kr. 50,-. Öllum er heimil þátttaka sem hafa beðið um leyfi til að veiða í vatninu og kepp- endur mega hvort heldur sem þeir vilja, veiða af landi eða frá bátum, svo framarlega sem veitt er á stöng. Ekki skiptir máli hvort notaður er maðkur, l'luga eða spúnn sem beita. Um kvöldið verður kveikt brenna og þar getur fólk komið saman og sagt hvert öðru veiðisögur og grillað veiði dagsins á meðan löggiltur fisk- matsmaður vigtar og telur veiði keppenda. Að lokum verða veitt verðlaun, bikarar fyrir stærsta laxinn, stærsta silunginn og flesta fiska en einnig silfurog bronspening- ar fyrir þá sem eru í öðru og þriðja sæti í hverjum flokki. Skráning í keppnina fer fram á milli kl. 7:00og 10:00um morguninn og frá kl. 14:00 til 15:00 eftir hádegí í tjaldinu sem reist vcrður norð-aust- an við vatnið, en þeim sem ekki rata þangað verður vísað til vegar frá Meðalfelli. Meiningin er að svona veiðidagur verði árviss viðburður liéðan í frá, en þetta er í fyrsta sinn sem liann er haldinn. Veiði í Meðalfellsvatni hefur verið mjög góð í sumar. Yfir 100 laxar eru komnir á land úr vatninu í sumar og cru þeir allt upp í 17 pund. Silungs- veiði hefur einnig verið mjög góð, einkum hefur veiðst mikið af stórum urriða. ABS Menntamálaráðuneytið: Skólamálaráð „í athugun“ Málefni skólamálaráðs eru nú til athugunar hjá menntamála- ráðuneytinu, en efasemdir hafa verið uppi um það hvort stofnun skólamálaráðs Reykjavíkur við hlið Fræðsluráðs Reykjavíkur samræmist ákvæðum grunnskóla- laga. „Jú, þetta er til athugunar hjá okkur,“ sagði Sólrún B. Jensdótt- ir í menntamálaráðuneytinu þeg- ar hún var spurð hvort ráðuneytið hefði kannað málefni skólamála- ráðs. Sólrún sagði ekki tímabært að greina frá þvf hvaða atriði væri verið að skoða varðandi skóla- málaráð. „Ég er ekki með málið í athugun sjálf, það eru aðrir aðilar og niðurstaðan verður að koma í ljós á sínum tíma, við höfum hana ekki strax,“ sagði hún ennfremur. -BG IDEUUIITíIIJICIbjxj Lentur í Reykjavík fann Tæknisýninguna í Borgarleikhusinu REYKJAVK 1786-1986 adeild ■ Byggingadeild endurbyggingu tækniþiónustu nybyggingu, viðhald og veitir öðrum stofnunum Byggino við H’ Borr aldraðra fyrir Þekkingargetraun Fjarstýröir bátar Borgarleikhúsiö TÆKNISÝNING REYKJAVÍKURBORGAR OPIÐKL. 10-22 17.-31. ÁGÚST

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.