Tíminn - 22.08.1986, Side 6

Tíminn - 22.08.1986, Side 6
6 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavik Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoöarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guömundur Hermannsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450,- Merk skref í norrænu samstarfi Samstarf norrænna þjóða er um margt einstakt. Pað samstarf byggist ekki á hernaðarhagsmunum, heldur sameiginlegum menningararfi og líkum hugs- unarhætti, sem gert hefur það að verkum að leiðirnar liggja saman. Þó leiðirnar liggi saman um margt þá er lífsaðstaða einstakra Norðurlandaþjóða ólík. Möguleikarnir eru misjafnir og einstök svæði eiga undir högg að sækja. Sérstaða eyþjóðanna íslendinga, Færeyinga og Grænlendingá er óumdeilanleg. Þessar þjóðir sækja lífsbjörg sína í hafið á óblíðum slóðum á Norður-Atlantshafi og eiga lífskjör sfn undir því að skilyrði þar séu góð og vel veiðist. Það ber að fagna því frumkvæði Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra að boða til fundar leiðtoga íslands, Færeyja og Grænlands. Þar voru rædd sameiginleg hagsmunamál. Þó að þessar þjóðir ræði sín mál á vettvangi Norðurlandaráðs, eru „önnur hagsmunamál sem ber á góma á fundum sem þessum,“ eins og forsætisráðherra orðaði það. Fagnaðarefni er það ef hillir undir samkomulag í deilu ríkjanna um loðnukvótann, en sem kunnugt er hafa verið skiptar skoðanir um skiptingu hans milli Grænlands, Noregs og íslands. Færeyingar tengjast málinu vegna sölu Grænlendinga á kvóta til þeirra. Nú er framhald málsins komið undir viðbrögðum Norðmanna, en vonandi tekst að finna viðunandi lausn á þessum ágreiningsmálum. Þróunarsjóður Sá atburður skeði einnig varðandi norrænt sam- starf nú í vikunni að á Höfn í Hornafirði var undirritað samkomulag um þróunarsjóð Vestur- Norðurlanda. Þessi sjóðstofnun hefur verið í undir- búningi nú um nokkurt skeið, en samstarfsráðherrar Norðurlanda hafa unnið að málinu á lokastigi og hefur Halldór Ásgrímsson sem gegnir því embætti fyrir íslands hönd stýrt undirbúningnum af íslands hálfu og undirritað samkomulagið ásamt forsætisráð- herra íslands og öðrum samstarfsráðherrum Norður- landa. Hlutverk þessa sjóðs er að hvetja til aukins samstarfs milli hinna vestlægu Norðurlanda Færeyja, íslands og Grænlands á sviði atvinnumála og sam- göngumála. Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur íslendinga og við getum haft ómælt gagn af þessari sjóðsstofnun í uppbyggingu atvinnulífs okkar ef vel tekst til. Ekki síður er mikilvægt að atvinnulíf eflist í næstu nágrannalöndum okkar, Færeyjum og Grænlandi, ásamt því að samgöngur og samskipti sem þeim fylgja eflist. Það er drýgsta vegarnesti þessara þjóða til framtíðarinnar. Samstaða nágranna á Norður- löndum er nauðsynleg til þess að halda velli meðal hinna stóru. Góð skref hafa verið stigin þessa viku í rétta átt hvað þessi mál varðar. Föstudagur 22. ágúst 1986 llilllllllil! GARRI -nV V, A- : Vorið 1984 upphófst hér sá mesti darraðardans út af kartötl- um sem sögur fara af. Þaö hafði sem sé komið upp úr dúrnum að kartöflur voru ekki frjálsar á Is- landi, og lögðust nú margir á eitt að hcvju frclsisstríð fyrir þær, þannig að þjóðin ætti völ á frjálsum kartöflum. Þessi stríði lyktaði þannig að ríkið hætti afskiptum af sölu með kartöflur, seldi Grænmetisverslun- ina framleiðendum og einstakar verslanir gátu keypt beint af fram- leiðendum án milligöngu hennar. Kartöflurnar fengu frelsi og allt átti að vera harla gott. Nýtt stríð En viti menn. Nú rís upp nýtt kartöflustríð árið 1986. Það hefur sem sagt komið upp úr dúrnum að menn kunna illa með frelsið að fara. Kartöflur hafa hækkað meira en vcrðbólga í landinu gefur tilefni til. Samkeppnin hefur reynst hald- laus til þess að tryggja sein lægst vöruverð og Neytendasamtökin, sem ákafast börðust fyrir þessari skipan, rísa nú upp og kvarta fyrir sína umbjóðendur. Frjálshyggjan ÖII þessi kartöfluvitleysa ætti að kenna mönnum þá lexíu að láta ekki hlöðukálfa frjálshyggjunnar hlaupa með okkur í gönur. Hin margrómaða frjálshyggja tryggir okkur ekki lægsta vöruverð eða hið fullkomna skipulag. í þcssu tilfelli hefur frelsið leitt til þess að allir aðilar hafa aukið sinn hlut þegar til verðlagningarinnar kom. Furöulcg er tilraun talsmanns Neytendasamtakanna til þess að lýsa ábyrgð á hendur framlciöcnda einna i þessu efni, en sýkna aðra dreilíngaraðila. Gerö er tilraun til þess að blanda ríkisvaldinu í málið með því að staðhæfa að vcrölagn- ingin komi til af verndartollum á innlluttar kartöflur. Þetta er út í hött og málið er einfalt. Álagningin er frjáls og frelsið tryggir cngan veginn hag neytenda, hcldur hcfur orðið til þess að kartöflur hækkuðu umfram verðbólgu. Rokk í Reykjavík Fjölmennustu rokktónleikar frá því að Island byggðist voru haldnir í Reykjavík á þriðjudagskvöldið. Morguninn eftir var sagt frá því VÍTTOG BREIT' í útvarpinu að mönnum hefði ekki orðið svefnsamt upp í Mosfellssveit og suður í Kópavogi og orðið svo snarruglaðir að þeir héldu að ná- grannarnir væru rokkóðir. Síminn þagnaði ekki hjá lögreglunni vegna þess hvað mikið „þrumusánd" er í hljóniflutningstækjunum sem skattborgararnir í Reykjavík keyptu á 25 milljónir. Þá var landslýð tilkynnt að allt værí vaðandi í drasli á vettvangi. Garri býr í iniðbænum og gekk snemma til náða þetta kvöld, nánar tiltekið þegar Greifarnir voru búnir að kyrkja „Inn í tjaldiö út i Fljótiö" o.s.frv. sem niinnti á stórsamkom- ur í Atlavík sem nú heyra sögunni til. Hins vegar cr Garri svo svefn- þungur og með þær stáltaugar að hann sofnaði samstundis og svaf vært, þrátt fyrir unglingafyllerí, flöskubrot og 20 milljón króna hljómflutningstæki í næsta ná- grenni. Er fréttaflutningur af sainkom- um unglinga ekki heldur neikvæð- ur. Er ruslið öðruvísi eftir tónleika sem þcssa, heldur en það sem þakti miöbæinn allan eftir mánudaginn? Er sá maöur ekki eitthvað slappur á taugum sem hringir á lögregluna vegna hljómflutningstækja í allt að 10 kflómetra fjarlægð? Þessar spurningar lcituðu á eftir þriðju- dagskvöldið. Eða er það svo að unglingarnir sitji ckki við sama borð og aðrir um fréttaflutning og þolinmæði hinna fullorðnu. Við játum kristna trú Biskupinn yfir íslandi, herra Pét- ur Sigurgeirsson, hefur sent frá sér hirðisbréf til presta og safnaða með yfirskriftinni Kirkjan öllum opin. í bréfi sínu leggur hann áherslu á það atriði að kirjan er ekki lokað samfélag, heldursamfélag við Krist sem er öllum mönnum opið. Vcrt er að taka eftir þessum orðum biskups Islands. Því verður ekki mótmælt að einn af hornsteinum þjóðarinnar er kristin kirkja og 97% landsmanna játa kristna trú. Það hefur einnig komið fram í könnun um það atriði að íslendingar eru trúaðastir af Norðurlandabúum. Ekki ætla ég mér að gerast dómari í því máli frekar en hef þó ekki ástæðu til að efast um að íslendingar séu trúaðir og sæki styrk til trúarinnar. Stundum hefur trú manna verið metin eftir því hve oft þeir sækja kirkju. Þetta er skiljanlegt þar sem kirkjan sem slík er hús Guðs og eðlilegt að trúaðir menn komi þar sem oftast og njóti þess sem þar fer fram. Hinu er ekki að leyna að vinnu- tími flestra er óhóflega langur og strangur og lítill tími gefst til þess að sinna fjölskyldunni sem er hverjum manni kærust. Þegar frí- stundir gefast eru þær gjarnan notaðar til að sinna hugðarefnum eða fara í að gera eitthvað sem setið hefur lengi á hakanum. Margir hugsa sem svo að það geti beðið að fara til kirkju, hún hlaupi ekki í burtu. Það er að vissu leyti alveg rétt. Kirkjan er til staðar og öllum opin en tíminn líður líka. Hitt er einnig alveg víst að margur maðurinn leitar til Frelsar- ans út af fyrir sig - og með fjölskyldunni - í bænum og þakkar fyrir hlutskipti sitt og tilveru. Kristin trú er hverjum, sem hana játar, ómetanleg og svo mjög að þeir sem þekkja mátt hennar geta ekki hugsað sér hvernig án hennar má lifa. Kristin kirkja og trú hefur verið íslenskri þjóð til blessunar. Von- andi verður svo um alla framtíð. nál

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.