Tíminn - 22.08.1986, Side 8

Tíminn - 22.08.1986, Side 8
Blaðberar óskast STRAX / eftirtalin hverfi. Skerjafjörð Garðabæ H Tíminn SIÐUMULA 15 S 686300 © Bifreiðastjórar Viljum ráða til framtíðar vörubílstjóra með meira- próf. Upplýsingar gefur Guðmundur Árnason í síma 99-1000 og heima 99-1414. Kaupfélag Árnesinga Ungur maður óskar eftir vinnu í sveit - er vanur. Uppiýsingar í síma 11365. ágóðu verði BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:............ 93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:.......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRsnt Jámhálsi 2 Sími 83266 TKDRvk Pósthólf 10180 ö. co s- • V u z sjállra okkar vegna! ilr*1"1 Útför föður okkar, tengdaföður og afa Hallgríms Sveins Hallgrímssonar frá Hálsi í Eyrarsveit fer fram laugardaginn 23. ágúst n.k. kl. 14 frá Grundarfjarðarkirkju Þeir sem vildu minnast hans vinsamlegast látið Sjálfsbjörg njóta þess. Sigurður Hallgrímsson Selma Hallgrímsdóttir Sveinn Hallgrímsson Ingibjörg Hallgrímsdóttir Halldóra Hallgrimsdóttir Guðni E. Hallgrímsson Hallgrímur Hallgrímsson og Erla Eiríksdóttir Erastus Ruga Gerður K. Guðnadóttir Kristinn Ólafsson PéturLaszlo Bryndís Theódórsdóttir Guðríður J. Guðmundsdóttir barnabörn ,\hrepp'' tm KoWÖIW ,kkV>bí«W^ . vatns'aus 8 Tíminn Föstudagur 22. ágúst 1986 Nokkrar staðreyndir vegna bruna að Kotvelli Vegna rangra frétta í Tímanum 6. ágúst s.l., af bruna á Kotvelli, vil ég undirritaður taka eftirfarandi fram. Kl. 15.05 sunnudaginn 3. ágúst 1986 var slökkviliðið á Hvolsvelli kallað út vegna elds í íbúðarhúsinu á Kot- velli í Hvolhrepp. Aðeins einn mað- ur er á vakt í einu há slökkviliðinu á Hvolsvelli. Ljóst var, vegna verslun- armannahelgarinnar, að aðeins væri unnt að ná í mjög fáa slökkviliðsmenn. Hringt var í síma allra liðsmanna, tuttugu og tvo að tölu. Aðeins náðist í sjö menn. Farið var á tveimur dælubifreiðum og stórri tankbifreið með 7.5001. vatns. Fyrsta bifreið slökkviliðs kom að Kotvelli kl. 15.15, en þangað eru um 5 km. Ljóst var í upphafi að mikið vatnsmagn þyrfti við slökkvistarfið, og var því strax farið að leggja lögn í vatnsból sem er í 300-400 metra frá húsinu, jafnframt því sem vatnið á tankbifreiðinni var tæmt í ker sem fylgir henni, til þess að hún gæti farið að sækja meira vatn. Ljóst er því, að mati slökkviliðsmanna, að ekki neinu máli skipti, í þetta sinn, að ekki voru þeir 1000 lítrar af vatni á dælubílnum sem þar áttu að vera. Strax og búið var að tæma tankbif- ^V'\*vV.v>'lð'ð \\i ftW “U-sríW-ssri *** lytSl. ,S.\5. i**"" sJSw«r. «■ t IZ' ssSSfS&fc að " iövatnv _ Sm'tf' 1 bi\\mn hat' a va\n\ö I \aus. honnmPv' jy\Uui- 1 13»» \ sk,f sw.'*”"”' i Iv.i. «<"“*“ \ w .*! £',vi s\okk«'"!“"j„ htcppatv . _ -idsuf EV-V.' et 4n a*anF“ i reiðina í umrætt ker, en það tekur mínútur um 1 mínútu, var hún send til að sækja meira vatn. Þá vardælubifreið frá slökkviliðinu á Hellu komin að vatnsbólinu og dældi hún á tank- bifreiðina á skammri stund. Um 15 að slökkva mesta eldinn, og slökkvistarfi var lokið um kl. 16.00. Snorri Óskarsson slökkviliðsstjóri Umræða um brunamál þarf að vera stöðug og jöfn - athugasemd og hugleiðingar við athugasemd Það sem Snorri Óskarsson virðist hafa við frétt Tímans að athuga er setningin: „ekki (var) hægt að hefja slökkvistarf fyrr en dælubíll og stór tankbíll komu frá Hellu nokkru seinna." Þarna hefur orðið einhver misskilningur fréttamanns að bílarn- ir hafi komið báðir frá Hellu og er beðist velvirðingar á því. Að öðru leyti virðast frásagnirnar vera sam- hljóða í flestum atriðum. Það er hinsvegar ýmislegt, bæði í umræddri frétt og athugasemdinni, sem vekur umhugsun um hvernig brunavörnum er háttað í dreifbýl- inu. Þarna kemur til dæmis fram að slökkviliðið á Hvolsvelli, svo það sé tekið sem dæmi, er frekar vel búið tækjum, með þrjá slökkvibíla. Hins- vegar eru aðeins 7 manns úr slökkvi- liðinu tiltækir þennan verslunar- mannahelgarsunnudag. Og til við- bótar var ástand tækjanna ekki eins og það átti að vera. t>ó það hafi kannski ekki komið að mikilli sök í þessu tilfelli er það í sjálfu sér ekki afsökun. Ég er alls ekki með þessum orðum að gera lítið úr slökkviliðsmönnum á Hvolsvelli eða annarsstaðar. Pað efast vonandi enginn um að þeir menn sem kallaðir eru út til að slökkva elda hjá nágrönnum sínum og vinum geri það besta sem þeir mögulega geta. Hinsvegar búa slökkviliðsmenn víða við aðstæður sem eru hvergi nærri fullnægjandi. Og þar er ekki endilega átt við tækjakost. Fyrir nokkrum vikum fór hópur manna um landið á vegum Brunabótafélags Islands. Með í förinni voru m.a. fulltrúar frá norsku tryggingarfélagi, Brunamálastofnun og fleirum, og í ferðinni voru haldn- ar sýningar og kennsluæfingar fyrir slökkviliðin. Norðmennirnir höfðu það við orð eftir hringferðina að víðast á landinu væru slökkvilið vel tækjum búin. En eftir því sem tækin batna þarf betri þjálfun manna. I lögum um slökkviiið og slökkvistarf segir að í sveitarfélögum, þar sem slökkviliðs- menn eru ekki fastráðnir, séu allir vcrkfærir menn 18-60 ára skyldugir til þjónustu í slökkvilið, en venju- lega eru um 20 manns skráðir í liðin. Þeim er skylt að koma til slökkviæf- inga allt að 20 klukkustundum á ári og auk þess eru reykkafarar að æfa reykköfun a.m.k. 25 klukkustundir á ári. Brunamálastofnun heldur auk þess námskeið hjá slökkviliðunum á 3-4 ára fresti. Pessar æfingar fara að mestu fram í frítímum slökkviliðsmannanna og víða leggja þeir talsvert á sig til að vera sem best undirbúnir þegar til kastanna kemur. Sem betur fer eru eldsvoðar óalgengir í flestum sveit- arfélögum, og því er raunveruleg reynsla slökkviliðsmannanna ekki mikil. Auk þess eru þeir ekki skyldugir að vera til taks og því næst oft ekki nema í hluta af föstum slökkviliðsmönnum í útkall, sérstak- legar um helgar. Svo hópsamvinnu- æfingar fara fyrir lítið. Einnig fer oft svo ef eldsvoði verður í sveitum, að fjarlægðir eða vondir vegir eða snjór, valda því að þegar slökkviliðið kemur á staðinn er of seint að grípa í taumana. Þá vill oft fara svo að slökkviliðsmennirnir fá skammir og illt umtal: Þeir voru lengi á leiðinni; þeir voru lengi að komast í vatnið, og svo sprautuðu þeir vatninu á kolvitlausa staði.Slík viðbrögð verða ekki beinlínis til að auka áhuga manna á að taka að sér slökkvistörf. Slökkviliðsstjórar á landsbyggð- inni eru víðast hvar í fullu starfi annarsstðar; slökkviliðsstjóraemb- ættið er þannig einskonar kross sem þeir bera því á þá er sett geysileg ábyrgð meðan stuðningurinn sem þeir fá er oft býsna lítill. Auðvitað eru sveitarfélög misjöfn hvað áherslu á brunavarnir varðar, en oft vill þar verða naumt skammtað. Það er auðvitað dýrt að koma upp góðum slökkvitækjum og enn dýrara er að hafa launað slökkvilið, þegar brunar eru ekki algengari en raun ber vitni. Brunamálastofnun á samkvæmt lögum að leiðbeina sveitarstjórnum um allt sem lýtur að brunavörnum. í undirbúningi er að tölvuvæða stofnunina og skrá þar inn öll slökkvilið landsins og búnað þeirra. Þá verður hægt að hafa eftirlit með því hvernig ástandi hvers slökkviliðs sé háttað og koma með ábendingar til sveitarfélaganna um úrbætur ef þurfa þykir. Stofnunin stendur eins og áður sagði, fyrir námskeiðum út um landið; fer hringinn á 3-4 árum. En stofnunin er í fjársvelti eins og margar aðrar stofnanir. Samkvæmt lögum er aðaltekjustofninn 1,74% af iðgjöldum brunatrygginga en undanfarið hafa þau iðgjöld verið lækkuð til muna, eða um 40% á síðasta ári! En auðvitað er það fyrst og fremst sveitarfélaganna sjálfra að sjá um að brunavarnir séu í lagi, enda er þeim það skylt samkvæmt lögum. Og einhvernveginn finnst manni að gott og velbúið slökkvilið hljóti að vera eitt helsta stolt þeirra. Þar hlýtur slökkviliðstjóri í fullu starfi að vera frumskilyrðið auk góðra tækja. Og slökkviliðin þarf að byggja upp á svipaðan hátt og björgunarsveitirnar sem starfandi eru víða um land þannig að slökkviliðin verði einskon- ar klúbbar með þannig starfsemi að eftirsóknarvert verði að verja þar tíma við æfingar og þjálfun. Og fólkið þarf að styðja slökkvi- liðið sitt og sýna því áhuga. Þannig mætti hugsa sér að slökkviliðsstjóri í fullu starfi skipulegði reglulegar brunaæfingar og námskeið fyrir al- menning en til þess að það gangi þarf almenningur að leggja sitt af mörkum. Og í sveitum þar sem slökkviliðið þarf að fara einhverjar vegalengdir mætti t.d. koma upp vatnsdælum og auðvitað góðum að- gangi að vatni. Það er nefnilega ekki nóg að í sveitarfélögunum verði umræða um brunamál á eins eða tveggja ára fresti þegar hús brenna þar til kaldra kola. Hún verður að vera stöðug og jöfn. Þessi athugasemd er nú orðin töluvert lengri en áætlað var en auðvitað hefur hér aðeins verið tæpt á nokkrum atriðum i sambandi við brunamál. Ég hef að sjálfsögðu ekki meira vit á brunamálum en næsti maður, en þessi mál koma okkur öllum við, það veit enginn hvenær þau snerta hann beint. Kannski hef ég því fullyrt einum of mikið og kannski finnst einhverjum að ég hafi verið að draga upp of svarta mynd af ástand- inu. Vonandi hafa þeir rétt fyrirsér. -GSH

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.