Tíminn - 22.08.1986, Side 11

Tíminn - 22.08.1986, Side 11
Föstudagur 22. ágúst 1986 Tíminn 15 Kvennaknattspyrna: Tap gegn Sviss - Heldur dapur leikur og 1 -3 tap staðreynd íslenska landsliðið í kvennaknatt- spyrnu varð að sætta sig við 1-3 tap gegn Svisslendingum á Valbjarnar- velli í gærkveldi. Þær svissnesku voru heldur smærri, sneggri og létt- ari. íslenska liðið átti ágætis kafla í . leiknum. Var betra í byrjun og lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Liðinu tókst þó ekki að breyta góðum köflum í mörk. Þær svissnesku komust í 2-0 eftir um 17 mínútna lfeik með mörkum úr víta- spyrnu í 2-0 eftir um 17 mínútna leik með mörkum úr vítaspyrnu og skoti í vinkilinn. Fyrsta skoraði Poncioni og síðan Spinner. Kristín Arnþórsdótt- ir náði að minnka muninn með marki eftir að hafa fylgt vel og stuttu síðar komst Erla ein í gegn en renndi framhjá aðþrengd. í síðari hálfleik skoraði Poncioni aftur af stuttu færi eftir sláarskot. Heimsmet Silvia Gerasch setti heimsmet í 100 m bringusundi á HM í sundi í gær er hún fór á 1:08,11 mín. Ragn- heiður Runólfsdóttir komst ekki í úrslit í sundinu en fór á 1.15,52 mín. —1^———Kristín Arnþórsdóttir skoraði eina ---------------------------------------------------- mark fslendinganna. Frá íslandsmótinu sem lauk við Hótel Örk í Hveragerði. íslandsmótiö í tennis: Úlfur ósigrandi - Vann þrenn gullverðlaun og var maður mótsins Um síðustu helgi lauk íslandsmót- inu í tennis, en úrslitaleikir mótsins fóru fram á hinum nýju og glæsilegu tennisvöllum við Hótel Örk í Hvera- gerði. Metþátttaka var í mótinu, en alls tóku 85 keppendur þátt í því og voruleiknirrúmlega 100 leikir. Mjög gott veður var til tennisiðkunar um helgina þegar úrslitaleikirnir fóru frarn og tókst öll framkvæmd móts- ins mjög vel. í karlaflokki reyndist hinn 18 ára Úlfur Þorbjörnsson vera yfirburða- maður, en hann vann í öllurn þeim greinum, sem hann tók þátt í. í einliðaleik karla sigraði hann Kjartan Óskarsson auðveldlega í úrslitum 6-0, 6-0 og átti Kjartan þó góðan leik, en réði ekki við hin firnaföstu skot Úlfs. í tvíliðaleik keppti Úlfur með Atla, 16 ára bróður sínum, og léku þeir til úrslita gegn Jóni Páli Gests- syni (18 ára) og Ragnari T. Árnasyni (15 ára), en þessir ungu piltar eru allir komnir í fremstu röð íslenskra tennisleikara. Þeir bræður sigruðu nokkuð auðveldlega í úrslitaleikn- um, 6-1, 6-4 og lék Úlfur á ný frábærlega vel. Úlfur fullkomnaði þrennu sína í mótinu með sigri í tvenndarleik, þar sem hann keppti með móður sinni Margréti Svavars- dóttur, en þau sigruðu Guðnýju Eiríksdóttur ogÁrnaT. Ragnarsson 6-1, 6-4 í úrslitaleik. Úlfur varð síðast íslandsmeistari fyrir tveimur árum, en hann hafði þá verið búsettur í Kenýa um margra ára skeið og lært að leika tennis þar. Undanfarin 2 ár hcfur hann verið við nám í Bretlandi og leikið tennis þar og staðið sig mjög vel í keppnum. í kvennaflokki varð Margrét Svav- arsdóttir móðir Úlfs sigursælust, en hún sigraði í einliðaleik þar sem hún lék til úrslita við Dröfn Guðmunds- dóttur og sigraði auðveldlega 6-1, 6-0. Eins og fyrr var getið sigraði Margrét einnig í tvenndarleik ásamt Úlfi syni sínum, en hún varð að láta í minni pokann í tvíliðaleik kvenna þar sem hún lék með Steingerði Einarsdóttur gegn Þórdísi Edwald og Guðnýju Eiríksdóttur, sem sigr- uðu í æsispennandi leik 6-4, 3-6, 6-4. 1 B flokki karla sigraði Einar Sig- urðsson Garðar Jónsson í úrslitum 6-4, 7-6. Á unglingameistaramótinu var mjög góð þátttaka í flokkum pilta 11-13 ára og 14-16 ára. í yngri flokknum báru þeir Stefán Pálsson og Eiríkur Önundarson nokkuð af öðrum og eru þeir mjög efnilegir tennisleikarar. Þeir léku saman til úrslita og sigraði Stefán eftir tvísýn- an og mjög spennandi leik, 6-2, 2-6, 6-3. I tvíliðaleik pilta 11-13 ára sigruðu þeir Eiríkur Önundarson og Ólafur Eiríksson í úrslitum þá Jó- hann Örn Þórarinsson og Ólaf Sveinsson 6-2, 7-5. í flokki pilta 14-16 ára hafði Ragnar T. Árnason 15 ára talsverða yfirburði og sigraði hann Atla Þor- björnsson í úrslitum 6-1, 6-2. { tvíliðaleik 14-16 ára pilta Sigruðu þeir Ásgeir Baldursson og Ólafur Sveinsson þá Árna G. Árnason og Jónas P. Björnsson í úrslitum 6-4, 6-2. í tvíliðaleik stúlkna 14-16 ára tóku aðeins tvö lið þátt og sigruðu þær Áslaug Jónsdóttir og Aðalheið- ur Pálsdóttir. ■ Nokkrir leikir voru í hollensku knattspyrnunni í fyrrakvöld og urðu úrsiit þá þessi: Excelsior-Sparta..................0-2 FC Den Haag-GA Eagles.............0-1 Haarlem-SC Veendam................0-0 Roda JC- Sittard..................2-0 FC Twente-AZ *67..................1-0 PEC Zwolle-FC Utrecht.............2-4 Efstu lið: FC Twente ............ 2 2 0 0 3-1 4 GAEagles.............. 2 2 0 0 2-0 4 Sparta ............... 2 110 3-2 3 ■ Arne Larsen Okland skoraði tvívegis í síðari hálfleik í landsleik Norðmanna og Rúmena í Osló og tryggði heiinamönnuin jafntefli. Það blés ekki byrlega í hálfleik en þá hafði Osvold gert sjálfsmark og Hagi bætt marki við til að koma Rúmenum í 2-0. Okland átti síðan síðari hálfleikinn fyrir franian að- eins um 3000 áhorfendur. ■ Frændur Norðmanna, Finnar, gerðu betur því þeir unnu A-Þjóð- verja í vináttulandsleik í knatt- spyrnu sem fram fór í Lahti í Finnlandi í gær. Finnar skoruðu eina mark leiksins á 61. núnútu og var Hjelm þar að verki. í Lahti voru einnig um 3000 áhorfendur. ■ Það var viðeigandi að Grass- hoppers frá Sviss sigraði á sínu eigin afmælismóti sem fram fór í Zurich í vikunni og iauk í gær. Þá sigraði heimalið lið Roma frá Ítalíu 3-1 í úrslitaleiknum. Matthey skor- aði tvívegis og Sutter einu sinni' fyrir sigurvegarana. Þá sigraði Ba- yern Munchen brasilíska liðið Fluminense 1-0 í leik um þriöja sætið. Dorfner gerði mark Bæjara. ■ í annarri vináttukeppni í knatt- spyrnu sigraði heimaliöið Barcel- ona hollensku meistarana PSV ■ úrslitaleik með einu marki gegn engu. Það var útherjinn Carrasco sem gerði markið um 40 sekúndum fyrir leikslok úr vítaspyrnu. I leik um þriðja sætið vann Tottenham frá Englandi ítalska liðið Inter Mílanó 2-1. Í þeim leik skoraði Mabutt sigurmarkið fyrir enska liðið á síðustu mínútu leiksins. Áður hafði Falco náð forystu fyrir Tottenham en Bonetti jafnaði. ■ Og úr því að minnst er á Faico þá er rétt að geta þess að í gær var hann dæmdur í tveggja leikja bann með liði sínu fyrir að sýna heldur óvirðulegt merki ineð flngrum sín- um eftir að hafa skoraö í deildar- leik gegn Aston Villa á síðasta keppnistímabili. Það var lögreglu- maður sem sá atvikið og hann hafði samband við dómarann eftir leikinn og úr því varð kæran til. Þetta er þyngsta refsing sem leikmaður hefur fengið fyrir „brot“ af þessu tagi. Umboðsmenn Tímans: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbraut8 651141 Garðabær Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbrautú 651141 Keflavik GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-2883 Keflavík Ingibjörg Eyjólfsdóttir Suðurgötu 37 92-4390 Sandgerði Guðbjörg Haraldsdóttir Holtsgötu 35 92-7795 Garður Benedikt Viggósson Eyjaholti 16 92-7217 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-3826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-1261 Borgarnes Rebekka Benjaminsdóttir Borgarvík 18 93-7463 Stykkishólmur ErlaLárusdóttir Silfurgötu 24 93-8410 Grundarfjörður Þórunn Kristinsdóttir Grundargötu 43 Ólafsvík GuðnýH.Árnadóttir Gunnarsbraut 93-6131 Rif Ester Friðþjófsdóttir Háarifi49 93-6629 Búðardalur Sólveig Ingvadóttir Gunnarsbraut7 93-4142 ísafjörður Ester Hallgrímsdóttir Seljalandsvegi 69 94-3510 Bolungarvík Kristrún Benediktstdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Súðavík Heiðar Guðbrandsson Neðri-Grund 94-4954 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673 Patreksfjörður NannaSörladóttir Aðalstræti 37 94-1234 Bíldudalur HrafnhildurÞór Dalbraut24 94-2164 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík ElisabetPálsdóttir Borgarbraut5 95-3132 Hvammstangi Baldur Jessen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772 Sauðárkrókur Guttormur Óskarsson Skagfirðingabr. 25 95-5200 Siglufjörður Friðfinna Símonardóttir Aðalgötu 21 96-71208 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri ÞrösturKolbeinsson 96-25016 Dalvík Brynjar Friðleifsson Ásvegi 9 96-61214 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Húsavík ÆvarÁkason Garðarsbraut45 96-41853 Reykjahlíð ÞuriðurSnæbjarnardóttir Skútahrauni 13 96-44173 Kópasker Þóra Hjördis Pétursdóttir Duaauaerði9 96-52156 Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður VeigurSveinsson Lónabraut21 97-3122 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350 Seyðisfjörður Sigríður K. Júliusdóttir • Botnahlið28 97-2365 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-4119 Eskifjörður Harpa Rún Gunnarsdóttir Steinholtsveg 1 97-6316 Neskaupstaður Hlif Kjartansdóttir Miðstræti 25 97-7229 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Eiríksdóttir Hlíðargötu8 97-5239 Stöðvarfjörður Stefán Magnússon Undralandi 97-5839 Djúpivogur RúnarSigurðsson Garðí 97-8820 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-8255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Erna Valdimarsdóttir Heiðarbrún32 99-4194 Þorlákshöfn Guðrún Eggertsdóttir Básahrauni 7 99-3961 Eyrarbakki Ragnheiður Marteinsdóttir Hvammi 99-3402 Stokkseyri HlynurGylfason Sæbakka 99-3320 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimum 99-8172 Vík ÓlafurÖgmundsson MýrarbrautS 99-7226 Vestmannaeyjar ÁsdísGísladóttir Bústaðabraut 7 98-2419 fAkureyringar Forstöðumaður öldrunarþjónustu Laust er til umsóknar starf forstööumans öldrunar- þjónustu á Akureyri. í starfinu felst að veita forstöðu dvalarheimilunum Hlíð og Skjaldarvík og þjónustu bæjarins við aldraða. Krafist er góðrar menntunar og starfsreynslu á þessu sviði. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 4. september n.k., veitir hann nánari upplýsingar um starfið. Akureyri 21. ágúst 1986 Bæjarstjóri Frá Holtaskóla Keflavík Við Holtaskóla Keflavík er laus ein kennarastaða í líffræði og eðlisfræði. Skólinn er emsetinn. Öll vinnuaðstaða bæði fy ir kennara og nemendur er mjög góð. Upplýsingar gefa Sigurður E. Þorkelsson skóla- stjóri í síma 92-2597 og Ingvar Guðmundsson yfirkennari í síma 92-1602. Skóiastjóri. íþróttakennarar athugið! íþróttakennara vantar að Grunnskóla Eskifjarðar. Góð íbúð fyrir hendi á góðum kjörum, flutnings- styrkur kemur til greina. Nánari upplýsingar gefur Jón Ingi Einarsson, skólastjóri í síma 97-6182. Skólanefnd.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.