Tíminn - 22.08.1986, Page 12

Tíminn - 22.08.1986, Page 12
16 Tíminn S.U.F.- þing Sambandsþing SUF hið 21. verður haldið í Hrafnagils- skóla í Eyjafirði 29.-30. ágúst 1986. Dagskrá: Föstudagur 29. ágúst. 1. kl. 16:00 2. kl. 17:00 3. kl. 17:15 4. kl. 17:20 5. kl. 17:45 6. kl. 18:00 7. kl. 19:00 8. kl. 20:00 9. kl. 20.30 10. kl. 22:30 Mæting Þingsetning, Finnur Ingólfsson formaður SUF. Kosning starfsmanna þingsins: a. Þingforsetar(2) b. Þingritarar(2) c. Kjörnefnd(8) Skýrsla stjórnar a. Formanns b. Gjaldkera Ávörpgesta Framsóknarflokkurinn. Afl nýrratíma. a. Staða Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum. b. Niðurstöður þjóðmálakönnunar SUF c. Megináherslur Framsóknarflokksins í stjórnmálum næstu árin. Kvöldverður Kynning á drögum að ályktunum. a. Stjórnmálaályktun b. Megináherslur Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum næstu árin. Almennarumræður Kvöldvaka Laugardagur 30. ágúst. 1. kl. 8:00 Morgunverður 2. kl. 8.30 Nefndarstörf a. Stjórnmálanefnd b. Flokksmálanefnd 3. kl. 12:00 Hádegisverður 4. kl. 13:00 Knattspyrna, sund 5. kl. 14:00 Kynning á álitum nefnda, umræður og afgreiðslamála. 6. kl. 17:30 Kosningar 7. •kl. 18:00 Önnurmál 8. kl. 19:30 Þingslit 9. kl. 20:00 Kvöldskemmtun. Sunnudagur 31. ágúst 1. kl. 10:00 Morgunverður 2. kl. 12:00 LagtafstaðfráHrafnagilsskóla. Stjórnin Nýr lífsstíll Breytt þjóðfélag Ráðstefna í Glóðinni í Keflavík laugardaginn 13. septembernk. Allirvelkomnir. Nánarauglýstsíðar. Landssamband framsóknarkvenna Héraðsmót - Skagafirði Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið í Miðgarði laugardaginn 30. ágúst n.k. og hefst kl. 21.00. Ávarp flytur Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík, Ómar Ragnarsson skemmtir. Sigurður Bragason syngur við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur, hljómsveitGeirmund- ar leikur fyrir dansi. Vesturland Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Vestur- landskjördæmi verður haldið í Borgarnesi dagana 5. til 6. september nk. Stjórnin Vestfirðir Kjördæmaþing framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið á Reykhólum 5.-6.september n.k. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Fyrirlestur um alþjóðaflugmál Föstudaginn 22. ágúst kl. 17.00 hcldur Edward Hudson, framkvæmdastjóri ECAC (European Civil Aviation Confer- ence, Paris) fyrirlestur á vegum flugmála- stjórnar íslands í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Fyrirlesturinn, sem haldinn verður á ensku, fjallar um nýjustu viðhorf í loft- flutningum, ekki síst leiguflugi, svo og um fargjaldamál o.fl., en á þeim er að vænta breytinga í Evrópu á næstu árum. Að fyrirlestrinum loknum verður nokkr- um tíma varið til fyrirspurna og umræðna og er líklcgt að marga fýsi að leita skýringa á einu og öðru um þessi mál. í flugmálastjórn hafa um nokkurt skeið verið uppi áform um að efna til slíks fundar, enda eru breytingar örar á reglum um bæði áætlunar- og leiguflug. Um þessar mundir er minnst margfalds afmæl- is íslenskra flugmála og er þcssi fyrirlestur liður í dagskrá sem efnt er til í tilefni af því. Flugmálastjóri Gítarleikur í Árbæjarsafni Páll Eyjólfsson gítarleikari leikur fyrir kaffigcsti í Dillonshúsi sunnudaginn 24. ágúst á milli kl. 15.00 og 17.(M). VIÐSKIPTA-& Viðskipta- og tölvublaðið Viðskipta- og tölvublaðið er nýkomið út. fjórða tölublað ársins 1986. Meðal efnis að þessu sinni er forsíðugrein, undir yfirskriftinni „Töfrataskan opnuð", en þar er að finna samtals fjörutíu og eina hugmynd, scm blaðið varpar fram, og allar gætu orðið upphafiö að nýjum fyrirtækjum. Hugmyndir þcssar eru ó- keypis fyrir þann sem les, en íyrirsögn greinarinnar vísar til frétta, scm af og til heyrast af erlcndum sölumönnum, sem láta íslendinga oft greiða stórar fjárfúlgur fyrir hugmyndir. sem að þcim eru réttar. Þá er í hlaðinu stór og viðamikil grein um kröfur flugfarþega á hendur þeim flugfélögum, sem þeir ferðast með. og rakið hvaö þeir meta mcst í sambandi við verð. stundvísi. þjónustu og flcira. Jafn- framt eru viðtöl við þá Sigfús Erlingsson framkvæmdastjóra markaðssviös Flug- Ieiða hf. og Magnús Oddsson markaðs- stjóra Arnarflugs hf. Enn má ncfna að í blaðinu er úttekt á fslensku happdrættunum, undir fyrir- sögninni „Ódýr, einföld og fjölfarin leif til fjáröflunar". í greininni eru rakta, ýmsar staðreyndir um happdrætti á Is landi, rætt við Neytendasamtökin um happdrættin, og talað við fólk, sem spilar í happdrætti o.fl. Margt annað efni cr í blaðinu. tengt tölvum. tækni og viöskiptum. sagt er frá nýjum fyrirtækjum í ýmsum greinum, grein er um auglýsingafyrirtæki í Noregi og fjölmargt annað efni er í blaðinu að þessu sinni. Viöskipta- og tölvublaðið er >0,8 blað- síður að stærö, að mestu h. rentað. Útgefandi cr Fjö'.nir hf Ritstjón er Leó M. Jónsson. Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 Föstudagur 22. ágúst 1986 Akraneskirkja Akraneskirkja 90 ára Næstkomandi sunnudag, þann 24. ágúst 1986, verður minnst 90 ára afmælis Akraneskirkju, en hún var vfgð 23. ágúst 1896. Hátíðarhald verður þríþætt þennan dag. Kl. 11.00 verður komið saman í kirkjugarðinum í Görðum. Þar mun biskup fslands, herra Pétur Sigurgeirsson afhjúpa minnisvarða, sem Akurnesingar hafa reist sr. Jóni A. Sveinssyni prófasti og konu hans, frú Halldóru Hallgríms- dóttur. Kl. 13.30 hefst svo hátíðarguðs- þjónusta í Akraneskirkju. Þar predikar piskup, en sóknarpresturinn sr. Björn Jónsson ásamt héraðsprófasti og prestum úr prófastsdæminu annast altarisþjónustu og kirkjukór Akraness syngur. Organisti og söngstjóri kirkjunnar, Jón Ólafur Sigurðsson og Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri leika á orgel kirkjunnar frá kl. 13.00. Að messu lokinni verður svo gengið til hins nýja og veglega safnaðarheimilis, sem nú er risið gegnt kirkjunni. Þar fer fram vígsluathöfn, sem biskup fram- kvæmir. Á eftirbýður sóknarnefnd öllum þátttakendum upp á kaffiveitingar, þar mun Halldór Jörgensson. kirkjugarðs- vörður flytja erindi í tilefni 90 ára afmælis kirkjunnar. Formaður byggingarnefndar safnaðar- hcimilisins er Guðmundur Samúelsson og formaður sóknarnefndar Akranes- kirkju er frú Ragnheiður Guðbjartsdótt- ir. Fri hinum nýja pizzustað, Eldsmiðjunni Nýr pizzustaður: Eldsmiðjan Eldsmiðjan nefnist nýr, lítill pizzustað- ur í Reykjavík. Staðurinn er til húsa að Bragagötu 38a, á horni Bragagötu og Freyjugötu. Pizzurnar, sem boðið er uppá, eru bakaðar að óskum viðskipta- vinanna við opinn eld í ítölskum pizzu- ofni. Pizzurnar eru afgreiddar í handhæg- um umbúðum, sem auðvelda viðskipta- vinunum að taka þær með sér heim, en einnig er hægt að borða þær á staðnum. Eldsmiðjan er opin frá kl. 11.00 til kl. 22.00. Síminn er 14248. Eigendur Eld- smiðjunnareru Elías H. Snorrason, kjöt- iðnaðarmaður og Lilja B. Karlsdóttir. Útivistarferðir Laugardagsferð og sunnudagsferð Laugardag 23. ágúst ki. 09.00: Sveppa- ferð í Skorradal. Farið verður um skóginn og víðar og hugað að sveppategundum og sveppatínslu. Leiðbeinandi: Hörður Kristinsson grasafræðingur. Útivist minn- ir jafnframt á grein Harðar um íslenska sveppi í ársriti Útivistar 1984. Ritið er til sölu á skrifstofunni Grófinni 1. Ath. breytta dagsetningu á ferðinni. Sunnudag 24. ágúst kl. 08.00: Þórs- mörk - Goöaland. Léttar göngu- og skoðunarferðir um Þórsmerkursvæðið. Kl. 13.00: Bláfjallafólkvangur, útsýn- isferð - Farið upp með stólalyftunni. Þeir sem vilja ciga kost á gönguferð eftir cndilöngum Bláfjöllum að Vffilsfeíli. Far- ið í tilefni Reykjavíkurafmælis. Frítt er í ferðirnar fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sunnudagsferðir F.í. 24. ágúst. 1. Kl. 08.00: Þórsmörk - dagsferð í Þórsmörk en hægt er að hafa lengri dvöl þar. 2. Kl. 09.00: Hlöðufell - Hlööuvellir - Ekið um Þingvelli og síðan línuveginn að afleggjaranum að Hlöðuvöllum. Gengið á Hlöðufell (1188 m.) 3. Kl. 13.00: Grindaskörð - Hvirfill - Vatnsskarð. Ekinn nýi Bláfjallavegurinn sunnan Gvendarseldhæðar, í Dauðadali. Gcngið þaðan í Grindaskörð og á Hvirfii, meðfram Lönguhlíð í Vatnsskarð. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafclag íslands. Minningarkort Minningarsjóðs Samtaka um kvennaathvarf Samtök um kvennaathvarf hafa nýlega látið gera minningarkort og mun það fé, sem þannig kemur inn, renna óskert til reksturs Kvennaathvarfsins. Nokkrar gjafir hafa þegar borist. Kortin eru afgreidd á teimur stöðum. Reykjavíkur Apóteki og á skrifstofu sam- takanna í Hlaðvarpanum að Vesturgötu 3, 2. hæö, sem er opin alla virka daga árdcgis kl. 10.00-12.00 (og stundum lengur). Þeir sem þess óska geta hringt á skrifstofuna og fengið senda gíróseðla fyrir greiðslunni. Síminn er 23720 Rafmagn, vatn, hitaveita Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má hringja i þessi símanúmer: Rafmagn: I Reykjavík,1 Kópavogi og Seitjarn- arnesi er simi 686230. Akureyri 24414, Keflavík 2039, Hafnarfjörður 51336, Vestmannaeyjar 1321. Hitaveita: Reykjavík sími 82400, Seltjarnarnes sími 621180, Kópavogur 41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar i síma 41575, Akureyri 23206, Keflavík 1515, en eftir lokun 1552. Vestmann- aeyjarsími 1088 og 1533, Hafnarfjörður 53445. Simi: Reykjavík, Kópavogi, Selljarnarnesi, Ak- ureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í síma 05 Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita-’ veita o.fl.) er í sima 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svarað' allan sólarhringinn. Tekið er þar við tilkynningum á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum,' þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.