Tíminn - 22.08.1986, Side 16
Sykurlausar
Ferðist
meðVISA
ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐ-
IÐ í knattspyrnu varð að sætta sig
við tap gegn því svissneska í
landsleik í knattspyrnu sem fram
fór á Valbjarnarvelli. Lokatölur
urðu 1-3 og gerði Kristín Arnþórs-
dóttir mark Islands af harðfylgi.
Þær svissnesku voru léttari,
sneggri og spiluðu meira. íslenska
liðið átt sína kafla en færin vantaði.
Ixminn
ir 22. ágúst 1986
Hart deilt á Reykjavíkurmynd Hrafns Gunnlaugssonar:
„llla unnin gloría
um borgarstjórann“
segir Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi
Ýmsir borgarstjórnarfulltrúar
minnihlutans eru mjög óánægðir
með myndina „Reykjavík, Rcykja-
vík“, sem Hrafni Gunnlaugssyni var
falið að gera í tilefni 200 ára afmælis
Reykjavíkurborgar.
Myndin var síðan frumsýnd á þriðju-
daginn í Háskólabíói og er hér um
leikna heimildarmynd að ræða sem
tekur um einn og hálfan klukkutíma
í sýningu.
„Mér fannst nafn myndarinnar
ekki passa mjög vel við innihaldið,"
sagði Sigurjón Pétursson borgarfull-
trúi Alþýðubandalagsins viðTímann
í gær. „Ég hefði viljað kalla hana
„Davíð í máli og myndum" eða þá
„Grafarvogur, Grafarvogur“,“ sagði
Sigurjón ennfremur. „Myndin er
löng og illa unnin, og það má vera
að úr þessu megi gera kvikmynd ef
helmingurinn væri klipptur úr henni.
Satt að segja hef ég engan hitt sem
ekki sér það að þetta er illa unnin
gloría um borgarstjórann, Sjálf-
stæðisflokkinn og Grafarvoginn.
Myndin getur varla talist merkileg
heimild nema helst fyrir það hvcrnig
hægt er að stunda sögufölsun í
samtímanum,“ sagði Sigurjón Péturs-
son.
Kvennalistinn hélt í gærkvöldi
fund þar sem m.a. átti að ræða mynd
Hrafns. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
sagði við Tímann að hún væri ntjög
ósátt við myndina. „Mér finnst að
það hefði verið í lagi að kalla
myndina: „Reykjavík séð með aug-
um íhaldsmanns," eða eitthvað í þá
áttina. Ég geri mér grein fyrir að það
er afskaplega erfitt að gera svona
mynd, en borgin er nú búin að borga
10 milljónir fyrir hana. Hrafn Gunn-
laugsson fékk frjálsar hendur til að
gera hana og mér finnst hann hafa
nokkuð brugðist trausti okkar,“
sagði Ingibjörg Sólrún. Hún taldi að
sem heimildarmynd væri myndin
ekki góð og tók sem dæmi Skúla-
götuskipulagið sem myndin fjallar
dálítið um án þess að minnast á það
einu orði að það hafi verið mjög
umdeilt.
„Miðað við það hversu Davíð
hefur verið áberandi í borgarlífinu
þau fjögur ár sem myndin fjallar um,
þá kemur hann tiltölulega lítið fyrir
í myndinni," sagði Hrafn Gunn-
laugsson þegar Tíminn ræddi við
hann í gær. Hrafn sagði að þegar
byrjað var að vinna myndina hafi
ekki verið Ijóst hver yrði borgarstjóri
eða hverjir yrðu í meirihluta eftir
kosningarnar. Ef vinstrimenn hefðu
áfram verið við völd, hefði myndin
trúlega vcrið tekin upp við Rauða-
vatn og borgarstjóri þess meirihluta
fengið samsvarandi umfjöllun í
myndinni, svo framarlega sem hann
væri jafn áberandi í borgarlífinu og
Davíð hefur verið. „Ef þú ert að
fjalla um líf Islendings, sem snýst að
miklu leyti um að fjárfesta í stein-
steypu, þá er Grafarvogurinn það
svæði sem hafði mesta möguleika til
breytinga meðan myndin var í
vinnslu. Hann varósnertur í upphafi
tökutímabilsins, en var tiltölulega
Fólk er um þessar mundir að byrja
að taka upp kartöflur sem það
ræktar til heimilisnota. í kartöflu-
görðum Reykjavfkur, að Korpúlfs-
stöðum, voru Fjóla Kristmundsdótt-
ir og Klemens Kristmannsson að
„taka upp kartöflur í matinn“, en
síðan verður beðið með að taka upp
megnið af uppskerunni þangað til í
haust, að kartöflugrös fara að falla.
Þau sögðu að uppskeran væri mjög
góð og betri heldur en í fyrra.
Uppskeran hjá þeim þennan daginn
var um 16 kg af ca 8 fermetrum en
þau eru með tvo 100 fermetra garða
á Korpúlfsstöðum. Klemens sagðist
vera búinn að rækta kartöflur fyrir
sig og fjölskyldu sína í mörg ár og
uppskeran nægði yfirleitl yfir allt
árið. Fjóla kvaðst vera nýflutt til
Reykjavíkur og þetta væri því í
fyrsta sinn sem hún ræktaði kartöflur
þar.
. 100 fermetra garður á Korpúlfs-
stöðum kostar um 500 krónur svo að
þeir sem nenna að rækta kartöflur
sínar sjálfir spara sér dágóðan •
skilding. Ekki var að sjá að garðarnir
væru allir notaðir í ár þrátt fyrir það.
ABS
langt kominn í lok þess, þannig að
það var um einu myndrænu úrvinnsl-
una að ræða á þessu séreinkenni
íslensks borgarsamfélags,“ sagði
Hrafn.
„Ég get ekki látið einn þriðja af
Þórði Breiðfjörð gjalda fyrir það að
ég var einu einni einn þriðji af
afgangnum og hann má heldur ekki
njóta þess. Ég tel mig hafa farið þá
einu leið sem ég gat farið og hef
algerlega hreina samvisku í þessu
máli,“ sagði hann ennfremur. Að-
spurður um faglega vinnslu myndar-
innar sagði Hrafn að hún væri fag-
lega mjög vel gerð. „Um það tel ég
mig færan að dæma, og væri vel
tilbúinn til að viðurkenna ef svo væri
ekki. Faglega er þetta 100% verk.“
-BG
Fyrsta „Magn-húsið“ boðið út:
Byggt með lykli
og kíttisspaða
í Borgarnesi er nú búið að bjóða
út smíði á einingunum í fyrsta
„Magn-húsið“, sem þar mun því
væntanlega rísa af grunni áður en
langt um líður. Magn-hús er ný
gerð einingahúsa sem Magnús
Thorvaldsson blikksmiður í Borg-
arnesi hefur fundið upp og eiga
m.a. að hafa það sér til ágætis að
vera ákaflega einföld og fljótleg í
uppsetningu.
Grunnurinn undir húsið hefur
löngu verið gerður, svo og límtrés-
sperrurnar (burðargrindin) sem
smtðaðar voru á Flúðum.
„Ég er ekki í minnsta vafa um að
þetta hús mun slá í gegn - og er viss
um að það verða engin vandræði
með að fá menn til að framleiða
það, ekki síst að útlendingar eru
spenntir fyrir því,“ sagði Magnús
Thorvaldsson. „Ég mun m.a. taka
þátt í sýningunni sem haldin verður
fyrir „dellukarla" eins og mig
(Hugvit 1986), sem opnar í tengsl-
um við heimilissýninguna í Laugar-
dalshöll nú 28. ágúst n.k. Þar kem
ég til með að sýna ákaflega
skemmtilegt model af húsinu, þar
sem glöggt mun koma í Ijós hvernig
það er. Við hliðina verður stjörnu-
lykill, gúmíkjuði og kíttissprauta -
þ.e. einu verkfærin sem þarf til að
setja þessi hús upp,“ sagði
Magnús. Hann kvaðst m.a. eiga
von á mönnum erlendis frá á
sýninguna til að kynna sér Magn-
húsið.
Klemens Kristmannsson og Fjóla Kristmundsdóttir með sýnishorn af
kartöflunum. Sumar flokkast nú þegar undir að vera hökunarkartöflur, svo
trúlegt er að mcð svipuðu áfrainhaldi verði uppskcran með besta nióti í haust.
(Tímamynd-Sverrir)
„Tekiðuppímatinn“
w
Attu enn eftír að
múra og mála?
Hefur þú hugleitt verðmuninn á heföbundnum
frágangi með pússningu og málningu og
sléttri yfirborðsmeðhöndlun með Thoro
efnum? Þeir hjá Hagvangi hf. sýndu
fram á 40% verðmun Thoro í vil og til
eru húsbyggjendur sem náð hafa 60%
sparnaði með því að nota Thoro efni
Að ganga frá útveggjum
kostar frá kr. 140,- pr. m2
Ertu að byg£}a
og cnn í vafa?
Þeir sem önnuöust frágang,
fegrun og vatnsþéttingu á
Hagvúindihúsl Háskólass,
Fjölbraataskóla Saöorlands
Selfossi, Laagardalshöll og
(Jölda einbýlishósa vissu að
þeir völdu fljótlegasta og
endingarbesta fráganginn.
Þelr völda Thoro. Ættir
þú ekki að slást í hópinn?
Gerðu verðsamanburð
steinprýfli
Stórhöfða 16, Reykjavík - S. 83340/84780
Útsölustaðir:
BYKO
B.B. BYGGINGAVÖRUR
HÚSASMIÐJAN