Tíminn - 12.09.1986, Side 8
8 Tíminm
Föstudagur 12. september 1986
Sverrir Sveinsson verkstjóri og Árni Ingvarsson við nýjar setjaravélar.
EDDAN
FIMMTÍU ÁRA
Góður tækjabúnaður í hentugum húsakynnum
Prentsmiðjan Edda ht'. átti hálfr-
ar aldar afmæli áþriðjudaginn var.
Við það tækifæri var þess m.a.
minnst að hún er nú orðin mjög vel
tækjum búin og fær um að taka að
sér nánast hvaða verkefni scm er á
sviði prcntverka. Nokkur sýnis-
horn af vélbúnaði prentsmiðjunnar
má sjá á meðfylgjandi myndum
sem teknar voru skömmu fyilr
afmælið í húsakynnum hennar.
Afmælisins var minnst á vcgleg-
an hátt. Opið hús var við Skemmu-
veginn fyrir starfsfölk og gcsti.
Fjöldi viðskiptavina sótti þá Eddu-
menn heim, gcngu um húsakynnin
og skoðuðu vélar og aðbúnað. Pá
barst prentsmiðjunni einnig fjöldi
heillaskeyta og mikið af blómum í
tilefni dagsins. -‘-“sig
í skeytingu, frá vinstri: Sveinn Jóhannesson, Sigurður Eiríksson og Ingþór
Kjartansson.
Nokkrar af offsetprentvélununi.
Vélasamstæða sem prcntar samhangandi tölvupappír. Við vélina er Rúdolf
Nielsen. (Tímamyndir-Pctur)
Laufásvegur (efri hluti)
Bergstaðastræti (efri hluti)
Fjólugata
Smáragata
Sóleyjargata
Bárugata
Öldugata
Bræðraborgarstígur að hluta.
Hafðu samband við
Síðumúla 15
@ 68 63 00
DJÓÐVIUINN
S.681333
er
og borgar
LAUS HVERFI
NÚ ÞEGAR:
Tíniiim
S. 686300
Blaðburður
S.681866
Ahrif lífrænna
leysiefna á
líkama og heilsu
Vinnueftirlit ríkisins hefur nýlega
gefið út leiðbeiningabækling og
veggspjald um lífræn leysiefni. í
bæklingnum er lögð áhersla á að
útskýra varasöm áhrif lífrænna leysi-
efna á líkama og heilsu og leiðbeina
um hvernig hægt er að varast þau. Á
veggspjaldinu er einnig lögð áhersla
á aðvörun og varúðarráðstafanir.
Helstu ástæður þess, að þetta efni
er gefið út og dreift á vinnustaði, eru
þær að skaðleg heilsufarsáhrif líf-
rænna leysiefna eru nú viðurkennd
og hafa verið rannsökuð og rædd um
árabil erlendis. Efnin komast inn í
líkamann við innöndun og snert-
ingu. Sterk og langvarandi áhrif geta
valdið skemmdum á heila, tauga-
kerfi og fleiri líffærum. Slík áhrif
birtast í þreytu. sleni og gleymsku -
stundum í höfuðverk og erfiðleikum
við að einbeita sér.
Danska Vinnueftirlitið hefur síð-
ustu ár fengið yfir 1000 tilkynningar
árlega um meintar heilaskemmdir á
fólki sem hefur unnið með lffræn
leysiefni og þeir skipta hundruðum
þar í landi senr fá staðfest á ári
hverju að þeir hafi hlotið heilsutjón
af að vinna með þau.
Vitað er að cfnablöndur með
lífrænum leysiefnum eru notaðar á
mörgum vinnustöðum hér á landi,
s.s. við málun, lökkun, límingu,
litablöndun og við ýmiss konar
hreinsun og efnaframleiðslu og yfir-
borðsmeðferð á framleiðsluvörum.
Hins vegar eru áhrif þeirra ekki
nægilega kunn hér á landi og varúð-
arráðstafanir víða í molum. Fyrir-
tæki og félög iðnaðarnranna og
verkafólks, sem efni bæklingsins og
veggspjaldsins varðar, fá hvort
tveggja sent næstu daga. Einnig
öryggistrúnaðarmenn og örygg-
isverðir í fyrirtækjum.
Vinnueftirlit ríkisins veitir leið-
beiningar um hvernig draga má úr
mengun andrúmslofts á vinnustöð-
um og hollustuháttadeild stofnunar-
innar annast mengunarmælingar sé
þess óskað.